Morgunblaðið - 06.09.1975, Síða 7

Morgunblaðið - 06.09.1975, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1975 7 I— ■ „Undir [ septembersól...” Sumarið, sem sl. vor | átti að leiða til okkar, I hefur farið hjá garði, a.m.k. þeirra garði, er I byggja höfuðborgar- I svæðið. Og þó, undan- farna daga hefur það loks- | ins brotizt gegnum sort- I ann og súldina. rokið og rigninguna, og haustsólin I skin á svalbjörtum, I heiðum himni. Þetta minnir á visubrot eftir I Stefán frá Hvitadal: I „Undir septembersól, brosti sumarið fyrst." I Norðan- og austanlands I er aðra sögu að segja. . Sumarið er þar að vísu I mánuði á eftir áætlun En I þegar það kom, kom það I . raun og sannleika. Og það I dvaldi sumarlangtl I_________________________ Sunnansúldarfólk, sem fór á mis við „byggðajafn- vægið" í veðurfarslegum skilningi, átti um tvo kosti að ræða, er til sumarfria kom, sólina á Spáni eða sólina fyrir norðan. Þeir, sem höfðu efni á islenzkri verðbólgu, fóru norður. Hinir, sem ekki höfðu efni á henni, fóru jafnvel lika. Hið sama gilti máski um Spánarferðirnar, þar sem sólin er seld á útsölu ailan ársins hring, en ekki bara í hálfan mánuð eins og íslenzka nautakjötið. Og það er viðar fiskur undir steini en á Suður- nesjum. Undir sólbök- uðum menningarstak- steinum nyrðra kennir það margra fiska, að ástæða þótti til samnorr- æns rannsóknastarfs, þó Ólafur Haukur Simonar- son kæmi þar hvergi við sögu. Um það segir svo í timaritinu „Sveitar- stjórnarmál". Könnun á menningarmál- um á Akureyri „Á miðju ári 1974 hófst á Akureyri könnun á félags-, fristunda- og menningarlifi bæjarins. Könnun þessi er liður í viðtækri rannsókn, sem gerð er i 14 borgum í Evrópu. Árið 1972 hóf Evrópuráðið þessa rannsókn i hinum ýmsu borgum Evrópu. f flestum borgunum búa milli 50 og 100 þús. manns, og engin þeirra er höfuðborg. Norðurlandaráð beitti sér sérstaklega fyrir því, að fjórir bæir á Norður- löndunum tækju þátt f þessari rannsókn, og hefur sjóðurinn kostað slikar kannanir i Tampere í Finnlandi, Esbjerg i Dan- mörku, Örebro i Sviþjóð og Stavanger i Noregi. f byrjun árs 1973 bauðst sjóðurinn til að kosta slika könnun á fs- landi, og varð Akureyri fyrir valinu vegna legu sinnar utan höfuðborgar- svæðisins, enda þótt Akureyri sé töluvert minni en hinir þátttökubæirnir. f júni 1973 fór Jón G. Sólnes, þáverandi forseti bæjarstjórnar, til Örebro til að ræða nánar væntan- lega könnun á Akureyri. Endanleg ákvörðun um þátttöku Akureyrar var ekki tekin fyrr en i marz 1974, og hófst þvi könnunin á Akureyri ekki fyrr en 1. júli 1974. Áætlað er, að könnun- inni Ijúki að fullu 31. desember 1975. Könnunin á Akureyri gengur út frá töluvert viðum skilningi á hugtak- inu menning. Menning er i þessum skilningi lifs- máti, fyrst og fremst hinir skapandi og þroskandi þættir i lifinu og skilyrðin --------------------------, fyrir þvi, að þeir megi | njóta sin. Menning, skilin > á þennan veg. er þar með • ekkert einangrað fyrir- | bæri, sem hægt er að • skoða slitið úr tengslum I við umhverfið. Menning er aftur á móti • heildarþróun, sem hægt I er að skilja með sögu- | skoðun og athugun á at- ■ vinnulifi og öðru i dag- I legu lifi. Könnunin skiptist i fjóra • meginþætti: a) Athugun á sögu | bæjarins og saga ýmissa • „menningarfyrirbæra". * b) Hagfræðilegur hluti. | Athugun á stéttaskipt- ■ ingu, uppbyggingu at- ' yinnulifsins. Athugun á | fjárhagsáætlunum, hvað ■ snertir menningarmál, þar ' við bætist hlutur rikis og | bæjarfélags i menningar- ■ málum. c) Skipulagt menningar- | og félagslif. Athugun á ■ félagsstarfsemi á Akur- J eyri. Ákvarðanataka i I menningarmálum. d) Tómstundastörf . bæjarbúa. Tekin viðtöl við I 300 Akureyringa á I aldrinum 16—69 ára og þeir spurðir um tóm- | stundaiðju og afstöðu til I ýmissa málefna. Könnun á Akureyri er | komin vel á veg, gagna- I söfnun fer að Ijúka, og : siðari hluta þessa árs | verður varið til að skrifa I skýrslu fyrir Akureyrarbæ. J Þau gögn, sem hingað til | hefur verið safnað, hafa I verið send út til samnorr- J ænnar skýrslugerðar." I --------------------------1 Jassdansskóli Sigvalda Innritun hafin í alla flokka Kennt verður: Jass character, jass show serie og fleiri jass dansar. Upplýsingar í síma 84750 frá kl. 6—9. e> Jass dans — Jass dans VARMAL-ofninn er gerður úr stálrörum og áli, og framleiddur með nýtísku aðferðum, sem tryggir gasða framleiðslu og lágt verð. VARMAL-ofninn hefur 3/8“ stúta, báða á sama enda GLÆSILEGT URVAL AF og má snúa ofninum og tengja til hægri eða vinstri að vild. FLAUELS- KÁPUM OG JÖKKUM þernhard lax^al KJÖRGARD/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.