Morgunblaðið - 06.09.1975, Page 10

Morgunblaðið - 06.09.1975, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1975 fiiipiti ílingar kanp á 24ra rása tækjum • Stúdíó Hljóðrita h/f f Hafn- arfirði fhugar nú að festa kaup á 24 rása upptökutækjum og fara þeir Jón Þór Hannesson, Jónas R. Jónsson ásamt brezka upptökumanninum Tony Cook til Bandaríkjanna á morgun, þar sem þeir munu athuga möguleikana á að festa kaup á slfkum tækjum. Sigurjón Sighvatsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, staðfesti þetta í samtali við Stuttsfðuna á fimmtudags- kvöldið. Sagði hann, að enn sem komið væri hefði ekkert verið ákveðið um þessi kaup. — Þctta eru draumar okkar, sagði Sigurjón, — og þvf viljum við kanna málið ofan f kjölinn áður en við tökum ákvörðun um það. Verði úr þessum kaupum væri það stórkostlegt stökk fram á við en hafa ber í huga að hér er um mikið fyrirtæki að ræða 24 rása tæki með öllu til- heyrandi kostar 20—30 milljónir króna og slíkir peningar vaxa ekki á trjám á fslandi. JÓN ÞÓR HANNESSON: fer til New York á morgun ásamt Jónasi R og Tony Cook til að þreifa fyrir sér' með kaup á 24 rása upptöku- tækjum í stúdió Hljóðrita. Fyrirtæki upp á 20—30 millj. JAKOB MAGNÚSSON og Whitebachman Trio: Nú hættir Jakob en hættir þó ekki. Alla vega ætlar hann framvegis að sjá um sig sjálfur . . . Jakob drepr sig í hlé og fljzt heim JAKOB Magnússon og Whitebackman Trio halda til Bandaríkjanna á morgun til að leika þar f klúbbum f New York og nágrenni um tveggja vikna skeið áður en haldið verður til Los Angeles, þar sem „trfóið“ hyggst hljóðrita breið- skffu. Þegar þessu er lokið ætlar Jakob að draga sig f hlé úr „poppbransanum" og vera hér heima f vet- ur. — Það var ekki um nema tvennt að ræða fyr- ir mig, sagði Jakob f sam- tali við Stuttsfðuna f fyrradag, — annaðhvort að spila og vera þá er- lendis, eða að vera hér heima — og hér vil ég ekki spila, nema kannski í tvo mánuði á ári eða svo. Að sögn Jakobs mun hann f framtfðinni sjá sjálfur um ÖII sfn mál hvað varðar afskipti hans af tónlist. Aðrir fá ekki að koma þar nærri. — Það segir sig sjálft, sagði Jakob, — að maður hættir aldrei alveg f músfk á meðan maður hefur gaman af þessu, en ég vil heldur halda f alla enda sjálfur. Eg mun t.d f vetur sjá um upptöku á nokkrum plötum, sem ég er búinn að lofa mér f og svo er aldrei að vita hvað maður gerir sjálfur. Platan sem Whiteback- man Trio hyggst hljóð- rita í Los Angeles, verður aðallega með lögum eftir Jakob en einnig verða á henni nokkur lög, sem „trfóið“ hefur leikið hér heima f sumar á ferðalag- inu með Stuðmönnum. — Svo selur maður ein- hverju dreifingarfyrir- tæki útgáfuréttinn, sagði Jakob, — þannig er langbezt að gera þetta. Eins og fram kom á Stuttsíðunni sl. laugar- dag verður Jakob og fólk hans f 5 vikur vestra en sfðan verður farið í frí til Bahama áður en haldið verður aftur til London. Þaðan kemur Jakob sfðan heim til Islands, full- saddur af poppbransan- um. Rúnar óákveð- inn STUTTSÍÐAN hafði í vik- unni samband við Rúnar Júlíusson og spurðist fyrir um hvort hann hefði ákveðið að taka boðinu um að verða gítarleikari í Brim- kló, þegar hljómsveitin fer afturafstað. Rúnar sagðist eiga í tölu- verðum erfiðleikum með að taka þá ákvörðun þrátt fyrir vilja sinn í þá átt, þar sem umsvif hjá Hljóma- útgáfunni færu vaxandi og væru aðkallandi verkefni framundan. — Það er ekki hægt að slaufa þeim fyrir þetta, sagði Rúnar, — og því er það sem ég hef ekki getað ákveðið mig ennþá. Hvenær það verður get ég ekkert sagt um. MEGAS „Millilending*4 D1-00?.:W sn. stereo LP Drmant 1975 PARADÍS „Superman" / „Just Half Of You“ PAR001, 45 sn. stereo Paradís 1975 RANDVER „Randvcr" HLJ 011, 33 sn. stereo LP Hljómar 1975 Paradís var mjög kærkomin við- bót í íslenzka popptónlistarheiminn Hljómsveitin var ný og höfðum svo sannarlega þörf fyrir nýja og ferska hljómsveit. Og hljómsveitin veitti Pétri Kristjánssyni kærkomið tækifæri til að hrista af sér drung- ann, sem í Pelican varalveg að kæfa bæði Pétur og félaga hans þar Eins og Péturs var von og vísa fór Paradís af stað með töluverðu umstangi og Pétri tókst að ávinna sér töluverða samúð almennings í gegnum mörg og ítarleg viðtöl í poppdálkum blaðanna. Það bezta við Paradís var augljóst frá upphafi Hljómsveitin var stökk- pallur fyrir unga og efnilega hljóð færaleikara, sem að öðrum kosti hefðu líklega aldrei fengið það tæki- færi, sem þeir áttu skilið — og er hér sérstaklega átt við gítarleikarann Ragnar Sigurðsson og trommu- leikarann Ólaf J. Kolbeins Paradís hefur ekki hætt á margt síðan hljómsveitin fór af stað og með þessari tveggja laga plötu breyta þeir félagarnir sex ekki út frá því. Aðallag plötunnar, „Super- man", er nokkurra ára gamalt evrópskt vinsældalistalag sem mað ur grípur við fyrstu hlustun og víst er, að Pétur hefur aldrei verið betri en einmitt á þessari plötu. Reynslu- leysi félaga hans er nokkuð áberandi nema þá kannski bassaleikur Gunnars Hermannssonar, sem einnig var í fyrstu útgáfunni af Pelican Auk Péturs sjálfs vekur mesta athygli gítaristinn Ragnar B-lagið er eftir alnafna Péturs, píanóleikarann Pétur Kristjánsson, sem gengur undir auknefninu „kafteinn". „Just Half Of You" dreg- ur kafteininn fram í dagsljósið sem mjög efnilegan lagasmið og að sögn kunnugra er þetta lag aðeins eitt af mörgum, sem hann á í pokahorn- inu Hljómun (sánd) á plötunni er góð en þó er því ekki að neita, að undirleikurinn er á köflum nokkuð grautarlegur, sérstaklega trommur og orgel Hvað um- það ..Superman" / ..Just Half Of You" á áreiðanlega eftir að auka hróður Paradísar Péturs Kristjánssonar, því að sjálfsögðu væri Paradís ekki marktæk hljómsveit án hans. XXX Söngflokkurinn Randver er skip- aður fimm samkennurum í Hafnar- fírði. Liklega hafa þeir skemmt sér við að koma saman í eftirhreytum kennarafunda hver heima hjá öðrum og sungið drykkjuvisur úr ýmsum áttum Þeim hefur þótt gaman — og einhverjir aðrir haft gaman af með þeim Svo drifu menn sig í nýja stúdíóið i Firðinum og tóku upp og Hljóma- útgáfan i Keflavík, sem veit hvað selst, sló til og gaf út Efnið á plötunni er mjög gott Lögin eru hvert öðru betra, aðallega þjóðlög og drykkjuvisur frá Bret- landseyjum með íslenzkum textum Flesta textana, sjö talsins hefur gert Ellert Borgar Friðriksson, einn félag- anna, sem kalla sig Randver, en Ragnar Gíslason, annar þeirra, hefur gert tvo, Helgi Seljan einn, Hörður Zóphaníasson skólastjóri i Hafnar- firði, einn og Hannes Hafstein einn, gamalkunnar Þorravisur. Meðal þjóðlaganna eru „Seven Drunken Nights", „Young Maid Be- ware Of an Old Man" og „Stewball", svo nokkur dæmi séu nefnd. Text- arnir eru i flestum tilfellum þýðing á þeim ensku og hefur tekizt all vel upp, enda eru textarnir bezta fram- lag Randvers til plötunnar Gallinn við plötuna er sá, að þeir fimmmenningarnir eru ekki nógu góðir Raddirnar eru óþjálar og lif- litlar, gítar-, banjó- og mandólín- leikur ekki áberandi fágaður og allur flutningur heldur groddalegur. Flest laganna hafa áður náð að verða þekkt og vinsæl i flutningi hópa á borð við þá irsku „Dubliners" og ekki margir feta i fótspor þeirra Þessi tónlist er „Dubliners" daglegt lif og brauð (og bjór), þeir gæða þessi gömlu lög og vísur miklu lifi og flytja þau af miklum sannfæring- arkraftí, sem Randver vantar. Hefði þó mátt ætla, að með islenzkum textum, mörgum löguðum að is- lenzkum aðstæðum, hefði Randver tekizt að blása í þá lifsglóð, en, því miður. . . . Á bakhlið umslagsins, sem Þor- steinn Eggertsson hannaði, segir, að upptaka hafi farið fram í lok mai '75 Það segir manni, að þessi plata er með þvi fyrsta, sem gerð var í stúdiói Hljóðrita Það kann að vera skýringin á því hversvegna þeim Jónasi R Jónssyni og Böðvari Guðmundssyni, sem önnuðust hljóðritun, hefur ekki tekizt betur upp en raun ber vitni. Hljómun er grunn og hörð og auk þess engan veginn nægilega breið Gunnar Þórðarson, sem stjórnaði upptök- unni og sá um hljóðblöndun ásamt þeim Jónasi R. og Rúnari Júlíus- syni, hefði — að þvi að maður skyldi ætla — átt að vera fær um að gæta að þessu atriði En aftur kann að vera hægt að skýra málið með þvi að benda á, að á þessum tima vissu ekki margir I Trönuhrauninu hvernig átti að stjórna þeim tækjum. sem bar var þá nýverið búið að setja upp. Pressun virðist með betra móti frá Soundtek En þrátt fyrir það, sem hér segir að framan, þá getur Randver, sem auk þeirra Ellerts Borgars og Ragn- ars samanstendur af Jóni Jónas- syni, Guðmundi Sveinssyni og Sigurði Simonarsyni, liklega verið ánægður með allt saman, því væntanlega eiga ýmsir eftir að læra bæði lögin og textana og þá geta allir sungið með, alveg gins og á kennarafundaeftirhreytunum forð- XXX Þegar fyrsta plata Megasar (Magnúsar Þórs Jónssonar) kom á almennan markað um áramótin 1972/73 vakti hún litla sem enga athygli, nema i þröngum hópi. Þar gleypti fólk við henni á svipaðan hátt og örfáir sérvitringar gleyptu við Dylan þegar „Bob Dylan" kom út árið 1961. Síðan hefur verið tölu- vert um þá plötu rætt og sérstaklega undanfarna mánuði, eftir að Megas varð tizkufyrirbæri, ekki aðeins meðal námsmanna eins og fyrir tveimur árum, heldur og meðal poppara og poppáhugamanna Nú kemur „Millilending" og svip- að og „Megas" var á margan hátt lik plata og „Bob Dylan", þá er þessi nýja plata lík síðari verkum Dylans, sérstaklega þó eftir að hann fór út í rokk Á köflum er margt ótrúlega líkt með „Millilendingu" Megasar og „Highway 61 Revisited" og „Blonde On Blonde" Dylans. Bæði innhverfir og svartsýnislegir textarnir, þung- lyndisleg lögin og svo, síðast en ekki sizt, röddin. Megas notar rödd sina sem hljóðfæri, spilar á hana og með henni, hrækir út úr sér orðun- um frekar en að Syngja þau Fleira er likt með Dylan á þeim tíma og Megasi nú: Eftir að Dylan taldi sig ekki geta náð frekar til áheyrenda sinna með kassagitarnum einum fór hann út í rokk: þannig gat hann verið viss um að ná til þeirra, sem hann vildi ná til, jafnvel þótt hann gerði sér grein fyrir þvi, að hann PARADÍSARHEIMT: Pétur Kristjánsson hefur aldrei gert betur en á litlu plötunni með Paradís.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.