Morgunblaðið - 06.09.1975, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1975
13
14 arnarungar komust á legg í sumar
ARNARVARP heppnaðist hjá 12
arnarhjónum hér ð landi á þvf
sumri sem senn er Iokið og 14
ungar urðu fleygir. Varp misfórst
hjá 7 arnarhjónum af einhverj-
um orsökum.
Þetta kemur fram i fréttatil-
kynningu frá Fuglaverndarfélagi
íslands, sem Mbl. hefur borizt. 1
fréttatilkynningunni segir síðan
orðrétt:
Maisky
látinn
Moskva 4. sept. Reuter.
IVAN Maisky, sem var sendi-
herra Sovétrfkjanna f Bretlandi á
árunum 1932—1943 og frægur
fyrir sérþekkingu sfna á sögu
Austur-Evrópuríkja, er látinn, 91
árs að aldri. Hann var einn þekkt-
„Tala arna á landinu nú er að
minnsta kosti 75 auk þeirra unga
sem upp komust f ár. Stofninn er
samt mjög lítill, þótt hann hafi
tvöfaldazt á s.l. tíu árum, og er
enn mikil hætta á að honum
verði útrýmt, og má í engu slaka á
friðunaraðgerðum.
Tveir dauðir ernir fundust á
þessu ári. Hugsanlegt er að annar
asti diplómat sinnar tíðar og var í
mikiu vinfengi við ýmsa vestræna
stjórnmálamenn á árunum
1920—1940.
Á unga aldri var hann rekinn
úr háskóla vegna byltingarskoð-
ana sinna og var í Sviss og Þýzka-
landi f útlegð á árunum
1908—1912 en sfðan f Bretlandi.
Eftir byltinguna f Rússlandi
sneri hann heim og gekk í utan-
rfkisþjónustu lands sfns skömmu
síðar, eftir að ágreiningur sem
með honum og Lenin var f fyrstu
hafði verið jafnaður.
þeirra hafi drepizt af eitri sem
sett var í sjórekin kindahræ í
þeim tilgangi að drepa hrafna.
Að mati manna sem bezt þekkja
er sú eitrun sem framkvæmd
hefur verið hér á landi undan-
farin ár til þess að draga úr
ágangi svartbaks gagnslítil og
hefur engin áhrif á stærð svart-
baksstofnsins, en er mjög hættu-
leg öðru viðkvæmu lífi, þar á
meðal háfarnarstofninum.
Verður að leita annarra ráða en
eitrunar gegn fjölgun svartbaks.
Óttast er að stofn snæuglu og
fálka fari minnkandi og eru það
vinsamleg tilmæli að rjúp .askytt-
ur, refaskyttur og aðrir skotmenn
þyrmi þessum fuglum, en báðar
þessar tegundir fylgja rjúpna-
stofninum á veturna.
Bændur, sem land eiga, þar sem
ernir verpa, hafa sýnt málstað
félagsins mikinn skilning og
færir félagið þeim beztu þakkir
fyrir samstarfið.
Kjartan Guðjónsson listmálari við teikningu sína af Ásmundi Sveins-
syni myndhöggvara.
Kjartan Guðjónsson
sýnir á „Loftinu”
KJARTAN Guðjónsson listmálari
opnar sýningu á myndum sínum á
Loftinu, Skólavörðustig 4, kl. 14 á
laugardag. Á sýningu Kjartans
eru 28 myndir, flestar vatnslita-
eða ,,gvass“-myndir. Myndirnar á
sýningunni eru allar til sölu og er
verð þeirra flestra á bilinu 10—43
þúsund. Þetta er fjórða einkasýn-
ing Kjaitans en hann hefur einn-
ig tekið þátt í fjölda samsýninga.
Kjartan stundaði á sínum tfma
nám f Chicago og einnig á megin-
landi Evrópu, m.a. í Flórens. Sýn-
ing Kjartans á Loftinu verður op-
in i tvær vikur á venjulegum
verzlunartima, en gengið er inn
um Húsgagnaverzlun Helga Ein-
arssonar frá Skólavörðustíg.
Öryggi skóla-
barna aukið
Gatan þrengd og gangbraut hækkuð
AÐ UNDANFÖRNU hefur verið
unnið að breytingum á gang-
braut, sem liggur yfir Norðurfell
í Fellahverfi í Breiðholti á móts
við Fellaskóla. Hefur gatan verið
þrengd, þar sem gangbrautin
liggur yfir hana og komið þar
fyrir ójöfnu með þvf að hækka
gangbrautina og er þetta gert til
að ökumenn bifreiða, sem um göt-
una fara, dragi úr hraða ökutækja
sinna. Með þessari breytingu
hefur gatan verið þrengd svo, að
aðeins ein bifreið getur farið yfir
gangbrautina f einu.
Ingi Ú. Magnússon, gatnamála-
stjóri Reykjavíkurborgar, sagði,
að þessi breyting væri gerð til að
auka öryggi skólabarna, sem fara
um gangbrautina og þetta væri i
fyrsta skipti sem þessi leið væri
Tveir Indverjar halda
yoga-fyrirlestra
VÆNTANLEGIR eru hingað til
lands tveir Indverjar sem halda
munu þrjá fyrirlestra um yoga.
Eru þeir báðir starfandi i Evrópu
á vegum félagsskaparins Ananda
Marga.
Fyrsti fyrirlesturinn verður á
sunnudagskvöld kl. 8.30 í Guð-
spekifélagshúsinu við Ingólfs-
stræti, en tveir síðari fyrir-
lestrarnir í húsakynnum Æsku-
lýðsráðs við Fríkirkjuveg, einnig
kl. 8.30.
Ananda Marga-hreyfingin var
stofnuð I Indlandi 1955, en starfar
nú viða um heim. Er hún byggð
upp bæði á andlegum og félags-
legum grundvelli. Hún hefur sett
upp skóla, sjúkrahús, barna-
heimili, heimili fyrir áfengis- og
eiturlyfjasjúklinga og fleiri stofn-
anir.
farin. Ingi sagði ennfremur, að
áður en þessi breyting var gerð
hefði mikil slysahætta stafað af
hröðum akstri bifreiða um þenn-
an hluta götunnar.
Fólki fækkaði
á Vestfjörðum
ÞRÁTT fyrir mjög mikla
atvinnumöguleika fór það svo
að fólki fækkaði lítillega á
Vestfjörðum á síðasta ári, en á
sama tíma varð einhver fólks-
fjölgun í öllum öðrum lands-
hlutum.
1. desember 1973 bjuggu
9983 manns á Vestfjörðum, en
1. desember 1974 voru íbúarn-
ir 9940, þannig að þeim hafði
fækkað um 43 á milli ára.
Hjá Þjóðskránni fékk
Morgunblaðið þær upplýs-
ingar í gær, að fækkunin hefði
orðið mest I Strandasýslu, V-
ísafjarðarsýslu og á ísafirði.
Hinsvegar fjölgaði fólki
nokkuð í V-Barða-
strandarsýslu.
Hér sést hvar búið er að steypa eyjur til að afmarka gangbrautina
gangbrautin og hefur hún verið hækkuð nokkuð.
Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.
en þvert yfir götuna liggur
Hætti við loðnuveiðar
r
Obreytt afstaða ríkisverksmiðjanna
EKKERT varð úr þvf að nótaskip-
ið Árni Sigurður frá Akranesi
héldi á ný til íoðnuveiða fyrir
Norðurlandi, eins og Morgun-
blaðið skýrði frá fyrir nokkru.
Mun það vera vegna þess, að út-
gerð skipsins hafði ekki fengið
vissu fyrir því, að Sfldarverk-
smiðjur rfkisins tækju á móti
loðnu undir 12 cm að stærð ef svo
færi, að hún fengist.
Flugleiðaskrifstofurnar til-
búnar um mitt næsta ár
EINS og Morgunblaðið skýrði frá
fyrir skömmu hafa Flugleiðir
ákveðið að stækka skrifstofubygg-
ingu félagsins á Reykjavfkurflug-
velli. Búið er að bjóða verkið út
og er gert ráð fyrir að húsið verði
tilbúið til afnota um mitt næsta
ár.
Húsið er teiknað hjá teiknistof-
unni í Ármúla og sagði Gísli
Halldórsson arkitekt þegar
Morgunblaðið ræddi við hann i
gær, að í upphafi yrði húsið 2
hæðir, en gert væri ráð fyrir að
þeirri þriðju yrði bætt á síðar.
Alls er húsið 4700 rúmmetrar,
með 700 fermetra grunnfleti.
Jón Reynir Magnússon fram-
kvæmdastjóri SR sagði i samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi, að
stjórn SR hefði ekki breytt þeirri
afstöðu sinni að taka ekki á móti
loðnu undir 12 cm að stærð. Enn-
fremur vissi hann ekki til þess, að
eigendur þeirra skipa, sem hug
hefðu á þessum veiðum, hefðu
sótt það fast að fá þessu breytt.
Einar Árnason útgerðarmaður
Árna Sigurðar sagði, að skipið
hefði verið komið að þvi að leggja
úr höfn, þegar í ljós hefði komið,
að SR myndi ekki taka á móti
smærri loðnu en 12 cm að lengd.
„Ég hélt að þetta mál lægi ljóst
fyrir a.m.k. fyrir þau skip sem
ætluðu að halda áfram reynslu-
veiðum. Og úr þvi að málið stóð
svona vildi ég ekki taka neina
áhættu. Maður skilur svona lagað
hreint ekki, þegar mest allur
nótaflotinn liggur bundinn við
bryggju," sagði Einar.
Morgunblaðið fékk það staðfest
hjá Hafrannsóknastofnuninni að
Árni Friðriksson héldi á næstu
dögum til loðnurannsókna úti
fyrir Norðurlandi og yrði við
þessar rannsóknir eitthvað fram-
eftir mánuðinum.
Dönsk listakona
sýnir í Reykjavík
Álafoss styrkir unga
menn til náms ytra
ULLARVERKSMIÐJAN Alafoss
hf. auglýsti um helgina eftir ung-
um mönnum sem hefðu hug á að
fara f nám erlendis á vegum fyrir-
tækisins.
Morgunblaðið ræddi við Guðjón
Hjartarson framleiðslustjóra fyr-
irtækisins. Hann sagði, að
meiningin væri að senda 4—5
unga menn á textilskóla á Norður-
löndum til að nema þar spuna- og
vefnaðariðn. Námið tekur 3 ár, en
áður verða umsækjendur að
vinna við iðnina nokkurn tíma,
fyrst 2—3 mánuði hjá Álafossi, en
síðan I verksmiðjum ytra. „Það
hefur vantað fagmenn í þessari
iðn og með því að styrkja þessa
ungu menn til náms ætlum við að
reyna að bæta úr þessu“ sagði
Guðjón. Hann sagði að mjög
margir hefðu haft samband við
Álafoss vegna auglýsingarinnar
og kvaðst hann bjartsýnn á að
nægilega margir fengjust til að
fylla töluna.
DANSKA listakonan Kirsten
Rose hefur opnað sýningu á ýms-
um verkum sínum, grafikmynd-
um og höggmyndum, I Klaustur-
hólum í Lækjargötu. Sýningin er
opin alla daga kl. 9—18 en laugar-
daga og sunnudaga kl. 16—22. Á
meðfylgjandi mynd er listakonan
við nokkur verka sinna.