Morgunblaðið - 06.09.1975, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.09.1975, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1975 Ævmtýri Munchhausens baróns leið og skotið reið af, stökk ég í skyndi upp á kúluna um leið og hún þaut hjá ... og þar sem ég hef aldrei legið á liði mínu í herþjónustunni, hugðist ég komast þannig inn fyrir múrana sitjandi klof- vega á kúlunni. Þetta gekk í hvínandi hvellinum en þá fóru að renna á mig tvær grímur. Þér er hægðarleikur að komast inn fyrir múr- ana, hugsaði ég með sjálfum mér, en hvernig skyldi þér ganga að komast út aftur? Þeir þekkja strax einkennisbún- inginn þinn, telja þig auðvitað njósnara og hengja þig í næsta tré. Það er varla verðugur dauðdagi fyrir mann af Múnch- hausen-ætt. Þannig sökkti ég mér niður í ömur- legar framtíðarspár, en þegar tyrknesk fallbyssukúla kom þjótandi í áttina til mín, sveiflaði ég mér yfir á hana og komst þannig heill á húfi til minna manna. Enda þótt ég hefði ekki fengið neinu áorkað, var ég þó ósár og í stríði er það nokkurs virði. En væri ég þó nokkuð fær og djarfur riddari, þá er ekki síður ástæða til að geta hestsins mins, sem átti engan sinn líka. Prozobofski greifi frá Lithauen gaf mér þennan hest og það get ég fullyrt að sá lét hvorki girðingar, skurði eða múrveggi hefta för sína en stökk rakleiðis yfir allar slíkar hindranir. Hins vegar þótti honum heldur hvimleitt að fara vegi. Dag nokk- urn var ég að eltast við héra, sem hljóp þvert yfir þjóðveginn. Þá vildi svo óheppilega til að í sama bili rann stór vagn í veg fyrir okkur og í honum sátu tvær ungar konur. En vagngluggarnir voru opnir beggja vegna og sem betur fer var ég snarráður. Ég kærði mig ekki um að hérinn slyppi og lét því hestinn stökkva umsvifalaust í gegn um vagninn. Þetta gerðist í einni andrá, svo mér vannst varla tími til að taka ofan fyrir konunum og biðja þær afsökunar. Tyrkirnir náðu af mér þessum kosta- grip frá Lithauen svo ég varð að fara með póstvagninum eftir að friðarsamningar höfðu verið gerðir. Þann vetur var kuld- inn slíkur að ég hef aldrei lifað annað eins. Dag nokkurn vorum við á ferð eftir mjóum götutroðningi i þéttri frostþoku. Ég bað ekilinn aö blása í lúður sinn til að gera farartækjum, sem á móti okkur kæmu, viðvart, svo ekki yrði árekstur. Ekillinn gerði eins og hann var beðinn. Hann blés í lúðurinn af öllum kröftum, en ekkert hljóð heyrðist. Það var bæði óskiljanlegt og ekki síður óhentugt, þvi í sama bili kom stór vagn á móti okkur sem var jafnbreiður götunni. Ég sté strax út úr póstvagninum og spennti hestana frá. Svo greip ég vagn- inn með farangri og öllu saman á herðarnar og sveiflaði mér yfir skurð og girðingu inn á akur og þetta var hreint enginn hægðarleikur, því gætið að, þetta var þung byrði. Svo hoppaði ég sömu leið til baka með allt saman og setti vagninn niður á veginn, þegar hinn var farinn hjá. Síðan tók ég hestana sinn undir hvorn arminn og setti þá niður fyrir framan vagninn. Svo héldum við áfram ferðinni án þess að nokkuð markvert gerðist. Reyndar gleymdi ég að segja frá þvi að annar vagnhestanna var ungur og óstýri- látur og hafði næstum valdið slysi. Því þegar ég bjóst til að hoppa yfir girðing- una í annað sinn, fór hann að slá með afturfótunum svo mér varð hreint ekki um sel. En ég tók á honum stóra mínum og hafði það af að stinga báðum aftur- löppunum á honum í vasa minn. ----------—----- Hve Iangt mun vera sfðan hann kom hingað? Hefur nokkuð gerzt meðan við vorum í sumarleyfinu? Kvikmyndahandrit aö morði Eftir Lillian O'Donnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 39 — Ekkert nafns-kírteini, ökuskfr- teini eða neitt? — Eruð þér að gefa f skyn að þessi bréf hafi verið sett f vasa hans eftir morðið og að þetta sé alls ekki Talmey prófessor? svar- aði Pettet hvasst. — Hvernig getið þér verið svona vissir um að það hafi f raun og veru verið HANN sem þér töluðuð við á mánudagskvöld? Þekktuð þér kannski rödd prófessorsins áður? Davfd roðnaði aftur og svaraði fljótmæltur: — Ég krefst þess að einhver verði fenginn til að þekkja líkið formlega. Pettets horfði á hann og vottaði fyrir þórðargleði í svip hans. — Ogburn lögreglumaður er einmitt á leið til frú Stukey sem prófessorinn leigði hjá til að taka hana með sér til líkhússins þeirra erinda. Þér getið slegizt f förina ef þér viljið, Link. Þetta er ósköp Iftilvægt og sjálfsagt og við hefðum sjálfsagt klárað okkur af þvf, þó að þér hefðuð ekki komið.... Hús frú Stukeys var einna Ifkast þvf sem hefði það verið klippt út úr ævintýrabók. Það var hlaðið úr gráum steini, með vina- legum kvistgluggum og háu þaki. Það var umlukt trjám og garður- inn hallaði niður að vatninu. Þeir gengu hratt eftir flfsagöngunum og börðu á viðamiklar eikar- dyrnar. Anna Stukey virtist hæfa þessu litfagra húsi mæta vel. Ilún var lftil og þybbin og hafði skær og glaðleg augu. — Já, hvað var það? spurði hún og horfði sakleysislega á mennina tvo. David lét Ogburn um að gera grein fyrir erindi þeirra og hon- um tókst það prýðilega án þess að koma beinlfnis upp um þá stað- reynd að leigjandi gömlu kon- unnar væri látinn. En hún lét ekki blekkjast. — Hefur eitthvað alvarlegt komið fyrir prófessorinn ... ? Þetta grunaði mig ... ó, guð minn góður! sagði hún og greip andann á lofti. Hún sneri sér að Link og hélt áfram. — Það kom einhver lögreglu- maður frá New York hingað fyrir fáeinum dögum og ég sagði honum, að prófessorinn hefði verið að búa sig undir að fara f langa ferð, en það væri alls ekki Ifkt honum að fara án þess að kasta kveðju á mig. Það hefði hann aldrei gert, hvað svo sem honum hefði legið Jffið á. Hann var óvenjulega tillitssamur maður. Annars hefði ég heldur ekki tekið hann fyrir leigjanda. Ég hef það fyrir reglu að ég hef alltaf tvo karlmenn sem leigj- endur samtímis, ekki vegna pen- inganna, heldur til að ég sé ekki ein. Þá er ég rólegri, skiljið þér, þó að það sé ósköp friðsælt og gott hér f sveitinni... en maður heyr- ir nú oft um að það getur verið varasamt að kona búi ein .... —Þér hafið sem sagt annan leigjanda, frú Stukcy? — Já, ég hafði annan. Hann heitir Roche. En hann er fiuttur fyrir nokkru og af þvf að mér líkaði svo vel við prófessorinn sem var á allan hátt svo traust- vekjandi taldi ég ekki þörf á þvf að finna nýjan leigjanda. Prófess- orinn var svo elskulegur að hann lét mig vita á hverju kvöldi áður en hann fór að sofa, annaðhvort með þvf að koma niður f stofu eða hringja úr fbúð sinni á efri hæðinni. — Hefur hann verið óvenju- legur f framkomu upp á sfðkastið, frú Stukey. — Já, andvarpaði hún. — Það er ekkí hægt að neita þvf að hann hafði breytzt afar mikið. Hann var eiginlcga aldrei heima um helgar. Auðvitað lét hann mig vita það fyrirfram f hvert skipti, en samt fannst mér ég vera svo skelfing ein og hjálparvana.... — Og hvernig var um sfðustu helgl? Sagði hann yður þá Ifka frá þvf að hann væri að fara? — Nei. Hann var hér bæði á laugardag og sunnudag. Eins og ég sagði hinum lögreglumannin- um hafði prófessorinn sagt upp fbúðinni og boðizt til að borga mér tveggja mánaða leigu af því að hann fór með svona skömmum fyrirvara. Hann spurði mig Ifka hvort ég myndi geta geymt eitt- hvað af dótinu bækur, skjöl, vetr- aryfirhafnir og slíkt og bauðst til að borga fyrir það. — En hann hefur ekki gert það? — Nei, svaraði hún og vætti varirnar. — Hvenær sáuð þér hann sfð- ast, frú Stukey? — A sunnudaginn, þegar við gerðum út um ýmis atriði f þessu samhandi. Ég sá með eigin augum að hann gekk niður f kjallarann til að sækja töskur og pappakassa til að setja bækurnar í. Klukkan hefur lfklega verið um fjögur og sfðan sá ég hann ekki meira þann dag og á mánudeginum sagði hreingerningakonan mér að allar töskur hans væru horfnar úr íbúðinni... Sfðdegis á sunnudeginum hafði Talmcy talað við deildarforseta og fengið orlof um óákveðinn tfma. Það hafði röddin í símanum sagt og það hafði síðar verið form- lega staðfest. — Gætum við fengið að Ifta á fbúðina hans?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.