Morgunblaðið - 06.09.1975, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1975
21
VELVAKAIMOI
Velvakandi svacar í slma 10-100
kl 14—1 5, frá mánudegi fil föstu-
dags.
£ Gömlu dansana
í Skiphól
Karitas Ásgeirsdóttir, Kletta-
götu 2, Hafnarfirði, skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Viltu gera svo vel að koma á
framfæri við þá, sem stjórna böll-
um í Skiphóli í Hafnarfirði, að
þeir hafi gömlu dansana annan
hvern laugardag, svo að við, full-
orðna fólkið, getum komið
þangað. Þetta er fínn staður og ég
hef farið á nýju dansana þar með
unga fólkinu og finnst það dásam-
legt. Samt held ég, að við
fullorðna fólkið viljum heldur
gömlu dansana. Alla vega heyrist
mér fullorðið fólk vera tregt til að
sækja nýju dansana.
Við höfðum dansklúbb á ísa-
firði í mörg ár og skemmtum
okkur vel þar. Nú ætti eins að
vera hægt að láta okkur hafa
gömlu dansana hér.
Virðingarfyllst,
Karítas Asgeirsdóttir."
% Lánið mér kú —
ég borga með ketti
Að undanförnu hafa umræður
um landbúnað verið með allra líf-
legasta móti og það svo, að nú
hafa þær með öllu yfirgnæft allt
tal um trúmál, og er þá mikið
sagt.
Hér leggur Sigurþór Júniusson,
verkamaður, Grenilundi 8, Garða-
hreppi, orð i belg:
,,1 frétt af nýafstöðnum aðal-
fundi Stéttarsambands bænda,
sem birtist i Morgunblaðinu 2.
september sl., má lesa eftirfar-
andi: Lánamál landbúnaðarins
voru mikið rædd á fundinum og
kom fram óánægja með, að Stofn-
lánadeild landbúnaðarins skyldi
ekki vera gefinn kostur á nægi-
legu fé til að geta sinnt lánsbeiðn-
um og lagði fundurinn áherzlu á,
að lánsfé til landbúnaðarins yrði
ekki verðtryggt eða með gengis-
áhættu. Eða með öðrum orðum:
Lánið mér kú, ég borga með ketti.
Mér skilst, að með verðtrygg-
ingu útlána sé aðeins verið að
tryggja það, að lántakandi endur-
greiði sama verðgildi auk vaxta.
Sú var tiðin, að menn hugsuðu sig
tvisvar um áður en þeir tóku lán í
banka, — það var þegar menn
þurftu að borga sín lán sjálfir. Nú
er öldin önnur og hugsunarháttur
hefur breytzt. Blygðunarlaust
En gamla konan vildl ekkí
sætta sig við þessa skýringu.
— Hvað hefur komið fyrir
hann, lögrcglumaður?
Hún hikaði við og svo kom það:
— Það er eitthvað f sambandi
við þessa konu! Það hlýtur ad
vera kvenmaður með f spilinu.
Það fann ég greinilega og ég fann
að hún hafði vond áhrif á hann.
En ég vildi auðvitað ekki skipta
mér af þvf, þó að mér fyndist að
ég bæri f aðra röndina dálitla
ábyrgð á honum ... það cr nú
svona með þessa miðaldra pipar-
sveina, þeir halda að þeir séu
karlar í krapinu, en þeir eru oft
auðveld bráð fyrir forhert kven-
fólk sem ætlar sér að ná f þá.
Talmey hefur verið auðveld bráð,
það er ég viss um, háskólamenn
eru jákvæðir og barnalegir í trú
sinni á fólk. Það lá við ég talaði
um þetta við hann.
— Ilvernig vissuð þér að kven-
maður var f spilinu? greip David
fram f.
Hún brosti til hans.
— Sfðustu þrjá mánuði hefur
hann verið f New York um hverja
einustu helgi. I raun og veru
hefði ég verið f mfnum fulla rétti
til að gera athugasemd vfð það,
þvf að við höfðum samið upp á
annað, — sérstaklega eftir að
geta einstaklingar og hagsmuna-
hópar heimtað lán á lán ofan og
krafizt þess, að aðrir borgi. Þessi
siðlausi hugsunarháttur er orðinn
svo rótgróinn með þjóðinni, að
hann verður ekki upprættur
nema allir, háir sem lágir, geri
það upp við sig hvort þeir ætli að
vera þjóðhollir íslendingar eða
þjóðníðingar.
3. sept. 1975,
Sigurþór Júníusson."
% Hvernig væri
að friða
Kolviðarhól?
Sigurborg Gísladóttir skrifar:
„Herra Velvakandi.
Þegar svo mikið er talað um að
varðveita gömul hús og hverfi
vekur það undrun mína, að aldrei
skuli vera minnzt á húsið á
Kolviðarhóli. Þetta hús var byggt
af svo miklum stórhug og mynd-
arskap á sinum tima, að til þess
var tekið. Það fólk, sem lagði
metnað sinn og krafta i að gera
þetta svo vel úr garði, á annað og
betra skilið en að ævistarf þess sé
traðkað niður i svaðið.
Þegar ég lagði leið mina þangað
í sumar rann það upp fyrir mér
hvað þessi eyðistaður er ljótt
dæmi um hirðuleysi og trassahátt
okkar Islendinga. Þvi fór ég að
hugsa um hvað gæti orðið þessu
sérkennilega húsi til bjargar.
Ég fann enga lausn þá, en nú
hefur það hvarflað að mér, að ef
til vill sé^ekki um seinan. Hvernig
væri það, að á kvennaári yrði
Valgerði Þórðardóttur sýndur sá
sómi að forða þessu húsi frá
algerri eyðileggingu? Valgerður
var ekki einungis húsmóðir,
heldur var hún jafnframt mesti
gestgjafi þessa lands i fjóra ára-
tugi.
í þessu sambandi datt mér I hug
Húsmæðrafélag Reykjavíkur,
sem ætti að vera sterkasta og
fjölmennasta stéttarfélag í
höfuðstaðnum.
Húsmæður eru önnur elzta stétt
landsins, hin er auðvitað bænda-
stéttin og bændur eiga sina
Bændahöll i Reykjavik, ekki satt?
Húsmæður i Reykjavik ættu því
að eiga sitt sveitasetur, og því
ekki einmitt Kolviðarhól?
Sigurborg Gísladóttir."
# Þar sem
bjórinn flýtur
Hjördís Gunnarsdóttir Ilanssen
skrifar frá Noregi:
„Ég má til með að setjast og
skrifa nokkur orð eftir að hafa
lesið grein eftir Jón Baldursson i
179. tbl. Morgunblaðsins.
Ég er búsett í borg, þar sem
aðeins búa 20—25 þús. manns.
Hér hefur verið bjór i verzlunum
í rúmt hálft annað ár, og er hún
aldeilis ömurleg öfugþróunin,
sem hér hefur orðið siðan þessi
mjöður tók að renna út úr verzl-
unum. Jón Baldursson skrifar
orðrétt: „Ég hef lika viða komið
og veit hvernig þessi mál eru á
erlendri grund.“ Nei, Jón veit sko
ekkert um það, þótt hann hafi
komið einhvers staðar. Eitt dæmi
um öfugþróunina þar sem bjórinn
flýtur er, að hér var búið að
steypa grunn að tveimur stórum
byggingum, sem mikið lá á, —
nýtt heimili fyrir fjölfötluð börn
og elli- og hjúkrunarheimili. En
hvað urðu yfirvöld svo að gera?
Jú, það, sem átti að vera fyrir
fjölfötluð börn, var tekið fyrir
afvegaieidd börn á aldrinum 9—
15 ára. Þar er ein deild fyrir börn
með áfengisvandamál. Hin bygg-
ingin, sem átti að vera fyrir gam-
alt og lasburða fólk, var tekin
undir fangageymslu.
Orðið hefur að fjölga lögreglu-
mönnum um helming og afbrot
hafa stóraukizt. Það, sem voðaleg-
ast er, er að eiturlyf, sem þekkt-
ust hér lítið áður en bjórinn kom,
fara nú eins og eldur um sinu, og
allt þetta er hægt að rekja til
frjálsu bjórsölunnar. Ekkert af
þessu vita útlendir ferðamenn,
sem koma við, eins og Jón, nei,
það erum bara við, íbúarnir, sem
vitum þetta og fáum lika að finna
fyrir því. Eitt dæmi til: í mai var
hér þriggja daga hátíð. Þá tók
lögreglan úr umferð nærri 40
börn á aldrinum 9—15 ára vegna
’ölvunar, og þar var bjórinn enn á
ferð.
Jón dásamar einnig bjór i sjálf-
sölum. Hér voru settir upp tveir
slikir, þar sem hægt var að stinga
fimmkall og fá svo bjórdós eða
-flösku i staðinn. Þarna gat auð-
vitað fólk á öllum-aldri keypt sér
bjór, þvi að sjálfsalinn gat nefni-
lega ekki beðið um nafnskírteini.
En Adam var ekki Iengi i Paradís.
Fáum dögum eftir uppsetningu
þessara kassa voru forsiðufrétt-
irnar i blöðunum um það, að á þá
hefði verið ráðizt með hömrum.
Þar með voru dagar þeirra taldir
og hefur ekki verið reynt að setja
upp nýja slika bjór-belgi.
Nei, þið skuluð vera þakklát
fyrir það, að þessi ófögnuður
streymir ekki út úr ýerzlunum á
Islandi.
Að lokum: Jón hefur ekki hug-
mynd um hvað hann er að tala.
Með þökk fyrir bii^tinguna,
Hjördfs Gunnarsdóttir Hanssen."
HOGNI HREKKVISI
Amnia! Þaö or vonlaust: Högni eltist ekki við mýs meöan
á „kaffitímanum" stendur!
Lindarbær — Gömlu dansarnir
i KVÖLD KL. 9—2.
Hljómsveit
Rúts Kr.
Hannessonar,
söngvari
Jakob Jónsson.
Miðasala kl. 5.15—6.
Sími 21971.
GÖMLUDANSA
KLÚBBURINN.
G}Aridíar\sa)(\UUouri nn.
€Í diw
Dansað i“
Félagsheimili HREYFILS
i kvöld kl. 9—2. (gengið inn frá Grensásvegi.
Fjórir félagar leika
Aðgöngumiðar i sima 85520 eftir kl. 8.
LEiKHúsKjnunRinn
Skuggar leika
fyrir dansi
til kl. 2.
Borðapantanir
frá kl. 15.00
í síma 1 9636.
Kvöldverður
framreiddur
frá kl. 18.
HÓTEL BORG
V<
7 manna
Haustgleði
Hotef Borg
Danehljómsveit
Ama ísleifs
leikur og syngur á HAUSTGLEÐINNI á
Hótel Borg. Guðmundur Guðmundsson sér
um eftirhermur. Skemmtið ykkur á Borginni.
Dansað til ki. 2
Munið kalda borðið í hádeginu.