Alþýðublaðið - 16.09.1958, Page 6
6
AlþýðublaðiJJ
Þríðjudagui' 16. sept. 1958.
Minningarorð —
TORGEIR ANDERSSEN-
RYSST, ambassador Norð-
manna á íslandi, lézt í Lands-
spítalanum í Reykjavík mánu-
daginn 8. september, og fór
bálför hans fram í kyrrþev fyr-
ir nokkrum dögum. Með honum
er horfinn af sjónarsviðinu mik
ilhæfur maður, sem íslending-
ar eiga margt að Þakka og
munu lengi minnast.
Andlátsfregnin kom mjög á
óvart. Torgeir Anderssen-Rysst
varð siötugur fyrir mánuði 'síð-
an. íslenzku blöðin minntust*
þeirra tímamóta í lífi hans og
létu þess getið, að hann væri
á förum til ættjarðar sinnar og
myndi setjast á helgan stein að
Liilehammer — fögrum stað,
sem er einstaklega vel í sveit
settur. En dauðinn breytti því
áformj með skjótum cg misk-
unnarlausum hætti ei.ns og svo
oft. Torgeir Anderssen-Rysst
fór ævikvöids á mis. Hann féil
að liðnum skyldutíma áður en
heimförin kom til sögunnar. —■
Vinir hans, norskir og íslenzkir,
hefðu sannarleg'a unnað honum
kyrrðar og hvíldar að loknu j
annasömu og umfangsmiklu lífs i
starfi, en svo átti ekki að verða. j
Noregur tekur hann í faðminn
til svefnsins langa, og Island er
góðum og eftirminnilegum
gesti fátækara-
Torgeir Anderssen-Rysst var
ættaður frá Álasundi, fæddist
þar 9. ágúst 1888. Hann varð
stúdent 1907 og nam síðan lög-
fræði, en var í nær tvo ára-
tugi ritstjóri heima í átthögun-
um. Lét hann stjórnmái mjög
til sín taka, átti sæti í stórþing
jnu tuttugu ár og var landvania
málaráðherra í stjórn Mowinck
els 1928—1931. Gat Anderssen-
Rysst sér brátt mikinn orðstír
sem þjóðmálaskörungur, enda
baráttuglaður drengskaparmað
ur, áhugasamur og djarfu; um-
bótasinni og frækinn íþrótta-
garpur orðsins listar. Ræður
hans einkenndust af bjartsýnni
alvöru, hrifkenndri hugkvæmn;
og mjúkum þrótti. Vaktx mikla
athygli hversu vel honum lét að
tala við hvers konar tækifæri!
eftir að hann tókst á hendur
tignarstarf sitt hérlendis. En sá
Torgeir Anderssen-Rysst
vandi var Torgeir Anderssen-
Rysst leikur sem þrautþjálfuð-
um stjórnmálaforingja og
mælskumanni. Málið lá honum
létt á vörum eins og enduróm-
ur af niði vatnanna og þvti skóg
anna í Noregi.
Torgeir Anderssen-Rysst
varð sendiherra Norðmanna í
Reykjavík 1945 og fyrsti am-
bassador á íslandi tíu árum síð-
ar. Starf sitt rækti hann af frá-
bærum skörungsskap og aflaði
sér brátt fjölmargra vina. —
Skyldleiki Norðmanna og ís-
lendinga var honum hjartfólg-
inn, enda áorkaði hann miklu
til eflingar sambúð og sam-
skiptum þessara frændþjoða,
sem alltaf hafa munaö og
metið mikils uppruna sinn og
sögu. Minnisstæðast . er, hver
drengskaparfnaður hann reynd
ist ísl. skógræktar'máium.
Hugsjónin að klæða iandið átti
hug hans allan eins og hann
væri gamall íslenzkur ung-
mennafélagi. Og sama var að
segja um menningartengsl ís-
lands og Noregs. Torgeir And-
erssen-Rysst þreyttist aldrei að
iáta gott af sér leiða til hags
fyrir sameiginlegan málstað ís-
lendinga og Norðmanna- Það
var Því engin furða, að hann
yrði hér vinmargur. Fáir útlend
ingar hafa tekið þvílíkri t.rvggð
við land okkar og þjóð c.g hann.
Bændur og fiskimenn á ísiandi
vissu naumast, hvort heldur
norski sendiherrann talaði ís-
lenzku eða norsku, þegar hann
átti við þá orðræður. En þeir
skildu hann •— áhuga hans, góð-
vilja og ást á því, sem. fagurt
var og göfugt, mannbætandi og
heiilaríkt. Slík urðu samskipti
hans víð íslendinga.
Torgeir Anderssen-Rysst var
góður Norðmaður, sem vann
landi sínu og þjóð vel og lengi.
Og á ísiandi varð hann annað
og meira en gestur. Hann festi
hér rætur nxeð líkum hætti og
forfeður okkar, sem kvöddu
Noreg forðum daga til að nema
nýja átthaga- Þess vegna muna
íslendingar Torgeir Anderssen-
Rysst og þakka honum einlæg-
lega komuna hingað og starfið
hér. Það bar mikinn og goðan
ávöxt.
Ég kveð Torgeir Anderssen-
Rysst í þökk og virðingu og
votta aðstandendum hans og
norsku þjóðinni innilega samúð
við andlát þessa mikilhæfa og
hugumstóra drengskapar.
manns.
Guðmundur í. Guðiuundsson.
( Utan úr heimi )
ÞAÐ VAR ekki þannig orð-
að í tilkynni’ngunni frá mið-
stjórn Sovétveldanna þann 6.
þ. m., að Bulganin hefði verið
vikið úr rússneska kommún-
istaflokknum, heldur að hann
hefði verið ,,leystur frá skyld-
um sínum,“ ssm flokksmeð-
limur. Þstta er andstætt því,
sem gerzt hafði í sambandi
við þá Malenkov, Kaganovitz
og Molotov, ssm raunveru-
lega var vikið úr flokknum, því
Bulganin heldur enn í orði
kveðnu að minnsta kosti. sæti
sínu í miðstjórninni. Krústjov
hefur til þessa látið sér nægja
að gefa í skyn, að Bulganin
vær; farinn að heilsu og það
er alls ekki víst, að hann geri
opinberlega árás á hann. Þessi
nýja tilkynning gerir í raun-
inni lekki annað en staðfesta
það sem áður var farið að
sýna sig — a3 stjarna Bulg-
anins var óðum að lækka, enda
virtist að því unnið á bak við
tjöldin af stökustu samvizku-
semi. í marzmánuði var til-
kynnt að hann hefði beðizt
lausnar sem ráðherra og gerzt
forstjóri ríkisbankans, nokkru
seinna að hann dveldist vegna
sjúkleika suður í Kákasus, og
undir lok ágústmánaðar að
hann hefði tekið virðingarlít-
ið embætti á afskekktum stað
í landinu. eða í héraði norðan
Kákasusfjalla.
Þannig var einhver valda-
mesti maður Sovétríkjanna
auðmýktur hvað eftir annað
„samkvæmt áætlun,“ maður,
sem árum saman hafði verið
meðlimur æðsta ráðsins, her-
málaráðherra um skeið og nán
asti samstarfsmaður og félagi
Krústjovs í átökunum gegn
Malenkov; var gerður forsæt-
isráðherra áríð 1955 og að
allra áliti var hann Krústjovs
hægri hönd allar götur þangað
til í vetur leið.
Það er enginn vafi hvað
ráðið hefur falli hans, — hann
þótti ekki nógu harðskeyttur
í átökunum gegn Malenkov.
Kaganovitz og Molotov, og
auk þess var ekk; laust við að
hann kviði því að Krústjov
yrði nýr Stalin. Og ein af á-
stæðunum fyrir því að ekki I
er líklegt að Krústjov ráðist á
hann persónulega úr þessu, er
vafalaust sú, að sá góði Krúst-
jov kærir sig ekki um að ryfja
UPP °g gera almennrngi kunn-
ugt hvað fram kom í átökun-
um inilan flo.kksins í fyrra,
— sízt af öllu að hann var
raunverulega í minnihluta í
ríkisstjórninni.
Þessi tilkynning veldur því
að sjálfsögðu að menn fara að
bollaleggja um það hvað
Krústjov muni gera við Bul-
gan:n áður en lýkur. Senni-
lega hefur Krústjov ekki af-
ráðið nei'tt um það enn sem
komið er og sennilega telur
hann Bulganin alls ’ekki
hættulegastan sinna fjand-
manna. Enda þótt hann sé
yngri en Krúsjov er hann mun
ellilegri og þreytulegri, — það
kom bezt í ljós af mynd-
um. sem teknar voru af þeim
saman á ferðalagi. Starfsfer-
ill hans er líka allur annar en
hinna, þi''emenninganna, hann
hefur ekki hækkað í tign
fyrir framkvæmdastöi'f innan
flokksins, heldur fyrir frá-
Nýjar KVENKAPUR
Pop3ín kápnr
Peysufatafrakkar
Pils @g Peysw
Kápu og Dömubúðin,
Laugavegl 15.
g*
Gluggatjaldavelour
r d i n u d u o í n
Laugaveori 28
issailHel
ve’rður haldinn föstudaginn 17. október 1958 kl. 2
e. h. í matsíofu félagsins á Reykjavíkurflugvelh.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir í
skrifstofú félagsins 15. og 16. októbar að Reykja-
nesbraut 6.
Stjórnin.
Sinfóníuhljómsveit íslands.
verður flutt á tónleikum í Austurbæiarbíói á fimmtu-
dagskvöld 18. þ. m. kl. 9,15.
Stjórnandi:
W. Briickner-Riiggeberg.
Einsöngvarar: Gloria Lame, Stefán .Islandl. Lud-
milla Cchirmisr, Árni Jónsson, Gu'ðm. Jónsson, Ingi-
björg Steingrímsdótt-i', Ki'istinn Hallsscn og Þuríður
Pálsdóttir. — Þjóðleikhússkórinn.
Aðgöngumiðasala hefst kl. 2 í dag í Aústur-
bæjarbíói.
sfmamáiastjóriiinni.
Þriðjudaginn 16. þ. m. verður opna3 pósthús í nýj-
um húsakynnum að Neðstutröð 4, Kópavogi. Pósthús
þetta mun annast alla almenna póstafgreiðslu ásamt
afgreiðslu orlofs og sparimerkja.
Opnunartími verður'fyrst um sinn 10—12 og 13
-17.
bæra skipulagsgáfu sína, —-! og hann varð Stalin ómetanle,
fyrst varðandi iðnaðinn, síðan
sem borgarstjóri í Moskvu,
sem bankastjóri og loks sem
landvarna- og hermálaráð-
herra. í öllum þessum emb-
ættum kom það í ljós að hann
gat aflað sér staðgóðrar starfs
þekki'ngar á skömmum tíma,
ur ráðgjafi. En það verði
víst varla sagt að hann ha
nokkru sinni orð.ð voldugi
maður, — að minnsta kosti
líkingu við rnarga aðra ;
hættulegri keppinautu:
Krústjovs.
J. Sv.