Morgunblaðið - 04.10.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1975
5
Olafur Jósúa Guð-
mundsson, 75 ára
I dag 4. okt. er Ólafur Jósúa
Guðmundsson á Patreksfirði 75
ára. Hann er aldamóta barn,
fæddur í Stóra-Laugardal í
Tálknafirði, sonur hjónanna
Svanborgar Einarsdóttur og Guð-
mundar Guðmundssonar er þar
bjuggu.
Heimilið í Stóra-Laugardal var
annálað myndar- og rausnarheim-
ili og þekkt af margvíslegum
framförum og atorku er ábú-
endur þar stóðu fyrir. Má þar
nefna að afi Ólafs, Guðmundur
Jónsson, lét reisa kirkju í Stóra-
Laugardal og afhenti söfnuðinum
hana.
Systkini Ólafs voru 4. Eitt
þeirra dó í æsku, en hin sem upp
komust voru Guðmundur bóndi
og hreppstjóri að Felli í Tálkna-
firði, Ólína er lengi bjó í Tálkna-
firði og Jón fisksali í Reykjavík.
Af þeim systkinum eru nú á lifi
Ólafur og Jón. Öll voru þessi
r
— Osk allra
Framhald af bls. 13
Ræða borgarstjóra
Birgir Isleifur Gunnarsson borqar
stjóri kvaðst þegar hafa gert grein
fyrir málinu opinberlega og sagðist
telja, að á meðan málið væri fyrir
sakadómi, hefði það litla þýðingu að
vera að deila um það hvað gerzt
hefði og hvað ekki. Hann kvað það
vera ósk allra, að rannsóknin leiddi
sannleikann I Ijós. Ekki væri þvl
ástæða til þess að fjölyrða um málið
að sinni. Þá svaraði Birgir ísleifur
þeirri staðhæfingu Björgvins
Guðmundssonar um að það væri
ekki rétt að ekki hafi tekizt sam-
komulag um rannsóknarnefnd I
borgarstjórn. Upphaflega hafi tillaga
sjálfstæðismanna um nefndarskip-
unina verið samþykkt samhljóða I
borgarráði. Þar hafi ekki verið
kveðið á um það, hvernig nefndin
skyldi skipuð, en á næsta fundi vildu
sjálfstæðismenn, að hún yrði skipuð
sem aðrar nefndir og að nefndar-
menn yrðu 7, kjörnir með hlutfalls-
kosningu. Hann sagðist slðan hafa
getað fallizt á, að nefndin yrði 6
manna nefnd, þrlr frá meirihluta og
þrlr frá minnihluta, enda hefðu sjálf-
stæðismenn formanninn. Minnihlut
inn vildi hins vegar, að nefndin yrði
skipuð 4 mönnum, þremur frá minni-
hluta og einum sjálfstæðismanni.
Það gátum við ekki fallizt á — sagði
Birgir isleifur. Slðan þetta gerðist,
hafa ýmsir borgarfulltrúar gefið mjög
ákveðnar yfirlýsingar. Kristján Bene-
diktsson hefði lýst þvl yfir, að Fram-
sóknarflokkurinn tæki ekki þátt I
slíkri nefnd, þar sem sjálfstæðis-
maður væri I forsæti, og Sigurjón
Pétursson hefði lýst þvi I útvarpi og
sjónvarpi, að hann væri viss um, að
sök væri I málinu. Birgir kvað óhæft
að maður, sem ætlaði sér að setjast I
rannsóknarnefnd, væri fullviss I sök
áður en hann hæfi rannsóknina.
Tóku sjálfstæðismenn þá það ráð, að
sá aðili, sem ætti stjórnskipulegan
rétt til að rannsaka sllk mál, tæki
málið að sér. Borgarstjóri kvað það
Concorde
21. janúar
París, 3. okt. Reuter.
FERÐIR með Concorde-
breiðþotum Air France og British
Airways hefjast samtímis 21. jan-
úar að því er franska samgöngu-
ráðuneytið tilkynnti í dag.
Concorde-ferðir Air France
verða frá París til Rio de Janeiro
en Concorde-ferðir British Air-
ways frá London til Bahrain.
Hátúnsdeildin fyrir
öldrunarsjúklinga
VEGNA fréttar í Mbl. í gær af
stöðuveitingu Þórs Halldórssonar
sem yfirlæknis á Hátúnsdeild
Landspítalans skal það tekið
fram, að hér er um að ræða deild
fyrir öldrunarsjúklinga, þ.e.a.s.
einkum eldra fólk og framhalds-
dvalarsjúklinga, þar sem lyflækn-
ingar, hjúkrun og endurhæfing
eru aðalverksviðin.
systkini myndar- og dugnaðar-
fólk. Ólafur hóf sjómennsku
stuttu eftir fermingu, eins og þá
var títt um unga menn, fyrst með
Guðmundi bróður sfnum en svo
siðar á stærri skipum, lengst af
frá Patreksfirði.
Sjómennskan var aðal ævistarf
Ólafs fram eftir árum eða til árs-
ins 1952, en þá fór hann í land, og
hefir starfað í landi síðan,
lengstum að framleiðslustörfum
sjávarafurða. Þrátt fyrir þennan
aldur vinnur Ólafur enn fullan
vinnudag og vel það.
Þann 11. febrúar 1921 kvæntist
Ólafur Sesselju Ólafsdóttur, ætt-
aðri úr Breiðafjarðareyjum. Sess-
elja kom frá Ólafsvík til Tálkna-
fjarðar og þar lágu leiðir þeirra
saman.
Sesselja er mikilhæf og elsku-
leg kona, mikil dugnaðarmann-
eskja i öllum sinum störfum, enda
kom það sér vel, lífsbaráttan var
hörð á þessum árum og barnahóp-
rétt að Björgvin hefði hringt til sin
rétt áður en bréfið var sent saksókn-
ara og skýrt sér frá að minnihlutinn
gæti sætt sig við nefndina 3:3 með
tveimur formönnum, en á það gat
Sjálfstæðisflokkurinn ekki fallizt. Þá
lýsti borgarstjóri þvl að meirihlutinn
I borgarstjórn myndi fella tillögu
Kristjáns Benediktssonar um að
fresta útgáfu byggingarleyfis. Málið
hefði fengið lögformlega afgreiðslu
og stjórnskipulega kvað hann það
mjög vafasamt, að borgarstjórn gæti
sett byggingarnefnd borgarinnar
stólinn fyrir dyrnar, eftir slíka af-
greiðslu.
Ummæli Davíðs Oddssonar
Þegar borgarstjóri hafði lokið máli
slnu, stóð upp Kristján Benediktsson
og lýsti furðu sinni á þeirri ákvörðun
meirihlutans að ætla að fella tillögu
sína, þegar ekki væri Ijóst, hvað
kæmi út úr rannsókninni og hvort
nauðsynlegt yrði að rifta lóðaúthlut-
uninni. Hann kvað það eðlilegt sið-
gæði aðfresta leyfisveitingu.
Davið Oddsson tók næstur til máls.
Hann kvaðst vera sammála máls-
meðferð meirihlutans, en kvaðst
sannfærður um að auglýsa hefði átt
lóðina. Hann kvað dylgjur, sem
komið hefðu fram I vinstri blöðunum
ekki að slnu mati marktækar, en
hann hefði borið fram spurninguna á
borgarmálafundi sjálfstæðismanna
vegna upplýsinga, sem hann hefði
haft m.a. frá ritstjóra Vísis og Sveini
R. Eyjólfssyni. Albert hefði á fundin-
um gefið skýrt og afdráttarlaust svar
og hann sem aðrir fundarmenn
hefðu treyst orðum Alberts fullkom-
lega. Hann kvað minnihlutafull-
trúana myndu standa eftir ærulitla
þegar hið sanna I málinu kæmi I Ijós
I Sakadómi Reykjavlkur. Mál-
flutningur þeirra væri dylgjur.
Þá talaði næstur Þorbjörn Brodda-
son Hann kvað Albert Guðmunds-
son hafa rætt um ódrengilegan mál-
flutning, en spurði þá, hvort Albert
væri Ijóst, hvað unnt yrði að kalla
þær sakargiftir, sem á sjálfstæðis-
menn væru bornar. Þorbjörn kvað
það vera mikla óskammfeilni hjá
sjálfstæðismönnum, er þeir kvörtuðu
undan ódrengilegum vinnubrögðum
þegar litið'væri á það orsakasam-
hengi, sem væri milli fjárframlaga i
Sjálfstæðishúsið og úthlutun lóðar-
innar. Hann kvað þá ákvörðun að
fresta ekki byggingarleyfi fullkomna
óvirðingu við dómsrannsóknina og
dómsvaldið og vera sem yfirlýsing
um að sakadómsrannsókn væri ein-
tóm markleysa. Ef eitthvað saknæmt
fyndist i meðferð málsins, yrði lóða-
úthlutunin væntanlega látin ganga
til baka.
Siðasti ræðumaður fundarins var
siðan Björgvin Guðmundsson Hann
svaraði atriðum í ræðu Markúsar
Arnar Antonssonar og sagði siðan að
sjálfstæðismenn ættu að geta sam-
þykkt sina tillögu.
Frávisunartillaga sjálfstæðis-
manna við tillögu Sigurjóns Péturs-
sonar og Kristjáns Benediktssonar
um 7-manna nefnd, er gerði tillögur
til borgarráðs og borgarstjórnar um
lóðaúthlutanir, var samþykkt með 9
atkvæðum gegn 6. Tillögu Björgvins
Guðmundssonar um auglýsingar
lóða, nema sérstaklega stæði á, var
felld með sömu atkvæðatölu, svo og
tillaga Kristjáns Benediktssonar um
frestun á byggingarleyfi til Ármanns-
fellsh.f.
ur þeirra stór. Það kom því mikið
í hennar hlut að sjá um börn og
búskap meðan þau bjuggu í
Tálknafirði, eða nær öll uppvaxt-
arár barnanna, þar sem Ölafur
var oft langdvölum í burtu frá
heimilinu vegna sinnar atvinnu.
Þau Sesselja og Ólafur eignuðust
11 börn. Tvö þeirra eru látin;
Aðalsteinn ef dó um fermingar-
aldur og stúlka er dó óskírð. Hin
börn þeirra 9 eru allt myndar- og
dugnaðarfólk, en þau eru: Guð-
mundur Jóhannes sjómaður, nú
búsettur í Ólafsvik, kvæntur Idu
Sigurðardóttur; Hulda, húsfrú á
Patreksfirði, gift Ólafi Sveinssyni
verkstjóra; Haraldur sjómaður á
Patreksfirði, kvæntur Birnu Jóns-
dóttur, Cesar, sjómaður á Pat-
reksfirði, Júlíus, skipstjóri á Pat-
reksfirði, kvæntur Jóninu Jóns-
dóttur; Sverrir, bifreiðastjóri á
Patreksfirði, kvæntur Margréti
Marteinsdóttur; Svanborg húsfrú
í Hafnarfirði, gift Baldri Jóhanns-
syni sjómanni; Erla Þorgerður,
hérraðshjúkrunarkona á Patreks-
firði, gift Gunnari Snorra Gunn-
arssyni sjómanni.
Það hefir farið likt fyrir börn-
um þessara hjóna og þeim sjálf-
um að lífsstarfið hefur mótast af
sjómennsku, enda munu þau fyrst
og fremst hafa kynnst þeirri hlið
lífsins í uppvexti sinum.
Þegar fjölskylda mín kom
hingað til Patreksfjarðar fyrir 25
árum siðan, atvikaðist það svo að
þau Ólafur og Sesselja voru ná-
býlisfólk okkar. Það er okkur
hjónum ógleymanlegt hvað var
gott að leita til þessara nágranna í
ókunnugleika okkar. Þau voru
ávallt boðin og búin að rétta
hjálparhönd,-og á heimili þeirra
rikti gleði og hlýhugur til allra.
Ólafur tók“mikinn þátt i störf-
um sjómanna hér á Patreksfirði
um langan tíma, og má með sanni
segja að hann var mikill elju-
maður i undirbúningi sjómanna-
dagsins. Fyrir þessi störf var
hann á síðasta sumri sæmdur
heiðursmerki sjómannadagsins,
ásamt samstarfsmanni sínum
Vagni Jóhannessyni, en það var í
fyrsta skipti að sú viðurkenning
var veitt hér. Mér er kunnugt um
að Ólafur hefir haft mikinn áhuga
á því að hér á Patreksfirði yrði
reistur minnisvarði sjómanna, og
væri það veglegt verkefni fyrir þá
er nú standa fyrir málefnum sjó-
manna hér í byggð, að gefa þess-
ari hugmynd gaum ,og láta úr
framkvæmdum verða.
Þessar linur eru orðnar fleiri
en til var ætlast, en ég gat ekki
látið hjá líða að senda vini mfnum
Ólafi Jósúa kveðju okkar hjóna á
þessum merkisdegi i lífi hans.
Það hefði verið ánægjulegt að
geta tekið í hönd Ólafs í dag, en
svo verður ekki, þar sem hann og
kona hans verða stödd á heimili
dóttur þeirra Svanborgar, Grænu-
kinn 21 Hafnarfirði. Ég segi þvi
til hamingju og lifðu heill kæri
vinur.
Agúst H. Pétursson.
Bifreiðaeigendur:
Á meðan þér bíðið er bifreiðin ryksuguð,
þvegin og bónuð.
Opið alla daga nema sunnudaga
frá kl. 8 — 18.40
BÓN OG ÞVOTTASTÖÐIN HF.
SIGTÚNI 3