Morgunblaðið - 04.10.1975, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGU& 4. OKTÓBER 1975
11
Kosygin vill
kornsamning
Moskvu 2. október AP.
ALEXEI Kosygin, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, sagði í dag
að Sovétar væru nú reiðubúnir til
að gera langtíma samning við
Bandaríkin um viðskipti á banda-
rísku korni og sovézkri olíu, að
því er Sargent Shriver sagði í dag.
Shriver, sem hefur hug á að verða
frambjóðandi demókrata við for-
setakosningarnar í Bandaríkjun-
um á næsta ári, er í Moskvu og
ræddi hann í tvær klukkustundir
við Kosygin í dag og sagði að þeir
hefðu átt mjög umfangsmiklar og
gagnlegar viðræður.
Shriver sagði, að Kosygin hefði
gefið í skyn, að Sovétríkin féllust
fullkomlega á að gera fimm, tíu
eða fimmtán ára samning -við
Bandaríkin til að treysta viðskipti
landanna.
Meintur fjár-
dráttur gjald-
kera borgar-
verkfræðings
MORGUNBLAÐIÐ hafði i gær
samband við Birgi Isleif Gunnars-
son borgarstjóra og spurði hann
hvað liði rannsókn á meintum
fjárdrætti fyrrverandi gjaldkera
á skrifstofu borgarverkfræðings
upp á 3,7 millj. kr.
Birgir Isleifur kvað uppgjör
borgarendurskoðanda vegna
rannsóknar endurskoðunardeild-
ar á meintum fjárdrætti hafa
verið lagt fyrir fund borgarráðs,
sem samþykkti að vfsa málinu til
Sakadómsmeðferðar.
Tölvutœkni hf.
tekur við rekstri
Burroughsumboðsins
Opnar nýja tölvumiðstöð á næsta ári
FYRIRTÆKIÐ Tölvutækni
h/f, Laugavegi 168, hefur tekið
við rekstri Burroughsumboðs-
ins ð tslandi og hefur starfslið
„Burroughsdeildar“ H. Bene-
diktsson H/F tekið til starfa
hjá Tölvutækni. Forráðamenn
Tölvutækni héldu fund með
fréttamönnum i gær þar sem
þeir skýrðu frá starfsemi og
framtlðaráformum fyrirtækis-
ins.
Tölvutækni býður viðskipta-
vinum sinum upp á alhliða
tölvuþjónustu og mun á næsta
ári opna tölvumiðstöð með raf-
reikninum bl700 og öðrum
minni rafreikni af gerðinni
L9000.
Starfsemi fyrirtækisins er
skipt í þrjár deildir, söludeild,
viðgerðardeild og þjónustu-
deild, sem stækkuð verður til
muna, er nýja tölvumiðstöðin
tekur til starfa. Að sögn Birgis
Lorange, framkvæmdastjóra
fyrirtækisins, og kerfisfræðing-
anna Finnbjörns Gíslasonar og
Steve Rastricks, sem sjá munu
um forritun og vinnu við nýju
tölvumiðstöðina, horfir mjög
vel með verkefni og tíma fyrir-
tækisins þegar að verulegu
leyti ráðstafað miðað við núver-
andi umsvif, en möguleikarnir
til að færa út kvíarnar nær
óþrjótandi. Á sama hátt sögðu
þeir félagar að markaðurinn
fyrir tölvuþjónustu hérlendis
væri mjög stór og að mestu
óplægður akur. 8 manns starfa
nú hjá fyrirtækinu, en verða
væntanlega 10—11 er tölvumið-
stöðin tekur til starfa.
Burroughsfyrirtækið fram-
Ieiðir tæki fyrir svo til öll svið
upplýsingavinnslu, allt frá litl-
um reiknum upp í stærstu
tölvusamstæður, en tölvusmíði
er lang umfangsmesta hlið
framleiðslunnar. Hefur fyrir-
tækið nýlega lokið við gerð
stærstu og hraðvirkustu tölvu
heims, ILLIAC IV, en sem
dæmi um stærð samstæðunnar
má nefna að hún framkvæmir
um 200 milljón reikningsat-
hafnir á hverri sekúndu.
Verður sú tölva í rannsókna-
stöð bandarísku geimferða-
stofnunarinnar í Kaliforniu og
mun m.a. annast veðurspár
fyrir allan heim af meiri ná-
kvæmni en hingað til hefur
verið unnt. Burroughs smíðar
þannig tölvur af öllum stærðum
og býður tölvur fyrir hvern ein-
stakan notanda, nákvæmlegá
eftir því hverjar þarfir hans
eru. Á þeim grundvelli
hyggjast forráðamenn Tölvu-
tækni byggja sitt fyrirtæki upp,
á alhliða þjónustu við viðskipta-
vinina hvort sem um smá verk-
efni eða stór er að ræða eins og
þeir félagar komust að orði á
blaðamannafundinum.
Steve Rastrick, Birgir Lorange og Finnbjörn Gfslason I nýjum og
glæsilegum húsakynnum Tölvutækni á Laugavegi 168.
Burroughs-rafreiknir af gerðinni 1 3000. Nokkrir slfkir eru f
notkun hér á landi, m.a. hjá frystihúsi og útgerð Ágústs Sigurðsson-
ar f Stykkishólmi, þar sem hann hefur að sögn reynzt prýðilegt
stjðrnunartæki.
Litlar breytingar
á mjölmörkuðimum
— ÞAÐ hafa sáralitlar breytingar
átt sér stað á mjölmörkuðunum að
undanförnu, en reyndar er það
svo, að við eigum núna mjög lítið
mjöl og lýsi til að bjóða, sagði
Gunnar Petersen hjá Bernhard
Petersen h.f. þegar Morgunblaðið
hafði samband við hann i gær.
Gunnar sagði, að Perúmjöl
hefði verið boðið í Þýzkaiandi í
síðustu viku á 233 dollara tonnið
og vikuna þar á undan á 227 doll-
ara, en í ágúst var mjöltonnið
boðið á 237 dollara.
Að sögn Gunnars, halda
einstaka menn því frám, að
markaðurinn sé að styrkjast, en
aðrir teldu að svo væri ekki. Þá
sagði hann að Danir hefðu selt
lýsistonnið að undanförnu á
300—305 dollara tonnið.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
HÚseigendatryggíng SJÖVA bœtir vatnstjón, g|
foktjón og ábyrgóarskyld tjón.
Svo er 90 % iógjalds frádráttarbœrt tíl skatts,
SUÐURLANDSBRAUT 4