Morgunblaðið - 04.10.1975, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1975
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgrejðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Verðurverð-
bólgan hamin?
Stærsta viðfangsefni í
efnahagsmálum okkar
á næstu misserum er án
nokkurs vafa að ná verð-
bólguhraðanum niður, en
nú er fyrirsjáanlegt að
verðbólguaukningin mun á
þessu ári nema um 50%,
sem er mjög svipaður verð-
bólguvöxtur og á sl. ári.
Því hefur gjarnan verið
haldið fram, í umræðum
manna hér á landi í fjölda-
mörg ár, að verðbólgan
hafi hjálpað okkur Islend-
ingum að koma upp íbúðar-
húsnæði og stutt að marg-
víslegum öðrum fram-
kvæmdum og vel má vera,
að hæfileg verðbólga sé
jákvæð í þeim efnum. Hitt
er ljóst, að svo mikil verð-
bólga, sem hér hefur verið
síðustu 2 ár stefnir at-
vinnuvegum landsmanna í
voða. Það er nánast ómögu-
legt að reka atvinnufyrir-
tæki á skynsamlegum
grundvelli i slíkri verð-
bólgu.
Ólafur Jóhannesson við-
skiptaráðherra fjallaði ný-
lega um þetta vandamál i
ítarlegri yfirlitsræðu um
efnahagsmálin og vakti at-
hygli á þvi, að verðlags-
hækkanir í ýmsum helztu
viðskiptalöndum okkar
væru svo langt fyrir neðan
verðhækkanir hér á landi,
að verðbólgan hjá okkur
ætti ekki nema að takmörk-
uðu leyti rætur að rekja til
hækkunar á verði innflutn-
ingsvara. Þess vegna ætti
verðbólgan hér sér að
verulegu leyti innlendar
orsakir. En enda þótt sú
mynd, sem viðskiptaráð-
herra dró upp af verðlags-
þróuninni væri mjög dökk,
voru þó til bjartar hliðar á
henni.
Það sem sérstaka athygli
vekur í því sambandi er sú
staðreynd, sem vióskipta-
ráðherra upplýsti, að verð-
hækkunarhraði hefur
minnkað mjög mikið. Á
tímabilinu frá 1. ágúst til 1.
nóvember eru hækkanir
áætlaðar um 6—6V£%.
Ólafur Jóhannesson benti
á, að ef hægt væri að halda
í þessu horfi stefndi í verð-
bólguaukningu á næsta ári,
sem næmi um 25%. Enda
þótt það sé vissulega mikil
verðbólga er hún þó mun
viðráðanlegri fyrir at-
vinnuvegina og þjóðarbúið
en rúmlega 50% verð-
bólga.
Annar ljós punktur, sem
fram kom í ræðu viðskipta-
ráðherra voru þær upplýs-
ingar, sem hann gaf um
það, að verðlagið mundi
standa á rauða strikinu
hinn 1. nóvember, eða í 477
stigum. Þetta þýðir, að þær
áætlanir, sem gerðar voru
s.l. vor, er kjarasamningar
voru til meðferðar, hafa
verið raunsæjar og líklegt,
að þær standist og það er
auðvitað mjög mikilsvert,
að ekki komi til nýrra
kauphækkana vegna þess,
að vísitalan fari yfir rauða
strikið. Afkoma atvinnu-
veganna er ekki svo
burðug, að þeir megi við
frekari útgjaldaaukningu.
Þannig má sjá ýmsar
bjartar hliðar á tilverunni
þrátt fyrir allt. Og vissu-
lega gefa þær upplýsingar,
sem fram komu hjá við-
skiptaráðherra um verð-
hækkunarhraðann síðustu
mánuði meiri vonir en
menn áður hafa haft um
það, að aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar í efnahags-
málum séu að byrja að hafa
nokkur áhrif til þess að
draga úr verðbólgunni. En
það þarf meira til að koma
og er t.d. enginn vafi á því,
að á næsta ári þarf að eiga
sér stað mjög verulegur
niðurskurður á útgjöldum
ríkissjóðs, bæði rekstrar-
útgjöldum og framlögum
til framkvæmda og útlán-
um fjárfestingalánasjóða.
Þetta er ríkisstjórninni
ljóst og nú um margra
vikna skeið hefur verið
unnið að undirbúningi
fjárlaga fyrir næsta ár
undir forystu fjármálaráð-
herra, en það kom fram hjá
viðskiptaráðherra, að það
starf sem þar hefur verið
unnið, hefur leitt til þess,
að hækkun fjárlagafrum-
varpsins verður mun
minni en dýrtíðarvextinum
nemur. Fjárlagafrumvarp-
ið mun að sjálfsögðu sæta
venjulegri meðferð á
alþingi en miklu skiptir, að
alþingismenn sýni nú festu
og aðhaldssemi í meðferð
opinberra fjármuna. Það
má ekki til þess koma, að
stórkostlegar hækkanir
verði á fjárlagafrumvarp-
inu í meðferð alþingis að
þessu sinni. Hversu til
tekst íþessum efnum getur
í raun ráðið úrslitum um
það, hvort núverandi ríkis-
stjórn tekst að hemja verð-
bólguna eða ekki.
— ÞRÁTT FYRIR að svona
hafi farið er áhöfn A.F. reyndi
að ná hvalnum inn þá er ég
þess fullviss, að takast
muni að veiða háhyrning
við Island á næstunni,
en þó má segja að mjög
erfitt er að veiða þá. Þessi
hvalur er. það skynsamur að
mjög. erfitt er að ná honum. Þá
er. ég heldur ekki viss um, að
tslendingarnir hafi notað alveg
rétta aðferð við að ná skepnun-
um. I slíku veðri, sem var í gær,
hefði átt að sleppa háhyrn-
ingunum úr nót Hamravíkur.
Auðvelt hefði verið að ná þeim
síðar, með því, að hnýta sterkt
og langt nælontóg í sporð
þeirra og góða belgi í enda tógs-
ins, áður en þeim var sleppt.
Með því móti hefði verið auð-
velt að fylgjast með ferðum
háhyrninganna og ná þeim
ári. Háhyrningarnir komu á
réttum tíma og tókst að ná
þrem ungum dýrum, sem nú
eru öll á söfnum. En sfðan hef-
ur vaðan ekki farið í gegnum
sundið, heldur gengur með
landinu miklu dýpra, utan við
öll sker. Þá var reynt að veiða
háhyrninga við Alaska fyrir
nokkrum árum. Veiðimennirn-
ir voru á litlum bátum, og
gerðu háhyrningarnir sér lítið
fyrir og réðust á bátana. Veiði-
mennirnir áttu vélarkrafti bát-
anna að þakka, að þeir gátu
siglt upp í fjöru skammt frá.
Sagt er að oft hafi það komið
fyrir að háhyrningar hafi
stokkið yfir smærri báta, og
þeir geta synt með 70 kílómetra
hraða á klukkustund.
I viðtalinu við Morgunblaðið
sagði de La Grandiére, að hann
teldi, að þótt Jóni Gunnarssyni
Háhyrningurinn, sem tekinn var um borð f t
og komin nokkuð til ára sinna. Fremstu tenn
Drápu háhymingamin
sfðan í góðu veðri,“ sagði
Frakkinn Roger de La
Grandiére, sem staddur er hér
á landi í þvf skyni að veiða
háhyrning fyrir sædýrasafn í
Frakklandi, en hann var einnig
hér á landi f fyrra í sama
tilgangi.
Mjög mikið hefur verið reynt
hin sfðari ár að veiða háhyrn-
inga fyrir sædýrasöfn, en þeir
þykja t.d. mun skynsamari en
höfrungar, sem þó er mjög
auðvelt að temja. Mikill fjöldi
höfrunga er á söfnum um allan
heim, en fjöldi háhyrninga á
söfnum er innan við einn tugur.
Til eru margar sögur um
háhyrningaveiðar. Það kom fyr-
ir í Bandaríkjunum fyrir
nokkrum árum, að menn tóku
eftir háhyrningavöðu, sem
gekk suður á bóginn f ætisleit.
Á ferð sinni fór vaðan í gegnum
þröngt sund og var nú ákveðið
að sitja fyrir vöðunni á næsta
og skipshöfninni á Árna Frið-
rikssyni hefði tekizt að koma
háhyrningunum fifandi í land,
þá hefðu þeir drepizt fljótlega
eftir að þeir hefðu verið settir i
vatn á ný.
„Það hefði verið erfiðleikum
bundið að fæða þá, þeir hefðu
jafnvel neitað að borða. Þá
hefðu þeir verið vísir til að loka
öndunarholunum og drepa
sjálfa sig þannig, en það er
ekki óalgengt að háhyrningar
hreinlega fremji sjálfsmorð, er
þeir hafa verið veiddir, og þeir
hafa allt eins framið sjálfsmorð
f gær,“ sagði de La Grandiére.
Þá sagði hann: „Ég hef tekið
þátt i hvalveiðum í 6 ár og
reynslan hefur kennt manni, að
það býðir ekkert að fara að hvöl
um með neinni hörku, heldur
þarf hér gífurlega þolinmæði,
ekki sízt þegar um háhyrninga
er að ræða. Þeir eru gífurlega
tilfinninganæmir, en um leið
stórkostlega gáfaðir. Þegar is-
lenzkir skipstjórnarmenn fá há-
hyrninga næst í netin, skora ég
á þá að láta mig vita, en ég
verð um borð í Sigurvon SH.
Þegar ég heyrði um háhyrn-
ingaveiðina í fyrrinótt, varð ég
strax sannfærður um, að skepn-
urnar dræpust, kannski ekki
um leið og þeir væru veiddir,
heldur eftir að þeir væru komn-
ir á land, ef of harkalega væri
farið að þeim. Það er lfka mjög
algengt, að háhyrningar geti
ekki synt með góðu móti fyrstu
dagana, eftir að þeim er sleppt i
ker. I sjónum eru þeir mjög
heitir og það gufar stanslaust
upp af þeim, en á skipsdekki
hitna þeir enn meir, þannig
verður hitamismunurinn mjög
mikill þegar þeim er sleppt á ný
í ker og við það stífna allir
vöðvar skepnunnar."
„Háhyrningarnir, sem við er-
Ármannsfell rætt í borgarstjórn:
Osk allra að rannsóknir
leiði sannleikann í liós
— sagði borgarstjóri **
Þeir, sem fá góðar hugmyndir eiga að njóta
þeirra, sagði Albert Guðmundsson
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur kom
saman til fundar að loknu sumarleyfi
slðastliðinn fimmtudag. Fyrir fundin-
um lágu þrjár tillögur vegna svo-
kallaðs Ármannsfellsmáls. Frá Sigur-
jóni Péturssyni og Kristjáni Bene-
diktssyni lá frammi tillaga um, að
borgarstjórn kysi 7 manna nefnd, er
hafi það verkefni að gera tillögur til
borgarráðs um lóðaúthlutanir. Frá
Björgvin Guðmundssyni lá frammi
tillaga um, að sá háttur skyldi vera á
hafður að auglýsa lóðir til úthiutunar
með heimild um að vtkja mætti frá
reglunni í sérstökum tilfellum, og
loks lá frammi tillaga frá Kristjáni
Benediktssyni um, að byggingaleyfi
yrði ekki gefið út til Ármannsfells
h.f. vegna framkvæmda á lóðinni
neðan Hæðargarðs og austan Grens-
ásvegar.
Alræðisvald?
Miklar umræður spunnust um
þessar tillögur og Ármannsfellsmálið
I heitd. Sigurjón Pétursson tók fyrstur
til máls og lýsti þvt alræðisvaldi eins
og hann orðaði það, sem hann taldi
borgarstjórnarmeirihluta Sjálf-
stæðisflokksins hafa i borgarstjórn t
lóðaúthlutunum. Hann kvað lóða-
nefnd sem skipuð væri embættis-
mönnum aðeins tæki i höndum
stjórnmálamannanna. Þvt kvað hann
tómt mál að tala um það, að lóða-
nefnd væri skipuð hlutlausum em-
bættismönnum. í tilfelli Ármanns-
fells sagðist Sigurjón hafa gert fyrir-
spurn til borgarverkf ræðings um
það, hver hefði óskað eftir tillögu um
úthlutun lóðarinnar og kvað hann
borgarverkfræðing hafa skýrt sér frá
að það hafi verið borgarstjóri. Hafi
úthlutun til Ármannsfells verið
ákveðin eftir að Ijóst hafi verið, að
meirihluti hafi verið fyrir þvi í
borgarráði. Sigurjón sagði, að það
væri næstum dæmalaust, að borgar-
ráð breytti tillögum lóðanefndar og
styddi það þá skoðun. að lóðanefnd
gerði aðeins það sem meirihluta
borgarráðs væri þóknanlegt. Þá
sagði Sigurjón, að vissulega væri
mörgum lóðum úthlutað án ágrein-
ings, en þegar vinsælar lóðir kæmu
til úthlutunar yrðu þær að pólitisku
bitbeini enda kvað hann greinargerð
borgarstjóra f Ármannsfellsmálinu
hafa verið samfellda játningarræðu.
Sagðist hann vonast til þess, að i
framtíðinni rfkti meira lýðræði í út-
hlutun lóða
Næstur tók til máls Björgvin Guð-
mundsson, sem kvað Ármannsfells-
lóðina ekki hafa verið auglýsta og
hann benti á að einn fulltrúa sjálf-
stæðismanna i borgarstjórn hefði
eindregið lýst þeirri skoðun sinni, að
auglýsa bæri lóðir. Hið sama hefði
Morgunblaðið gert. Hann benti á, að
um Ármannsfellslóðina hefðu aðeins
verið tveir umsækjendur og sjálf-
stæðismenn hefðu margoft fellt til-
lögur um auglýsingaskyldu. Björgvin
sagði, að lóðum væri stöðugt úthlut-
að i kyrrþey og skýrði frá þvi, að nú
nýlega hefði lóð á gatnamótum Sig-
túns og Kringlumýrarbrautar verið
úthlutað til svo til óþekkts
húsgagnafyrirtækis — án auglýsing-
ar. Hann benti einnig á að fram-
kvæmdir við húsbyggingu væru nú
hafnar á lóð á gatnamótum Grensás-
vegar og Fellsmúla. Þar væri Inn-
réttingabúðin að reisa hús á lóð, sem
manni hefði áður verið neitað um á
þeim forsendum, að þar ætti ekki að
byggja. Björgvin lýsti þvi, að sér
fyndist fráleitt, að gefið yrði út bygg-
ingarleyfi til Ármannsfells á hinni
umdeildu lóð á meðan sakadóms-
rannsókn færi fram á hugsanlegu
misferli við úthlutun lóðarinnar.
Er Björgvin hafði iokið máli sfnu,
tók til máls Kristján Benediktsson
Hann rakti Ármannsfellsmálið mjög
itarlega og hið óvenjulega frum-
kvæði Ármannsfells við að láta
skipuleggja lóðina. Hann benti á
það, að skipulagsstjóri hafi sagt, að
arkitektinn fengi greidd laun frá
borginni fyrir verkið, en aðrir aðilar,
m.a. framkvæmdastjóri Ármanns-
fells, hefðu haldið hinu gagnstæða
fram. Siðan sagði Kristján að málið
hefði farið að verða alvarlegt eftir
borgarmálafund sjálfstæðismanna,
þar sem Davíð Oddsson hefði lagt
fram spurningu um framlag i hús-
byggingarsjóð Sjálfstæðisflokksins
fyrir formann byggingarnefndar, Al-
bert Guðmundsson. Lagði Kristján á
það áherzlu, að þessar upplýsingar