Morgunblaðið - 04.10.1975, Page 13

Morgunblaðið - 04.10.1975, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTOBER 1975 13 Lrna Friðriksson, reyndist vera gömul kýr, urnar voru farnar að slitna nokkuð. ngsjálfír? um með i Frakklandi eru orðnir mjög vel tamdir og kunna vel við sig. Eins og flestir vita, þá tala þeir sitt eigið mál og þeir 'eru einstakiega skemmtilegir. Nú þegar hefur vísindamönn- um sædýrasafnsins I Nissa tekist að nema um 40 orð af þeirra tungumáli. Við erum með sérstaka míkrófóna i vatninu, sem nema hljóð- bylgjur hvalanna, en þær eru á mjög hárri tíðni. Þarna I Frakk- landi segja háhyrningarnir hve- nær þeir vilja borða, við vitum einnig hvenær þeir verða hræddir, Ef þeir eru í vondu skapi, láta þeir vita af þvi og ef þeir eru ekki í góðu formi til að sýna listir sinar, láta þeir okkur vita. Enn vantar samt mikið á, að við höfum náð valdi á máli dýranna, en það kemur hægt og hægt og vísindamennirnir eru sífellt að læra fleiri orð,“ sagði de La Grandiére. Nú barst talið að hvar háhyrningurinn væri við- kvæmastur viðkomu og sagði de La Grandiére að augun væru viðkvæmasti blettur hvalsins. Þau væru mjög útstæð í sjónum og mætti ekkert koma við þau, ef það gerðist hlypu þau enn meira út og skepnan yrði blind. Ennfremur er öndunarholan mjög viðkvæm og hvalurinn er þeim eiginleikum gæddur, að ef hann verður mjög hræddur getur hann lokað fyrir hana, þannig að hann drepst. „Það er mjög algengt að tann- hvalir fremji sjálfsmorð. Dæmi um það er t.d. grindhvalurinn, sem oft gengur á land í Fær- eyjum. Fyrir hverri fjölskyldu, sem er mjög samhent, fer einn stór tarfur og ef hann er veikur eða orðinn of gamall, en háhyrningur getur orðið 25—30 ára gamall, þá á hann það til að synda á land og allur hópurinn á eftir honum. Reynt hefur verið að draga uhga hvali út úr vöðum þeim, er ganga á land, en það þýðir ekkert. Þeir synda á land um leið og þeim er sleppt," sagði hann. De La Grandiére sagði, að í fyrra hefðu þeir haft mögu- leika á að ná háhyrningum, en þeir hefðu verið of gamlir. Þeir væru að sækjast eftir ungu dýri, u.þ.b. 3,5 m að lengd. Þá mætti vara sig á að drepa ekki forystudýrið. Ef það gerðist fengju hin dýrin taugaáfall og syntu sem óð væru um allan sjó og sum dræpust. Stærstu dýrin gætu orðið 10—11 metra löng og vel yfir 3 tonn að þyngd. Að lokum sagði hann, að enn væri alltof lítið vitað um lifnaðarhætti háhyrningsins, sem talin væri vitrasta skepna jarðarinnar, næst á eftir manninum. Þeir væru eigin- lega of gáfaðir tii þess að hægt væri að ná þeim. Það væri t.d. tiltölulega mjög auðvelt að góma höfrunga, sem þó þættu mjög gáfaðir. . Háhyrningurinn kippir 1 nælontögið.... ... og hér er hann dreginn inn á dekkið. I hefðu ekki komið frá minnihiuta- flokkunum, heldur úr innstu herbúð- um Sjálfstæðisflokksins. Því væri vart unnt að væna minnihlutaflokk- ana um að hafa komið þessari sögu á kreik. Þá lýsti Kristján tillögu sinni um, að frestað yrði að gefa út bygg- ingarleyfi handa Ármannsfelli og kvað það eðlilegt á meðan rannsókn færi fram. Slúður og slefberar Albert Guðmundsson hóf mál sitt með því að hann treysti því að málið fengi eðlilegan framgang í Sakadómi Reykjavfkur, en lýsti þvf að hann vildi jafnframt gera nokkrar athuga- semdir við málflutning þeirra, sem talað hefðu á undan honum. Hann kvað Sigurjón Pétursson hafa talað um pólitfskt vald, en hann kvað meirihlutaflokk sjálfstæðismanna hafa pólitiska ábyrgð á stjórnun borgarinnar og undan þeirri ábyrgð myndu þeir ekki skjóta sér. Hann kvað lóðanefnd ekki vera undan- skilda og yfirleitt væru allar ákvarð- anir ! stjórnun borgarinnar pólitfskar að meira eða minna leyti. Sfðan spurði Albert — hvað væri óeðlilegt við það, að borgarstjóri gæfi undir- mönnum sfnum, embættismönnun- um, fyrirskipun um ákveðna af- greiðslu mála. Albert sagðist hafa stýrt hinum umdeilda borgarráðs- fundi og á honum hefði legið frammi listi yfir umsækjendur og hann talið eðlilegt, að Ármannsfell fengi lóðina, vegna þess frumkvæðis, sem það hefði haft um skipulagningu lóðar- innar. Það hefði minnihlutanum hins vegar ekki fundist og vildi ekki að menn nytu slfks. Sagði Albert, að það væri sjálfsagt að gefa ein staklingum enn meira tækifæri f framtfðinni til þess að hafa áhrif á skipulag borgarinnar. Sá, sem fær góðar hugmyndir, á að fá að koma þeim á framfæri og ætti þá sá hinn sami að fá að njóta þeirra. Þá ræddi Albert um lóðaúthlutun á gatnamót- um Sigtúns og Kringlumýrarbrautar. Hann sagði, að þessari lóð hefði upphaflega verið úthlutað til Steinars heitins Jóhannssonar, en dánarbú hans hefði sfðan afsalað sér henni. Þá hefðu borgaryfirvöld farið yfir aðra umsækjendur um lóðina, sem ekki fengu, þegar henni var fyrst úthlutað og það fyrirtæki sem hefði fengið lóðina nú, væri þjónustufyrirtæki við útveginn i Reykjavfk, sem hefði sótt um lóðina áður. Albert sagði, að sjálfstæðis menn væru ekki f vörn vegna þessa máls og þeir hefðu skotið máli sfnu til sakadóms til þess, að minnihlut- inn gæti sannað sekt meirihlutans, sannað það fleipur, sem þeir hefðu blásið upp að undanförnu. Hann kvað það ótæka aðferð f lýðræðis- rfki, er menn hrópuðu á andstæðing sinn og segðu: Þú ert glæpamaður, þar til þú sannar sakleysi þitt. Ef ykkur tekst ekki að sanna ykkar mál — sagði Albert við minnihlutann sitjið þið eftir sem fleiprarar og slúðurberar. Albert Guðmundsson kvaðst aldrei áður hafa staðið Kristján Benedikts- son að ódrengilegum málflutningi — hann hefði áður verið drengilegur andstæðingur. Hann kvaðst þvi nú harma það, er vitnað væri i lokaða fundi sjálfstæðismanna og frá þeim skýrt opinberlega, án þess þó að allur sannleikurinn um þá kæmi fram. Þetta kvað hann þó ekki koma sér á óvart, þvf að þetta væri háttur þeirra Alþýðubandalagsmanna að segja aidrei allan sannleikann. Al- bert kvað Davið Oddsson hafa verið I sfnum fulla rétti, er hann spurði um sannleiksgildi þess slúðurs sem vinstri blöðin hefðu blásið upp, en i þeim skrifum kvað hann hafa vantað öll svör — enda hentaði það ekki pólitfskum tilgangi slefberanna að skýra frá öllum sannleikanum. Albert Guðmundsson kvað það rétt, að upplýsingar skipulagsstjóra og framkvæmdastjóra Ármannsfells stönguðust á um það, hvort arkitekt- inn hafi verið ráðinn til borgarinnar eða ekki. Hann benti jafnframt á, að minnihlutaflokkunum hafi ekki dott- ið i hug að slá á þráðinn til við- komandi arkitekts til þess að spyrja um hið sanna f málinu. Það hafi þeir ekki gert, vegna þess, að það þjón- aði ekki þeim pólitfska tilgangi, sem þeir þurftu á að halda i málflutningi sfnum. Albert sagðist ekki vera vanur að sparka aftur f menn, sem spörkuðu f hann, en nú fyrst hefði hann orðið fyrir barðinu á pólitfskum ódrengskap. Þá ræddi Albert um þá rannsóknarnefnd, sem reynt hefði verið að mynda f borgarstjórn og að minnihlutaflokkarnir hefðu ekki getað sætt sig við skipan nefndar- innar eftir stjórnskipulegum hætti, sjálfstæðismenn hefðu ekki mátt eiga þar meirihluta og formaðurinn hefði ekki mátt vera sjálfstæðis- maður. Og hann spurði minnihluta- fulltrúana, hvort þeir hefðu i sjálfu sér trúað þvf, að Sjálfstæðisflokkur- inn væri tilbúinn til þess að afsala sér þeim trúnaði, sem kjósendur hefðu lagt honum á herðar. Slikt myndi Sjálfstæðisflokkurinn aldrei gera — hann myndi axla þá ábyrgð sem kjósendur hefðu falið honum Lokaorð Alberts voru þau, að full- trúar minnihlutans ættu eftir að fá tækifæri til þess að sanna dylgjur sinar, „og ef ykkur tekst það ekki, verðið þið að sætta ykkur við að vera kallaðir slefberar." Hann sagðist hlakka til að mæta minnihlutafull- trúunum við vitnaleiðslur i Saka dómi Reykjavíkur. Fjölmennari nefnd óhæf Markús Örn Antonsson talaði næst- ur og sagði, að skipulagsbreyting hefði leitt til þess, að hin umdeilda lóð hefði komið til úthlutunar. Leitað hefði verið eftir umsóknum, sem fyr- ir lágu en áður hefði verið tilkynnt með auglýsingu að lóðir vfðs vegar i borgarlandinu kæmu til úthlutunar á árinu, f Breiðholti og á nokkrum öðrum ótilgreindum stöðum. Markús Örn sagði það skoðun sfna, að yfir- leitt ætti að auglýsa lóðir, en þær aðstæður gætu komið upp, að það væri nauðsynlegt að gera það ekki. Ármannsfell hefði lagt vinnu i það að skipuleggja lóðina og þvf hefði sér fundizt eðlilegt, að fyrirtækið fengi lóðina. Þá ræddi Markús um tillöguna um 7-manna nefnd, sem sæi um tillögur um lóðaúthlutanir til borgarráðs. Hann kvað þessa nefnd myndu kynda undir enn meiri pólitfskum ágreiningi, en við núverandi skipulag kvað hann meirihluta umsókna af- greiddan án ágreinings. Hann kvað Sigurjón Pétursson hafa kvartað undan þvi, að ekki væri unnt að gera athugasemdir við lóðaúthlutanir fyrr en þær væru komnar á ákvörðunar- stig; spurði siðan, hvort Sigurjón hefði aldrei i raun reynt að afla sér upplýsinga hjá embættismönnum borgarinnar áður en mál næðu svo langt, þvf að ef hann hefði ekki gert það, hefði hann verið að bregðast skyldu sinni sem kjörinn borgarfull- trúi. Hann kvað allt gert til þess að gera starf lóðanefndar tortryggilegt og kvaðst mótfallinn tillögunni um 7 manna nefnd m.a. vegna þess. að svo fjölmenn nefnd væri óhæfari til þess að gegna þeim trúnaði, sem nauðsynlegur væri. I umsóknir væri óskað eftir ýmislegum persónuleg- um upplýsingum um hagi fólks. Markús Örn mælti siðan fyrir tillögu um að tillögunni um 7-manna nefnd- ina yrði vfsað frá. Vitnað í þjóðsögu Sigurjón Pétursson tók þá aftur til máls og kvað hann ástæðuna til þess, að sjálfstæðismenn vildu ekki breyta tilhögun um lóðaúthlutanir vera þá, að þeir óttuðust að þeim gæfist þá ekki tóm til að sletta góðri lóð i hinn eða þennan gæðinginn — ef jafnræði ætti að rikja meðal borg aranna, yrðu völd meirihlutans minni. Sigurjón ræddi þvf næst um ósamræmi f frásögn framkvæmda- stjóra Ármannsfells og skipulags- stjóra og sagði Ijóst, að einhver segði ekki allan sannleikann. Björgvin Guðmundsson skýrði frá þvi, að hann hefði leitað til bygg- ingafróðra manna, sem hefðu tjáð sér, að verðmæti fbúðar á þeim stað, sem Ármannsfellslóðin væri.væri um það bil einni milljón króna hærra en fyrir sambærilegra ibúða f Breiðholti. Ibúðirnar væru 23 og þvi væri Ijóst, að Ármannsfelli væru færðar 23 milljónir með lóðinni. Sagði hann það þá ekki skritið, þótt fyrirtækið gæti lagt eina milljón í húsbygginga- sjóð Sjálfstæðisflokksins — en hann tók jafnframt fram, að hann væri ekki að futlyrða að þar væri samband á milli. Þá sagði Björgvin, að það væri ekki rétt, sem segði f bréfi sjálfstæðismanna til saksóknara rfkisins, að ekki hafi náðst sam- komulag um rannsóknarnefnd i borgarstjórn. Þó kvaðst hann ekki vera óánægður með þau málalok. Hann sagði, að svo virtist sem meiri- hlutinn i borgarstjórn ætlaði ekkert að læra á þessu máli. Þá kvaddi Guðmundur G. Þórarins- son sér hljóðs og lýsti i upphafi máls slns stuðningi við tillögurnar þrjár. Hann sagðist ekki ætla að ræða Ármannsfellsmálið i smáatriðum. þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði valið þá leið að senda málið i saka- dómsrannsókn og hann treysti þvl, að þar kæmi sannleikurinn i Ijós. Hann kvað óþægilega mikið benda til sektar sjálfstæðismanna, en ef þær um það bil 1% likur, sem bentu til sakleysis i málinu væru hinar einu réttu — kvað hann nóg komið af málinu Guðmundur kvaðst hafa hugsað mikið um málið og hóf hann siðan að skýra frá tveimur hugdettum sinum. Hann vitnaði i Þorvaldssögu viðförla og skýrði frá afstöðu Þórdisar spá- konu, er hún valdi fé úr höndum Áskels nokkurs. SEðan sagði Guðmundur, að það væri trúa sin að illa fengið fé, vekti illt umtal — en hann hefði viljað trúa þvi, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi viljað berjast fyrir góðum málstað. Því næst skýrði Guðmundur frá þjóðsögu sem al- þekkt væri um öll Norðurlönd um kirkjusmiðinn. sem bóndinn fékk til þess að smíða kirkju. Venjulega átti bóndinn að gjalda kirkjusmiðina með einhverju honum mjög kæru, augun- um, soninum, sólinni o.s.frv. Hann sagði, að kirkjan gæti verið t.d. stöðuveiting — kirkjusmiðurinn sjálfstæðishúsið og engu likara væri en Sjálfstæðisflokkurinn hefði sett augun að veði eða jafnvel sólina. Hann kvað þjóðsóguna nú ganga aftur i nútimanum og mikið lægi nú við fyrir Sjálfstæðisflokkinn að finna nafn kirkjusmiðsins. Markús Öm Antonsson tók þá aftur til máls og kvað það hafa verið mjög eðlileg viðbrögð að leita i gamlar umsóknir eftir aðila, sem byggja ætti á lóðinni. Þá fjallaði Markús um viðhorf Björgvins Guðmundssonar til málsins og benti m.a. á, að hann hefði beitt sér fyrir þvi að Breiðholt h.f. hefði fengið ákveðna lóð. Framhald á bls. 5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.