Morgunblaðið - 04.10.1975, Side 21

Morgunblaðið - 04.10.1975, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1975 21 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Sögukennsla á Eskifirði „Eskfiröingur" skrifar: „Velvakandi. Það var hérna um daginn, að ég var í heimsókn hjá frænda mín- um einn sunnudagsmorgun. Sát- um við og ræddum landsins gagn og nauðsynjar. Kom þá lítil frænka mín, 10 ára gömul, og sýndi mér skyndipróf í íslands- sögu, sem hún hafði verið látin spreyta sig á í barnaskólanum hér á Eskifirði. Ég renndi augunum yfir prófið og jókst undrun mín eftir því sem á lesturinn leið. Ég ætla að láta fylgja hér spurningar úrprófinu: Spurning nr. 4 hljóðaði svo: Þegar Atli jarl rak Hjörleif og Ingólf frá Noregi héldu þeir a) Kjafti b) niðri í sér andanum c) til islands. Spurning nr. 5: Þegar Ingólfur nálgaðist ísland kastaði hann a) upp b) öndvegissúlunum fyrir borð c) af sér vatni d) sér í sjóinn. Hvað er hér á ferðinni? Er þetta nýjasta tækni við kennslu barna, eða er kennarinn (sá, sem samdi prófið) bara ekki á hærra þroskastigi? Ber hann ekki meiri virðingu fyrir námsgrein þeirri er hann hefur tekið að sér að fræða æskufólk þessa bæjar um? Hvaða skýringu gefur skólastjóri á svona prófi? Mega nemendur búast við að fræðsla þeirra verði i svipuð- um dúr I vetur? Eskfirðingur." Bréfritari hefur óskað þess, að nafn hans birtist ekki í blaðinu, en að sjálfsögðu geta þeir, sem spurningum er beint að, snúið sér til Velvakanda og fengið upplýs- ingar um það. 0 Vandamálin miklu E.S. skrifar: „Kæri Velvakandi. Er allt að verða vandamál? Börnin, unglingarnir, hús- mæðurnar og gamla fólkið — allt eru þetta gífurleg vandamál, ef marka má umræður. Hvar liggur meinið? Hver á að leysa vandann? Eitt finnst mér mjög áberandi, og það er hve lítið er lagt upp úr húsmóður og móðurhlutverkinu. Það virðist vera orðið sáluhjálpar- atriði fyrir hverja konu að komast út á vinnumarkaðinn og láta börn- in á barnaheimili eða til einhverr- ar konu úti I bæ. Vissulega er aðstoð barnaheimila nauðsynleg fyrir einstæðar mæður, en öllu má þó ofgera og óneitanlega er þetta farið út í öfgar. Fólk stefnir að þvi mikla marki að eignast þak yfir höfuðið, eins og öllum er nauðsynlegt, en það er bara miklu meira, sem krafizt er, og þar tek- ur öll þjóðin undir i einum kór. komist að því að hún var þegar gift, heldur leiddi það einnig til þess að við skynjuðum hina raun- verulegu ástæðu tii morðsins á henni. En engu að sfður hefðuð þér átt að levfa okkur hinum að fylgjast með framvindu mála og — Frú' Watts hefði aldrei sagt yður eða neinum öðrum karl- manni frá þvf! hrópaði Diane upp yfir sig, sem var nú sýnilega búin að jafna sig að fullu. — Hún hafði ekki einu sinni trúað manninum sfnum fyrir þessu. Hún er ákaflega veik kona og eina ástæðan fyrir þvf að hún sagði mér frá þessu var að ég var hvorttveggja í senn — læknir og kona. — Sammála. En samt hefðuð þér ekki átt að fara einar. Feiix lyfti fingri í áminningar- tðni. — Við eyddum óþarfa tíma og kröftum f að leita að vður. Ekki sfzt Link rannsóknarlögreglu- maður. Hann hafði þungar áhyggjur af þvf hvað af yður hefði orðið — ef þér skylduð ekki hafa vitað það. Byrjunin er yfirleitt sú sama. Von er á nýjum borgara. Hvað skal gera til að losna undan byrð- inni? Útrýma honum strax eða koma honum á barnaheimili eða finna einhvern, sem fús er til að taka að sér móðurhlutverkið? Síðan verður borgarinn ungl- ingur með sín unglingavandamál. Hvað er þá hægt að gera? Leita til ráðgjafa og fræðinga, sem margir hverjir hafa sína þekkingu af bókum eingöngu, og krefjast svo byggingar fleiri taugahæla. Það er talað um þéttbýlisvandamál, dreifbýlisvantíamál og alls konar vandamál önnur, en hver á að leysa vandann? Er það ekki fyrst og fremst hlutverk foreldranna að koma til móts við börnin, — ekki með því að ganga undir þeim, heldur með því að kenna þeim að standa á eigin fótum, efla sjálfsvirðingu þeirra og sjálfstraust. Einhvern veginn tókst fólkinu hér áður fyrr að komast af án allrar þessarar utanaðkomandi hjálpar. Okkur er öllum hollt að hafa eitthvað til að glíma við, en ætlast ekki til að vandamálin séu leyst fyrir okkur. Nýlega las ég grein um hunda- hald í Bandaríkjunum. Dekrið við þá er svo gegndarlaust, að þeir eru farnir að bila á taugum og farið er að reka fyrir þá sérstök hæli. Ég held, að við getum lært af þessu. E.S.“ 0 Víetnamnefndin gefur Bjarni Björnsson skrifar: „Ekki gat ég annað en brosað þegar ég las frétt um ráðstefnu Víetnamnefndarinnar um daginn. Að sjá Iistann yfir þau samtök, sem sæti eiga I þessu útibúi appel- sínukommanna! Mest varð ég þó hissa á því, að Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna skuli ætla að láta plata sig út í svona dellu, en í fréttinni stóð, að sá stjórnmálaflokkur væri nú í þann mund að gerast aðili að Vietnam- nefndinní. Þar með er það komið. á hreint, að þessi stjórnmála- flokkur, sem fór vel af stað á sínum tíma, er orðinn stranda- glópur og viðundur. Það var ekki lítið, sem gekk á i vor, þegar Víetnamnefndin ætlaði að berjast fyrir þvi til síðasta blóðdropa að safna einni milljón til ,,byltingarstjórnarinnar“ í Vietnam. Það var gengið milli bols og höfuðs á liðsmönnunum, kreistar upphæðir út úr ýmsum verkalýðssamtökum og látið öll- um illum látum til að öngla saman milljóninni fyrir 1. maí, en hvað kemur svo á daginn? Það tók þá sumarið að pina út 645 hundruð þúsund. Maður fer nú bara að halda, að það sé eitthvað til i öllu þessu öreigarausi. Annars ættu aðstandendur nefndarinnar að vita það, að það er ekki nógu sniðugt að sníkja fyrir Þjóðviljahúsið og Víetnam um leið. Þeir hefðu átt að hafa vit á því að selja happdrættismiða og hafa Eystrasaltsvikuna í aðal- vinning. Þá hefðu menn úr öllum flokkum — þar á meðal þing- menn, sem vita engan stað skemmtilegri og fara þangað ár eftir ár í boðsferðir — keypt miða. Þá hefði Vietnamnefndin áreiðanlega fengið milljónina sína fyrir 1. mai, en hefði ekki þurft að rembast við þetta í allt sumar. Bjarni Björnsson." HÖGNI HREKKVISI Högni kemur ekki út í dag. Hann er fúll yfir því að vera aðeins talinn sætur. OPIÐ TIL HÁDEGIS HÝ SENDING AF MARMARALÖMPUM EINNIG NÝ SENDING AF DÖNSKUM VEGGLÖMPUM LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJOS & ORKA Suðurlandsbraut 121 simi 8 44 88 5TJÓRNmÁLA5KÓU 5JÁLF5TÆÐI5FLOKK5IN5 Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins verður haldinn 13. —19. október n.k. Megintilgangur skólans er að veita þátttakendum aukna fræðslu almennt um stjórnmál og stjórnmálastarfsemi. Reynt verður að veita nemendum meiri fræðslu um stjórnmálin en menn eiga kost á daglega og gera þeim grein fyrir bæði hugmyndafræðilegu og starfrænu baksvið stjórnmálanna. Mikilvægur þáttur í skólahaldinu er að þjálfa nemendur i að koma fyrir sig orði og taka þátt i almennum umræðum. Leiðbeinendur og námsskrá verður sem hér segir: Baldur Guðlaugsson ..............Alþjóðamál. Baldvin Tryggvason ..............Skipulag og starfshættir Sjálfstæðisflokksins. Birgir fsl. Gunnarsson og Umræðufundur um Lárus Jónsson byggðaþróun og byggðastefnu Björn Bjarnason ............... Utanríkis- og öryggismál Friðrik Sophusson og Guðni Jónsson Ræðumennska og fundarsköp Guðmundur H Garðarsson og Umræðufundur um verka- Ólafur Jónsson lýðs og atvrek samtök Gunnar Thoroddsen sjálfstæðisstefnuna. Hörður Einarsson............... öm stjórnskipun íslands og stjórnsýslu JónZoégaog Pétur Sveinbjarnarson Almenn félagsstörf Jónas Haralz Stjórn efnahagsmála Már Elisson Landhelgismálið Matthias Bjarnason ............. Stefnumörkun Sjálfstæðis- flokksins i rikisstjórn og stjórnarandstöðu Matthías Jóhannessen .......... Um marxisma og menningu. Markús Örn Antonsson Þáttur fjölmiðla i stjórnmálabaráttunni o.fl Páll Llndal Sveitarstjórnarmál Sigurður Lindal Starfshættir og saga Isl. stjórnmálaflokka Ennfremur verður farið i kynnisferðir i nokkrar stofnanir. Skólinn verður heilsdagsskóli meðan hann stendur yfir frá kl. 9.00—1 8.00 með matar- og kaffihléum. Þeir sem hug hafa á að sækja Stjórnmálaskólann, eru beðnir um að skrá sig sem allra fyrst i sima 17100. 5TJÓRNmÁLA5KÓLI 5JÁLF5TÆÐI5FLOKK5IN5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.