Morgunblaðið - 16.11.1975, Page 3

Morgunblaðið - 16.11.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NOVEMBER 1975 3 29 tslendingar, karlar, konur og börn, hafa látið lffið f umferðinni það sem af er þessu ári. TVeir teknir á yfir 80 km hraða við Elliheimilið Grund LÖGREGLAN f Reykjavfk var við radarmælingar á Hring- braut við EUiheimilið Grund á föstudaginn. 10 ökumenn voru teknir, þar af reyndust 2 vera á yfir 80 km hraða á þessum stað, þar sem umferð gangandi fólks er geysimikil. „Það hefur verið talað um að þegar væri farið að draga úr ökuhraðanum en mað- ur fyllist nú ekki bjartsýni þeg- ar maður heyrir svona tölur,“ sagði Óskar Ólason yfirlög- regluþjónn umferðarmála er Mhl. ræddi við hann f gær. Svo virðist sem heldur hafi dregið úr slysatíðni á allra síð- ustu dögum en þó hafa orðið slys á hverjum einasta sólar- hring. Á föstudagskvöld varð t.d. slys á Vesturlandsvegi við Korpu. Amerísk hjón voru þar á ferð á bíl sínum á töluverðum hraða og óku á hest á veginum. Hesturinn skall fyrst á vélar- hlífina og siðan á framrúðuna sem brotnaði við höggið. Hjón- in skárust bæði mikið í andliti og voru flutt á slysadeild Borg- arspítalans. Bíllinn er stór- skemmdur. Þá varð slys á Bræðraborgar- stfg um hádegisbilið i gær. Bíll ók í veg fyrir pilt á skellinöðru og ók hún á bilinn. Pilturinn hentist af hjólinu og var fluttur á slysadeildina. Eins og fram hefur komið í Mbl. eru banaslysin i umferð- inni það sem af er þessu ári orðin 29 talsins, eða 4 fleiri en nokkru sinni á einu ári. Þar af hafa 5 látizt nú í nóvember. 21 karlmaður hefur látizt og 8 konur. Börn yngri en 12 ára eru fjögur. Á slysadeild Borgarspít- alans hefur Mbl. fengið þær upplýsingar, að þangað hafi verið fluttir yfir 100 slasaðir úr umferðinni fyrstu 15 daga mán- aðarins. Til samanburðar má geta þess, að í janúar öllum slösuðust 102 og 108 í febrúar. 1 september slösuðust hins vegar 181 og 193 i október. Morgunblaðið hafði i gær samband við gjörgæzludeild Borgarspftalans og spurðist fyr- ir um líðan þriggja sjúklinga sem þar liggja þungt haldnir eftir umferðarslys. Það er göm- ul kona úr Keflavík, maður frá Djúpavogi og piltur, sem féll af skellinöðru á Laufásvegi í Reykjavík. Fengust þær upp- lýsingar, að ástand þessa fólks væri óbreytt, það væri allt án meðvitundar. „Viljum eitt skip áviku tilOstende” — segir Walter Schmidt, umboðsmaður íslenzkra fiskiskipa á staðnum Umboðsmaður fslenzkra fiskiskipa í Belgfu, Walter Schmidt er um þessar mundir, staddur á lslandi m.a. til við- ræðna við íslenzka útvegsmenn um örari sölur fslenzkra skipa i Ostende. „Helzt viljum við semja um eitt skip á viku,“ sagði Schmidt, þegar Morgun- blaðið ræddi við hann og bætti við, „en sjálfsagt verða ein- hverjir örðugleikar á þvf, þar sem aflabrögð eru misjöfn eftir árstfmum." Þrjú ár eru nú liðin síðan islenzk fiskiskip hófu fyrst söluferðir til Belgíu. Schmidt hefur annazt afgreiðslu allra skipanna, en sjálfur býr hann skammt frá Cuxhaven í Þýzka- landi. Hann var þá ekki með öllu ókunnugur fslenzkum sjó- mönnum þvi hann komst i kynni við þá strax árið 1950 í Cuxhaven og Bremerhaven. Þá hóf hann að selja Islendingum ýmisskonar varning og þeir eru margir íslendingarnir sem keypt hafa heimilistæki og hús- gögn á hans vegum. Ennfremur var hann hvers manns hjálpar- hella alla tíð og mátti aldrei vamm sitt vita. — Um þessar mundir er verið að auka afkastagetu og bæta aðstöðu fiskvinnslu — og sölu- fyrirtækjanna f Ostende. Sjálf borgaryfirvöldin standa fyrir þessari bættu aðstöðu, enda er aðstaðan öll f eigu borgarinnar, en ekki einstaklinga eins og víða annars staðar. Þá er verið að endurbæta dreifingarkerfið. Sá fiskur sem selzt í Ostende og ekki er hægt að nýta í Belgíu, fer einkum til Þýzkalands eða Frakklands. Við í Ostende bein- um fiskinum inn i Mið- Þýzkaland en þar verður vafa- laust hægt að fá mjög góðan markað og slðan á hinn stóra markað í París, sem er einn sá bezti i Evrópu. Þó nokkurt magn af íslenzkum fiski hefur farið á þann markað, og hefur líkað vel, enda er það ekki vafa- mál að islenzki fiskurinn er einn sá bezti, sem völ er á. Borgaryfirvöld í Ostende Framhald á bls. 46 Walter Schmidt Kanaríeyjar 1975—1976 GRAN CANARIA: Nú eru aðeins laus sæti i eftirtaldar ferðir: Brottför: 20. nóv. 3 vikur 4. des. 2 vikur 25. marz 3 vikur 22. apríl 3 vikur Verðfrá kr. 38 900 TENERIFE: 4. jan 2 vikur 1 8 jan 2 vikur 1 feb 1 9 dagar 1 9 feb 24 dagar 14 marz 3 vikur 4 april 1 8 daaar Allir fara í ferð með ÚTSÝN Sýningar í Kaupmannahöfn Brottfor 2 3 nóv Furmture industry Brottfor 14 feb Scand menswear fair Brottfor 1 3 marz Scand fashion week Brottfor 23 apr Scand gold & silver fair Verð frá kr. 38.300 Frankfurt Hópferð á teppasýningu 1 3. — 1 9. jan. Verð frá Bangkok og Pattaya Ógleymanleg ævintrýaferð Brottför: 1 9. des 1 5. feb. Kenya Brottför: 13. marz Safari og vikudvöl við Costa Del Sol Páskaferð Brottför 14. apríl 1 8 dagar. Skíðaferðir til Lech í Austurríki Brottför 1 5 jan og 7. febr. Verð með gistingu og Vi fæði í 1 5 daga frá kr. 72.800 FERÐASKRIFSTOFAN UTSYN AUSTURSTRÆTI 17 SÍMAR 26611 OG 20100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.