Morgunblaðið - 16.11.1975, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1975
7
Erlendur rithöfundur
skrifaði fyrir nokkru skáld-
sögu, er hann gaf heitið
Fyrirmyndin. í sögunni er
frá þvi sagt, að þremur sér-
fræðingum, sem allir voru
þekktir uppeldisfræðingar,
hafi verið falið að velja sögur
í nýja lestrarbók. Verk þeirra
gekk vel, uns þeir komu að
kafla, sem þeir höfðu gefið
nafnið Fyrirmyndin. Það var
sama, hvar þeir reyndu að
finna sögur, sem að efni til
væru hæfar fyrirmyndir, þá
gátu þeir ekki orðið sam-
mála. Þeir gátu sem sagt
ekki fundið neina þá fyrir-
mynd, sem þeir voru sam-
mála um, að væri nógu sann-
færandi og höfðaði nógu
sterklega til hins jarðneska
lífs í heild. — Hinn heldur
dapurlegi boðskapur bókar
þeirra varð því þessi: Við
verðum að komast af án fyrir-
mynda.
Ef við reyndum þetta sjálf,
— aðfinna hinni upp-
vaxandi kynslóð lífsmynstur
eða fyrirmyndir úr samtíð
okkar eða mannlífinu yfir-
leitt, má búast við, að við
lentum I svipuðum aðstæð-
um og sérfræðingarnir. Það
er örugglega erfitt að finna
þar fyrirmyndir, sem allir
geta örugglega samþykkt.
Hvað boðskap bókarinnar
viðvíkur, heyrum við hann
óneitanlega æ víðar, — að
varast eigi að gefa fyrirmynd-
ir. Við heyrum t.d. prédikað
frjálst uppeldi, börn eigi að
læra af reynslu en ekki fyrir-
myndum.
En hver er afstaða kristins
manns til slíks? Getur maður,
sem er sér meðvitandi um
köllun slna sem kristinn mað-
ur, samsinnt boðskapnum
um líf án fyrirmynda? Er
hann e.t.v. ekki heldurtil
þess fær að finna fyrirmynd,
sem kallar hann til ábyrgðar
og eftirbreytni?
Sjálfsagt munu ýmsirtelja
svo vera í hópi kristinna
manna sé hver höndin upp á
móti annarri og stefnuleysi
heildarinnar ekkert minna en
hinna, sem engan hug hafa á
þvi að kenna sig við Krist.
Slíkt er ekki með öllu rangt,
en hinu getur enginn á móti
mælt, að vegna sameigin-
legrar trúar sinnar hljóta
kristnir menn að eiga glögga
sannfæring um eðli og mark-
mið lífsins, og ég tel alrangt
af þeim að þegja um það.
Yfirleitt er svo, að í því
samfélagi, þarsem stefnu-
leysi og hlutleysi er boðað,
þar verða þær óvenju margar
hinar leitandi sálir, sem vilja
heyra eitthvað frá þeim, sem
þegar hafa fundið það sem
allir leita að, vilja heyra rödd
hins sannfærða manns. Þess
vegna á kristinn maðurað
bera vitni um trú sína, já, um
Krist.
Auðvitað liða kristnir menn
fyrir það ekki síður en aðrir,
að samtíð okkar hefur gert
lítið úr því, sem áður var talið
til andlegra verðmæta og
fyrirmynda. Þvi má hins
vegar ekki gleyma, að lítils-
virðing og sannleikur fara
ekki óhjákvæmilega saman.
Þrátt fyrir háværar full-
yrðingar stendur það því
enn, sem Pétur postuli sagði:
„Kristur eftirlét yður fyrir-
mynd til þess að þér skyld-
uð feta í hans fótspor".
Fyrir-
myndin
Já, ,,í fótspor hans." Það
er líka nafn á bók, mjög
þekktri á sínum tima. Þar
skortirekki kaflann um fyrir-
myndina, þvi að sporin liggja
þaröll til Krists. „í fótspor
hans". Þetta gildir enn í dag.
Mynd Krists á að vera fyrir-
myndin. Jafnvel þótt hún sé
til okkar komin um mann-
legar hendur og túlkuð af
mannlegum vörum og við
sjáum oft ekki nema útlinur
og sterkustu drætti, þá, —
ef á hana er stefnt, þá erum
við á réttri leið.
Kristur Nýja testamentisins
er mjög viðfeðma. Við sjáum
mikilleik hans kannski best í
því, hve erfitt er að lýsa hon-
um í einni málsgrein eða sem
einhverri ákveðinni formúlu.
Við sjáum hinn þögla, lið-
andi Krist. Við sjáum Drottin
kærleikans, sem sinnir mest
þeim hrjáðu og smáðu. Við
sjáum hinn reiða Krist, sem
veltir um borðum vixlaranna
og gagnrýnir faríseana. Við
sjáum hinn skilningsríka,
fyrirgefandi Krist gagnvart
hórseku konunni. Við heyr-
um hann hrópa á aukið rétt-
læti og frið. Við sjáum gleði
hans við brúðkaup og hátiðir
þjóðarinnar. Við sjáum hann
gráta sorgleg örlög. Við sjá-
um hann lækna og hann
kennir i líkingum og dæmi-
sögum. — Og við hverja
slika sýn heyrum við postula
hans segja: „Hann eftirlét
yður fyrirmynd."
Mikill hluti af þvf, sem
Jesús sagði á vegferð sinni
hér, var ekki almennar regl-
ur. Miklu frekar erþar um að
ræða tjáning hugar hans i
samskiptum við einstaklinga
i hinum ólíkustu aðstæðum
lifsins. — Við rika ungling-
inn, en alls ekki við alla,
sagði hann: Far þú og sel
eigur þínar og gef fátækum
og kom siðan og fylg mér.
Stundum lofaði hann hin
miskunnsömu verk, st'undum
kyrrláta heyrendur máls
hans. Hann tók málstað
barnanna og hinna réttlausu,
en einnig skattsvikarans
Zakkeusar og ræningjans á
krossinum.
Þannig sjáum við, hve oft
hann á mót við einstakling-
inn og sérhverjum gefur
hann nýtt lífsmat, nýja byrj-
un til nýrrar lifsafstöðu Og
þeir urðu snortnir af honum,
tóku hann sem fyrirmynd,
fylgdu i fótspor hans sem
nýir menn. — Og þetta
gerist enn í dag, af þvi að hér
er ekki um dauða mynd eða
þurra kenningu að ræða,
heldur lifandi mátt hæfan
sem fyrirmynd jákvæðs lífs
jafnt i einstaklingsbundnum
atvikum sem almennu lífi
þjóða.
Þrátt fyrir það sem hér var
i upphafi sagt, eru líka til
menn, sem telja fyrir-
myndirnarof margar. Þeir
nefna stjörnu poppheimsins,
vísinda og stjórnmála. Slíkar
fyrirmyndir koma og fara,
verða aldrei langlífar, af þvi
að engin þeirra á eilifðina í
sér. Þær gera líka margar
meira ógagn en gagn.
Það er erfitt að finna hæfar
jarðneskarfyrirmyndir. Sér-
fræðingarnir áður nefndu litu
ekki hærra, af því að þeir
áttu ekki trú. Þeir horfðu
niður, einblíndu á jörðina, en
virtust ekki taka með i
reikninginn, að það er einnig
hægt að líta upp og horfa
mót æðra heimi, og aðeins
þaðan er hægt að fá fyrir-
mynd, sem maðurinn vex af.
— Hitt er svo staðreynd, að
allir menn taka sér fyrir-
myndir, vitandi vits eða ekki.
Hvort þær hjálpa manninum
til andlegs vaxtar eða ekki, er
þvi miður ekki alltaf um
spurt. Stundum er það
reyndar svo, að það er eins
og menn þurfi fyrst að brjóta
hinar fölsku fyrirmyndir, svo
að gildi hinnar sönnu verði
þeim Ijóst. Og þá verður út-
koman ætið sú, að óbrot-
gjörn verðuraðeins ein slík
mynd — Jesús Kristur, —
og hann er það af þvi að
hann er æðri en jörðin og
mannlifið, hann er Guðsson-
ur.
,+K ILESENS1IREUESENSII4KUE8ENS ] iRELLESENS ] IHELLESENS
V BATTIRIES J V BATTERIES J V BATTIRIES J V BATTERIES J V BATTERIES>
■H-ELLESENS ÍIHEIÍESENS
V BATTERIES J V BATTERIES >
HELLESENS
.HELLESENS jIHELLESENS
V BATTERIES J V BATTERIES J
.HELLESENS jlHELLESENS j IHELLESENS
V BATTERIES J V BATTERIES J V BATHRIES J
HELLESENS
V BATTERIES J
.HELLESENS
^BATTERIES J
HLAÐIÐ
ORKU....
NÝKOMIÐ
Amerískar kuldaúlpur
stuttar og síðar, allar stærðir.
GEíSIPf
Höfum opnaö
hljómplötudeHd
STÓRFENGLEGT ÚRVAL AF
ÓDÝRUM HLJÓMPLÖTUM OG
CASSETTUM, POP, CLASSIC,
CONTRY MUSIC , JASS O.FL.
VERÐ FRÁ KR. 820.00
%
heimilistæki sf
Hljómplötudeild
Hafnarstræti 3 - 20455.