Morgunblaðið - 16.11.1975, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1975
C
Stuttsfðan er í umsjón Asmundar Jóns-
sonar og Baldurs J. B jldursson.
Eftirfarandi grein um Captain
Beefheart er seinni greinin af
teimur er fjalla um tvo merka
samstarfsmenn. Hin fvrri var
um Frank Zappa og birti Stutt-
sfðan hana 26. 10. 1975.
Captain Beefheart heitir
réttu nafni Don Van Vliet, eftir
hollenzkum málara sem var
uppi á sama tíma og'
Rembrandt. Van Vliet er nú
söngvari og dansari með hljóm-
sveit Frank Zappa og að baki á
hann einn sérstæðasta feril sem
um getur meðal rokk-
tónlistarmanna.
Van Vliet hefur allt til að
bera sem einkennir góða sölu-
vöru. Hann hefur óvenju breitt
raddsvið (4‘A áttund) og
hefur samið mikið af frambæri-
legum lögum og textum. Um-
boðsmenn hafa verið á höttun-
um eftir honum allt frá því
hann byrjaði að syngja (1964)
og lofað honum gulli og græn-
um skógum ef hann vildi 1).
Syngja mýkra og skýrar, 2)
Hlýða og fara eftir lögmálum
markaðarins, 3) Syngja og
semja hreinleg blúslög sem
hægt væri að dansa eftir.
Framanaf tók Van Vliet ekkert
mið af þessum óskum, en
reyndi þó að hafa tónlistina
sem atvinnu. Þetta orsakaði
endalausa árekstra. Verk hans
voru gefin út að honum for-
spurðum, jafnvel mikið breytt.
Tvisvar var hann settur í
skuldafangelsi fyrir að hafa
undirritað samninga sem hann
stóð síðan ekki við. Árið 1968
var hann búinn að gefa upp
tónlistarferilinn og horfinn aft-
ur til náttúrunnar, bjó í litlu
húsi úti á i eyðimörk við lítil
efni. Þá barst honum tilboð,
hann mátti gefa út plötu á veg-
um nýstofnaðs útgáfufyrir-
tækis og ráða algerlega allri
gerð hennar. Hann þekktist
boðið og útkoman varð stórkost-
leg, „Trout Mask Replica" gefin
út af plötufyrirtæki Frank
Zappa, Straight.
Eftir að hann hafði tekið til-
boðinu settist hann niður við
píanó og samdi öll tuttugu og
átta lög platnanna (tvöfalt
albúm) og texfa með, á 8 klst.
en vegna þess hversu flókin lög
Vliets eru og torleikin, tók það
eitt ár að kenna hljóðfæra-
leikurum hljómsveitar hans,
„The Magic Band“, lögin og æfa
Captain Beefheart
þau, jafnvel þó þeir hefðu allir
leikið með honum áður. Þeir
sem hafa heyrt „Trout Mask“
eiga auðvelt með að trúa þessu,
því leikurinn er ótrúlega
flókinn. Við fyrstu áheyrn
virðist enginn taktur vera
finnanlegur, hljóðfæraleikur-
inn rennur saman f eína heild
undir þrumandi rödd Vliets,
hrjúf bassarödd hans drynur í
hátölurunum, tveir gítarleik-
arar spila að því er birðist hver
f sínu horni, bassi og trommur
fléttast síðan inn í og engu
líkara en þeim væri borgað eft-
ir uppmælingu. Eftir að hafa
hlustað nokkrum sinnum fer þó
HERBERT
AF STAB Á NÝ
- ALFA-BETA
HERBERT, sem sagði skilið við
félaga sfna f Pelikan fvrir um
það bil tveimur vikum, hefur
nú stofnað sfna eigin hljóm-
sveit. Að sögn hans verða með
honum f hljómsveitinni nokkr-
ir fyrrverandi mcðlimir hljóm-
sveitarinnar Daggar og eru
þeir: Nikulás Róbertsson á
pfanó, synthesiser, klarínett og
saxófón, Rúnar Þórísson á gftar
og Jóhann Þórisson á bassa.
Aðrir eru Svavar Ellertsson á
trommur, áður var hann í
hljómsveitinni Laufið úr
Hafnarfirði, og Sigurður L.
Jakobsson á saxófón, flautu og
ásláttarhljóðfæri. Sigurður
þessi leikur einnig á nýút-
kominni plötu með hljómsveit-
inni Eik. Herbert mun eðlilega
sjá um alian söng, en nú mun
hann einnig ætla að reyna við
píanóleik. Nafn mun enn ekki
hafa verið valið á hljómsveit-
ina, en það mun eiga að vera
sjö stafa, þvf við þð tölu ð að
vera bundin mikil heppni, að
sögn Herberts.
önnur hljómsveit hóf
nýverið feril sinn og heitir sú
Alfa Beta. Þetta er trfó og það
skipa þeir Guðmundur Haukur
Jónsson, Halldór Olgeirsson og
Atli Viðar Jónsson sem ðður
voru með hljómsveitunum
Roof Tops og Borgfs. Þeir
munu miða framleiðslu sfna
við almennan fslenzkan
markað, þ.e. leika ýmiskonar
vinsæla tónlist, svo sem borð-
tónlist (dinnermusic) polka,
ræla og rokkara. Ætlun þeirra
er að leika ð almennum dans-
leikjum og í smærri sam-
kvæmum.
Bald. J.B.
að koma í ljós kerfisbundin
hrynjandi, sem oftast er haldið
uppi af samspili gítaranna.
Platan seldist lítið vegna þess
hversu tormelt hún var, í
Bandaríkjunum sama sem
ekkert, en í Englandi náði hún
til þröngs hóps tónlistarmanna
og menntamanna og varð
nokkurskonar dýrgripur. Nú er
hún alltaf talin með þegar
nefnd eru „klassfsk" verk á
sviði poptónlistarinnar.
Þegar hipparómantíkin var í
hámarki (Flower Power stefn-
an) hafði Vliet tileinkað sér
lifnaðarhætti sem blómabörnin
prédikuðu fyrir löngu og án
allra ódýrra hjálpartækja (eins
og eiturlyfja), hjá honum var
þetta ekki tímaburrdið tízkufyr-
irbæri, heldur Iffsskoðun,
byggð á rcynslu hans allt frá
barnæsku. Þetta skýrir m.a.
hversu erfitt það hefur verið að
gera hann að söluvöru þrátt
fyrir mikinn þrýsting. I fyrra
átti hann að fara í hljómleika-
ferð til Englands, en þegar til
átti að taka var hann horfinn út
í eyðimörkina til að lifa meðal
dýranna!
Æviferill Van Vliets er
óvenjulegur, en allt sem birzt
hefur eftir hann og hann á að
hafa sagt ber að taka með fyrir-
vara, því eins og áður sagði er
hann orðinn að þjóðsagnaper-
sónu, sem greinahöfundar er-
lendra tónlistárblaða keppast
við að sveipa huliðsblæ furðu-
sagna. Hér á eftir verður reynt
að rekja nokkur sýnishorn af
slíkum furðusögum.
Don Van Vliet fæddist 1941 í
smábænum Glendale í Kalí-
forníu. Foreldrar hans voru
dæmigert millistéttarfólk.
Strax á fimm ára aldri gerði
hann sér grein fyrir því að sam-
félagið, sem hann var fæddur
inn í var óvinur náttúrunnar,
mennirnir voru harðstjórar
sem reyndu á óhugnanlegan
hátt að eyðileggja umhverfið og
meiða blessuð dýrin! I stað þess
að fara í skóla fór hann út í
náttúruna, lærði sitt eigið mál
og gerði skúlptúra af dýrum
landsins og fuglum himinsins!
Eitt sinn er hann var í dýra-
garði Los Angeles hitti hann
frægan myndlistarmann, þeir