Morgunblaðið - 16.11.1975, Side 44

Morgunblaðið - 16.11.1975, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÖVEMBER 1975 Brúður herramannsins Einu sinni var ríkur karl, sem átti stóran herragarð, og silfur átti hann á kistubotninum, en dálítið vantaði hann samt, því hann var ekkjumaður. Einn dag var dóttir nágrannans í vinnu hjá honum. Á hana leist herramanninum reglulega vel, og þar sem foreldrar henn- ar voru fátæk, hélt hann að hann þyrfti ekki annað en rétt að minnast á giftingu við hana, þá mundi hún segja já undir eins. Svo sagði hann við hana, að hann væri nú farinn að hugsa um að gifta sig aftur. „Ja, margt getur mönnum nú dottið í hug,“ sagði stúlkan, hún stóð þarna og hló með sjálfri sér og hugsaði að ekkert hefði þessum gamla ljóta karli getað dott- ið bjánalegra í hug en að fara að gifta sig. ,,Ja, það var nú meiningin, að þú ættir að verða konan mín,“ sagði herramaður- inn. „Nei, þakka yður fyrir. Ekki gæti ég hugsað til þess.“ Herramaðurinn var ekki vanur því að heyra að sér væri neitað, og þeim mun síður, sem hún vildi taka honum, þess æstari varð hann í að fá hana. En þegar ekkert þýddi við hana að tala, þá gefði hann boð eftir föður hennar og sagói honum, að ef hann gæti fengið dótturina til þess að lofast sér, þá skyldi hann gefa honum upp það, sem hann skuldaði hon- um, og þar að auki skyldi hann fá jarð- spildu þá, sem var næst við engjarnar hans. Grœni riddarinn spennum, sem hann bað hann að fá konungsdóttur fyrir kveðju hennar, en ekki mátti konungur opna bókina, og hún ekki heldur, nema hún væri alein. Þegar konungur hafði haldið sigur- veizluna, kom hann heim aftur, og varla var hann kominn inn fyrir dyrnar, fyrr en stjúpdæturnar fóru að nauða á honum um það, sem hann hefði átt að kaupa handa þeim. Konungur fékk þeim það. En dóttir hans sjálfs dró sig í hlé og spurði einskis, og konungur mundi heldur ekki eftir henni. En einu sinni, þegar hann ætlaði út, fór hann í þau föt, sem hann hafði verið í í veizlunni, og um leið og hann fór í vasa sinn eftir vasaklút, rakst hann á bókina. Þá fékk hann dóttur sinni hana og sagði henni, að hann ætti að færa henni þetta ásamt kveðju frá Græna riddaranum, en hún mætti ekki ljúka upp bókinni, fyrr en hún væri orðin ein. Um kvöldið, þegar hún var gengin til herbergis síns, opnaði hún bókina og um leið heyrði hún hljóma svo fagra, að slíkt hafði hún aldrei heyrt, og svo kom Græni riddarinn allt í einu. Hann sagði henni, að bókin hefði þá náttúru, að þegar hún opnaði hana, kæmi hann til hennar, það væri sama hvar hún væri stödd, og þegar hún lokaði bókinni aftur, hyrfi hann líka samstundis. Konungsdóttir leit oft í bókina á kvöld- in, þegar henni leiddist og hún var ein og riddarinn kom þá alltaf til hennar og féll vel á með þeim. En stjúpmóðir hennar var með nefið niðri í öllu, hún hélt endi- lega að einhver væri inni hjá konungs- DRÁTTHAGI BLÝANTURINN MORÖJKi KArr/NU . . . ahha tjú — guð hjálpi mér! Aður en gengið er f hjðna- band ætti að spyrja brúðgum- ann þessarar spurningar: — Ertu viss um, að þú gerir þig ánægðan með að tala við þessa konu þar til þú ert orð- inn gamall? Allt annað er aukaatriði f hjónabandinu. — Nietzsche. X — Þetta bréf er of þungt. Þú verður að bæta við frímerki á það. — Já, en þá verður það enn- þá þyngra. X — Ó, læknir, sagði ung stúlka, sem hafði verið skorin upp við botniangabólgu, held- urðu að örið sjáist? — Það er algerlega undir þér sjálfri komið, ungfrú, svaraði iæknirinn. Brezki kvikmyndaforstjór- inn Anthony Asquith var mjög ómannglöggur og átti erfitt með að muna nöfn — jafnvel góðra kunningja sinna. Hann var eitt sinn að borða kvöld- verð í Savoy-gistihúsinu. Er hann leit upp, sá hann mann, sem hann kannaðist mæta vel við. En hver maðurinn var, það gat hann ekki munað. Asquith stóð á fætur, tók í hönd mannsins og sagði: — Hvernig Ifður þér? Hvar hefurðu verið. Viltu ekki fá þér bita með mér? — Þvf miður, það er ómögu- legt, ég er þjónn hérna. X Dómari nokkur veitti 73 ára gamalli konu skilnað frá manni sfnum, sem var 87 ára gamall. Eiginkonan gaf bónda sínum það að skilnaðarorsök, að hann væri sífellt á eftir öðru kvenfólki. Morðikirkjugarðinum Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi. 35 því um kring er sjálfsagt vís til hvers sem er. — Til dæmis, sagði ég — að lyfta öxi gegn þeim eina manni, sem þekkti leyndarmál hennar. — Ja.. .á, sagði Christer og ef- inn leyndi sér ekki f rómnum. — En hvers vegna einmitt núna... fimm árum eftir að þetta gerðist? A öiium þeim tfma hefði Arne getað sagt hverjum scm heyra vildi þetta leyndarmál. Hugsanir Barböru höfðu her- sýnilega snúizt um hennar einka- mál þvf að allt f einu hrópaði hún upp yfir sig: — Þetta var alveg hærðilegt. Ég held ég þori ekki að hitta hana framar. I sömu andrá kom Tord inn f stofuna og tilkynnti: — Við erum öll boðin til Motandermæðgnanna í dag. Tekla var að hringja og hún bað mig sérstaklega að skila þvf að hún vonaðist eftir því að Barbara og lögregluforinginn vildu koma. — Ja, nú dámar mér ekki? Bar- bara stökk upp af stólnum. — Hún hefur séð eftir þessu! Það var meira en ég hélt hún ætti til. Ég var ekki alveg dús við þessa vendingu og braut heilann um hvort það væri f raun og veru iðrun sem rak hana til. En ég var staðráðin f að reyna að komast í gegnum þetta kvöld á sómasam- legan hátt. En þótt einkennilegt megi virðast varð þetta sam- kvæmi allt öðruvfsi cn ég hafði búizt við — þetta var f fyrsta skipti scm við vorum samvistum við sóknarbörn og nágranna Torfds f svo undur eðlilcgan og þægilegan hátt. Og að það gekk þannig fyrir sig má ugglaust rekja til ýmissa ástæðna. Þvf er ekki að leyna að hin ytri umgjörð skipti töluverðu máli. Motanderhúsið var stórt. virðu- legt og þar réð smekkvfsi f hverjum hlut. Maturinn var Ijúf- fengur og vfnið vel valið. Og f öðru lagi virtist húsfreyjan leggja sig f framkróka við að vera alúðleg og óhemju elskuleg — án þess það væri á nokkurn hátt óþægilegt — gagnvart okkur öll- um og ekki sfzt Barböru Sandell. Það var engu lfkara en hún vildi sýna hinum aðkomnu gestum að það væri einnig til vinsemd og menningarbragur yfir samskipt- um fólks hér f Váslinge. Allir við staddir sýndu og á sér sýna beztu hlið. Faðir minn sagði skemmti- fegar og hressandi endurminn- ingar úr bernsku sinni, kvenfólk- inu tii óblandinnar kæti, Tord var einnig kátur og reifur, Friede- borg sat sem hergnumin við hlið hans og horfði glettnislega og pfnulftið daðurslega á hann. Bar- bara sýr.dí Einari mesta athygli sem fyrr og Christer Wijk gerði að gamni sfnu við Hjördfsi Holm og ég sá að hún brosti og jafnvel hló við hvað eftir annað. Sú eina sem var bæði feimnisleg og þegjandaleg var Susann Motander. Ég reyndi að segja henni að græni kjóllinn hennar væri alveg sérlega fallegur, en hún svaraði aðeins fflulega að móðir hennar hefði valið hann og sfðan dóu þær samræður út af sjálfu sér. Ég varð að samsinna þeirri skoðun Lottu að hún væri ákaflega dauðvflisleg og heldur óspennandi. Hvað Lottu viðkem- ur þá var hún f sfnu fegursta skarti og með hvftt silfurband um hárið og öðru hverju stakk hún upp á alls konar leikjum og full- orðna fólkið tók af ákefð þátt f hugmvndum hcnnar. Við vorum öll létt f skapi þegar við stóðum upp frá kvöldverðar- borðinu og gengum inn f setu- stofuna. Þar stóð veglegur flygill og þegar við höfðum gengið á eftir Tord dálitla stund settist hann og Iék nokkur lög. Hann spilaði Ijómandi vel og vanga- mynd hans scm bar f hlámálaðan vegginn á bak við var ákaflega falleg. Hann þurfti heldur ekki að kvarta undan þvf að ekki væri litið á hann aðdáunaraugum. Hjördfs og Friedeborg horfðu báðar á hann angurværar og með stjörnublik f augum. En þvf var ekki að leyna að bæði Susann og Barbara höfðu einnig einhvern glampa í augum. Og þegar hann hafði lokið leiknum söfnuðust þær allar fjórar að honum. Sfðan bar Susann honum kaffi og móðirin brosti umhyggjusam- lega þegar hún horfði á dóttur sfna, Hjördfs setti tvo sykurmola f boliann hans, Barbara horfði á hann Ijómandi augnaráði og við borð lá að Firedeborg hellti niður kaffinu f ákafa sínum að tjá hon- um hvað þetta hefði verið yndis- legt. — Æ, Tord minn, en hvað þetta var nú dásamlegt! Mér fannst eins og ég svifi f öðrum heimi... þar sem ekkert væri nema blóm og fegurð. Aldrei hef ég heyrt neinn leika Beethoven eins dásamlega og hann Tord. Ég gæti setið árið um hring og bara hlustað. Énda þótt þvf væri ekki að leyna að aðdðun kvenna var ekki ný reynsla fyrir Tord fannst mér sem yfirgengileg hrifning Friede- borgar kæmi óþægilega við hann. — Hvernig væri að biðja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.