Morgunblaðið - 14.12.1975, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.12.1975, Qupperneq 4
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975 UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir. Björg Einarsdóttir. Erna Ragn- arsdóttir og Lilja Ólafsdóttir. Kynfræðsla og fjölskylduáætlun Kynfrœðsla í skólum 1 MAÍ sl. var samþykkt á alþingi frumvarp til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir. Fyrsti kafli frumvarpsins fjallar um ráðgjöf og fræðslu. Sjöunda greinin hljóðar svo: I samráði við fræðsluyfirvöld skal veita fræðslu um kynlíf og siðfræði kynlífsins á skyldu- námsstigi í skólum landsins. Einnig skal veita fræðslu á öðr- um námsstigum. Skólayfirlæknir skal sjá um framkvæmd og uppbyggingu fræðslustarfs skv. þessari grein. Samkvæmt námsskrá skyldu- námsstigsins, útg. 1960 er ekki gert ráð fyrir kennslu um kyn- ferðismál almennt, svo sem samfarir, hvernig barn verður til, getnaðarvarnir né kynsjúk- dóma. Samkvæmt upplýsingum var það undir viðkomandi kennara barnanna komið hve langt þeir kusu að fara út f slík mál, eða hvort þeir gerðu það yfirleitt. Flestir kennarar munu hafa veigrað sér við að fjalla um þessi atriði, enda var það ekki skylda þeirra. Þar sem ný lög hafa nú tekið gildi leituðum við upplýsinga hjá skólayfirlækni Erni Bjarna- syni og spurðum hann, hvernig kynfræðsla f skólum væri fram- kvæmd nú og hvaða breytingar væru fyrirhugaðar. LEIÐBEINIMGAR FYRIR UNGAR STOLKUR Svar skólayfirlæknis: Kenna skal öllum nemendum á skyldunámsstigi almenna heilsufræði og stúlkum auk þess þá þætti heilsufræði, sem konur varðar sérstaklega. í kennslubókum þeim, sem notaðar eru við heilsufræði- kennsluna er fjallað um kyn- þroska, frjóvgun og fóstur, en auk þess er völ ágætra hand- bóka um kyniff, fyrir ýmsa aldursflokka, sem dreift er til skólanna. Auk kennara hafa skólahjúkrunarkonur víða ann- ast fræðslu um kynþroska og frá heilsuverndar- og heilsu- gæslustöðvum er dreift ritling- um um kynþroska og getnaðar- varnir. I lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstur- eyðingar og ófrjósemisaðgerðir er kveðið á um, að veita skuli fræðslu um kynlíf og siðfræði kynlífs, í skólum landsins. Verið er að semja nýtt náms-: efni I líffræði og samfélags- fræði fyrir grunnskólann. Verður kynfræðslan felld inn í þetta námsefni og er gert ráð fyrir sérstöku efni fyrir hvern aldursflokk. Má því vænta, að kynfræðsla í skólum verði aukin á næstu árum og verði þannig stoðum rennt undir þá fræðslu eldri aldursflokka, sem einnig er gert ráð fyrir í nefndum lögum. Framhlið bæklings, sem dreift er til 11—12 ára stúlkna f barnaskól- um. 1 honum eru mjög góðar útskýringar og leiðbeiningar varðandi kynþroskaskeiðið. Engar samsvarandi leiðbeiningar eru til fyrir drengi. Jóna Valgerður Höskuldsdóttir, hjúkrunarfrœðingur: „Heilbrigðisfrœði eru mjög vanrœkt í íslensku skólakerfi •99 Jóna Valgerður Höskulds- dóttir hjúkrunarfræðingur, hvað álítur þú um framkvæmd kynferðis- og kynlffsfræðslu á skyldunámsstigum skóla? Ég álft að það sé um sáralitla og oft enga kennslu í þessum efnum að ræða á skyldunáms- stigum skóla. Þessa skoðun mína byggi ég á sex ára ferli við skólahjúkrun og 8—9 ára kennsluferli í heilsufræði o.fl. f þeim bekkjum, sem við taka að loknu skyldunámi þ.e. núverandi 9. og 10. bekkur gagnfræðastigs. Skoðun mfn einskorðast ekki við að kynferðisfræðsla sé ónóg, heldur eru öll heil- brigðisfræði svo afspyrnu van- rækt f fslenzku skólakerfi að það er mér til stöðugrar undr- unar hve algert sinnuleysi fræðslu- og heilbrigðisstétta er f þessum málum. Ég tel að sumir og stöðugt fleiri kennarar geri góð skil vissum kafla f 6. bekkjar (12 ára) námsefni barnaskóla, sem frjálst er að sleppa, en þá vantar allt eðlilegt framhald. Til þess að heilbrigðisfræðsla megi öðlast þann sess í skóla- kerfinu, sem henni ber þarf að koma inn ákvæði um hana í námsskrá, bækur við hæfi hinna ýmsu aldurshópa, sam- ræming og skipulag kennslu- efnis og vel uppbyggð nám- skeið fyrir kennara og heilsu- gæzlustarfslið skóla, sem yrðu að sinna þessari fræðslu. Fræðslumyndasafn Rfkisins á allgott kvikmyndaefni og hefur boðið útvegun á góðum mynd- ræmum við áhugalitlar undir- tektir. Þeir fáu skólastjórar, sem hafa innleitt heilsufræði f 9. og 10. bekk sem skyldu- eða val- grein eiga skilið virðingu og þökk fyrir framtakið. Kynferðisfræðsla og kynlffs- fræðsla er tvennt skvlt en um margt ólfkt efni. Að mínu viti er til sá mann- afli, sem þarf til þess að sinna hinu fyrrnefnda, ef frambæri- legt kennsluefni væri fyrir hendi og námskeið til samræm- ingar kennslu væru haldin. Hið síðarnefnda tel ég að sé feikilegur vandi að fjalla um svo að vel sé á viðkvæmari aldursskeiðum og ærið íhugun- arefni hvernig hugtakið kyn- lífsfræðsla hefur að mestu skyggt á hugtakið kynferðis- fræðsla i almennum umræðum um þessi mál. Það er ekki aðeins æskilegt heldur nauðsynlegt að kenn- arar og heilsugæzlustarfslið skólanna sinni þessum málum í samvinnu rétt eins og nestis- málunum, því til þessara aðila leita nemendur og foreldrar með sinn vanda og í sam- einingu er hægt að leysa hann. Ráðgjöf um getnaðarvarnir og fjölskylduáætlanir missir marks þegar ráðþiggjendur vita nánast ekkert um lfffæra- og lffeðlisfræði kynjanna. Kynferðisfræðsluna þarf að hefja löngu áður en flest börn hefja skólagöngu eða á aldrin- um 3—6 ára. Þeir sem öðlast eðlilega fræðslu um þessi mál í skólunum geta væntanlega sfðar veitt börnum sfnum við- unandi svör við náttúrulegum spurningum, sem vakna með öllum börnum þegar þau fá fyrst áhuga á upphafi og eðli Iffsins. „Tel brýna nauðsyn á aukinni kynfrœðslu í barna- og unglingaskólum landsins „TEL brýna nauðsyn á aukinni kynfræðslu f barna- og ungl- ingaskólum landsins.** sagði Gunnlaugur Snædal yfirlæknir Fæðingardeildarinnar, þegar við ræddum við hann um kyn- fræðslu í skólum. „Ég álft, að skipta eigi kyn- fræðslunni í skólum i III stig og tel áberandi í umræðum hjá fólki, hvað þessum stigum er ruglað saman, sagði Gunnlaug- ur. A I. stigi kynfræðslunnar, tel ég að kenna eigi almenna líf- færafræði snemma á barnsaldr- inum og ætti sú kennsla að vera í höndum almennra skólakenn- ara. A II. stigi tel ég að hjúkrun- arfræðingar eða læknar ættu að taka við kennslunni. Byrja ætti fyrr en gert hefur verið að fræða börnin um kynþroska- skeiðið. Síðan ætti að kenna 14—16 ára unglingum um líf- eðlisfræði kynlffsins, getnaðar- varnir auk fræðslu um kynsjúk- dóma. III. stigið, sem fjallar um vandamál kynlífsins, tel ég að eigi ekki að koma inn í skóla- kerfið, en vera f höndum sér- menntaðs fólks. Að lokum: Reynslan sýnir, að þörf er á að fólk viti meira um sitt eigið kynlíf, því almennt gætir mikillar vankunnáttu hjá fólki um þessi mál. Slíkt veldur oft seinna erfiðleikum í hjóna- bandi og samlffi. liiiiiii 1 m

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.