Morgunblaðið - 17.12.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975
1.5 millj.
kr. úthlutað
úr Menn-
ingarsjóði
r
Islands og
Finnlands
STJÓRN Menningarsjóðs tslands
og Finnlands kom saman til fund-
ar 1. desember sl. f Helsingfors til
þess að ákveða fyrstu úthlutun
styrkja úr sjððnum. Umsóknar-
frestur var til 30. september sl. og
bárust alls 60 umsóknir, þar af 51
frá Finnlandi og 9 frá tslandi.
Úthlutað var samtals 34.900
finnskum mörkum (1,5 millj.
kr.) og hlutu eftirtaldir umsækj-
endur styrki sem hér segir:
1. Leikfélag Seltjarnarness
6.000 mörk vegna heimsóknar
leikflokks á vegum Bandalags
áhugaleikara í Finnlandi til Is-
lands til að sýna leikritið
„Stúlkan" eftir Walentin
Chorell.
2. Árni Bergmann, blaðamaður,
4.000 mörk til Finnlandsferðar
til að safna efni í greinaflokk
um finnsk menningarmál.
3. Jón úr Vör, rithöfundur, 4.000
mörk til að kynna sér nútíma-
ljóðlist f Finnlandi og á
Álandseyjum.
4. Haukur Ingibergsson, skóla-
stjóri, og Þórir P. Guðjónsson,
kennari, 2.000 mörk hvor
vegna námsferðar til Finn-
lands.
5. Irja-Leena Eriksson, ritstjóri,
2.000 mörk til íslenskunáms
vegna þýðinga á íslensku sjón-
varpsefni.
6. Maj-Lis Holmberg, fil. lic.,
2.500 mörk til að þýða ljóð
eftir Jón úr Vör.
7. Stofnun í norrænum málvís-
indum, Helsingfors, 5.000
mörk vegna námsferðar
stúdenta til Islands sumarið
1976.
8. Dansleikhúsið Raatikko 3.400
mörk til að vinna að dansleik-
sýningu, er ber nafnið „Salka
Valka".
9. Fiðluleikarinn Helena
Lehtela-Mennander 2.000
mörk til að fara tónleikaför til
Islands.
10. Solmu Makelá, sjónhverfinga-
meistari, 2.000 mörk vegna
sýningar á auglýsingaspjöld-
um fjölleikahúsa, hugsanlega í
tengslum við listahátíð í
Reykjavík.
Höfuðstóll sjóðsins er 400.000
finnsk mörk, sem finnska þjóð-
þingið veitti f tilefni af því að
minnst var 1100 ára afmælis
byggðar á Islandi sumarið 1974. I
finnska fjárlagafrumvarpinu
fyrir árið 1976 er gert ráð fyrir
50.000 marka fjárveitingu til að
auka höfuðstól sjóðsins.
Stjórn sjóðsins skipa Ragnar
Mainander, deildarstjóri í finnska
menntamálaráðuneytinu, for-
maður, Juha Peura, fil. mag.,
Kristfn Hallgrímsdóttir, stjórnar-
ráðsfulltrúi, og frú Kristín
Þórarinsdóttir Mántylá, en vara-
maður af finnskri hálfu og ritari
sjóðsstjórnar er Matti Gustafson,
fulltrúi.
Menntamálaráðuneytið
12. desember 1975.
V
Jólaauglýsing nr. 4
seljum allt
jolanangi
■ ■ ■ ■ m
/
á októberverði
/ Kaupgarði bjóöum við viðskiptavinum okkar gleöiíeg jól með
fjölbreyttu úrvali af matvörum á góðu verði
Jólahangikjöt
Nú er jólahangikjötiö komið. Úrvals hangikjöt — eins og það getur
veriö best. Allt hangikjöt er selt á októberverði.
Jólaepli
Sérpökkuð, Ijúffeng jólaepli, beint frá Kaliforníu.
Eplin eru i 3ja Ibs. pokum. Heppileg stærð fyrir gott verö.
Jólabakstur
Ennþá er tími til aö baka fyrir jól! Kaupgaröur hefur á boðstólum
fjölbreytt úrval af bökunarvörum. Meira enn nokkru sinni fyrr.
Gleðileg jól
Kaupgarður óskar viðskiptavinum sínum og fjölskyldum þeirra
gleðilegra jóla, og minnir enn einu sinni á þægindin viö að verzla
fyrri hluta vikunnar. Þá er meira næði til að vanda valið.
Opið:
Föstudag og
laugardag til kl. 22
Kaupgaröur
Smiöjuvegi 9 Kópavogi