Morgunblaðið - 25.03.1976, Page 21

Morgunblaðið - 25.03.1976, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1976 21 lánsfjáráætlunar. er hann hafði lagt svo hart að sér að semja og var.í reynd aðalhöfundur að. Þar var lipurð og ljúfmennska jafn óbrigðul og fyrr, þótt skörðu væri að skipta. Kristinn og fjölskylda hans, gerðist fyrir fáum árum nágranni minnar fjölskyldu. Hugðum við gott til þess nágrennis fram á veginn. En nú er skarð fyrir skildi og leitar hugurinn nú mjög á vit þess heimilis í bæn um þá blessun og heiil, sem veitast má eftir þau ósköp, sem yfir hafa dunið. Kristinn Hallgrímsson var óframhleypinn maður, sem vann sín miklu og ágætu störf í kyrr- þey, en var áhrifameiri til góðs en margir, sem með meiri gný fara. Honum entist ekki aldur til upp- skera þann orðstír, sem hann verðskuldaði. Því ríkari skylda ber okkur til að hafa minningu hans í heiðri. Bjarni Bragi Jónsson. I dag er til moldar borinn Krist- inn Vignir Hallgrímsson hagfræð- ingur. Hann Diddi frændi er dáinn skyndilega, burt kallaður langt um aldur fram aðeins 42 ára að aldri. Máltækið segir að þeir sem guðirnir eiski deyi ungir. Fáum dó'gum áður en Diddi veiktist kom ég í heirfisókn til þeirra hjóna Önnu og Didda, hann var þá i frii frá vinnu sinni í Seðlabankanum, til þess að hjálpa konu sinni og fagna heimkomu litlu dótturinnar er þau hjón eignuðust 16. febrúar s.l. Ég held að eitt mesta gæfuspor Didda hafi verið er hann kvæntist Önnu S. Lorange í desember 1966 í Washington, en hann var þá við störf hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um. Anna og Diddi eiga 3 börn, Pétur 8 ára, Svönu Emelíu bráð- um 3 ára og óskírða dóttur, fædda réttum mánuði áður en faðir hennar deyr og fá nú þau börn ekki að njóta umsjár og um- hyggju ástúðlegs föðurs. Ég þakka Didda allt sem hann hefur gert fyrir mig. Hann var mér eins og stóri bróðir þegar við vorum í Verzlunarskólanum.alltaf hjálpfús, lét mig hafa gamlar bækur, óspar á heilræði og aðstoð fyrir próf enda reynslunni rikari, hafði lokið þessum námsáföngum nokkrum árum undan mér. Aldrei gleymi ég heldur morgunkaffinu á Grundarstign- um sem alltaf var tilbúið handa okkur á heimili Svönu mömmu hans öll skólaárin i Verzlunar- skólanum. Alltaf var Diddi boðinn og bú- inn að hjálpa og aðstoða væri til hans leitað því hann gat ekki neitað neinum um nokkra bón. Hann hjálpaói móður sinni í hennar erfiðu veikindum og dáð- ust margir að hugulsemi hans i hennar garð. Það er trú mín að honum ást- fólgnir vinir sem áður eru farnir undan honum yfir þessa lífs landamæri veiti honum góðar móttökur sem hann á svo vel skilið. Elsku Anna, ég og fjölskylda mín votta þér og þínum okkar dýpstu samúð og bið guðs hönd um að leiða þig í gegnum sorgina þvi ég veit að þú átt góðar endur- minningar um góðan eiginmann og föður. Guð blessi þig og börnin. Erla Hafrún Guðjónsdóttir. Erfitt er að sætta sig við þá staðreynd — í öllum sinum endanleika — að náinn persónu- legur vinur og samstarfsmaður sé á brott kallaður í blóma lífsins, skyndilega og án alls fyrirvara. Eftir er skilin eyða, sem ekkert nær að fylla annað en minning um þá miklu mannkosti, er prýddu vin minn, Kristin Hallgrimsson, sem i dag er til moldar borinn. Kynni okkar hófust árið 1960, er hann réðst til Seðlabanka Is- lands, og veturinn eftir efldust þau kynni til mikilla muna, er við stunduðum nám við sama skóla í London og bjuggum þar í sama húsi. í London lauk Kristinn framhaldsnámi í hagfræði vorið 1961. Að námi loknu stefndi hugur hans til þess að afla sér aukinnar reynslu og þekkingar á alþjóðlegum vettvangi, og eftir störf við Seðlabankann um tveggja ára skeið réðst hann árið 1963 til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington og starfaði þar óslitið í sex ár við hinn ágætasta orðstír eins og vænta mátti og sem mér er kunnugt um af vitnisburði samstarfsmanna hans þar. Hæfi- leikar Kristins leiddu til þess, að árið 1969 fékk bankastjóm Seðla- bankans hann til að snúa heim aftur og taka að sér vandasamt og ábyrgðarmikió starf við stjórn hagfræðideildar bankans. Starfaði Kristinn sem hagfræð- ingur Seðlabankans frá þeim tima þar til yfir lauk. Aðrir munu verða til að bera vitni því frábæra starfi, sem hann þegar hafði unnið þar og sem svo miklar vonir voru bundnar við að héldi áfram. Það fór ekki hjá því, að maður í hans stöðu hefði mikil samskipti við fjármálaráðuneytið, og varð samstarf okkar af þeim sökum mikið að nýju. Mér er full- kunnugt um, hversu mikils störf Kristins voru metin af öllum þar, er við hann áttu samskipti. Það var einmitt við slíkar aðstæður, að leiðir okkar Kristins lágu síðast saman. Asamt ríkis- bókara höfðum við verið að vinna sameiginlega að verkefni, sem síðan skyldi lagt fram á ráðstefnu erlendis, og skyldum við þrír fara þá ferð. Þann dag hafði Kristinn unnið af venjulegri eljusemi og einskis meins kennt sér að því er bezt var vitað. Það varð okkur þeim mun þungbærara að frétta síðar, að einungis örfáum stund- um eftir aðskilnað okkar hefði áfall það dunið yfir, er varð honum að aldurtitla á fáum dögum. Atvikin haga þvi svo, að ekki verður undan því vikist að ljúka erindinu, sem við höfðum hafið undirbúning að, á tilsettum tíma, og verður sárt að vera af þeim sökum fjarstaddur, er hinsta kveðjuathöfn fer fram. Það verður og dapurlegt verkefni að flytja fyrrum starfsfélögum hans erlendum hin hryggilegu tiðindi. Þeim, ekki síður en starfsfélögum Kristins hér heima, voru Ijósir þeir hæfileikar, hin sérstaka sam- starfshæfni og prúðmennska, sem voru einkenni hins horfna vinar okkar og kölluðu fram hlýhug i hans garð hjá öllum, er honum kynntust. Það er þungt áfall í okkar fámenna þjóðfélagi, þegar slíkir hæfileikamenn eru brott kvaddir langt um aldur fram. Sjálfur tel ég mér það hina mestu gæfu að hafanotið vináttu manns með slika eðliskosti, — vináttu sem engan skugga bar á frá fyrstu kynnum. Það varð gæfa Kristins, að á dvalartímanum í Washington kynntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni, Önnu S. Lorange, og gengu þau í hjónaband árið 1966. Varð þeim þriggja barna auðið, sonar og tveggja dætra, og er yngri dóttirin aðeins nokkurra vikna gömul. Heimili þeirra að Víðihvammi 12 i Kópavogi bar vott óvenju samhentri smekkvisi þeirra hjónanna, og gestrisni þeþra var með þeim glæsibrag, að ekki líður þeim úr minni, er nutu. Mér er það fyllilega ljóst, að fátækleg orð mega sín litils gagn- vart þeim missi, sem fjölskylda Kristins stendur frammi fyrir. En auk dýrmætra minninga er hugg- unar og trausts að leita í þeirri stað^eynd, að hann er fjölskyld- unni í raun ekki horfinn, heldur munu eiginleikar hans lifa í börn- unum, sem nú eru að vaxa. Við hjónin vottum fjölskyldu Kristins og vandamönnum öllum okkar dýpstu samúð. Gísli Blöndal. Þegar ménn á miðjum starfs- aldri falla skyndilega í valinn minnir það okkur áþreifanlega á hversu oft er skammt á milli lífs og dauða. Þegar fregnin barst um hið mikla áfall sem Kristinn Hall- grímsson varð fyrir á leið frá vinnu sinni, fyrir aðeins fáum dögum, setti okkur hljóða sem höfðum umgengist hann og hans fólk allt frá barnæsku. Það gat brugðist til beggja vona og svo fór að aðeins fáum dögum síðar, eða hinn 16. þ.m., var hann dáinn. Það verða snögg og mikil umskipti í lífi margra, ekki síst fjölskyldu og nánustu ættmenna, þegar dauð- ann ber svo brátt að garði, lífs- strengurinn brestur á annaskeiði ævinnar. Kristinn Vignir Hallgrímsson eins og hann hét fullu nafni var fæddur í Reykjavik 2. janúar 1934. Foreldrar hans voru þau hjónin Svanborg Sigurðardóttir Bjarnasonar frá Riftúni í Ölfusi og Hallgrimur Pétursson Einars- sonar frá Hesteyri í Jökulfjörð- um. Svanborg lést fyrir rúmum tveimur árum en Hallgrimur lifir konu sína og yngri son. Kristinn ólst upp ásamt eldri bróður sínum, Sverri, i foreldra- húsum, en á uppvaxtarárum þeirra mátti telja foreldrahúsin algengt sjómannaheimili hér í bæ. Faðirinn var að jafnaði lang- dvölum að heiman við skyldu- störfin á sjónum, kyndari á kola- kyntu botnvörpuskipunum framan af og siðar vélstjóri á sömu skipum. Öll styrjaldarárin hin siðari sigldi hann með fisk- björgina til striðandi Englend- inga. A móðurinni hvildu þvi ár- um saman hin daglegu húsbónda- störf á heimilinu auk húsmóður- starfanna eins og þessi störf voru skilgreind i þá tíð og ekki ailtaf gengið áhyggjulaust til hvílu. Kristinn átti við nokkra van- heilsu að búa um tima á sínum barnsárum en með góðri umönn- un foreldra og lækna komst hann aftur til fullrar heilsu. Að loknu barna- og unglinganámi hóf Krist- inn nám i Verslunarskóla Islands árið 1949 en hann var þá helstur skóla til meiriháttar framhalds- menntunar á þeim árum utan menntaskólannatveggja í Reykja- vík og á Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskól- anum 1955. Fór hann síðan til framhaldsnáms i Bandarikjunum og lauk þar BA prófi i hagfræði 1957 og áfram til enn frekara náms hélt hann til Englands og laukþar meistaraprófi árið 1959. Kristinn hóf svo störf hjá Seðla- bankanum 1960, fór til alþjóða- gjaldeyrissjóðsins i Bandarikj- unum 1963 og kom svo aftur heim 1969 og tekur við stjórn hagfræði- deildar Seðlabankans og starfaði þar til dauðadags. Hér er aðeins stiklað á helstu atriðunum i náms- og atvinnubraut Kristins þar sem aðrir munu gera þeim þáttum nánari skil. Þvi vil ég þó við bæta að á skólaárunum vann hann all- mörg sumur hjá Rafmagnsveitum ríkisins, i söludeild, og skilaði þar góðum verkum og góðri viðkynn- ingu eins og hans var von og visa. Kristinn fékk gott veganesti úr foreldrahúsum. Þar var ávallt gestkvæmt og rausn mikil í hvi- vetna og þar var öllum gert jafn- hátt undir höfði, hvort sem um- komulitlir töldust eða áttu eitt- hvað af veraldargæðum þessa heims, eins og það er kallað. Sem mest samneyti við samferðafólkið átti hug þeirra. Við hjónin ásamt öðru vensla- og kunningjafólki áttum þar marga ánægju- og gleðistundina með Svanborgu og Hallgrimi ásamt sonum þeirra. Þessari lexiu mun Kristinn ekki hafa gleymt frekar en öðrum sem hann nam i æsku. Hann var mjög félagslyndur og einstaklega tryggur sinni fjölskyldu og félög- um, hjálpsamur og nærgætinn i hvivetna. Hann átti mjög gott með að umgangast fólk enda ávallt hýr og þægilegur í viðmóti, öllum leið vel í návist hans. Hann eignaðist samstæðan hóp góðra félaga á skólaárum sínum, hóp sem bast þeim tryggða- böndum að enda þótt persónu- iegar aðstæður tækju breytingum f lífi þeirra og fjarlægðin skildi þá að um lengri eða skemmri tíma höfðu þeir ekki fyrr náð saman á ný en vináttan var endurnýjuð. Það var hist eina kvöldstund og skrafað fram á nætur, eða farið í eina helgarferð til veiða við vatn eða á, til þess að njóta islenskrar náttúru og útivistar og fá hvíld frá daglegum erli og önnum starfsins en kannski ekki hvað síst að eiga góðar stundir með góðum félögum. Þessa félaga sína mat hann mikils og ræddi oft um þá sér í lagi þegar léttara hjal bar á góma, en nú verður rúmið hans Kristins autt, þar sem víða annarsst aðar. En Kristinn var jafnframt alvörumaður þegar því var að skipta og bjó yfir þeirri skapfestu sem starf hans og lifsákvarðanir mótuðust af, en þar sem i öðru var ekki rasað um ráð fram. Arið 1966 giftist Kristinn eftir- lifandi konu sinni, Önnu Lorange. Attu þau þrjú börn, Pétur f. 12. jan. 1968, Svönu Emelíu f. 13. júní 1973 og óskírt stúlkubarn sem fæddist 16. febr. s.l. eða rétt- um mánuði áður en faðirinn lést. Kristinn átti son áður en hann giftist, Bernódus f. 11. ágúst, 1963. Ég held að ekki sé ofsögum sagt að Kristni hafi verið einstak- lega annt um sitt heimili enda sérlega heimiliskær og barngóð- ur. Þá lét hann sér mjög annt um föður sinn og tengdaforeldra ásamt öðru nánú skyldfólki. A nú margur góðs drengs að sakna. Eg hitti Kristin síðast daginn sem litla dóttirin fæddist, 16. febr. s.l., að áliðnum starfsdegi og var hann þá óvenju hýr i bragði þegar hann sagði mér frá litlu stúlkunni og hve þeim móður og barni heils- aðist vel. Eg þrýsti hönd hans með góðum óskum og kveðju til konu hans, en ekki hvarflaði að mér þá að þetta væri okkar siðasta hand- tak i þessu lifi. Við hjónin og börn okkar sendum Önnu, börnum hennar og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guðjón Guðmundsson. Við fráfall Kristins Hallgríms- sonar hefur orðið skarð fyrir skildi meðal vina þeirra hjóna og í hópi islenzkra hagfræðinga. Mestur er þó missir eiginkonu hans og barna, sem svo snögglega hafa verið svipt ástúð hans og umhyggju. Kynni okkar Kristins hófust árið 1966, er ég gerðist samstarfs- maður hans við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn í Washington D.C. Er hann stuttu siðar kvæntist eftir- lifandi eiginkonu sinni, Önnu Lorange, varð sú vinátta með okk- ur hjónum, sem eflzt hefur æ síðan. A liðnu sumri áttum við ásamt börnum okkar minnisstæð- ar samverustundir við veiðar og náttúruskoðun nórður á Strönd- um, og var stefnt að endurtekn- ingu þeirrar farar á sumri kom- anda. En enginn ræður sinum næturstað. I starfi sinu við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn og síðar sem hag- fræðingur Seðlabanka íslands vann Kristinn sér verðskuldað traust. Hann hafði aflað sér góðr- ar menntunar í hagfræði við há- skóla vestan hafs og í Bretlandi og gekk að störfum sínum með ábyrgðartilfinningu, nákvæmni og vinnugleði. Hans biðu mikil verkefni á sviði íslenzkra efna- hagsmála og mun hans því mjög saknað af starfsbræðrum í stétt hagfræðinga. Orð mega sín litils við sviplegt fráfall eiginmanns og föður i blóma lífsins. Fyrir hönd fjöl- skyldu minnar færi ég Kristni þakkir fyrir samfylgdina og bið eiginkonu hans og börnum bless- unar guðs. Gunnar Tómasson. Fáein minningarorð. Kristinn Vignir Hallgrimsson hagfræðingur fæddist i Reykjavik 2. janúar 1934, sonur hjónanna Svanborgar Sigurðardóttur og Hallgríms Péturssonar vélstjóra. A æskuárum átti hann við nokkra vanheilsu að stríða, sem kann að hafa átt sinn þátt i, að hann kaus sér fremur langskólanám en önnur verkefni. Kristinn sótti nám í Verzlunarskóla íslands og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1955. Um þær mundir mun hann hafa verið töluvert óráðinn um framhald, erida voru fjárráð af skornum skammti, en hugurinn stefndi helzt að námi erlendis. Þá bar svo til, að honum bauðst námsstyrkur i Bandaríkjunum, og haustið 1955 hélt hann vestur um haf og hóf hagfræðinám við College, þar sem hann lauk B. A. pröfi 1957. Þaðan lá svo leið hans austur um haf til framhaldsnáms í hinum kunna hagfræðisköla Breta, The London School of Economics and Political Science. Þar lauk Kristinn meistaraprófi í hágfræði árið 1961. Að prófi loknu kom hann heim og hóf störf í Seðlabankanum, en átti þar skamma dvöl að sinni og hvarf aftur til Bandaríkjanna. Þar starfaði hann nokkur ár hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og lágu þá leiðir hans víða á vegum þeirrar umfangsmiklu stofnunar. Eftir nokkur ár hvarf hann þó heim á ný og tók upp fyrri störf sin sem hagfræðingur hjá Seðla- bankanum árið 1969. Þar starfaði Kristinn svo, unz hann hneig niður við störf sín meðvitundar- laus. Var hann fluttur í sjúkra- hús, þar sem hann andaðist fáum dögum síðar, hinn 16. marz. Bana- meinið var heilai)læðing. A siðari dvalarárum sínum í Ameríku kynntist Kristinn hljóð- látri ágætiskonu, Önnu Lorange, dóttur Aage Lorange hljómlistar- manns, sem síðar varð eiginkona hans. Attu þau þrjú börn, og var hið yngsta þeirra aðeins mánaðar- gamalt, þegar faðir þess féll í valinn. Aður en Kristinn kvæntist eignaðist hann son, sem nú er tólf ára. Starfsferill Kristins lá svo fjarri mínum verkahring, að ég hætti mér ekki út á þann hála ís að rekja störf hans eða meta þau. Aðrir mér fróðari í þeim efnum verða nú að leiðarlokum væntan- lega til þess að gera þeim gleggri skil en ég fengi gert. Ég þykist þó vita, að hann hafi verið prýðilega menntur á sínu sviði og gengið að starfi með kunnáttu, velvilja og áhuga. Kynni okkar, sem vorum nokkuð tengdir, þar sem ’konan min er móðursystir hans, hófust þó í rauninni á háskólaárum hans f London. Ég átti þar nokkurra vikna dvöl um þær mundir. Báðir vorum við útlendingar í stórborg- inni, þekktum fáa og leituðum þá gjarna hvor á annars fund, þegar á milli varð frá brýnni viðfangs- efnum. A síðkvöldum og sunnu- dögum reikuðum við um götur og söfn borgarinnar, skoðuðum merkar byggingar og aðrar sögu- minjar, rifjuðum upp, eins og kunnáttan hrökk til, liðna atburði, sem þeim voru tengdir, og sumir höfðu átt drjúgan þátt í örlögum og gengi brezku þjóðar- innar. Þess á milli litum við inn á veitingastaði og virtum fyrir okkur ólgandi mannhafið, sem rann eins og straumur framhjá með öllu sínu bjástri og ákafa. Þótt kynni og vinátta héldist með okkur alla tið, fækkaði þó heldur fundum, þegar heim kom, og báð- ir höfðu sínu að sinna á fjarlæg- um starfsvettvangi. En nú hafa leiðir skilizt að fullu. Aldrei framar munum við reika um hljóða glæsisali British Museum, skuggalega turna og byggingar í Tower eða lesa bókmenntasögu á legsteinana í Westminster. Lokið er setu yfir glasi á hljóðlátéi kvöldstund, þar sem þráttað var um nauðsyn eða áhrif síðustu gengisfellingar og önnur viðbrögð fjármálalifsins. Eftir er aðeins að kveðja, og við Sigrún vottum eiginkonu Kristins, börnum, öldruðum föður og öðrum aðstandendum van- megna samúð, er þau hafa skjót- lega verið slegin svo þungu höggi. Haraldur Sigurðsson. Framhald á næstu síðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.