Morgunblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1976
Fréttin um alvarleg veikindi
hans og lát tæpri viku síðar
varð samstarfsfólkinu sem reiðar-
slag. Hvern gat órað fyrír því, að
hann, sem kvaddi hress í vikunni
áður, skyldi klukkustund siðar
kominn á sjúkrahús, þaðan sem
hann átti ekki afturkvæmt?
Dauðinn er furðuleg ráðgáta,
sem mönnum gengur illa að
skilja. Öskiljanlegastur þó, þegar
fólk í blóma lífsins er hrifið burt
frá mikilvægu hlutverki. Kristinn
hafði sannarlega mikilvægu hlut-
verki að gegna bæði í starfi og á
heimili sinu.
Stofnunin, sem hann helgaði
krafta sina, hefur misst mikinn
hæfileikamann, það vissu allir,
sem með honum störfuðu, en
söknuðurinn verður enn sárari,
þegar á bak verður að sjá miklum
mannkostamanni, sem öllum þötti
vænt um, er honum kynntust.
Kristinn var einstaklega þægi-
legur í viðmóti, vakandi og áhuga-
samur, og sanngjarn í dómum.
Hér eiga einungis bestu lýsingar-
orð við, um það erum við öll sam-
mála.
A heimilinu áttu þau hjónin
eftir að ala upp þrjú ung börn,
þar af eitt aðeins nokkurra vikna
gamalt. Þar er stört skarð fyrir
skíldi.
Margur fær margt að reyna i
lífinu, en hversu þungbært er
ekki að missa góðan eiginmann og
föður, sem gat átt hálfa ævina
framundan. Minningin um góðan
dreng verður þeim þö mikill
styrkur. Oskum við þeim alls
velfarnaðar á komandi árum.
Samstarfsfólk f
Seðlabankanum.
Marmir rinn í aldurs hlóma
undi sa ll \ió ulaöan hau.
hráll þá fr«*«nin hovróisl liljóma
llriil í w«*r. »*n nár í dau- —
Ó. h\i* K«‘lur undra skjótl
yfirskyujíl hin dimmanóll.
Þann 16. febrúar s.l. fæddist
hjónunum Önnu Lorange og
Kristni Hallgrimssyni dóttir.
Þrátt fyrir erfiða fæðingu heilsað-
ist móður og dóttur vel. Svana
Kmelía .'Ija ára og Fétur 8 ára biðu
með óþreyju eftir, að mamma
kæmi heim með litlu systur.
Anna kom heim 25. febrúar og
ákvað Kiddi að vera heima í viku
henni til aðstoðar. Við vinkonur
(innu og Kidda öíunduðum hana
alltaf af þeirri einstöku natni.
sem Kiddi sýndi börnunum og
henni í sainbandi við allt heimilis-
hald og vissum allar, að hann átti
ekki sinn lika, hvað það snerti.
Þann 9. marz barði sorgín að
dyrum á þessu einstaklega hlýja
heimili, þegar Kiddi, vinur minn
og skólabróðir, fékk heilablóðfall.
Lá hann meðvitundarlaus, unz
hann lézt þann 16. marz.
Leiðir okkar Kidda lágu saman
úr Austurbæjarbarnaskólanum,
þangað til að loknu stúdentsprófi
úr Verzlunarskólanum 1955.
Kiddi fór til náms í hagfræði
við Dartmouth háskólann í U.S.A.
og siðan til London School of
Economics. Að námi loknu vann
hann í Seðlabanka Islands, þar til
hann hóf starf við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn í Washington D.C.
árið 1963.
Eg var þá þegar búsett í
Washington og styrktist þá vin-
átta okkar, jafnframt því sem
eiginmaður minn og Kiddi bund-
ust sterkum vináttuböndum. Þá
var oft glatt á hjalla og naut Kiddi
mikilla vinsælda meðal allra land-
anna og eignaðist marga trausta
vini, sem nú ásamt okkur trega
hann og samhryggjást Önnu,
Ixirnunum og eftirlifandi föður
hans, Hallgrimi Féturssyni, vél-
stjóra.
Anna og Kiddi kynntust á 17.
júní hátíð í New York 1966, en
Anna vann hjá Loftleiðum i New
York. Þau giftu sig 17. desember
1966 í Washington og var
Phi) svaramaður taugaóstyrks
brúðguma. Við skáluöum fyrir ný-
giftu hjónunum i kampavini á
okkar heimili, áður en Kiddi bauð
öllum vinum sínum til veizlu á
bezta matsölustað borgarinnar.
Slík var hans rausn. Brá hann
aldrei frá þeirri venju.
Þau hjónin bjuggu sín fyrstu
hjúskaparár í Washington og þar
fæddist Fétur í janúar 1968. Þau
voru vinamörg og tóku á móti
gestum sínum með sérstakri
hlýju, sem einungis hamingjusöm
og samstæð hjón geta gert.
Þau fluttust heim 1969, er
Kiddi hóf aftur vinnu við Seðla-
banka Islands, þar sem hann vann
til dauðadags.
Við áttum margar ánægjulegar
samverustundir með okkar kæru
vinum, Önnu og Kidda, bæði
vestanhafs og heima á Islandi og
síðast hitti ég þau um jólin i
vetur, kát og hress. Við ræddum
um fyrirhugað sumarferðalag
ásamt fleiri vinum. Þann 17.
desember héldum við upp á 9 ára
brúðkaupsafmæli þeirra. Hvern
skyldi hafa grunað, að þau yrðu
ekki fleiri?
Anna min. Við vottum þér,
börnunum og Ilallgrími tengda-
föður þínum okkar innilegustu
samúð.
I dag er jarðsunginn merkur
íslendingur, Kristinn Vignir
Hallgrimsson hagfræðingur.
Hann lést aðeins42 ára að aldri.
Eg kynntist Kristni sumarið
1972, er ég var ráðinn til starfa
við hagfræðideild Seðlabanka Is-
lands, sem hann veittí forstöðu.
Kynni okkar vöruðu því þrjú og
hálft ár. Eg hafði verið búsettur
erlendis rúman áratug og reynsla
min af íslenskum efnahagsmálum
var harla lítil. Það vildi mér til
happs að leiðir okkar Kristins
lágu saman og ég fékk að njóta
leiðsagnar hans. Krístinn hafði
yndi af því að rökræða hagfræði-
leg vandamál og ræddi oft
klukkutímum saman um ólíkleg-
ustu efni við áhugasama við-
madendur. Hann var þolinmöður
húsbóndi og jafnan rejðubúinn að
svara fávísum spurningum án
þess að lítillækka spyrjandann.
Kristinn var ágætlega að sér í
fræðilegri hagfræði, enda
menntaður í Bretlandi og í Banda-
ríkjunum að viðfrægum lærdóms-
setrum. En fræðilegar vanga-
veltur áttu ekki hug hans. Fræðin
höfðu aðeins það hlutverk að
bæta skilninginn á efnahagsrfiál-
um líðandi stundar. Fáa hagfræð-
inga hef ég heyrt blanda svo leik-
andi létt saman fræðunum og
raunhæfum vandamálum. Við
þetta bættist, að þekking Kristins
á smáatriðum íslenskra efnahags-
mála var geysilega víðtæk. Hann
gerþekkti stofnanir athafnalífs-
ins og umgerð þeirra.
I umræðum, sem oft snerust um
stjórnmál, tók Kristinn afstöðu af
fullkominni sanngirni til hug-
mynda og tillagna um efnahags-
mál hvaðan úr flokki, sem þær
komu. Flokkspólitískar skoðanir
lét hann aldrei uppi. Hann var þó
augljóslega frjálslyndur lýðræðis-
sinni, hafði samúð með Iítil-
magnanum, en mál hans mótaðist
fyrst og fremst af viðhorfum hag-
fræðings í meginkvísl hins engil-
saxneska skóla.
Er tímar liðu setti ég mér þá
reglu að leita sem oftast ráða hjá
Kristni um verkefni, sem ég vann
utan bankans. Ráð hans voru
jafnan góð, og sú var reynsla mín,
að hugsanaskekkjur og stað-
reyndabrengl færu ekki framhjá
honum. Oft furðaði ég mig á þyí,
hvernig hann á augabragði sá vill-
ur í verkefnum, sem ég hafði
legið yfir dögum saman.
Kristinn var jafnan þýður i við-
möti. Aldrei heyrði ég hann reisa
rödd sína i reiði, en hann hló
mikið og hlátur hans var hár og
snjallur. Hann dreifði um sig
glaðværð. Kristinn var viðkvæm-
ur i lund, dulur og jafnvel
feiminn. Enda þótt frá honum
kæmi stöðugur straumur af
skýrslum og greinargerðum, voru
það nafnlaus skrif embættis-
mannsins. Kristinn kom lítið fram
opinberlega og skrifaði ekki í
blöð. Hann var því ekki þjóðkunn-
ur maður eins og margir af okkar
færustu hagfræðingum. Samt var
hann jafnoki þeirra allra. Eftir á
að hyggja finnst mér hann hafa
verið montlausastur allra manna.
Ekkert var fjær honum en stæra
sig áf mikilli þekkingu og
reynslu. Hann ræddi aldrei að
fyrra bragði um námsferil sinn
eða mikil ábyrgðarstörf, sem
hann um árabil vann hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum í Washington.
Um þau mál tókst mér aðeins að
toga upp nokkur orð. Hann sneri
ræðunni jafnan aftur að raunhæf-
um vandamálum líðandi stundar.
Ég mun ávallt búa að árunum,
sem ég var í læri hjá Kristni. Og
þar er ég ekki einn. Hann þjálfaði
og leiðbeindi fjölmörgum ungum
hagfræðingum í Seðlabankanum
og miðlaði starfsbræðrum i öðrum
stofnunum af þekkingu sinni.
Arfur hans er góður.
Kristinn Vignir Hallgrímsson
er horfinn okkur. Eftir lifir minn-
ingin um merkan Islending. Ég
votta konu hans, ungum börnum,
öðrum ættingjum og vinum ein-
læga samúð mína.
Þráinn Eggertsson.
kennari —
Fæddur 9.5 1899.
Dáinn 16.3 1976.
Þegar stundin er komin berst
kallið að ofan. Hér skal staðar
numið og vegferð lokið. Þér er
hvildar þörf. Mál er að erfiði
dagsins linni. Og ekki þýðir að
deila við dómarann. Hans er
valdið, mátturinn og dýrðin. Þar
kemur engin áfrýjun til æðra
dóms til greina. Það er og að
sjálfsögðu öllum affarasælast.
i dag kveðjum við traustan og
góðan dreng hinstu kveðju. Hann
hefur gegnt kallinu, sem fyrr eða
siðar berst hverjum einstökum,
óumflýjanlega en iðulega óvænt.
Hann hefur að fullu greitt skuld
sína við lífið.
Jóhann Þorsteinsson, Suður-
götu 15, Hafnarfirði, er okkur
horfinn af vettvangi dagsíns í
þessum bæ og úr þessari tilveru.
Hann var eljumaður mikill, si-
vinnandi og lagði gjörva hönd á
margt. Kennari var hann glöggur
og góður, vandvirkur og skýr í
framsetningu, vel metinn og virt-
ur af nemendum sínum. Flýtti för
þeirra og greiddi götu fúslega í
gegnum frumskóg talnanna.
Hann naut og trúnaðar þeirra og
virðingar. Hann var einnig skrif-
stofumaður ágætur, vann við
skattamál um skeið og fórst það
vel úr hendi, samviskusamur, ná-
kvæmur og öruggur um meðferð
talna. Hann var formaður Bygg-
ingafélags alþýðu hér í bæ um
nokkur ár svo og formaður stjórn-
ar Kaupfélags Hafnfirðinga um
skeið. i þessum störfum, sem
annars staðar, og sem félagi í ýms-
um öðrum félögum, ávann hann
sér óskoraðs trausts og viður-
kenningar fyrir góða yfirsýn,
dugnað og skyldurækni.
Frá árinu 1958 til ársloka 1966
var Jóhann forstjóri Elli- og
hjúkrunarheimilisins Sólvangs.
Því starfi gegndi hann af ein-
stakri alúð og naut vinsældar.
Hann vildi veg Sólvangs sem
mestan og lagði sig allan fram um
heill og hag þeirrar stofnunar.
Átti mikinn þátt i tillögum að
nýjum byggingum á Sólvangs-
svæðinu og hafði leitað eftir úr-
ræðum um lán til framkvæmda og
það með góðum árangri. En til
framkvæmda kom því miður ekki.
Það féll Jóhanni þungt. Vegna
heilsubrests að nokkru lét Jóhann
af forstjórastarfi fyrr en skyldi.
En ekki var sest um kyrrt. Áhuga-
málin kölluðu á störf og verkefni
voru nóg. Einkum vildi hann
greiða götu hinna öldruðu. Að
hans tilhlutan var Styrktarfélag
aldraðra í Hafnarfirði stofnað. Að
vexti þess og viðgangi vann hann
ósleitilega fram á hinstu stund.
Félagið studdi áform um bygg-
ingar fyrir aldraða við Álfaskeið.
Nú fyrir skömmu var hafist
handa um undirbúning að bygg-
ingu húsa þar. Mér býður 1 grun,
að Jóhann hafi fagnað þeirri
framkvæmd. Gamall draumur var
að verða að veruleika, betra er
seint en aldrei.
Við Jóhann áttum ýmis sam-
skipti um árabil á mörgum vett-
vöngum. Hann reyndi ég aldrei
nema að góðu. Þar fór maður sem
vildi vel og vann af heilindum að
Kveðja frá félögum.
Ávallt mun verða bjart yfir
minningunni um hinn góða
dreng, hún verður aldrei frá
okkur tekin. Kiddi var vinsæll af
öllum, sem til hans þekktu, hvort
heldur var að störfum eða leik.
Hann var maður lífsgleðinnar og
naut lífsins, hvar sem hann var.
Áræðinn og úrræðagóður er tek-
ist var á við vandamálin enda var
honum gefin þolinmæði og þraut-
seigja í ríkum mæli. Ósérhlífni
hans og hjálpsemi voru ef til vill
þeir eiginleikar hans, sem mest
máttu sin í daglegum önnum. Það
var því gott að eiga Kidda að
félaga og vini. Sá félagsskapur
hefur staðið allt frá æsku og
stendur enn. Það er félagsskapur,
sem við mátum meir eftir því sem
árin liðu.
Þó að Kiddi hafi verið dæmi-
gerður Reykvíkingur naut hann
þess i ríkum mæli að hverfa á vit
Minning
hverju þvi sem að var stefnt og
mátti í engu vamm sitt vita. Hann
var af traustu bergi brotinn. Syst-
kinum hans nokkrum kynntist ég.
Þau báru öll einkenni hreinskipti
og samviskusemi. Börnin frá
Berustöðum báru vitni góðu
heimili, gegnum foreldrum, er
ólu börn sín upp í góðum siðum
og guðstrú og í virðingu á gildi
hinna gömlu dyggða, vinnusemi,
samviskusemi og sparneytni þjóð-
inni og hverjum einstökum til far-
sældar.
Hér verður ekki skráður ævi-
ferill Jóhanns Þorsteinssonar,
það munu aðrir hæfari gera, en
þessum línum er fyrst og fremst
ætlað það hlutverk að færa fram
þakkir frá Sólvangi fyrir störf
hans þar sem forstjóra, það sem
hann var og vann þeirri stofnun.
Þar naut hann óskoraðrar virð-
ingar allra er hann hafði sam-
skipti við. Samstarfsfólk mat
hann mikils. Vistfólk taldi sínum
málum vel borgið i hans höndum,
enda vildi hann allt fyrir það gera .
og hlífði sér hvergi. Það fann hald
og traust i návist hans og Sól-
vangur átti í sannleika hug hans
allan. En þess má hér og geta, að
hann naut góðrar aðstoðar eigin-
konu sinnar, frú Ástríðar, er með
honum vann hér á Sólvangi. Sam-
starf þeirra var með miklum
ágætum. Þar studdi hönd hendi
og hugur hug eins og best var á
kosið.
Starfa þeirra beggja að Sól-
vangi er því gott að minnast fyrir
þá, er þeirra naut eða gerðu sér
grein fyrir gildi þeirra. Yfir þeim
hvíldi birta vorsins, sem gleður og
visar leiðina til þroska og birt-
unnar, er bíður að tjaldabaki.
Persónulega fagna ég kynnum
minum af Jóhanni Þorsteinssyni.
Þar fór athyglisverður og sérstak-
ur persónuleiki. Hafði sína sann-
færingu og fylgdi henni af festu
og öryggi. Vildi sigur hins sanna
og þroskavænlega. Unni frelsi,
jafnrétti og viturlegri stjórn, er
efldi almannaheill. Hlýddi boð-
orðum skyldunnar og greiddi
götu þeirra, sem til hans leituðu
af vinsemd og velvilja.
Jóhann var þvi að verðleikum
mikils metinn í sinum bæ og af
öllum þeim er kost áttu að kynn-
ast honum.
Ég votta eiginkonu hans, börn-
náttúrunnar og voru ef til vill
bestu stundir hans ferðalög og
útivera. Hann var góður laxveiði-
maður og ófáar voru þær stundir
sem hann eyddi í hvíld og ró með
fjölskyldu sinni og tengdafólki að
Þúfukoti í Kjós.
Þeir, sem höfðu samskipti við
Kristin V. Hallgrímsson, hagfræð-
ing Seðlabankans, hafa við fráfall
hans misst mikið og því meir sem
þau samskipti voru nánari. Við
félagar hans frá æsku söknum
vinar og sérstaks mannkosta-
manns. Aldraður faðir, sem naut
þess að fá drenginn sinn með
börnin í heimsókn. Börnin hans
ung sakna föðurins, sem hafði svo
mikið að gefa og eiginkonan ást-
ríks og umhyggjusams eigin-
manns.
Við félagarnir vottum fjöl-
skyldu hans, eiginkonu og börn-
um, föður og öllum ættingjum og
vinum samúð okkar og söknuð.
um, barnabörnum og tengdabörn-
um, mina dýpstu samúð. Þau hafa
mikið misst. En þau eiga lika
mikið, sem er minning um mann-
inn, sem óhvikull erjaði á akrin-
um uns kallið kom. Og yfir henni
er heiði og fegurð, sem enginn frá
þeim tekur.
Ég kveð fyrrum forstjóra Sól-
vangs með þökk fyrir kynnin og
árna honum fararheilla yfir á ný
svið, þar sem vinir bíða í varpa og
bjóða hann velkominn opnum
örmum til þess meira að starfa
guðs um geim.
Eirfkur Pálsson
frá Ölduhrygg.
t dag verður kvaddur frá Þjóð-
kirkjunni í Hafnarfirði Jóhann
Þorsteinsson, fyrrum kennari.
Hann lézt á heimili sinu þann 16.
þ.m. 76 ára að aldri.
Jóhann fæddist að Berustöðum
i Holtum í Rangárvallasýslu hinn
9. mai 1899. Foreldrar hans voru
hjónin Þorsteinn Þorsteinsson,
bóndi, og Ingigerður Runólfsdótt-
ir.
Jóhann lauk gagnfræðaprófi
frá Flensborg árið 1922 og
kennaraprófi árið 1927. Til öflun-
ar frekari þekkingar fór hann í
kynnisferð til Danmerkur og
Svíþjóðar árin 1928 og 1937. Um
30 ára skeið var kennslan aðal-
starf Jóhanns. Hann kenndi við
barnaskólann hér í bæ 1929—49
og við Flensborgarskólann
1949—58 en þá gerðist hann for-
stjóri Sólvangs. Samhliða
kennarastarfi sínu í Hafnarfirði
var Jóhann stundakennari við
Iðnskólann i Reykjavík 1929—44
og 1946—48. Forstjórastarfi sínu
við Sólvang gegndi Jóhann þar til
f árslok 1966, er hann hætti vegna
aldurs.
Jóhann Þorsteinsson vann af
miklum dugnaði og með mikilli
samvizkusemi að öllum þeim mál-
um, er hann tókst á hendur, enda
voru honum falin margháttuð
trúnaðarstörf. Hann átti sæti i
skattanefnd 1931—44 og í yfir-
skattanefnd frá 1944 og þar til
hún var lögð niður. Þá var hann
formaður Byggingarfélags alþýðu
1949—54. Jóhann átti sæti í
stjórn Kaupfélags Hafnfirðinga
1952—70 og var hann formaður
allan þann tima að undanskildu
fyrsta árinu. í barnaverndar-
nefnd átti Jóhann sæti um
nokkurra ára skcið. 1 Íþróttaráði
Hafnarfjarðar átti hann sæti
1937—45 og var formaður Íþrótta-
bandalags Hafnarfjarðar frá
stofnun 1945—46.
Fyrstu 30 árin eftir að Jóhann
hafði lokið námsferli sínum,
helgaði hann störf sín málefnum
ungu kynslóðarinnar. Hann vann
að því að búa unga fólkið undir
lífið. Þegar hann réðst til starfa
við Sólvang, urðu þáttaskil í lífi
hans. Þá hóf hann að starfa að
málefnum aldraðra. Þau rúm 8 ár,
sem Sólvangur naut starfskrafta
Jóhanns, lá hann ekki á liði sínu.
Það mál, sem mér er minnisstæð-
ast frá starfsferli hans þar, er
barátta hans fyrir aukinni starf-
semi Sólvangs með byggingu vist-
heimilis fyrir aldraða. Undir-
búningur málsins var komin á
lokastig og allar teikningar full-
gerðar en því miður fékk hug-
myndin ekki meðbyr fram-
kvæmdavaldsins, Jóhanni til
mikilla vonbrigða.
ngton, u.c. 18. marz ___ ___________
s» " Jóhann Þorsteinsson