Morgunblaðið - 24.04.1976, Page 3

Morgunblaðið - 24.04.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976 3 Björg sýnir grafík „Mjólkurbrúsaöldin“ — ein af myndun Glsla á sýningunni á Selfossi. Gísli Sigurðsson sýnir á Selfossi 1 DAG, Iaugardaginn 24. aprll kl. 14, opnar Björg Þorsteinsdóttir sýningu á graflk I húsakynnum Byggingaþjónustu Arkitekta- félags tslands að Grensásvegi 11 (húsi ,,Málarans“) I Reykjavfk. Þetta er þriðja einkasýning Bjargar, en 1971 hélt hún sýn- ingu á grafík I Unuhúsi við Veg- húsastfg og 1974 sýningu á mál- verkum og teikningum f Norræna húsinu. Björg vinnur að koparstungu. Ljósm: Björn Pálsson. Grænlandsvika Norræna hússins hefst í dag kl. 15 með ávarpi Vilhjálms Hjálmars- sonar menntamálaráðherra. Fram til næstu helgar verður fjölbreytt dagskrá í Norræna húsinu og víðar og í dag kl. 17 verða opnaðar í Norræna hús- inu lista- og bókasýningar frá Grænlandi. Kl. 17.15 mun Karl Elias Olsen rektor Knud Ras- mussen lýðháskólans í Holsteinsborg flytja erindi um stöðu Grænlands í norrænni Björg hlaut myndlistar- menntun sína i Myndlistarskólan- um í Reykjavík og í Myndlista- og handíðaskóla íslands, þar sem hún lauk teiknikennaraprófi. Við listaakademíuna (Akademie der bildenden Kunste) í Stuttgart var hún í þrjú misseri og árin 1970—73 við nám í París, þar sem hún nam málmgrafík hjá S. W. Hayter i hinni þekktu vinnustofu hans, „Atelier 17“. Einnig stundaði hún steinþrykk (litógrafíu) við Akademie des Beaux Arts. Við nám sitt i París var Björg í tvö ár styrkþegi franska ríkisins. Á undanförnum árum hefur Björg tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis. Á þessu ári tekur hún m.a. þátt í alþjóðlegum sýningum á grafik eða teikningum í Noregi, Austur- og Vestur-Þýskalandi, Italiu og Júgóslavíu. Á sýningu Bjargar í Bygginga- þjónustu A. í. eru 34 ætingar og aquatintur í svart-hvítu og lit, sem gerðar eru á árunum 1972 og 1974—76. Þær eru allar til sölu. Verðið er 10—24 þús. kr. eintakið. Sýning Bjargar er opin til 3. maí kl. 14—22 daglega. samvinnu, mjög sérstæð græn- lenzk kvikmynd frá 1933 verður sýnd kl. 20.30 en mynd- ina lét Knud Rasmussen gera og er hún leikin af heima- mönnum úr ýmsum byggðum Austur-Grænlands. Brúðarferð Palos heitir myndin, en einnig verður i kvöld kl. 22 sýnd mynd um Knud sjálfan. Vegna þrengsla í blaðinu í dag verður dagskrá Grænlandsvikunnar nánar rakin i blaðinu á morgun, sunnudag. GÍSLI Sigurðsson málari og blaðamaður við Lesbók Morgun- blaðsins opnar í dag málverkasýn- ingu í Byggða- og listasafni Ár- nessýslu á Selfossi. Þetta er fjórða einkasýning Gísla, en myndir eftir hann hafa oft verið á samsýningum. Ástæðuna fyrir því að hann sýn- ir nú á Selfossi, kvað Gísli vera Gfsli Sigurðsson. þá, að hann væri Árnesingur og hefði þar að auki átt heima á Selfossi um tveggja ára skeið. Hann kvaðst eindregið vilja styðja við bakið á þeirri viðleitni Arnesinga að koma upp listasafni á Selfossi og halda þar úti sýning- um. Listasafn Árnessýslu var stofnað með veglegri gjöf frú Bjarnveigar Bjarnadóttur, en á jarðhæð safnhússins er prýðileg- ur sýningarsalur á stærð við Bogasalinn í Þjóðminjasafninu. Sá salur hefur það að minnsta kosti fram yfir Kjarvalsstaði, sagði Gísli, að dagsbirtan nýtur sín þar. Um myndirnar, sem hann sýnir að þessu sinni, sagði Gisli: „Þær eru 26 talsins, allt olíumyndir og óhætt að segja, að þær séu flestar ættaðar úr Árnessýslu og því um- hverfi sem ég ólst upp við. Ég hef verið að rifja upp þessi gömlu vinnubrögð, sem ég kynntist og þarna er að einhverju leyti fjallað um hestvagnaskeiðið og mjólkur- Framhald á bls. 19 Sumargleði Þingeyinga Björk, Mývatnssveit föstudag. HÉR höfum við kvatt óvenju stormasaman en snjóléttan vetur og heilsað sumri með sól og blfðu. Veðrið þessa daga er miklu likara þvf að komið sé fram í júní eða júlf. Sumargleði Þingeyinga er nú í fullum gangi og kennir þar margra grasa, enda óvenju blóm- legt félagslff f héraðinu sem vafa- laust má rekja til tíðarfarsins í vetur, sem gert hefur það að verk- um að samgöngur hafa verið mjög góðar. Þessi uppskeruhátið vetr- arins eða sumargleði hófst á Breiðumýri að kvöldi hins síðasta vetrardags, með einum þætti í keppninni Sveitarstjórnirnar svara, sem þó er ekki lokaþáttur, en hann verður væntanlega mjög fljótlega. Þá eigast við Aðaldæl ir ög Kinnungar. Málverkasýning var opnuð í barnaskólanum í Húsavík þar sem 6 listamenn sýna verk sfn. Þar var einnig Barna- vinafélagið á Húsavík með veg- lega skemmtun fyrir börn. Þar lék skólahljómsveit Kópavogs við mikinn fögnuð áheyrenda. Enn- fremur var unglingadansleikur í félagsheimilinu á Húsavfk og Ungmennafél. Efling sýndi leikritið Kertalog eftir Jökul Jak- obsson í samkomuhúsinu á Húsa- vík. Málverkasýningin verður op- in alla daga gleðinnar. I kvöld sýnir Ungmennafélagið Gaman og alvara Mann og konu í Ljósvetn- ingabúð, en dansleikur verður i félagsheimilinu á Húsavík. I dag, laugardag, verður héraðsmöt i frjálsum iþróttum, innanhúss og fimleikasýning í íþróttahúsinu á Húsavík. Leikfélagið Vaka i Grenivik sýnir tvo einþáttunga, en dansleikur verður í Ljósvetn- ingabúð í kvöld. Á morgun, sunnudag, verður guðþjónusta í Húsavíkurkirkju, héraðsmót í sundi í sundlaug Húsavíkur og blómaskreytingakeppni i félags- heimilinu á Húsavik. Sumargleð- inni lýkur með þvi að Kvenfélaga- Franihald á bls. 19 Græ nlandsdagskráin hafin í Reykjavík Sigurður S. Magnússon, prófessor og skólastjóri Ljósmæðraskólans og Steinunn Finnbogadóttir, form. Ljósmæðrafélagsins, ásamt nokkrum hópi þátttakenda á námskeiSinu sem lýkur I dag. r Agæt þátttaka á ljósmæðra- námskeiðum og ánægja ríkjandi f DAG laugardag, lýkur öðru tveggja námskeiSa sem Ljós- mæðrafélag íslands hafði for- göngu um að halda og sóttu það 35 Ijósmæður utan af landi. Ann- að námskeið fyrir Ijósmæður úr Reykjavlk og af Reykjavlkursvæð- inu hefst svo á mánudag og stendur til 29. april. Sigurður S. Magnússon, prófessor og skóla stjóri Ljósmæðraskóla íslands hefur umsjón með námskeiðun- um, en þau eru hin fyrstu sem haldin eru I fyrirlestra- og kennslu- formi. Markmiðið með þeim er að kynna margs konar fyrirbyggjandi ráðstafanir, algengustu vandamál sem upp koma á meðgöngutíma. við fæðingu svo og fræðslu um ungbarna og mæðravernd og ýmsar nýjunar á þessu sviði Á hvoru námskeiði eru á dag- skrá 24 erindi og sækja Ijósmæð- urnar fyrirlestra frá kl. 9—4 dag- ana sem þau standa yfir. Fræðslu hafa annazt Ijósmæður og læknar f æðingarheimilis Reykjavlkur, Fæðingardeildar Landspltalans, læknar af Barnaspltala Hringsins og félagsráðgjafi. Sigurður S. Magnússon, pró- fessor, sagði að ástæða væri til að benda á að Fæðingardeild Land- spltalans væri ekki aðeins þjón- ustustofnun fyrir Reykjavlkur- svæðið heldur fyrir allt landið. Þvl væri þýðingarmikið að sú sérþekk- ing sem þar safnaðist saman og sú aðstaða sem skapast með nýjum og auknum tækjakosti kæmi að gagni fyrir alla landsbyggðina. Námskeið af þessu tagi miðaði meðal annars að þvl að flytja þessa sérþekkingu meira út á landið. Sigurður sagði að við- haldsmenntun væri mjög mikil- vægur þáttur I starfi heilbrigðis- stétta og yrði æ nauðsynlegri vegna þeirra öru breytinga og framfara sem ættu sér stað I lækn- isfræðinni. Þvl væri það skylda þessara stétta að fylgjast vel með þróuninni og stjórn Ljósmæðra- félags Íslands og heilbrigðisráðu- neytið hefði sýnt góðan skiining einmitt á þessu. Fyrirlesarar á námskeiðinu auk próf. Sigurðar voru læknarnir Atli Dagbjartsson. Guðjón Guðnason. Guðmundur Jóhannesson, Guð- mundur K. Jónmundsson, Gunnar Biering. Jón Þ. Hallgrlmsson og Jón Hannesson, Ijósmæðurnar Hulda Jensdóttir og Kristfn I. Tómasdóttir og Svava Stefáns- dóttir félagsráðgjaf i. Meðal þess sem kynnt var á námskeiði Ijósmæðranna er tæki sem samtök kvenna gáfu Fæðingardeildinni og nefnist Diasonograph og er það ultra- hljóðbylgjutæki sem gefur mögu- leika á að skrá hjartslátt fósturs I 8. og 9. viku meðgöngu, mæla stærð fósturs og þá jafnframt meðgöngutlma og staðsetja fylgj- una nákvæmlega. Jón Hannesson læknir hefur sérstaklega kynnt sér notkun þessa tækis og unnið við það. Þá var fjallað um ótal margt annað svo sem félagslega aðstoð I sambandi við meðgöngu og barns- burð, afbrigðilega sængurlegu. mataræði ungbarna, atmenna foreldraf ræðslu og svo mætti lengi telja. Félagar I Ljósmæðrafélagi íslands eru nú 270 á landinu öllu og er Steinunn Finnbogadóttir for- maður samtakanna. Mbl. rabbaði við tvær Ijósmæðranna á fyrra námskeiðinu, Vilborgu Guð- mundsdóttur frá Dýrafirði og Magnúslnu Þórðardóttur frá Sel- fossi. Vilborg hefur starfað sem Ijósmóðir I 24 ár og er umdæmi hennar Mýra- og Þingeyrarhrepp- ur. Hún sagði að flestar fæðingar færu fram I sjúkraskýlinu á Þing- eyri en þar geta verið samtimis 3—4 sængurkonur. „Ég tel að okkur hljóti ötlum að hafa verið mikill ávinningur af þvi að koma á þetta námskeið," sagði Vilborg. „Það hefur verið áhugavekjandi Franihald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.