Morgunblaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976 5 Páll Bragi Kristjónsson: Landkynníng! Nokkrum tiðindum sætir, er líta getur íslenzkt efni eða eitt- hvað varðandi Island i sjónvarpi hér. Ég sætti því lagi að sjá sænska sjónvarpið s.l. mánudags- kvöld, þar var klukkustundar- þáttur um Island. Danska „menningarblaðið" Se og hör hafði kynnt þennan þátt nokkurn veginn þannig: „Norska sjón- varpið hefur sent sjónvarpsfólk til tslands til að kynna sér lítil- lega bakgrunn þeirrar snörpu deilu um menningarmál, sem nú stendur yfir á þessari eyju, er fyrr laut yfirráðum Dana. Margir íslendingar eru þeirrar skoðunar, að íslenzka ríkisstjórnin sé vel á veg komin með að eyða hinu auð- uga menningarlifi eyjarinnar og láta Island þar með fylgja í kjöl- far iðnaðarlanda vestur-Evrópu.“ Óneitanlega forvitnilegur kynningarteksti. Þótt ol'angreint blað teljist varla marktækt i mörgum efnum, þá er það alltént mikið lesið, og ekki er ótrúlegt, að fleiri en ella hafi opnað fyrir sænsku stöðina til að ganga úr skugga um, hvort svo sé i raun statt fyrir stoltum menningararfi nýlendunnar gömlu. Þátturinn byrjaði vestur á Fjörðum. Sýnt var, hvar heims- frægur snillingurinn, Ashkenazy, spilaði og stjórnaði fyrir tónelskt fólk á Isafirði eða Bolungarvík, nema hvorutveggja hafi verið. Varla leikur á tveimur tungum, að slikt muni einsdæmi með einni mannfárri þjóð, og ekki tel ég óliklegt, að postulum frændþjóða vorra hafi þótt nóg um menningarlif krummaskuða norður á hjara. Rætt var við skáldið á Kirkjubóli, brugðið upp myndum af landinu ósnortnu og fríðu. Á suðurleið var staldrað við á slóðum Snorra og fundinn að máli borgfirzkur bóndi, sem les Njálu einu sinni á ári. — íslenzk menning í blóma. — En nú var skundað suður i eim- yrjuna á Reykjanesskaga og til höfuðborgarinnar spilltu. Brugð- ið var upp myndum af kaffihús- um og fleiri stöðum, sem um- hyggilega voru leitaðir uppi, alls staðar glamrandi slagarar, útlend- ir. — Áhrifamiklar, himinhróp- andi andstæður. — Vin í eyði- mörk menningarupplausnarinnar var leikhúslífið, enda vettvangs- ins gætt af hinum ódauðlega klassíker, Jónasi Árnasyni. Teknir voru tali ýmsir andans menn fyrir sunnan. Þeir voru allir heldur heimsmannslegri en skáldið fyrir vestan, þeir töluðu útlenzku, skáldið fyrir vestan íslenzku. Hvorutveggja þurfti að þýða. Ég gæti trúað, að margir hafi orðið hissa, þegar þeir birtust á strfpu, nóbelsskáldið og Thor Vilhjálmsson. Halda mætti, að þeir væru steyptir i sama móti, — nema um eftirlíkingu sé að ræða. — Nóbelsskáldið var bara Vorhugur í Olsurum Ólafsvík — 21. apríl. MEÐ HÆKKANDI sól færist líf í ýmsa starfsemi, sem niðri liggur yfir veturinn. Nú er knattspyrnu- völlurinn að verða laus við aur og bleytu, og menn eru að búa sig undir nýtt keppnistímabil. Verið er að ráða þjálfara, og útiæfingar að byrja. Verður lagt mikið kapp á að vinna að nýju sæti í 2. deild knattspyrnunnar. Hrossaeign hefur aukizt að mun nú síðustu árin, og munu a.m.k. 60 hross vera á fóðrum hér í vetur. Hestamenn hafa stofnað með sér félag til að skipuleggja beit og fleira. Vegna þess hve lltið er um undirlendi hér er skortur á hentugri hrossabeit. 1 félagi hestamanna eru margir unglingar. Formaður þess er Jóh- annes Jóhannesson, múrari. — Helgi. miklu skemmtilegra, ekki svona ægilega brúnaþungt, íbyggið. Snillingar voru til leiksins kallaðir, „leiðtogar" þjóðarinnar f menningarlegum efnum, Einar Bragi, Jónas Árnason ásamt ung- um fylgisveini, Ólafi einhverjum Hauki. Jónas tuggði strá úti f guðsgrænni náttúrunni, honum svelgdist á, er spurt var, hvort þjóðlffi væri ógnað. — Já, já, miki! lifandis ósköp, mikil lifandis ósköp. — Einar Bragi lifir við ógurlega þrúgun á íslandi, áþján hernáms. Hann og þessi Ólafur lásu eigin sam- setning með viðeigandi hryggð f rödd og svip. Fóru þar sannir varðmenn þeirrar menningar, er birzt hafði fyrir vestan? Matthías Johannessen var ekki haldinnn þessari ámótalegu van- metakennd, hann hélt þvf bara fram, að á ísfandi byggi ósköp venjulegt fólk með vonir sfnar og þrár, Island væri ekkert skandi- navfskt byggðasafn. Góð speki hjá Matthiasi. Skólameistarafrúin á ísafirði, Bryndís Schram, var óskaplega döpur yfir Islendingum. Þeir kunna ekki lengur að lifa, þeir eru efnishyggjumenn og leggja nótt við nýtan dag til að byggja þak yfir hausinn á sér og komast í sólina á Mallorca. Svona talaði AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JWoreunblabib allsnægtabarnið úr Reykjavík m.a. um nágranna sína fyrir vestan, sem sennilega þekkja vel til brauðstritsins og myrkursins. Þessari einkunn kom skóla- meistarafrúin á framfæri með hjálp anzi lipurlegrar enskukunn- áttu, sem hún hefur sennilega aflað sér á vorglöðum æskudög- um, þegar jafnöldrur hennar fyrir vestan voru að „bjálfast" við vinnu. En, hvaó kom þessum rómantíska íslending til að mæla á enska tungu í sjónvarpsþætti fyrir Norðurlandabúa? Þýða þurfti hennar hvort eð var. Og nú getur Danskurinn sagt, að ekki ljúgi Se og hör, Einar Bragi og Jónas Árnason hafa m.a. séð fyrir þvi. En skyldi einhverjum detta í hug, þegar vitarnir sífellt boða greftrun islenzkrar menningar, að „árinni kennir illur ræðari"? Arósum, 9. aprfl. 1976 Páll Bragi Kristjónsson Hópakstur kvart- míluklúbbsins í dag KVARTMlLUKLUBBUR Revkja- vfkur mun f dag, laugardag, efna til hópaksturs um götur Revkja- vfkur. Er þetta gert til að leggja áherzlu á að yfirvöld hraði sem mest úthlutun landsvæðis þess, uppi við Geitháls, er klúbburinn hefur falazt eftir fyrir kvartmflu- braut. Lagt verður af stað frá Hótel Loftleiðum kl. 15. Þá hefur stjórn Kvartmílu- klúbbsins sent frá sér eftirfar- andi: • „Nú með hækkandi sól og þurru veðri þykir ástæða til að minna klúbbfélaga og aðra þá, sem fengið hafa „vorfiðringinn", á að fara varlega f umferðinni og forð- ast allan glannaskap. Aldrei hefur verið meiri ástæða til að hamra á þessu en einmitt nú. Annar eins fjöldi orkumikilla bifreiða hefur ekki verið á sveimi í borginni og að undanförnu." Þá skorar stjórnin á félags- menn um að standa saman og sýna landsmönnum að þeir séu fullorðnir, þroskaðir bifr°iða- áhugamenn og geyma gjafirnar þar til brautin hafi verið lögð. AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 03 HAFNARFJÖRÐUR Olíustyrkur Greiðsla olíustyrks fyrir tímabilið des. '75 — febr. '76 fer fram á bæjarskrifstofunum, Strandgötu 6. Styrkurinn greiðist þeim framtelj- endum til skatts, sem búið hafa við olíuupphitun ofangreint tímabil, en þó ekki til þeirra sem áttu þess kost að tengja íbúðir sínar við hitaveitu fyrir lok febrúar mánaðar 1976, sbr. 2. gr. 1. nr. 6/ 1975. Framvísa þarf persónuskilríkjum til að fá styrkinn greiddan. Greiðslum verður hagað þannig: Til framteljanda hverra nafn byrjar á: A—F mánudaginn 26. apríl kl. 1 0—1 2 og 1 3—16 6—J þriðjudaginn 27. apríl kl. 10—12 og 13—16 K—R miðvikudaginn 28 apríl kl. 10—12 og 13—16 S—Ö fimmtudaginn 29. aprll kl. 10—12 og 13—1 6. Bæjarritarinn í Hafnarfirði. wtr FORD 1976 BÍLASÝNING í DAG opiö frá 10-18 í tilefni 50 ára afmælis Fordumboðsins Sveinn Egilsson h.f. sýnum við ýmsar gerðir nýrra Ford bifreiða, þar á meðal Ford Capri og Granada, í nýjum sýningarsal okkar í Skeifunni 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.