Morgunblaðið - 24.04.1976, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976
Sigurður Ágústsson fgrrum
alþingismaður Stgkkishólmi
Fæddur 25/3 1897.
Dáinn. 19/4 1976
í dag er Sigurður Agústsson,
fyrrum alþingismaður, kvaddur
hinstu kveðju i Stykkishólms-
kirkju. Hann andaðist aðfaranótt
annars páskadags að heimili sínu
í Stykkishólmi, 79 ára að aldri.
Sigurður var fæddur i Stykkis-
hólmi 25. mars 1897. Foreldrar
hans voru Ágúst Þórarinsson
verslunarstjóri og Ásgerður Arn-
finnsdóttir, kona hans. Sigurður
ólst upp í foreldrahúsum, þar til
hann hóf nám i verslunarfræðum.
Hann lauk prófi frá verslunar-
skóla í Kaupmannahöfn 1917.
Fulltrúi við verziun Tang og Riis i
Stykkishólmi var hann á árunum
1917—1931. Arið 1932 keypti
hann fasteignir þeirrar verzlunar
í Stykkishólmi og hóf þá verslun-
arrekstur og útgerð. Hann reisti
hraðfrystihús i Stykkishólmi
1941, sem enn er rekið með mynd-
arbrag. Fyrir nokkrum árum
keypti hann eignir og kom sér
upp góðri aðstöðu við Rifshöfn til
alhliða fiskverkunar og útgerðar.
Stóð þá starfsemi hans föstum
fótum og traustum bæði í Stykkis-
hólmi og Rifi, en náin tengsl og
samvinna á sér stað milli beggja
skauta þessa öfluga fyrirtækis,
endaþótt vegalengdsé alltað 90
km milli staðanna. Fyrir nokkr-
um árum seldi Sigurður verslun
sína i Stykkishólmi mönnum, sem
lengi höfðu við hana starfað, en
sneri sér af þeim mun meiri
krafti að endurbyggingu frysti-
hússins, nútíma vélvæðingu og
nýjum greinum í sjávarútvegi og
fiskvinnslu, svo sem rækju og
skel. Nú er m.a. skelvinnsla rekin
i húsakynnum fyrirtækisins í
Stykkishólmi, hin fremsta sinnar
tegundar á landinu. Það er ekki
ýkja langt siðan ég átti samtal við
Sigurð sem oftar um landsins
gagn og nauðsynjar. Sagði hann
þá: „Veistu, hvað mér er efst í
huga um þessar mundir?“ — Og
hann svaraði sjálfur að bragði:
„Að kaupa skuttogara." — Ein-
beittur vilji til athafna og fram-
taks var sívakandi og slokknaði
ekki, þó að árum fjölgaði og elli
færðist nær. Þau orð, sem hér
hafa verið skrifuð, gefa þó aðeins
óljósa hugmynd um athafna-
manninn Sigurð Ágústsson. Sann-
leikurinn er sá, að umsvif hans
voru fjölþætt með afbrigðum ára-
tugum saman i byggðum Breiða-
fjarðar. Frá höfuðstöðvum versl-
unar og viðskipta i Stykkishólmi
voru starfrækt útibú í Hjallanesi,
Hnúksnesi og Skarðsstöð í Dala-
sýslu og verslun rak Sigurður
lengi í Grundarfirði í Eyrarsveit.
Þá var hann lengi þátttakandi í
útgerð frá Grundarfirði með Páli
á Hömrum með Hamra Svan SH-
111 og Fylki SH-11, og Sigurjóni á
Farsæl SH-30 og frá Hellissandi,
þar sem hann var einn af stofn-
endum útgerðar Skarðsvíkur SH-
205, ásamt Sveinbirni símstjóra
og Sigurði Kristjónssyni, skip-
stjóra. 1 heimabyggð sinni Stykk-
ishólmi má segja að Sigurður hafi
verið driffjöður í öllum meiri
háttar framkvæmdum og athafna-
semi. Hann átti lengi og rak
brauðgerðarhúsið. Hann var aðal-
eigandi Bifreiðarstöðvar Stykkis-
hólms, er annaðist fólks- og vöru-
flutninga milli Stykkishólms og
Reykjavíkur. Hann rak um skeið
eitt umsvifamesta loðdýrabú
landsins. Og hann var frumkvöð-
ull að stofnun skipasmíðastöðvar í
Stykkishólmi. Þannig mætti
áfram telja.
Sigurður var kjörinn í hrepps
neföd Stykkishóimshrepps 1921
og átti þar sæti, þar til hann hóf
störf á Alþingi 1949. Sama ár og
Sigurður tók sæti í hreppsnefnd
tók hann við formennsku í hafn-
arnefnd af föður sínum. Þar starf-
aði hann samfellt til 1966, lengst
af formaður og gjaldkeri hafnar-
sjóðs var hann í 25 ár. 1 stjórn
Sparisjóðs Stykkishóims sat hann
frá 1928—1964. Sýslunefndar-
maður Stykkishólmshrepps var
Sígurður frá 1938—1974.
Frá samstarfi við hann í sýslu-
nefnd eftir 1965 er margs að
minnast. Hann átti þar jafnan
sæti í fjárhags-, raforku- og sjáv-
arútvegsnefndum og vann störf
sín öll af alúð og samviskusemi.
Hann var endurskoðandi sýslu- og
sýsluvegasjóðsreikninga, átti sæti
i fjölmörgum nefndum og ráðum
á vettvangi héraðsmála, m.a. í
stjórn Amtsbókasafnsins, læknis-
bústaðanefnd, og stjórn Björgun-
ar- og sjúkrasjóðs Breiðafjarðar
(áður Björgunarskútusjóðs
Breiðafjarðar). I sýslunefnd var
Sigurður sem endranær glaðvær
og góður félagi, bar hag heima-
byggðar mjög fyrir brjósti, talaði
djarflega og einarðlega um menn
og málefni, ef svo bar undir, en að
hætti góðra drengja erfði hann
engan smáágreining stundinni
lengur. Árlega hafði hann boð
inni fyrir sýslunefndarmenn og
voru það ógleymanlegar ánægju-
stundir. Mikilvæg trúnaðarstörf,
er Sigurður innti af höndum fyrir
Snæfellsnes og Breiðafjarðar-
byggðir verða ekki fulltalin. En
geta má þess enn, að hann var
formaður Bótatryggingar Breiða-
fjarðar frá stofnun 1938 fram á
síðustu ár. Þá átti hann lengst af
sæti í stjórn Rifshafnar, en þá
höfn taldi hann eina af beztu lif-
höfnum landsins, er ætti mikla
framtíð fyrir sér. Sigurður átti og
iengi sæti í stjórn tveggja megin-
atvinnufyrirtækja á Utnesinu,
þ.e. hraðfrystihúsanna á Hellis-
sandi og í Ólafsvík.
Snæfellingar kusu Sigurð
Ágústsson á þing 1949 fyrir sjálf
stæðisflokkinn. Sat hann á Al-
þingi við vaxandi kjörfylgi og vin-
sældir í einmenningskjördæmi í
10 ár. Þegar kjördæmabreytingin
var gerð 1959, þótti sjálfsagt, að
Sigurður skipaði efsta sætið á
lista Sjálfstæðisflokksins í Vest-
urlandskjördæmi. Var hann kjör-
inn á þing þá og sfðar sem 2.
þingmaður Vesturlands, þar til
hann dró sig í hlé 1967. Af þing-
mannsstörfum Sigurðar, bæði
innan þings og utan, er mikil
saga, sem ekki verður rakin hér
að neinu marki. Hún er samofin
sögu þjóðarinnar á þessu fram-
faraskeiði tuttugustu aldar. A
þingi kom sér vel þekking og
reynsia hans af höfuðatvinnuveg-
um landsmanna að fornu og nýju.
Hann slitnaði og aldrei úr sam-
bandi við atvinnulífið heima fyr-
ir. Eftir dagsins önn í þingsölum
streymdu til háns símleiðis fram
eftir kvöldi fréttir af aflabrögð-
um og manniífi við Breiðafjörð,
og margur maðurinn, sem steytt
hafði skip sitt á skeri á einn eða
annan veg, leitaði hjá honum
hjálpar, ráða og liðsinnis. Góð-
vild, greiðvikni og hjartahlýja öfl-
uðu honum vinsælda og kjörfylgis
oft og tiðum langt inn í raðir
andstæðinganna. Þessir eiginleik-
ar nutu sín einkar vel í einmenn-
ingskjördæmi, þar sem persónu-
fylgi kemur betur og greinilegar i
ljós en í hlutbundnum kosning-
um. Hin persónulégu kynni voru
þung á metaskálunum. Á þing-
mannsárum Sigurðar urðu stór-
stigar framfarir í kjördæmi hans
á flestum sviðum til sjávar og
sveita. Þar var hann víða þátttak-
andi eða brautryðjandi af lífi og
sál. Þar má nefna sem dæmi i
samgöngumálum á landi hina tor-
sóttu vegagerð fyrir Búlands-
höfða og Ólafsvíkurenni og fyrstu
brú yfir fjörð hér á landi, yfir
Mjósund i Hraunsfirði. Ég hygg
að segja megi, að fáir þingmenn
hafi reynst öllu drýgri aflamenn
fyrir kjördæmi sitt á þingi, þegar
á allt er litið. Enn má nefna opin-
ber trúnaðarstörf, er hlóðust á
Sigurð á þessum árum. Hann var í
stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna frá 1947, í stjórn Sildar-
verksmiðja ríkisins frá 1949 og
stjórn Samlags Skreiðarframleið-
enda frá stofnun þess.
í einkalífi var Sigurður ham-
ingjumaður. Hann kvæntist 27.
okt. 1923 Ingibjörgu Helgadóttur
bakarameistara frá Karlsskála
Eiríkssonar. Heimili þeirra að
Skólastíg 1 í Stykkishólmi hefur
löngum verið. viðbrugðið fyrir
myndarbrag, hlýju og gestrisni.
Aldrei bragðaði Sigurður áfengi
né tóbak, en veitti gestum sínum
höfðinglega í mat og drykk við
hvers manns hæfi. Hann var
hverjum manni skemmtilegri
heirr að sækja. Þau hjón eiga
einn son, Agúst, kvæntan Rakel
Olsen, ættaðri úr Keflavík. Eiga
ungu hjónin 3 börn. Hin síðari ár
hafa störf og umsvif við stjórn
atvinnurekstrarins færst meira
og meira yfir á herðar ungu hjón-
anna, sem hafa axlað þá byrði af
dugnaði i samvinnu við trausta og
margreynda starfsmenn fyrir-
tækja Sigurðar um áraraðir. — Á
afmælisdegi Sigurðar, hinn 25.
f.m., var hann gerður að heiðurs-
borgara Stykkishólms. —
Á sumardaginn fyrsta, eftir
rysjóttan vetur og lélega vetrar-
vertið, set ég þessar línur á blað
til minningar um hinn látna
sæmdarmann. — „Senn er vor um
Breiðafjörð". — Sigurður æðrað-
ist ekki, þó að endrum og sinnum
gæfi á bátinn og straumurinn
væri oft þungur í fangið. Hann
vissi, að öll él birtir upp um siðir,
og trúði á mátt hins góða og sigur
lifsins.
Að leiðarlokum þakka ég minn-
isstæðum vini og samferðamanni
fyrir eitt og allt, sem við höfum
átt saman að sælda. Við hjónin og
börnin sendum frú Ingibjörgu og
fjölskyldunni að Skólastíg 1 i
Stykkishólmi innilegar samúðar-
kveðjur og alúðarþakkir ásamt
ósk um farsæla framtíð.
Friðjón Þórðarson.
KVEÐJUORÐ
Snæfellski goðinn er allur,
þann 19. þ.m. lést að heimili sínu í
Stykkishólmi Sigurður Ágústsson
fyrrv. alþingismaður 79 ára að
aldri.
Með þessum kveðjuorðum, ætla
ég ekki að lýsa æviferli þessa at-
hafnamanns, það munu aðrir
gera, en sem fyrrverandi starfs-
maður við fyrirtæki hans um
margra ára skeið, ásamt sameigin-
legri vinnu okkar að hagsmunum
Stykkishólmskauptúns, þvi
saman störfuðum við í hrepps-
nefnd Stykkishólms á annan ára-
tug, og á þeim árum kynntist ég
vel þessum Breiðfirska höfðingja,
og iærði að meta gáfur hans og
dugnað til þess að hrynda í fram-
kvæmd framfaramálum hrepps-
ins og aðkallandi áhugamálum
þeirra er til hans leituðu um að-
stoð og voru þeir margir því
Sigurður vildi öllum gott gera og
hjálpa.
Segja má, að heiðursborgari
Stykkishólms hafi ekki staðið
einn í lífsbaráttunni, því við hlið
hans stóð traust og vitur lífsföru-
nautur sem var eiginkona hans
frú Ingibjörg Helgadóttir, og satn-
eiginlega gerðu þau heimili sitt að
sönnu höfðingjasetri, þangað sem
allir voru velkomnir. til þess að
njóta gestrisni þessara heiðurs-
hjóna og var þá ekki verið að gera
upp á milli manna, allir voru
jafnir og hjartanlega velkomnir.
Nú þegar leiðir skiljast, mun
margur maðurinn sakna þessa
landskunna athafnamanns og er
þvi nú skarð fyrir skiidi.
Ég kveð nú þennan heiðurs-
mann, sem ég hefi þekkt að öllu
góðu I áratugi, og óska honum
góðrar heimferðar og blessunar
Guðs, þá sendi ég ekkju hans og
syni, sem ég vona að feti dyggi-
lega I fótspor höfðingjans, og
þeim öllum blessunar guðs.
Árni Ketilbjarnar,
frá Stvkkishólmi.
Við andlát og útför Sigurðar
Ágústssonar leita margar og
ljúfar minningar á huga ættingja
og vina.
Það verða vafalaust ýmsir til að
skrifa um margþætt störf hans á
athafnasviðinu og á alþingi. Ég
kýs því að staldra við örfáar
myndir frá baksviðinu — heimili
hans og fjölskyldu og erfða eðlis-
kosti frá foreldrum hans Ásgerði
Arnfinnsdóttur og Ágústi Þór-
arinssyni.
Mig grunaði sízt að svo skammt
væri að leiðarlokum, er við heim-,
sóttum þau hjónin í Stykkishólmi;
á afmæli Sigurðar 25/3 s.l. i til-
efni af 75 ára afmæli eiginkonu
hans, Ingibjargar Helgadóttur
sem var næsta dag 26/3.
Sigurður virtist þá furðu hress og
naut sín vel í glöðum hópi. Að
þessu sinni var fjölmenn og veg-
leg veizla og Sigurður þar kjörinn
heiðursborgari Stykkishólms.
Aður hafði þrem mönnum hlotn-
ast slfkur heiður og var faðir hans
Ágúst sá fyrsti i þeim hópi. Mun
sjaldgæft, ef ekki einsdæmi, að
slík sæmd „gangi að erfðum" frá
föður til sonar. Hitt er fullvíst að
báðir voru þeir vel að þessari
sæmd komnir og hún veitt þeim í
fullri þökk íbúanna.
Sigurður dró aldrei dul á það,
er hann hélt tækifærisræður
innan fjölskyldunnar, að hans
stærsta lífshamingia hefði verið
að eignast Ingibjörgu að lífsföru-
Mér er það minnisstætt,
þegar ég, ungur að árum,
kynntist Sigurði Ágústssyni
fyrst vegna vináttu og viðskipta
hans og föður mins, hvers álits
og vinsælda Sigurður átti að
fagna hjá ölium þeim, sem
honum kynntust. Hann var
samur og jafn við ungan dreng
og jafnaldra sina eða sér eldri
menn. Fjarri mun það hafa
verið Sigurði að fara í mann-
greinarálit og þeir, sem minna
áttu undir sér og borið höfðu
skarðan hiut í lífsbaráttunni
áttu vin og styrktarmann, þar
sem Sigurður var.
Sigurður Ágústsson var
vörpulegur á velli, bjartur yfir-
litum, hressilegur f skapi og
hlýr I viðmóti, glaðsinna alvöru-
maður. Sigurður naut einnig
óvenju mikils trausts meðal
samferðamanna sinna. Á langri
lifsleið voru honum falin flest
hugsanleg trúnaðarstörf, sem
sveitungar eða héraðsbúar,
starfsbræður i verslun, útvegi
og fiskvinnslu, eða skoðana-
bræður í stjórnmálum, höfðu
yfir að ráða. Þótt Sigurður færi
aldrei dult með skoðanir sínar
og gæti verið fastur fyrir, ef því
var að skipta, var hann sam-
vinnufús og sanngjarn samn-
ingamaður, og því einnig vel
metinn af þeim, sem voru
annarrar skoðunar en hann.
Sigurður Ágústsson var höfð-
ingi í héraði og virtur fulltrúi
þess á Alþingi. Hann var í lífi
og starfi sjálfur dæmi þess,
hvað getur falist í hugsjónum
sjálfstæðisstefnunnar og verð-
ugur merkisberi Sjálfstæðis-
flokksins.
Um leið og við þökkum Sig-
urði Agústssyni sendum við
mikilhæfri eiginkonu hans,
frú Ingibjörgu, og öðrum ást-
vinum, innilegar samúðar-
kveðjur.
Geir Hallgrfmsson.
naut. Mér er einnig minnisstætt
hve mikla aðdáun og virðingu
hann bar fyrir tengdamóður
okkar Sesselju Árnadótlúr frá
Kálfatjörn. Og nú kemur mér í
hug saga-frá þvi er þau Sesselja
og Helgi Eiríksson fluttust eftir
nokkurra ára dvöl á ísafirði í
Stykkishólm. Jón heitinn Marías-
son seðlabankastj. var skólabróðir
Sigurðar á verzlunarskóla í Dan-
mörku. Þaðan brautskráðist Sig-
urður með hæstu einkunn, sem
tekin var það vor. Jón hafði líka
kynnst Ingibjörgu á Isafirði og
þegar skipið, sem flutti fjölskyld-
una til Stykkishólms, leysti land-
festar á Isafirði sagði Jón: „Þarna
fer brúðarefni Sigurðar Ágústs-
sonar." Þau höfðu þá aldrei sézt,
Jón hafði kynnst báðum og var
fyrirfram sannfærður um, að
sakir mannkosta og glæsi-
mennsku beggja myndi þeirra
kynning reynast örlagarík. Hann
reyndist sannspár. Tveim árum
síðar stóð þeirra brúðkaup. Og
hjónaband þeirra í rösk 52 ár
reyndist farsælt og mjög til fyrir-
myndar.
Greiðvikni var Sigurði í blóð
borin í svo rfkum mæli að henni
voru harla lítil takmörk sett. Um
áratuga skeið gat hann sjaldnast
matast, án þess að landsíminn
hamaðist við að leita hann uppi
væri hann staddur í Rvík. Biðu þá
oftast mörg samtöl. Eru af því
ýmsar sögur, sumar spaugilegar,
sem hér verða ekki raktar. En
þeim, sem tengdir voru honum
fjölskylduböndum, þóttu þessar
ásóknir oft með ólíkindum. En
hvers konar fyrirgreiðsla öðrum
til handa fannst honum sjálfsögð
og eðlileg og vixlarnir, sem hann
áritaði, voru ófáir. Það var
kannski skýring á því, hvers
vegna svo margir leituðu hans
aðstoðar. Viðbrögð hans voru af
þeirri gerð, sem ekki áskilur sér
rétt til þakklætis. Kröfurnar
gerði hann fyrst og síðast til sjálfs
sin.
Annar áberandi þáttur í fari
Sigurðar var kurteisi, sem var al-
veg einstök. Þessi ómetanlegi
eiginleiki er því miður að verða
óþarflega fátíður hjá íslending-
um, einkum af yngri kynslóð.
Andstæða hennar heimtufrekjan
dafnar þeim mun betur. En
kurteisin var Sigurði runnin í
merg og bein með þeim hætti að
engum gleymist, sem honum
kynntist.
Hvar sem hann fór, og hvar sem
hann hittist, vestur í Hólmi á götu
í Rvík eða í mannfagnaði var dag-
far hans ávallt það sama, elskuleg
og einlæg kurteisi — einmitt sú,
sem aldrei verður lærð sé hún
ekki meðfædd.
Ég held að Sig. Ágústsson hafi
aldrei einblínt á „teoríur" í póli-
tík. Lífsreynslan sjálf er ólygnust
og hún færði honum heim sann-
inn um að framtak einstaklings-
ins beri að virða og virkja.
Jafnframt var hann ötull stuðn-
ingsmaður samhjálpar, þar sem
þörfin er brýnust, þvi kærleikríkt
hugarfar var heimanfylgja og af-
gerandi þáttur í hans skaphöfn.
Þrátt fyrir erilssama ævi og
ágjafir i lffsins ólgu sjó, þá lét
hann aldrei örðugleikana smækka
sig eða pólitískar árásir á sér
hrína en hélt ótrauður og bjart-
sýnn sínu striki. Mætti sínum ör-
laganornum æðrulaust alla tíð.
Mun það mála sannast að hann
hafi engan óvin átt en ótrúlega
vina f jöld, þegar litið er um öxl.
Einu vil ég bæta við. Vinnan er
sumuiti mönnum brauðstrit,
öðrum unaður. Starfsglaðari
manni en Sigurði Agústssyni hef
ég ekki kynnst, — á meðan hann
var í blóma lífsins og reyndar
miklu lengur. Þegar hann fór i
fyrsta skipti utan ásamt konu
sinni gagngert til að hvílast að
læknisráði, þá skrifaði hann mér
bréf, þar sem hann lét mjög vel af
öllu en taldi langvarandi iðjuleysi
sérlega óheilsusamlegt! Hann
kunni naumast að njóta langrar
samfelldrar hvíldar, því hans lífs-
nautn var að vinna kappsamlega.
Þrátt fyrir annríki gaf Sigurður
sér alltaf tíma til að gleðjast með