Morgunblaðið - 24.04.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.04.1976, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Læknadeild svari Tíminn segir ! forystu- grein s.l. fimmtudag, að „ástæðulaust upphlaup" hafi orðið, þegar skipað var í prófessorsembætti í kvensjúkdómum og fæðingar- hjálp og ekki hafi allir kunnað fótum sínum forráð i þessu ..upphlaupi" Hér hefur ekki verið um neitt „upphlaup" að ræða og enginn verið meiddur persónulega, enda er það rétt, sem blaðið segir, að „valið stóð á milli hinna færustu manna". En mál- efnaleg rökræða hlýtur að vera leyfileg um þetta mál eins og önnur. Háskólinn er opinber stofn- un. Þegar starfsmenn hans eru beðnir um að svara og fyrir- spurnin er borín fram á kurteis- legan hátt og málefnalegum forsendum, ber þeim að svara, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Stöðuveitingar við Háskólann hafa oft sætt gagn- rýni eins og kunnugt er, en þó mun það oftar hafa verið — í slíkum tilfellum — að ráðherr- ar hafi ráðskazt upp á eigin spýtur og í pólitískum tilgangi með málefni Háskólans heldur en hitt, að hinar ýmsu deildir virði ekki viðteknar leikreglur. Nú hefur það aftur á móti gerzt, að læknadeildin hefur sýnt, að innan veggja Háskólans eru klíkur og pukur- starfsemi, jafnvel innan þessarar merku deildar, lækna- deildar. Menn höfðu áður vit- að, að ýmiss konar pólitísk af- skipti hafa farið fram innan veggja Háskólans og þá ekki sízt í sambandi við þjóðfélags- og bókmenntakennslu ýmiss konar, en að læknadeildin væri ekki laus við vafasamar ákvarðanir vegna áróðurs og klíkna hefði enginn trúað að óreyndu. En nú er þetta því miður komið í Ijós. Ef nokkur stofnun á íslandi ætti að vera laus við klíkustarfsemi og pukur, hvað þá pólitiska þröng- sýni og fordóma, þá ætti það að vera Háskóli íslands. Hann ætti að vera ríki í ríkinu, sjálf- stæð stofnun, virðuleg og áhrifamikil, byggð á vísindaleg- um forsendum, en ekki pólitík, allra sízt persónupólitík. Víð þekkjum úr stjórnmála- sögunni að ráðherrar hafa seilst inn á starfsvið Háskólans, en aftur á móti hefur þessi merka stofnun, sem betur fer, sjaldan gefið færi á sér þannig, að virðingu hennar væri ekki sam- boðið. Nú hefur það gerzt, að læknadeildin hefur hunzað álit dómnefndar, sem hún sjálf óskaði eftir að veitti leiðsögn við stöðuveitingu og þar með hefur deildin átt þátt í því að skerða sjálfstæði Háskólans. Enginn ráðherra þarf, hér eftir að minnsta kosti, að hlusta á niðurstöður, sem frá meirihluta deildarinnar koma. Þetta er því miður sannleikur og ber að harma að svo illa er komið fyrir þessari virðulegu stofnun, Háskóla íslands. Allir hafa að vísu fylgzt með þvi, hvernig óróaseggir í röðum stúdenta hafa misnotað að- stöðu sina við Háskólann og reynt að breyta þessu höfuð- vígi sjálfstæðra skoðana, frjáls- lyndis og lýðræðis í eins konar hreiður fyrir vinstrisinnaðar öfgaklíkur, en það er önnur saga. Læknadeildin er a.m.k. ekki fallin svo lágt, sem betur fer, enda þótt hún hafi ekki gætt að sér í umræddu tilfelli. Morgunblaðið hefur skrifað málefnalega um síðustu stöðu- veitingu við læknadeild Háskól- ans og dettur ekki í hug að efna til æsinga né kasta rýrð á einn eða neinn, allra sízt að draga að ósekju í efa hæfni þess umsaekjanda, sem prófessorsembættið hlaut. Þvert á móti var í siðasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins, fyrra sunnudag, einmitt minnzt á hæfni umsækjandans þótt blaðið héldi því fram, að hinn umsækjandinn hefði sam- kvæmt niðurstöðu norrænnar dómnefndar sérfróðra vísinda- manna í læknisfræði átt að standa embættinu nær. Af þeim sökum var veitingin átalin hér í Morgunblaðinu og eftir- farandi spurningu varpað kurteislega fram; hvernig rök- styður meirihluti læknadeildar ákvörðun sína? í Reykjavikurbréfinu var m.a. komist svo að orði: „Að sjálfsögðu getur meirihluti læknadeildar verið á móti , nefndaráliti, en hann verður þá að rökstyðja af hverju." Morgunblaðið og fleiri aðilar hafa áður spurzt fyrir um, hver sé ástæðan fyrir því, að meiri- hluti læknadeildar hunzar einróma meðmæli nor- ■ rænnar dómnefndar, sem hún óskaði sjálf eftir,' enda verður að telja, að með henni hafi verið fullnægt skilyrðum um faglega, hæfa, óvilhalla og hlutlæga nefnd, „en þá bregður svo við í lækna- deild, að meirihluti hennar greiðir atkvæði, með þeim um- sækjanda, sem nefndin taldi siður uppfylla þau skilyrði um vísindaleg vinnubrögð, sem ætlast er til af prófessorsefni og nefndin jafnvel höfð að háði og spotti", segir ennfremur í fyrr- nefndu Reykjavikurbréfi. Og blaðið heldur áfram; „í bréfi fimm lækna til forseta lækna- deildar segja þeir m.a. um þetta mál: „Vér ítrekum þó, að vér teljum deildarstjórn hafa staðið rétt að þessu máli og vér teljum dómnefndarálit prófessoranna Þorkels Jóhannessonar, Ingelman- Sundberg og Ingerslev standa óhaggað og vera einan rök- heldan grundvöll fyrir veitingu prófessorsembættis í kvensjúk- dómum og fæðingahjálp." í staðinn fyrir að svara fyrr- nefndri málefnalegri spurningu Morgunblaðsins gerir deildar ráð sér lítið fyrir og vítir þessa fimm lækna, notar sem sagt vinnubrögð sem maður hefði getað átt von á úr öllum áttum — öðrum en frá sjálfum Háskóla íslands. Þetta eru slæmar fréttir, en vonandi verða þærtil þess, aðeinhverjir háskólamenn taki við sér og hristi slyðruorðið af þessari gamalgrónu stofnun, sem nefnd hefur verið æðsta menntastofnun landsins. Þegar meirihluti læknadeild- ar hafði hunzað niðurstöðu dómnefndarinnar, var málið tekið upp í fyrirspurn á Alþingi íslendinga, eins og kunnugt er, og verður það ekki tiundað hér. Af þvi tilefni sagði Morgun- blaðið m.a. í Reykjavíkur- bréfinu: „Það er því nauðsyn- legt að endurskoða atkvæðis- barni manna um stöðuveitingu við Háskólann, því að bersýni- legt er að hinar einstöku deildir valda ekki þessu verkefni. En það, sem verst er af öllu í þessu sambandi, er, að læknadeildin hefur sjálf hunzað niðurstöðu sérfræðinganefndar, og póli- tiskir ráðherrar þurfa því naumast í framtíðinni að hlusta á niðurstöður dómnefndar, hvað þá að fara eftir þeim, þegar læknadeildin sjálf snið- gengur þær af einhverjum dularfullum ástæðum. Lækr.a- deildin hefur þvi með þessu veitt pólitískum ráðherrum óskertan rétt til þess að snið- ganga allar þær nefndir, sem ákvarða eiga um hæfni um- sækjenda við Háskólann, og ekki einasta það, heldur geta pólitikusar nú með skírskotun til afstöðu læknadeildar í þessu tilfelli sniðgengið vilja deild- anna sjálfra og skipað í stöður við Háskólann eftir pólitískum línum eingöngu, eða þá eftir geðþótta hvers og eins ráð- herra. Það er þetta sem harma ber. í þessu liggur kjarni málsins. Með þessari atkvæða- greiðslu í læknadeildinni hefur sjálfstæði Háskólans verið skert, það er augljóst mál. Hann getur ekki krafizt þess lengur að hafa úrslitaáhrif í eigin málum. Flokkadrættir og alls kyns pukurstarfsemi í læknadeild undanfarið hafa því sýnilega flutt valdið, sem átt hefði að vera i hinum einstöku deildum í Háskólanum, upp í Stjórnarráð". Þetta er enn rifjað upp af gefnu tilefni. Og ennfremur er þess nú aftur krafizt, að meiri- hluti læknadeildar geri grein fyrir afstöðu sinni og rökstyðji það málefnalega hvers vegna gengið var framhjá áliti meiri- hluta norrænnar dómnefndar áliti.sem hún hafði sjálf óskað eftir. ÞUNGAMIÐJA EIMREIÐAR- INNAR á áttræðisafmælinu (3.—4. hefti 1975) er viðtal við Ragnar Jðnsson f Smára ásamt greininni Leikmaður spjallar um lýðræði eftir Hannes H. Gissurarson. Trúin og iistin — haldreipi og lífsfylling nútímafólks nefnist viðtalið við Ragnar. Þetta viðtal er hið athyglisverð- asta eins og vænta mátti. Ragn- ar fræðir lesendur um uppruna sinn og bernsku, bókaútgáfu og annað menningarstarf og segir frá kynnum sínum af kunnum mönnum. Ljóst er að fyrir hon- um vakir annað og meira en miklast af því, sem hann hefur sjálfur unnið. Það er rödd hóg- værðar, sem viðtalið vitnar um, en í þeirri rödd er í senn fólgin leiðbeining og viðvörun. - ,,Við vorum allir húmanistar, og það laðaði suma að sósíal- ismanum, að kenningar hans voru mannlegar,“ segir Ragnar um þá, sem hvað mestan svip hafa sett á menningarlíf aldar- innar. En listin lifir, kenningarnar deyja. Um Jóhannes úr Kötlum segir Ragnar: „Honum leið oft illa. Mér liggur við að segja, að Ung- verjalandsmálið hafi næstum því dregið hann til dauða, svo vonsvikinn var hann, þó að hann reyndi að bera sig vel.“ Um Stein Steinarr stendur: „Steinn var einhver einlægasti sósíalisti eða kommúnisti, sem ég hef kynnzt. En það fór fyrir honum eins og fleirum, gall- arnir á kenningunni komu í ljós, þegar átti að setja hana í kerfi og vinna eftir eins og teikningu." Steinn hóf baráttu með hálfum sannleika gegn algerri lygi. Heimkominn frá Sovétríkjunum orti hann Ijóðin þrjú, sem Ragnar kallar „orð- sendingar til kommúnista- flokksins“: Formála á jörðu, Kreml og Don Quijote ávarpar vindmyllurnar. Um hina „berg- málslausu múra" Kremlar orti Steinn: Dimmir, kaldir og óræðir umlykja þeir eld hatursins, upphaf lyginnar, ímynd glæpsins. Ragnar getur þess réttilega að kommúnistar séu „svolítið vandræðalegir núna, en það er vegna þess, að línan er ekki nægilega afdráttarlaus". En hvað er það, sem getur lagt kommúnismann að velli? Að dómi Ragnars Jónssonar er það sá húmanismi, sem er „virðing- in fyrir mannlegum tiífinning- um og því, sem maðurinn hefur fram yfir dýrin: trúna, upp- hafninguna, hugmyndaflugið". Tvennt segir Ragnar, sem sjálf- stæðismönnum ætti að vera gagnlegt að hyggja að: „Sjálf- stæðismenn hafa enn ekki gert sér grein fyrir því, hvað það er mikilvægt að hafa listamennina sin megin — miklu mikil- vægara á Islandi en annars staðar." Einnig minnir Ragnar á hina gömlu húmanista meðal peningamanna, sem hikuðu ekki við að styðja listir: Hall- grím Benediktsson, Héðin Valdimarsson, Arent Claessen og Bíla-Steindór. Ég get ekki annað en dáðst að Hannesi H. Gissurarsyni fyrir ritgerð hans Leikmaður spjall- ar um lýðræði, sem er ádeila á hina innantómu „hefðarspeki" stjórnmálamannanna, þankar um vanda lýðræðisins og síðast en ekki síst að minnsta kosti á köflum skarpleg athugun á túlkun kommúnistá^á lýðræði. Það eina, sem ég get fundið að ritgerð Hannesar er að hann seilist um of aftur í tímann til samanburðar. Skemmtilegra hefði verið að hann fjallaði um kenningar nýmarxista og ýmissa spámanna vinstristefn- unnar í hópi yngri manna í staðinn fyrir að eltast við gaml- ar syndir manna eins og Björns Franzsonar og Gunnars Benediktssonar. Þegar hann í upphafi ritgerðarinnar deilir á kennara í námsbraut í almenn- um þjóðfélagsfræðum við Háskóla lslands, sem hafa „lít- inn tíma gefið sér til fræði- starfa, enda önnum kafnir við aðra iðju og veraldlegi á vinstri væng stjórnmálanna“, veróur lesandinn forvitinn og heldur að nú eigi alldeilis að taka af skarið. En þá er Hannes orðinn fræðilegur aftur og hirðir lítið um það, sem næst okkur er. Ég held að viðtalið við Ragnar Jónsson Ragnar Jónsson og ritgero Hannesar H. Gissurarsonar séu góðar vísbendingar um hvar Eimreiðin stendur á merkum tímamótum. Ekki verður annað sagt en þetta nýja hefti lýsi mikilli grósku. Fjölbreytni þess er töluverð og að öðrum heftum ólöstuðum er þetta eftirminni- legasta heftið síðan Magnús Gunnarsson tók við ritstjórn Eimreiðarinnar 1972. Nokkur skáld leggja Eimreió- inni lið að þessu sinni: Hannes Pétursson, Hrafn Gunnlaugs- son, Kristján Karlsson, Matthías Jóhannessen og Nína Björk Árnadóttir. Ljóð Ninu, Báknið og I vistinni, hafa vinninginn ef dæma skal skáld- skap eftir alvöru, en sé skop mælikvarðinn er erfitt að gera upp á milli þeirra Kristjáns og Matthiasar. Hringrásir Kristjáns og Misvísanir Matthíasar eru varla ortar af allsgáðum skáldum nema vera skyldi vísa, sem Matthías hnýt- ir aftan við sinn brag: Óskáldin „orlu sinn haulastein á blóðakri íslen/.krar listar", (sagði doktor IIolli í hæpinni grein): ófríðar konur eiga einnig rétt á að vera kysstar. Hér mun átt við ritdóm, sem Þorvarður Helgason skrifaði í Vísi um ljóðabækur eftir þá Símon Jóh. Ágústsson og Helga Sæmundsson. Svo skemmtilega vill til að í sama hefti birtist smásaga eftir Þorvarð Helgason og nefnist Hin mikla freisting. Þessi saga er að vissu marki skyld nýlegri skáldsögu Þorvarðar, Nýlendu- sögu. Viðfangsefninu eru gerð skil með goðsögulegum hætti. Saga tveggja manna er í raun- inni saga eins manns, þess, sem segir söguna. Skáldsagan greindi frá morði, smásagan sjálfsmorði. Bæði eru morðin táknræn. Dimmir, kaldir og óræðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.