Morgunblaðið - 24.04.1976, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.04.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976 17 GRÆNLANDSDAGARI Grænlenzk menn- ing til vegs virðingar Frá höfninni f Sisimiut (Hol- steinsborg). Þar er góð höfn, enda talsverð útgerð þaðan á ein fengsæiustu rækjumið Græn- lands. Ibúar bæjarins eru tæp- lega 4000 talsins, fiestir búa í einbýiishúsum, en nokkrar stórar fbúðabiokkir hafa verið byggðar þar á sfðustu árum og hafa ís- lenzkir menn unnið við það meðai annarra. ___rm Johnsen. Þessa knálegu grænlenzku stúlku hittum við á götu f Jakobshöfn á Vestur-Grænlandi. Hún var á leiðinni í afmæli vinkonu sinnar og kiæddist að sjálfsögðu sfnu ffnasta skarti. -. 7 'ig- ■ - t-> ■* r Krakkar f Sisimiut við fullbúinn kajak sem Knud Rasmussen lýðháskólinn á, en kajakinn hefur verið á stöðugu undanhaldi sfðustu ár fyrir nýrri tækni og er lftið til af kajökum f hinum ýmsu bvggðum. Nú er þó áhuginn að vakna á ný og m.a. stendur til að stofna á næstunni siglingaklúbb f Holsteinsborg á vegum Knud Rasmussen skóians. SISIMIUT heitir bærinn. einn af þremur stærstu bæjum Grænlands, og nafnið þýð- ir refagrenisfóikið, en danska nafnið á bænum er Holsteinsborg og því er mest haldið á loft f danska kerfinu. Hitt er svo að f vaxandi mæli taka fbúarnir upp græn- lenzka nafnið Sisimiut. Það eru mikil tilþrif f þessum bæ, 3500—4000 fbúar, umfangsmiklar bygg- ingarframkvæmdir, stór rækjuvinnsla og frvstihús, slippur, elliheimili, sjúkrahús og fiest annað sem tilheyrir vestrænu nútfmaþjóðfélagi og stolt bæjarins er eina sjálfstæða grænlenzka menntastofnunin á Grænlandi, Knud Rassmussen lýðháskóli, kenndur við hinn kunna Grænlandsvin og landkönnuð. Knud Rassmussen lýðháskóli getur tekið á móti 24 nemendum í heimavist og miðað er við að nemendur séu orðnir 18 ára gamlir. Hingað til hefur fólk á aldrinum 18—48 ára sótt skólann, en kennsla f skólanum á tímabilinu frá hausti tii vors fer þannig fram að f fvrsta hluta, eða til janúar, er tekið fvrir námsefni sem nemendur leggja sjálfir fram eftir áhuga á hinum ýmsu þáttum og f þriðja lagi er einnig tekið fyrir námsefni sem nemendur velja f samráði við kennara skólans. Knud Rassmussen lýðháskói- inn er grænlenzk menningarmiðstöð, sem býr við mjög naumt fjármagn, en verkefnin eru óþrjótandi og mörg hver varða sfðustu möguleika á að halda til haga ýmsu efni rótgróinnar menningar Grænlendinga f þessu vfðfeðma landi sem er 21 sinnum stærra en Isiand. Knud Rassmussen lýðháskóli er stofn- settur til þess að hefja upp á ný og kvnna menningu sjálfra fbúa landsins á tfmamótum þegar áhrif annarra þjóða fara um hlöð þessa fámenna þjóðfélags sem telur um 40 þús. íbúa. en auk þessara 40 þús. Grænlendinga 10 þús. Danir í landinu og þeir sitja f stöðum á flestum helztu póstum í atvinnu og menningarlffi Græniands. T.d. eru allir skóiastjórar nema tveir, Danir, en grænlendingarnir tveir sem eru skólastjórar eru þeir Karl Elias Olsen, skólastjóri Knud Rassmussen lýðháskóla og Ingmar Egede, skólastjóri Kennaraskólans í Góðvon, en báðir þessir menn flytja fyrirlestra á Grænlandsviku Norrænu hússins. Þá má og geta þess að um tveir þriðju hlutar kennara í Grænlandi eru Ilanir og þeir Grænlendingar sem hafa samskonar kennaramenntun og danskir hafa samt sem áður lægri laun en þeir dönsku. Þannig eru vfða furðuleg tilþrif í fjölmörgum þáttum mannlffs á Grænlandi í dag og minnir óþyrmilega á þá tfð er tslendingar urðu að berjast gegn dönskum áhrifum og danskri stjórn á tslandi. Islenzkt sjónarmið er þó ef til vill ekki alveg sanngjarnt og eðlilegt miðað við Grænland. en víst er að það er verið að bvggja upp f Grænlandi danskt fvrirbæri, en ekki grænlenzkt þjóðfélag bvggt á grænlenzkri menningu og samféiagslffi, enda eru vandamái Grænlendinga f dag ótal mörg og rekja flest rætur sfnar til rótlevsis og mismunandi aðstöðu fvrir danska kerfið og þá Grænlendinga sem enga eða litla dönsku geta taiað. Á margan hátt eru Grænlendingar þannig gestir f sínu heimalandi. Eitt lítið dæmi er að skólakerfi Græniendinga er það sama og f Danmörku. lengd skólatfmans og hvaðeina, þótt Grænlendingum kæmi ugglaust margfalt betur styttri skólatfmi eins og tíðkast hjá okkur, þvf þá ættu nemendurnir kost á að vinna að uppbvggingu landsins, og ekki veitir af mannskapnum, og um leið kost á að kynnast iandi og þjóð eins og fslenzkt æskufólk hefur getað í sumarlevfum sfnum með því að leggja hönd á plóginn í hinum ýmsu atvinnugreinum. Þess má líka geta að af 40 þús. Grænlend- ingum eru um 20 þús. undir 15 ára aldri. Grænlenzkir skóiamenn fengu mikinn áhuga á þvf fvrirkomulagi sem hér er haft þegar þeim var kvnnt uppbvgging fslenzka skólakerfisins. Grænlenzkt menning er afkvæmi sérstæðs samfélags, fólks sem vann jöfnum höndum að veiðum til lífsbjargar og listrænum tilþrifum á sviði útskurðar, sauma, smfða og sagnlist Græniend- inga með söngvaívafi er snar þáttur í menningu þeirra 4000 ára sem talið er að menn hafi búið á Grænlandi. Auðvitað ættu hinar norrænu þjóðir að standa við bakið á Grænlendingum í uppbvggingu samfélags þeirra, fyrst og fremst með tilliti til Grænlendinga sjálfra en ekki gróðasjónarmiða erlendra aðila til langtfma. Það er ekki hægt að sjá bölsýnishorn á öllu sem Danir eru að gera á Grænlandi, en ailt of mörgu og það væri verðugt verkefni fvrir tslendinga, ef við á annað borð viljum eitthvað vera að skipta okkur af öðrum þjóðum, að sinna Grænlandi í stað ýmissa landa sem standa okkur mun fjær á flestum sviðum, en við erum þó að sýna lit f aðstoð. Það var gaman að rabba við kallana á bryggjunni í Sisimuit, bátagerðir af minni stærðum eins og við búum við, þeir voru með færi, iínu og svo rækjutrollin. Harðir kallar. léttlvndir og um leið ákveðnir á meiningunni. Þeir töluðu mikið um sfðustu tillögur skipuKagsfræðinganna. Þær voru varðandi olfuborun og leit út af vesturströnd Grænlands. Það var að sjálfsögðu búið að ákveða í skrifborðsvinnuhópnum hvar ætti að borga, stinga það út á korti og merkja kvrfilega, en þegar til kom var nákvæmlega um að ræða aðalrækjuveiðisvæði sjómanna í Sisimuit, hagsmuna- árekstur með tilhe.vrandi deilum og puðri. Tækniþróunin og framtak Konunglegu Grænlandsverzlunar- innar í því efni hefur brevtt mörgu til góðs fvrir Grænlendinga en alvarlegasta spurningin er enn og verður um skeið: Hver er von Grænlendinga f stjórn og framkvæmdum eigin mála?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.