Morgunblaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976 23 Gunnlaugur Bjarni Kristinsson — Minning Fæddur 24. ágúst 1906 Dáinn 12. aprll 1976. Þegar ég las lát vinar míns Billa frá Miðengi, en svo var hann oft- ast nefndur, flykktust að mér minningar frá fyrstu kynnum okkar og fjölskyldu hans árið 1917 þar sem ég var stödd í heim- sókn hjá systur minni Ragnhildi, sem um nokkurt skeið hafði verið heimílisföst hjá frændum okkar og vinum Magnúsi og Sigríði í Klausturhólum í „Grímsnesinu góða“. Svo stóð á að annan daginn, sem ég var þar stödd, bar upp á sunnu- dag. Hafði sóknarprestur, sra Gísli Jónsson, sem sat á Mosfelli í sömu sveit, tilkynnt messu þar á staðnum og boðað börn til spurn- inga að henni lokinni. Var því óvenju fjölmennt við kirkju þennan dag. Geta má þess að kona sra Gísla, Sigrún Kjartansdóttir, var föðursystir okkar systkina, urðu þar fagnaðarfundir. Miklar annir og umstang voru á kirkjustöðum í sveit fyrr á dög- um, þegar kallað var til tíða, hvort sem jörðina sat prestur eða bóndi. Fannst mér, barninu af mölinni, það allt ævintýri líkast. Sem ég hugfangin er að virða fyrir mér staðinn og umhverfið, nær og f jær í ákjósanlegasta veðri, kallar systir mín til min, kemur til móts við mig og með henni tvær stúlk- ur og einn drengur, sem hún segist vilja kynna mig fyrir, því þau séu beztu vinir sinir þar i nágrenni. Þetta voru systkinin frá Mið- engi og frá þeirri stundu spannst ævilöng vinátta milli okkar fjöl- skyldnanna. Hann Billi var elsku- legur drengur. Brosið hans spegl- aði hans innri mann skýrar en ég held að almennt gerist. Hann var háttvís, hlédrægur í eðli sinu, en ævinlega viðbúinn ef hann vissi einhvern hjálpar þurfi og þá mátti treysta Billa. Þessir með- fæddu eiginleikar hans birtust þeirri, er þetta ritar, einna skýr- ast er við nokkrir vinir i Reykja- vik komum okkur saman um að nota frístundir okkar til heilsu- bótar með þvi að skoða landið, ganga um það, vera samvistum við stórbrotna og síbreytilega náttúru þess. Voru farnar ótelj- andi ferðir um helgar, gengið um fjörur og fjöll, dali, hraun og heiðar, alla leið frá Langjökli út á Reykjanesstá og lengra þegar frá leið. í slikar gönguferðir er lífs- nauðsynlegt að veljist traust fólk, hvað sem út af ber. Þó að í þessum hópi væri einvalalið, kom fljótt í ljós hversu hjálpfús, traustur og lipur ferðafélagi hann Billi var. Starfsmaður var hann svo, að segja má að honum hafi sjaldan fallið verk úr hendi á heimili eða utan þess. Þær eru ótaldar ibúðirnar, sem hann í frí- tundum sínum málaði fyrir vini og kunningja af sinni meðfæddu vandvirkni og smekkvísi. Hann vann í Ölgerðinni Agli Skalla- grímssyni nær þrjá tugi ára og eignaðist þar marga vini. A þeim árum var ekki tæknin í garð gengin, af þeim sökum voru því vinnuskilyrði á mörgum sviðum beinlínis hættuleg heilsu manna. í dag mundu fáir fást til að lyfta hæð sína fullum ölkössum dag eftir dag — ár eftir ár — en vitanlega varð að geyma slíka vöru i kjallara. Undruðust margir þolgæði Billa við slík vinnuskil- yrði. Svo fór að hann varð að skipta um starf. Vann hann hjá veiðarfæraverzluninni Geysi og víðar, þar til heilsu hans hrakaði svo að hann varð að draga í land. Aldrei heyrði ég hann hallmæla einum eða neinum. Um nokkur ár hefur hann átt við heilsuleysi að stríða, en borið það með þögn og þolinmæði án þess nokkurn tima að kvarta. — Svo var það — að kallið kom, er hann gekk milli herbergja á heimili sínu. Foreldrar Gunnlaugs voru þau heiðurshjón Kristinn Guðmunds- son bóndi í Miðengi, sem tók þar við búi föður sins, og Sigríður Bjarnadóttir frá Arnarbæli í sömu sveit. Þeim hjónum varð fimm barna auðið, þau voru Sig- ríður, frábærlega vel af guði gerð — ein þeirra, sem varð „hvita dauðanum" að bráð, hún lézt 15. ágúst 1921, aðeins 23 ára og var öllum harmdauði, Guðmunda Kristrún, lézt á fyrsta ári, Soffía, giftist Siggeir Lárussyni á Kirkju- bæjarklaustri árið 1936, hún lézt 1. febrúar 1969. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn: Lárus bónda á Klaustri, Kristin bónda á Hörgslandi og Gyðu Sigríði, sem er gift í Reykjavík. Soffia eign- aðist dreng áður en hún giftist, Guðmund að nafni, sem nú er talinn einn þekktasti listmálari heims undir nafninu Erró, hann er búsettur I París. Siggeir gekk honum i föður stáð og eru miklir kærleikar með þeim stjúpfeðgum, Guðmunda Stefanía verzlunar- maður, ógift, og Gunnlaugur Bjarni, sem hér er kvaddur. Um heimilið í Miðengi skal vitnað í minningargrein um Soffíu í íslendingaþáttum Tímans i febrúar 1969 eftir undirritaða. „Árið 1912 varð Sigriður i Mið- engi fyrir þeirri þungu raun að missa mann sinn, rúmlega fer- tugan að aldri, og þarf engum getum að þvi að leiða hversu feikna áfall það var fyrir ekkjuna að standa ein uppi með barnahóp- inn sinn, Kristinn var ágætis- maður í sjón og raun. Sigríður hafði hlotið i vöggugjöf þá mann- kosti, sem traustastir munu reyn- ast í lifsbaráttunni og í samskipt- um við aðra menn — óbilandi trúartraust, andlegt og likamlegt þrek — ásamt fágætu ástríki, sem hún af sinni gjafmildi miðlaði mönnum og málleysingjum. Þvi var það, að henni tókst að sitja jörðina þar til, að hún flutt- ist til Reykjavikur 1923 með börn- um sinum. Samvinna, kærleikur og gagnkvæm virðing milli móður, barna og hjúa einkenndu þar andrúmsloftið svo að öllum má vera minnisstætt, er því kynntust, enda því líkast að heim- ilið hefði segul, sem dró að gesti og gangandi, þar sem öllum, æðri sem lægri, var jafn hlýlega tekið. Þær eru ógleymanlegar stund- irnar, sem við fjölskyldan nutum á heimili Sigriðar og barna hennar og verður seint fullþakk- að.“ Þann 11. október 1930 kvæntist Gunnlaugur eftirlifandi konu sinni Rögnu Bjarnadóttur, sem býr yfir miklum mannkostum, það varð honum til mikillar gæfu að eignast slíkan lífsförunaut. Hún er dóttir Bjarna Arnasonar sjómanns og konu hans, Sólbjarg- ar Jónsdóttur, sem lengst af bjuggu á Holtsgötu 9 í Reykjavík, gott og traust fólk. Ragna er sam- mæðra við frú Önnu Jóhannes- dóttur Nordal, sem er ekkja sra Ingólfs Þorvaldssonar á Ólafs- firði. Hafa þær hálfsystur verið mjög samrýndar alla tið. Einn son eignuðust þau Ragna, sem Bjarni hét, hann lézt á fyrsta ári og var sárt saknað af fjölskyldu allri. Sambúð þeirra hjóna var slík að aldrei bar þar á skugga og hefur Ragna reynzt tengdafólki sínu eins og bezta systir og er það gagnkvæmt frá þess hálfu. Ekki verður skilið við þessa grein án þess að minnast sérstaklega þess mikla skerfs, sem hún Munda, sem ein er á lífi af þeim syst- kinum, héfur lagt af mörkum til fjölskyldu sinnar af frábærri alúð og fórnfýsi. Sigríður naut um- hyggju og ástúðar dóttur sinnar til dauðadags 9. maí 1951. Nú síð- ustu ár, eftir að bróðir hennar og mágkona höfðu búið við heilsu- leysi, mun naumast hafa liðið svo dagur að Munda ekki vitjaði þeirra, eins og bezta móðir og mun sem slík verða þeim nánustu minnisstæðust. Hér er þess óskað að Siggeir á Klaustri séu færðar sérstakar þakkir fyrir framúrskarandi vin- áttu og tryggð. Nú þegar vegir skiljast — um stund — kveðja þig vinir og þakka þér fyrir langa og trausta samfylgd. Þér Ragna og öllum ykkar nánustu biðjum við guðs blessunar. Sigrún Gfsladóttir. Tryggvi Kristjánsson Keflavík — Minning Fæddur 4. maf 1917. Dáinn 13. aprfl 1976. A Landspítaianum andaðist 13. þ.m. Tryggvi Kristjánsson, tré- smíðameistari, Sólvallagötu 30, Keflavik. Hann var fæddur á Borgargarði í Stöðvarfirði 4. mai 1917. For- eldrar hans voru Kristján Magnússon, skipstjóri og útvegs- bóndi Stöðvarfirði, og kona hans Þóra Þorvarðardóttir. Kynni okkar Tryggva Kristjáns- sonar hófust fyrir nær 40 árum þegar ég kom fyrst til Stöðvar- fjarðar og varð starfsmaður hjá Kaupfélagi Stöðfirðinga. Um það leyti var tiltölulega margt af ungu tápmiklu fólki heima á Stöðvar- firði, sem setti svip sinn á atvinnu- og félagslíf byggðar- innar með þrótti sínum og lífs- gleði. Var unga fólkið sérstaklega samrýnt í leikjum og störfum, og lagði þá meðal annars fram mikla sjálfboðaliðsvinnu á vegum ung- mennafélagsins við að koma upp myndarlegu samkomuhúsi. Tryggvi á Borgargarði eins og hann var oftast nefndur fyrir austan var einn af þessum glæsi- legu ungmennum. Hann var þá um tvitugt, hraustur fallegur pilt- ur, glaðvær, drenglundaður og vinfastur. Á þessum árum bjó Sigur- bergur Oddsson á Eyri við Fáskrúðsfjörð, en hann er nú ný- látinn. Kona hans var Oddný Þor- steinsdóttir, föðursystir mín. Þessi heiðurshjón áttu mörg mannvænleg börn. Guðlaug Sigurbergsdóttir á Eyri og Tryggvi Kristjánsson kynntust um þessar mundir og felldu hugi saman. Man ég að fyrsta árið, sem ég var á Stöðvarfirði, gengu fallegar gamansögur um elskend- urna frá Eyri og Borgargarði, sem áttu oft að hittast eða mætast á Framhald á bls. 18 Minning: Guðmundur Arni Valgeirsson Nú er sumarið loksins komið og sólin hækkar á lofti dag frá degi. Með hækkandi sól birtir einnig til í hugum mannanna, en þó er alltaf einhverjir sem birtan nær ekki til nema að takmörkuðu leyti. Svo er um þá sem eiga um sárt að binda vegna andláts ná- komins ættingja, og hversu ná- lægt sem hugtakið dauðinn er okkur fullorðnum manneskjum erum við alltaf jafn óviðbúin því að heyra andlát einhvers, og við jafnvel skelfumst. Þetta verður engin lofræða, þó ég álíti að hinn látni hafi ekki síður en margur annar átt skilið hrós fyrir eitt og annað. Heldur verður þetta engin upptalning á einu eða neinu, til þess er ég ekki nógu kunnug. Ég get einungis ekki látið hjá líða að minnast með fáum orðum þessa manns, Guðmundar Árna Valgeirssonar, en hann lézt af slysförum 17. april s.l. Guðmundur var fæddur 11. nóvember 1923 og var einn af fjórum sonum hjónanna Önnu Einarsdóttur og Valgeirs Árna- sonar, sem lengi bjuggu að Auð- brekku í Hörgárdal. Guðmundur bjó um tíma einnig að Auðbrekku eftir að hann sjálfur hafði stofnað heimili, en kona hans var Jóna Pedersen. Guðmundur og Jóna slitu samvistum fyrir nokkrum árum og höfðu þá eignast saman átta börn. Þar af misttu þau unga dóttur af slysförum og varð hún þeim foreldrum mikil harmdauði. Áður en Guðmundur giftist eignaðist hann dóttur. Flest eru börnin nú uppkomið fólk, sum gift og búsett viðsvegar um landið og er nú afkomendafjöldinn allt í allt um það bil að fylla tvo tugi. Guðmundur var vel greindur maður og laginn. Hann var hag- mæltur og hef ég heyrt margt fallegt kvæðið ort eftir hann við ýmis tækifæri. Ekkert er til af kvæðum eftir hann á prenti að ég held, en ég veit að sum af börnum hans hafa safnað einhverju af þeim saman. Ég þekkti Guðmund í raunjnni ekki mikið. Við bjuggum I sama húsi í nokkur ár og höfðum þess EIMSKIF vegna nokkur samskipti, en seinna varð hann svo tengdafaðir systur minnar svo ég hef alltaf frétt af honum öðru hverju og stundum hitt hann. Viðmót hans var alltaf þægilegt og öllum vildi hann gera svo gott sem hann gat. Þannig mun ég minnast þessa manns, sem svo margra hluta vegna hefði getað átt miklu betri ævi, en vegna þess böls, sem menn freistast til að kalla sjálfskaparvfti, lifði hann skugga- megin I lífinu mörg hin siðari ár. Mér verður hugsað til móður hans aldraðrar, sem nú dvelur á sjúkrahúsi, og ásamt fjölskyldu minni sendi ég henni börnum hans, bræðrum og öðrum syrgjendum samúðarkveðjur. Frevja K. Þorvaldsdóttir. ÍA næstunml ferma skip vor sem f hér segir: ANTWERPEN: Fjallfoss 26. apríl Dettifoss 28. apríl Urriðafoss 3. maí Úðafoss 20. mai ROTTERDAM: Tungufoss 2 7 april Urriðafoss 4. maí Úðafoss 1 1. maí FELIXSTOWE: Dettifoss 27. apríl Mánafoss 4. mai Dettifoss 1 1. maí HAMBORG: Dettifoss 29. april Mánafoss 6. mai Dettifoss 1 3. mai PORTSMOUTH: Bakkafoss 7. mai Goðafoss 1 1. mai Brúarfoss 25. mai WESTON POINT: Kljáfoss 4. mai Kljáfoss 1 9. maí KAUPMANNAHÖFN: írafoss 27. apríl Múlafoss 4. mai írafoss 1 1. maí Múlafoss 1 8. mai GAUTABORG: írafoss 28. april Múlafoss 5. mai í rafoss 1 2. maí M úlafoss 1 9. maí HELSINGABORG: Álafoss 6. mai KRIST1ANSAND Álafoss 6 mai GDYNIA/GDANSK: Lagarfoss 1 0. mai VALKOM: Skeiðsfoss 26. april Lagarfoss 1 3. mai VENTSPILS: Lagarfoss 1 1. mai Reglubundnarp vikulegar S hraðferðir frá: ANTWERPEN, FELIXSTOWE, GAUTABORG, HAMBORG, KAUPMANNAHÖFN, ROTTERDAM GEYMIÐ auglýsinguna ALLTMEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.