Morgunblaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRIL 1976
r
A hættu-
slóðum í
IsraelE' S
Sigurður
Gunnarsson þýddi
þess, að ég er á förum..Hann var
dálítið þvermóðskulegur á svip og virti
fyrir sér landslagið. . . Já, einmitt það,
var þá Míron svona inni við beinið.
En svo bætti Míron við, eins og hann
væri í öðrum heimi: „Já, sjáðu til, — ég
ætla að fara að gifta mig..
„Hvað segirðu?"
Ætlar að fara að gifta
sig,.. . hugsaði Óskar, ... Nei, honum gat
ekki verið alvara,... Það voru aðeins
hinir eldri, sem gerðu það. En Míron var
nú eldri en hann,... og í þessu landi var
einmitt algengt, að fólk gifti sig ungt. Og
nú horföi hann undrandi á Míron, eins og
hann gæti ekki trúað því, sem hann
sagði. Þau hin heyrðu ekki það, sem
Míron og Óskar töluðu um.
r COSPER-------------\
Finnurðu ekki mömmu þína. — Hvernig
Iflur hún út?
„Já, nú hef ég tekið ákvörðun,“ sagði
Míron. „Og þegar ég hafði gert það, var
eins og fortíðin hyrfi að fullu,... Finnst
þér það ekki skrítið,... allt það illa, sem
ég hafði reynt og lifað,... flóttinn frá
landi til lands,... Það hvarf allt úr vitund
minni. Nú veit ég, að ég sezt að í þessu
landi, og hér ætla ég alltaf að búa. Og þá
varð líka sú breyting á mér, að ég þoldi
að aka í bíl.“
Óskar sagðist skilja þetta, og það gerði
hann í raun og veru, því að hann var
sjalfur vesall flóttamaður. Hann þrýsti
hönd Mírons innilega og óskaði honum til
hamingju.
Hann hallaði sér fram til þess aö ná til
Esterar, því að hann ætlaði að óska henni
líka til hamingju. Hann vissi, að það var
Ester, sem hér átti hlut aó máli. En
Míron hvíslaði ákafur:
„Nei,... nei,... þú mátt alls ekki segja
henni frá því. Hún veit ekkert um það
enn þá...
„Hvaö er nú þetta?“ kallaði Óskar hátt
og í þetta sinn á norsku, sem varð til þess,
að þau hin hrukku öll við í sætum sínum.
„Nei, kallaðu ekki svona hátt, Óskar,“
sagði Míron,... „ég hef ákveðið að segja
henni þetta í kvöld.“
En Óskar gat alls ekki stillt sig. Hann
hló svo hátt, að hann var alveg að
springa. Þau hin vildu aö sjálfsögðu vita,
að hverju hann væri að hlæja, en Óskar
varðist allra frétta... hann skyldi sýna
Míroni, að þetta væri einnig
leyndarmálið hans. Og svo var ekkert
meira um það talað.
Þau óku viðstöðulaust, sólin skein á
heiðum himni, og fólk var alls staðar að
vinna á ökrum og í aldinreitum meðfram
veginum. Og hvarvetna sáust börn að
leik. Allt þetta fólk var komið víðsvegar
að úr heiminum, til þess að setjast að í
landi feðra sinna, Israel.
Og svo óku þau allt í einu inn í Haífa.
Óskar varð gagntekinn einhverri ónota-
tilfinningu: Eftir örfáar mínútur átti
hann að fara um borð í skipið, sem hann
hafði strokið frá. Og þarna var brytinn
og skipstjórinn og allir hinir,—og hvað
mundi eiginlega gerast? Honum leið svo
illa, að hann gleymdi næstum því
sorginni, sem því fylgdi að þurfa að
skilja við vini sína í jeppanum. Hann var
þögull og þungbúinn, þegar þau óku um
hinar fjölförnu götur niður til hafnarinn-
ar, þar sem skipið var.
Já, þarna lá FÁLKINN bundinn við
hafnarbakkann, með fánann við hún og
nafnið málað með hvítum stöfum á bláan
kinnunginn. En hann sá hvergi neinn
mann á skipinu.
MORddKf-íj^K’
KAtPINIi \\ r®
Þú ert nýi maðurinn — ekki satt?
Við verðum að horfast í augu
við þá staðreynd að hvergi mun
vatn að hafa á þessari eyju.
Nei, ekki þessa sprautu. — Ég
sagði stóru sprautuna.
Kennarinn: — Jonni, til hvaða
dýraflokks heldurðu að ég telj-
ist?
Jonni: — Ég veit það ekki.
Pabbi segir, að þú sért gamall
hani, en mamma segir, að þú
sért slægur refur.
X
Frúin: — Getið þér ekki fengið
eitthvað að gera?
Flakkarinn: — Nei, það heimta
allir að ég komi með meðmæli
frá sfðasta atvinnurekanda.
Frúin: — Og getið þér ekki
fengið þau?
Flakkarinn: Nei, það er nú ein-
mitt það. Þér sjáið, hann dó
fyrir 28 árum.
X
Lögregluþjónninn: — Hvernig
vildi slysið til?
Bflstjórinn: — Konan mfn
sofnaði f aftursætinu.
— Geturðu sagt mér hvað þarf
mikið til þess að lifa af?
— Já, legðu saman tekjur þfnar
— hve miklar sem þær eru —
og bættu svo við 25%.
X
Kennarinn: Þetta er f fimmta
skiptið í þessari viku, sem þú
kemur ólesinn f skólann. Hvað
segirðu við þvf?
Nemandinn: — Ég gleðst yfir
þvf að það skuli vera kominn
föstudagur.
X
Kennarinn: — t hvað
mörgum styrjöldum tóku Spán-
verjar þátt á 17. öld?
Tommi: — Sjö.
Kennarinn: — Sjö? Teldu þær
upp.
Tommi: — Fyrsta, önnur,
þriðja, fjórða, fimmta, sjötta og
sjöunda.
Arfurinn í Frakklandi
Framhaldssaga eftir Anne Stevenson
Jóhanna Knstjónsdóttir þyd.d'
48
leyti. Þetta er harmleikur f vikt-
orfönskum stfl. Ég er hinn glataði
óskilgetni erfingi allra auðæf-
anna. Minn nýfengni faðir ætlaði
að ausa mig allri þeirri ást sem
hann hafði ekki fengið að auó-
sýna mér f þrjátfu ár. Elskuleg
móðir mfn — sem er vfst allt
önnur en ég hef talið hingað til —
lézt þegar ég fæddist og svo ákvað
hann frændi minn að myrða mig
eins rösklega og fljótt og þvf yrði
komið f kring.
Þau voru kominn á aðalveginn
inn f bæinn og hann notaði tfm-
ann og sagði henni allt af létta
sem Nicole hafði frætt hann um.
— Og þú hélst þig vera að koma
hingað til að ganga frá sölu á
húsinu þfnu, sagði Helen.
Hann hló.
— Það er einmitt lóðið.
— Trúirðu þvf sem hún sagði?
— Ég veit ekki. Ég er hræddur
um að ég geri það að ákveðnu
marki. Ég er farinn að hallast að
þvf að ekkert sé eíns og það virtist
við fyrstu sýn. Þrjátfu æviárin
mín eru að leysast upp og ég veit
ekki lengur hver ég er.
— Það er bara sárið, sagði Hel-
en sefandi. — Þú ert sennilega að
fá sótthita.
— Nei, það er ekki sárið. Það er
sú uppgötvun að ýmislegt f sam-
bandi við mig og móður mfna, eða
ætti ég kannski að kalla hana
Simone, gæti skýrzt við þetta.
— Það skýrir ekki dánu konuna
f húsinu þfnu, sagði hún.
— Mér var að detta svolftið f
hug, sagði hann. — Aktu að hús-
inu mínu.
— Ég ætla að fara til gistihúss-
ins fyrst, sagði hún.
— Nei, sagði hann. — Ég man
ég sá myndir uppi á loftinu. Ég
þarf að athuga þær.
Hún leit efagjörn á hann.
— Helen. Ég verð að ganga úr
skugga um þetta. Þau tala öll um
sterkt svipmót sem ég beri af
móður minni. Ég vil fá að sjá það
sjálfur.
— Allt f lagi, sagði hún. — Við
skulum fara og athuga það.
Þau óku áfram f tunglbjartri
nóttinní gegnum þorpið sem þau
höfðu áð f kvöldið áður.
David sagði f samræðutón þeg-
ar þau fóru hjá kránni.
— Ég sat þarna á þessum guð-
dómlega bar. Og vissi þá að ég
clskaði þig.
Éftir andartaks hik sagði hún:
— Það var f skrifstofu umboðs-
manns mfns f Parfs að Ijós rann
upp fyrir mér og ég skildi að
einhver hafði sent mig héðan til
að hafa betri tök á þér. Þá vissi ég
að ég elskaði þig. Ég hef aldrei
verið jafn miður mfn af kvfða
eins og ég var á leiðinni hingað
aftur.
— Ég vildi óska ég hefði vitað
það.
— Og þegar ég kom til hallar-
innar og vinnufólkið sagðl mér
hvað gerzt hefði, fannst mér að
nú gæti ég drepið mann. Ég held
ég geri það, ef önnur tilraun
verður gerð.
— Það var Paul sem skaut á
mig, sagði David. — Ég held ekki
að reynt verði aftur. Hættan er að
öllum Ifkindum liðin hjá.
— Þú hefur ekki keltneskt blóð
sem streymir um æðar þfnar,
sagði Helen. — Ef svo væri mvnd-
frðu ekki tala svona.
David brosti.
— Ég vildi bara að ég hefði tvo
heilbrigða handleggi og nægan
tfma. Ég vildi ég hefði vitað að þú
elskaðir mig áður en þú fórst til
Parfsar.
— Ég vissi það ekki.
— Ertu viss um að þú getir
elskað mann sem veit ekki einu
sinni hvað hann heitir.
Hún hló við.
— Verður þú ekki afskaplega
rfkur. Gerirðu þér ekki grein
fyrir að ég er bara að ágirnast
peningana þfna?
— Ég skal segja þér, að ég er að
velta fyrir mér, hvort Paul hafi
ekki tekið skakkan pól f hæðina.
Ég dreg mjög f efa að óskilgetinn
sonur eigi erfðarétt.
— Ég er sannfærð um að þvf má
kippa f lag. Að minnsta kosti ef
ég þekki Marcel rétt. Hann
verður húinn að ganga frá þvf
áður en minnst vonum varir.
— Ahrifamikill aðili, hann
Marcel vinur okkar, sagði David
dreymandi.
Éinkennilegur sljóleiki var að
gagntaka hann. Nú fann hann
ekki sársaukann eins nfstandi og
áður. Hann lokaði augunum og
sofnaði.
Hann hrökk upp, þegar Helen
lagði bflnum úti fyrir húsinu. En
hann varð þess þá einnig vfsari að
honum leið miklu verr en áður.
Hann gat varla hreyft sára hand-
legginn og kvalirnar höfðu vaxið
og sársaukann lagði nú alveg upp
f öxlina.
— Hvernig líður þér, hvfslaði
Helen.
— Prýðilega. Geturðu hjálpað
mér út úr hflnum.
— Hún kom og hann hallaði sér
að henni um leið og hann reyndi
að mjaka sér með erfiðismunum
út úr bflnum. Þegar hann stóð
loks uppréttur herti hann takið
utan um hana og fann svima yfir
höfðinu.
— Þú ert brennandi heitur,
sagði hún.
— Nóttin cr heit.
— O, ekki aldeilis. Veðrið er