Morgunblaðið - 24.04.1976, Page 29

Morgunblaðið - 24.04.1976, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976 29 VELVAKArJCDI Velvakandi svarar í slma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Samkvæmisdansa í sjónvarpið G.K., sem er áhugasöm um samkvæmisdansa skrifar: Ég ætla að skrifa nokkrar línur, sem ég hefi ekki gert fyrr. Mig langar til að beina fáeinum orðum til þeirra, sem stjórna dagskrá sjónvarpsins. Hvernig stendur á því að dans er aldrei, ég endurtek aldrei, sýndur í sjónvarpi? Við dansunnendur fáum ekki einu sinni að sjá þætti með nemendum og kennurum úr okkar skólum, hvað þá að maður fari fram á að sjá heimsmeistara- og evrópu- meistarakeppnirnar, sem voru þó alltaf sýndar, þar til fyrir nokkrum árum. Ég veit að heims- meistarakeppnin var sýnd í fyrra úti í Kaupmannahöfn, einmitt um þetta leyti. Nánar til tekið helgina á undan pálmasunnudeginum. Svo ekki er hægt að afsaka sig með því að segja, að hún sé hætt. Og eins eru alltaf keppnir á milli Norðurlandanna, bæði áhuga- og atvinnudansara. Og mér er spurn: af hverju er ekki hægt að fá þessa þætti til landsins, eins og t.d. ensku knattspyrnuna, sem alltaf er á laugardögum. Þó það komi nú frá okkar mesta óvini „Eng^ landi“. Það er furðulegt að íþróttaunn- endur fá IV4 klst. þátt á hverjum laugardegi og 'A klst. þátt á hverjum mánudegi, fyrir utan nú knattspyrnuna, sem er 1 klst. þáttur. En dansunnendur fá aldrei neina þætti. Væri nú ekki hægt að kippa þessu í lag? % Vinnurof lítið Grétar Þ. Hjaltason á Sel- fossi skrifar? Alveg er ég hjartanlega sam- mála konunni, sem skrifaði í dálk þinn þann 13. þ.m. Fólk vinnur alltof lítið. Það er engin afsökun, að ekki sé hægt að vinna lengur en myrkranna á milli þegar allur þessi ljósabúnaður er við höfum yfir að ráða nú til dags, gerir okkur kleift að vinna stanzlaust, þar til við dettum niður af þreytu. Og allt þetta fótboltaspark, sem nú er stundað i landinu, er hrein þjóðarskömm. Væri þessum sparklýð nær að hundskast upp til afdala, á eyðibýlin, með gaffal í hönd og fara að pæla. Því ólíkt er skemmtilegra að sjá sjötuga manneskju sleikja fyrirhafnar- laust á sér tærnar en horfa á þessa fótboltagaura, sem ganga uppréttir og eru ekki nema örlítið hjólbeinóttir. Ég veit vel hvað ég er að segja, þvi ég stundaði fótbolta í 40—50 ár, án þess svo mikið sem að verða orðaður við landsliðið. Nei, föt- boltalýðurinn ætti í mesta lagi að fá 16 krónur úr landsjóði. Sextán milljónir eru hrein landráð. # Sprengingaleyfi Kona ein, sem býr nærri nýja miðbænum svokallaða i Reykjavik, hafði samband við Velvakanda og var að velta fyrir sér hvort eftirlit væri með spreng- ingum, eins og þeim, sem fara fram vegna nýbygginga og gatna- gerðar á þessum stað. Fannst henni sprengingarnar æði miklar. Velvakandi fékk þær upplýs- ingar hjá öryggiseftirlitinu, að ekki mættu aðrir annast spreng- ingar en þeir, sem hefðu til þess tilskilin leyfi. Um útgáfu þeirra sjá sýslumenn, bæjarfógetar og lögreglustjórar í Reykjavík. Þess- ir menn, sem eiga að kunna með sprengiefni að fara, bera svo ábyrgðina á verkinu. Og hjá borg- inni fékk Velvakandi þær upplýs- ingar að ekki væru aðrir menn til þess hafðir að annast sprengingar en þeir, sem hefðu sprengileyfi. Þessir menn ættu því að kunna með sprengiefni að fara og vita hvaða styrkleika þarf í einstökum tilvikum, hvernig á að meðhöndla sprengiefnið og hve sterkar spreningar eru hæfilegar frá öryggissjónarmiði % Að gifta sig ungur í nútímaþjóðfélagi færist giftingaraldurinn alltaf niður, segir í frétt frá Köln i Þýzkalandi, sem fylgir þessari mynd, sem Vel- vakanda fannst skemmtileg. í skoðanakönnun, sem fram fór í Vestur-Þýzkalandi nýlega, kom fram að ungt fólk, á aldrinum 13 til 24ra ára, þráir það að fara að heiman og lifa eigin lífi og lætur sifellt yngra af því verða. Þegar aldur fullveðja var í fyrra færður þar í Iandi úr 21 árs niður í 18 ár, fylltust allar kirkjur og bæjar- fógetaskrifstofur af brúðhjónum. Hjónabandið virðist því ekkert hafa misst aðdráttaraflið. Brúð- kaup þar sem brúðurinn klæðist hvítu og brúguminn fer í tilsvar- andi spariföt — þó pípuhattur þurfi ekki að fylgja — viðast al- veg jafn eftirsóknarverð og fyrr. En myndina og textann birtir Vel- vakandi hér til gamans. napurt. Þú ættir að vera f rúminu með margar sængur ofan á þér. — Alveg sammála. Hann sneri höfðinu og fann varir hennar. Kossinn var langur og hann andvarpaði af vellfðan þegar hann færði sig frá henni. Loks sagði Helen. — Ef við ætlum að fara inn f húsið ættum við að gera það strax. Hann var tregur til þess og fannst hann ekki hafa þrek til að hreyfa sig. — Biddu meðan ég finn lykil- inn sagði hann. — Ég cr með lyklakippuna einhvers staðar hérna. Þau gengu hægt eftir stéttinni og upp að húsinu. David hélt dauðahaldi um Helen. t nátt- myrkrinu gnæfði húsið eins og draugahús — eða cins og köttur í viðbragðsstöðu hugsaði hann með sér. — IVtér er farið að þykja vænt um þetta Ijóta hús, sagði hann. Helen sagði kurteislega. — Eg býst við það hafi sinn sjarma. Hann hló. Hvernig væri hann á sig kominn án hennar, hugsaði hann. Allt þetta einkennilega sem hafði verið að gerast sfðustu sólarhringana og hafði snúið Iffi HÖGNI HREKKVÍSI eggjaleit!“ Grásleppuveiðimenn Erum kaupendur eða tökum í umboðssölu söltuð grásleppuhrogn, ennfremur kaupum við grásleppu eða óverkuð grásleppuhrogn á Reykjanessvæðinu Borgartúni 29 Pósth. 1128 Símar: 23955, 26950 Rvik GRÆNLANDSVIKA í Norræna húsinu Dagskrá 24.4. — 26.4. Laugardagur 24. apríl 17:00 Listsýning í sýningarsölum í kjallara og bóka- sýning i bókasafni — opnar almenningi 17:15 Fyrirlestur — KARL ELIAS OLSEN, skóla- stjóri: „Grönlands plads i nordisk samarbejde'' 20:30 Kvikmyndasýning: „Palos brudefærd" 22:00 Kvikmyndasýning: „Knud" (um Knud Ras- mussen) Sunnudagur 25. apríl kl. 14:30 HANS LYNGE og KRISTIAN OLSEN kynna bókasýninguna í bókasafni 16:00 Kvikmyndasýning 17:15 Fyrirlestur um náttúru Grænlands. H.C. PETERSEN, f.v. lýðháskólastjóri. 20:30 Grænlenzkar bókmenntir: HANS LYNGE, KRISTIAN OLSEN, AQUIGISSIAQ MÖLLER og ARKALUK LYNGE lesa úr eigin verkum, KARL KRUSE kynnir. EINAR BRAGI kynnir græn- lenzk Ijóð i íslenzkri þýðingu. Mánudagur 26. apríl kl. 15:00 Kvikmyndasýning 17:15 Fyrirlestur: „Den grönlandske sag", H.C. Petersen, f.v. lýðháskólastjóri 20:30 Sýningarsalir í kjallara: Karl Kruse og Martha Labansen kynna og ræða um listsýninguna. 22:00 Kvikmyndasýning NORR'ENA HUSIO POHjOLAN TAIO NORDENS HUS kl. kl. kl. kl. kl kl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.