Morgunblaðið - 24.04.1976, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976
Tíu keppa um
Grettisbeltið
l
I
1
Unglingasundmót
Unglingasundmót Ægis fer fram F
Sundholl Reykjavikur sunnudaginn
25. aprFI n.k. og hefst kl. 15.30.
Keppnisgreinar verða eftirtaldar: 50
metra bringusund telpna. 50 metra
flugsund sveina. 100 metra skrið-
sund stúlkna, 100 metra bringusund
sveina, 100 metra bringusund
telpna. 100 metra skriðsund
drengja, 50 metra skriðsund telpna,
50 metra skriðsund sveina 50 metra
baksund telpna, 50 metra baksund
sveina, 4x50 metra skriðsund
stúlkna og 4X50 metra fjórsund
Myndin fil hægri sýnir Agúst Asgeirsson koma f mark sem sigurvegara f Vfðavangshlaupi IR, en á
mvndinni til vinstri berjast tveir ungir kappar harðri baráttu á lokasprettinum.
ÁGllST VAil MED IKKRli VFIIiJillHHM OG
íli IILUT WIÁ lilKARA VÍBAVMGSHLAllPSH
ÍSLANDSGLlMAN 1976 fer fram
f Iþróttahúsi Kennaraháskóla
tslands á morgun, sunnudaginn
25. aprfl, og hefst keppni kl.
14.00. Keppendur f glfmunni
eru tíu talsins og helmingur
keppenda, kemur frá Héraðssam-
bandi S-Þingeyinga. Má segja
að Þingeyingarnir haldi merki
íþróttarinnar hátt á ioft með þátt-
töku sinni f glímunni og ekki er
heldur ólfklegt að Grettisbeltið
einn veglegasti verðlaunagripur,
sem keppt er um hérlendis, fari
norður að þessu sinni.
Keppendurnir i Islandsglím-
unni verða eftirtaldir: Eyþór
Pétursson, HSÞ. Guðmundur
Freyr Halldórsson, A, Guðmund-
ur Ólafsson, Á, Guðni Sigfússon,
Á, Halldór Konráðsson, V, Hjör-
leifur Sigurðsson, HSÞ, Ingi Þ.
Yngvason, HSÞ, Kristján Yngva-
son, HSÞ, Pétur Yngvason, HSÞ,
og Þorsteinn Sigurjónsson, V.
Meðal sterkra glímumanna sem
vantar í keppnina að þessu sinni
eru þeir Sigurður Jónsson, V,
Hjálmur Sigurðsson, V, og Jón
Unndórsson, KR.
Ætla má að Islandsglíman verði
óvenjulega tvísýn að þessu sinni,
en búast má við að baráttan
standi milli núverandi glímu-
kóngs, Péturs Yngvasonar, Tví-
burabróður hans Inga,
Guðmundur Ólafssonar og Þor-
steins Sigurjónssonar, en einnig
kann svo að fara að hinn efnilegi
glímumaður Eyþór Pétursson
blandi sér nú í baráttuna.
í íslandsglímunni eru einnig
veitt verðlaun fyrir fagra glímu,
og er handhafi þeirra verðlauna
frá síðustu Islandsglímu Pétur
Yngvason. Pétur hefur nú um
nokkurt skeið keppt fyrir Ung-
mennafélagið Víkverja, en hefur
nú flutzt norður til sinnar heima-
byggðar og keppir fyrir sitt gamla
félag að nýju í íslandsglímunni.
EINS OG vænta mátti varð Ágúst
Asgeirsson öruggur sigurvegari I
vfðavangshlaupi ÍR sem fór fram
að venju á sumardaginn fyrsta.
Tók Ágúst þegar forystu f hlaup-
inu og hélt henni allt til loka, og
hljóp hann geysilega vel. Er
greinilegt að Ágúst er f hörkuæf-
ingu um þessar mundir, og ef að
Ifkum lætur nær hann markmiði
sfnu að komast á Ólympfuleikana
f Montreal.
Rösklega 100 hlauparar voru
skráðir til leiks í víðavangshlaup-
ið að þessu sinni, en ekki reynd-
ust nema 65 mættir þegar hlaupið
hófst I Hljómskálagarðinum.
Hefðu allir þessar hlauparar lokið
keppni hefði það verið meira en
nokkru sinni fyrr í víðavangs-
hlaupi IR, en fimm hættu hlaup-
inu, þannig að 60 komu í mark —
fjórum færri en bezt hefur gerzt
áður.
Sem fyrr segir hafði Agúst Ás-
geirsson tekið forystu í hlaupinu
áður en komið var út úr Hljóm-
skálagarðinum, en þaðan var
hlaupið suður í vatnsmýrina og til
baka um Aðalstræti og hlaupi lok-
ið í Austurstræti við Landsbank-
ann, þar sem mikill mannfjöldi
hafði safnazt saman til þess að
fylgjast með úrslitum í hlaupinu.
Varð áhorfendafjöldinn til þess
að sumir keppendurnir luku ekki
hlaupinu. Nokkrir ungir drengir
sem voru aftarlega í hópnum
misstu kjarkinn er þeir sáu áhorf-
endafjöldann og létu sig hverfa,
fremur en að ljúka síðustu metr-
um hlaupsins.
Það vakti athygli að þessu sinni
hversu mikill munur var á hlaup-
urunum þegar í markið kom.
Þannig var Jón Diðriksson, sem
varð annar, 13 sekúndum á eftir
Ágústi og Ágúst Þorsteinsson, fé-
iagi Jóns úr UMSB, sem varð
þriðji, var rösklega hálfri mínútu
á eftir Jóni. Var ekki um keppni
um sæti að ræða fyrr en síðar i
hlaupinu, og þá milli ungu mann-
anna, sem sannarlega gáfu ekkert
eftir, enda þarna líka verið að
berjast um sigur i sveitakeppni.
Margir hlauparar vöktu sér-
staka athygli í þessu hlaupi og ber
þar að nefna Guðmund Geirdal úr
Kópavogi sem hljóp geysilega vel
og kom 8. i mark. Þarna er mikið
efni á ferðinni, en Guðmundur er
kornungur piltur. Þá vakti ekki
síður athygli frammistaða yngsta
keppandans, Alberts Imslands úr
Leikni. Hann er aðeins 10 ára, en
varð í 17. sæti. Mikið má vera ef
ekki á eftir að heyrast verulega
frá þeim pilti eftir svo sem ára-
tug.
Það var sannkallaður ÍR-dagur
á fimmtudaginn, er stigin í sveita-
keppninni voru gerð upp, þar sem
ÍR-ingar hlutu nú alla þá bikara
sem keppt var um f Víðavangs-
hlaupinu. I 3 manna sveitar-
keppni hlaut A-sveit ÍR 6 stig,
B-sveit IR 19 stig, A-sveit UBK 21
stig og C-sveit ÍR 34 stig. I fimm
manna sveitakeppninni þar sem
keppt var um FIAT-bikarinn
hlaut A-sveit ÍR 17 stig, A-sveit
UBK 54 stig, B-sveit lR 56 stig og
C-sveit ÍR 114 stig.
I 10 manna sveitakeppninni
hlaut A-sveit ÍR Morgunblaðsbik-
arinn sem nú var keppt um í
fyrsta sinni, hlaut 70 stig, sveit
UBK hlaut 159 stig og B-sveit IR
237 stig. I sveit þriggja kvenna
var einnig keppt um nýjan Morg-
unblaðsbikar og hlaut iR-sveitin
þar lægstu hugsanlega stigatölu, 6
stig. Veitt voru verðlaun fyrir
elztu fimm manna sveitina og
hlaut IR þann bikar þar sem sam-
anlagður aldur fimm elztu kepp-
enda félagsins var 132 ár. Elzti
keppandinn i hlaupinu var hins
vegar Jón Guðlaugsson, HSK, sem
hljóp mjög vel að þessu sinni og
varð í 22. sæti. Jón er rösklega
fimmtugur.
Ragnhildur Pálsdóttir úr KR
varð fyrst þeirra kvenna sem
kepptu í hlaupinu, en tvær ungar
og mjög efnilegar stúlkur, Inga
Lena Bjarnadóttir úr IR og
Thelma Björnsdóttir, UBK, voru
ekki langt á eftir henni.
Urslit í víðavangshlaupinu urðu
sem hér segir:
Ágúst Ásgeirsson IR 12:21,8
Jón Diðriksson UMSB 12:34,4
Ágúst Þorsteinsson
UMSB 13:10,0
Gunnar Páll Jóakimssson
IR 13:26,0
Júlíus Hjörleifsson iR 13:33,0
Hafsteinn Óskarsson ÍR 13:36,0
Ágúst Gunnarsson UBK 13:40,0
Guðmundur Geirdal UBK 13:50,0
Einar P. Gúmundsson,
FH 13:52,0
Þorgeir Óskarsson IR 14:04,0
Gunnar Ó. Gunnarsson
UNÞ 14:33,0
Þórður Gunnarsson HSK 14:36,0
Hartman Bragason UMFS 14:44,0
Sumarliði Óskarsson IR 15:17,0
Jörundur Jónsson ÍR 15:24,0
Haukur Sveinsson UBK 15:25,0
Albert Imsland Leikni 15:30,0
Guðjón Ragnarsson ÍR 15:32,0
Sigurjón Andrésson ÍR 15:46,0
Sveinn Guðmundsson ÍR 15:49,0
Reynir Þorsteinsson
Leikni 15:51,0
Jón Guðlaugsson HSK 15:56,0
Óskar Pálsson KR 16:09,0
Helgi Hauksson UBK 16:12,0
Hafsteinn Jóhannesson
UBK 16:21,0
Ásbjörn Sigurgeirsson
IR 16:25,0
Guðni Sigfússon UBK 16:29,0
Ragnhildur Pálsdóttir
KR 16:34,0
Kristján Jónsson
Leikni 16:35,0
Ulfar Guðmundsson UBK 16:45,0
Atli Þór Þorvaldsson IR 16:46,0
Inga Lena Bjarnadóttir
IR 16:50,0
Thelma Björnsdóttir UBK 16:53,0
Óli G. Kristjánsson ÍR 16:56,0
Markús Einarsson UBK 16:57,0
Skúli Guðbjartsson IR 17:03,0
Stefán Stefánsson IR 17:24,0
Sigurður Erlingsson IR 17:24,0
Guðmundur Valdimarsson
lR 17:28,0
Karl West Fredriksen
UBK 17:40,0
Jón Guðiaugsson, elzti
keppandinn f vfðavangshlaupinu,
rúmlega fimmtugur.
Þórarinn Bjarnason
UBK 17:40,0
Lilja Steingrímsdóttir
USVS 17:41,0
Sigurjón Björnsson IR 18:22,0
Agnes Guðmundsdóttir
UMSB 18:26,0
Ragnar Baldursson IR 18:42,0
Kristín Sigurbjörnsdóttir
ÍR 18:45,0
Aðalsteinn Björnsson IR 18:51,0
Steinn Pétursson UBK 19:04,0
Hálfdan Ingason ÍR 19:06,0
Oddur Oddsson, Leikni 19:08,0
Sólveig Pálsdóttir KR 19:10,0
'ltristrún Gunnarsdóttir
Leikni 19:16,0
Margrét Óskarsdóttir IR 19:48,0
Engilbert Imsland Leikni 19:53,0
Guðmundur Ásbjörnsson,
IR 19:53,0
Andrés Sigurjónsson IR 19:53,0
Margrét Reynisdóttir IR 20:25,0
Sigurður Þór Sigurðsson
ÍR 20:29,0
Jakob Stefánsson ÍR 20:33,0
Leikið í Keflavík
Kl. 14.00 f dag fer fram einn
leikur f Litlu-bikarkeppninni f
knattspyrnu. Keflavfk og FH
leika f Keflavík. Haukar hafa nú
forystu f keppninni með 4 stig,
UBK er með 4 stig, FH er með 1
stig, lA með 1 stig og IBK með 0
stig.
Með sigorbros á vör
ÞAÐ er tæpast hægt að segja annað en að þessar tvær ungu stúlkur séu
með sigurbros á vör, enda ástæða til. Þær höfðu, er myndin var tekin,
nýlega tekið við eftirsóknarverðustu verðiaunagripum sem keppt er
um í fslenzkum kvennahandknattleik. Það er Oddný Sigsteínsdóttir
sem er til vinstri og er hún með tslandsbikarinn, en til hægri er Erla
Sverrisdóttir fyrirliði Ármannsliðsins sem sigurlaunin f bikarkeppni
HSl, verðlaunagrip sem Morgunblaðið gaf til þessarar keppni. Hand-
knattieiksfólk hélt uppskeruhátfð sfna s.l. miðvikudagskvöld og þar
tóku við verðlaunum sfnum Islandsmeistarar og bíkarmeistarar karla
og kvenna.