Morgunblaðið - 24.04.1976, Síða 32
Landsmenn heilsuðu sumri í sumarveðri og var hiti á landinu vfða 10—15 stig.
Mikil þátttaka var f hátfðahöldum dagsins og fjölmenntu börn f skrúðgöngu, f
Reykjavík sem annars staðar á landinu.
Sjá nánar frá hátíðahöldum í Reykjavík á bls 10 og 11. Ljðsmynd Friðþjófur
„Ef ekkert verð-
ur gert er sjálffar-
ið úr Skógum”
— segir Margrét Guðmundsdóttir hús-
freyja. Ekki fært í útihús nema á báti
„Það er gæfan ein sem ræður
hvað verður um okkur hér í Skóg-
um," sagði Margrét, „ég veit ekki
enn hvort við gefumst upp hér. Ef
ekkert verður gert til varnar
flóðum er sjálffarið, en það er
hægt að ryðja upp varnargörðum
Framhalcl á bls. 19
Rithöfundaráð
*
Islands býður
Solzhenitsyn til
Islands í sumar
„ÞAÐ er vægast sagt hörmulegt að
búa hér f Skógum núna og það er
ekki hægt að komast nálægt fjár-
húsunum, nema á báti. Nú orðið
sjáum við ekki út úr þessu og ég
veit ekki hvað er til ráða ef veður
versnar, en þá þarf að flytja ærnar
eitthvað sem komnar eru að burði
og fólkið verður að fylgja með“,
sagði Margrét Guðmundsdóttir f
Skógum f öxarfirði f samtali við
Morgunblaðið f gær, en öll útihús í
Skógum eru nú mikið til á kafi f
vatni vegna flóða f Jökulsá í Öxar-
firði. Ekki er flóðið f ánni þó
meira en oft á vorin, en vegna
landsigsins f jarðskjálftunum s.l.
vetur liggur Skógalandið nú lægra
en áður.
Brezki flotinn treystir sér
ekki til að veria 2 veiðisvæði
r r .
Osk um opnun nýs svæðis við lsland senni- . .
i ri *• , 11 • * • — segir J6n Ulgeirsson
lega hatnað þar sem tlotinn á ekki skip _°
Ösk um opnun nýs svæðis við lsland senni-
lega hafnað þar sem flotinn á ekki skip
BREZKIR togaraeigendur og I ráðuneytið að opnað verði annað
sjómenn á togurum, sem stunda veiðisvæði fyrir brezka togara á
veiðar á Islandsmiðum, hafa farið fslandsmiðum, þannig að þau
þess á leit við brezka varnarmála- | verði tvö, en fram til þessa hefur
Nýr jarðbor í boði
lSLENDINGUM hefur verið boð-
inn til kaups nýr, kraftmikill
jarðbor frá Houston f Bandarfkj-
unum. Er borinn tilbúinn til af-
hendingar strax. Þessi bor getur
borað niður á 15 þúsund feta
dýpi, eða 5 kflómetra, en til sam-
anburðar má geta þess að stóri
borinn, Jötunn, getur borað niður
á 12 þús. feta dýpi eða 4 kfló-
metra.
Jón Sólnes formaður Kröflu-
nefndar, sagði í samtali við Morg-
unblaðið i gær, að tilboð um þenn-
an bor hefði borizt fyrir nokkrum
dögum. Ætti hann að kosta 2.6
millj. dollara eða 465 millj. króna
og væri borinn boðinn á góðum
kjörum með lánum til langs tíma.
Þá sagði Jón Sólnes að tæki i
Kröfluvirkjun streymdu nú til
landsins og stæðust allar afhend-
ingar á þeim. Fyrir nokkrum dög-
um komu hlutar af kæliturnum
sem verða við virkjunina. Eru það
mikil mar'nvirki og verða þeir
reistir utandyra. Þá kom skeyti
frá Japan i fyrradag um að búið
væri að setja fyrri túrbinu virkj-
unarinnar i skip, sem færi áleiðis
til Evrópu. Er gert ráð fyrir að
Varð fyrir skoti
UM kl. 23 í gær var komið að
manni sem lá við strætisvagnabið-
skýlið á Grensásvegi. Var þegar
kallað á lögreglu og í ljós kom, að
skot hafði hlaupið i höfuð manns-
ins, og var hann fluttur rænulaus
á sjúkrahús. Maðurinn mun hafa
verið með riffil innan klæða og
skot hlaupið úr honum á einhvern
hátt. Þegar Morgunblaðið fór í
prentun var málið enn í rann-
sókn.
túrbínunni verði skipað á land á
Húsavík i júní.
„En það er til lítils að fá öll
þessi tæki, ef ekkert verður bor-
að, þvi þá kemur aldrei nein
gufa," sagði Jón Sólnes að lokum.
flotinn eingöngu treyst sér til að
verja eitt svæði.
Bill Smartt, fréttarritari Mbl. i
Hull, segir í skeyti í gær, að
togaraeigendur hafi óskað þess
sama s.l. vetur, en þá hafi svarið
verið neikvætt. Bæði vantaði
verndarskip og ekki væri hægt að
verja mörg svæði yfir vetrar-
tímann. Talið er að viðræður um
þetta mál fari fram i næstu viku.
Morgunblaðið hafði samband við
Jón Olgeirsson ræðismann í
Grimsby i gær og spurði hann álits
á þessari beiði útgerðarmanna og
sjómanna.
Jón Olgeirsson sagði, að togara-
eigendur og sjómenn væru mjög
óánægðir með að fá aðeins að
veiða á einum stað og legðu nú fast
að stjórnvöldum að opna nýtt
veiðisvæði. Yfirstjórn brezka
flotans bæri þvi hins vegar við, að
flotinn gæti ekki látið i té fleiri
skip til starfa á íslandsmiðum, þau
væru þar nógu mörg fyrir. — Mér
heyrist líka á útgerðarn/ðnnum, að
þeir séu vondaufir um að þessi
krafa þeirra nái fram að ganga.
Rithöfundaráð
lslands
ákvað á stjórnarfundi f gær að
bjóða sovézka skáldinu Alex-
ander Solzhenitsyn til Islands
f sumar, ef skáldið sér sér fært
að koma hingað.
Indriði G. Þorsteinsson, for-
maður Rithöfundaráðsins,
sagði í samtali við Morgunblað-
ið í gærkvöldi, að sér hefði
verið falið á fundi Rithöfunda-
ráðsins að skrifa umboðs-
manni Solzhenitsyn, Claud
Durand í Paris bréf og spyrjast
fyrir um hvort Solzhenitsyn
gæti þegið boð um að koma til
tslands í sumar.
Sagði Indriði, að sér hefði
einnig verið falið að annast
undirbúning að komu skálds-
ins, ef úr þvi gæti orðið að það
kæmi og myndi hann hafa
strax samband við rithöfunda-
samtökin, en þau myndu vafa-
laust taka þátt i frekari undir-
búningi.
Solzhenitsyn býr um þessar
mundir í Sviss, en þar hefur
hann búið frá þvi að hann var
rekinn í útlegð.
Björn Pálsson:
Kæri sýslumann fyrir inn-
brot og röskun heimilisfriðar
Styðst við nýja reglugerð,
segir Jón ísberg sýslumaður
TIL sviptinga kom f gær, þegar baða átti fé Björns bónda
Pálssonar á Ytri-Löngumýrl með valdi. Átta baðmenn undir
forystu Eggerts Lárussonar f Hjarðartungu komu ásamt lögreglu-
mönnum að Löngumýri f gærmorgun og hófu að baða féð. Björn
Pálsson var ekki beint hrifinn af þessu og skömmu sfðar komu
um 20 manns frá Skagaströnd og stöðvuðu böðunina, en er þeir
komu var búið að baða rétt rúmlega 200 fjár en alls á Björn um
1100 fjár. Björn Pálsson ákvað f gær að kæra sýslumann
Húnvetninga fyrir innbrot f fjárhús sfn og röskun á heimilisfriði.
Siðastliðiö haust ákvað Land- bæði lögleysu og vitleysu að
baða féð tvisvar. Björn telur sig
hafa baðað féð einu sinni og
það sé nóg.
„Ég sendi Birni bæði sím-
skeyti og bréf á sínum tima og
fór til hans sjálfur," sagði Jón
tsberg sýslumaður á Blönduósi
í gær þegar Morgunblaðið
ræddi við hann. „Að
endingu setti ég upp sakadóm
hjá honum og spurði hann
búnaðarráðuneytið að baða
skyldi allt fé tvisvar sinnum
milli Miðfjarðargirðingar og
Héraðsvatna, en síðan var
þessari ákvörðun breytt i milli
Héraðsvatna og Blöndu. Var
það gert vegna margra kláðatil-
fella sem höfðu komið upp.
Menn böðuðu fé sitt yfirleitt
tvisvar, nema hvað Björn Fáls-
son þráaðist við og taldi það
hvort hann ætlaði að baða
aftur. Hann hvorki neitaði né
játaði, svo ég úrskurðaði i rikis-
sakadómi, að því að það er sagt
í lögum um fjárbaðanir að fara
eigi að hætti opinberra mála að
heimilt væri að baða hjá
honum. Þá var nýbúið að gefa
út nýja reglugerð, eða viðbót
við fyrri reglugerð, með hlið-
Sjón af fénu hans Björns. Sú
reglugerð kom út 17. eða 18.
marz.
Svo gerðist það að Björn kær-
ir þennan úrskurð til Hæsta-
réttar og á meðan lét ég fresta
framkvæmd úrskurðarins, en
siðan telur meirihluti Hæsta-
réttar þennan úrskurð ekki
gildan. Byggðist það á því að
Landbúnaðarráðuneytið hafði
ekki tilkynnt þessa böðun í
Lögbirtingarblaðinu, eins og
því bæri. En það eru engin
ákvæði um þetta i lögum um
f járbaðanir heldur bara
almenn ákvæði um birtingu
opinberra tilkynninga. Björn
hafði viðurkennt fyrir mér, að
hann hefði vitað um þetta,
heyrt þetta lesið i útvarpi. Þá
segir í dómi Hæstaréttar, að
þetta falli ekki undir sýslu-
mann sem dómara heldur sem
lögreglustjóra. í krafti þess fór
ég af stað í morgun til baða og
var búinn að baða eitthvað 211
fjár, þegar hópur manna kom
utan af Skagaströnd og torveld-
aði okjjjur starfið og við vildum
ekki lenda í handalögmálum
við þá og-hættum böðun," sagði
Jón tsberg að lokum.
Þá hafði Morgunblaðið sam-
band við Björn Pálsson bónda á
Ytri-Löngumýri og spurði hvað
hann vildi segja um böðunar-
málið í gær.
„Jú, sýslumaður kom að Ytri-
Löngumýri í morgun við
tíunda mann og hóf að baða fé
Framhald á bls. 19