Morgunblaðið - 16.06.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.06.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JUNl 1976 Hallbjörg heim með sýningu HALLBJÓRG Bjarnadóttir söng- kona og listmálari og oiginmaður hennar, Fischer, munu opna sýn- ingu á 66 málverkum í Casa Nova í Menntaskölanum i Reykjavík í byrjun vikunnar og mun sýningin standa út mánuðinn. Hallbjörg býr í New York, en hún byrjaði að mála þegar hún missti röddina á sínum tíma, en hana fékk hún aftur og því sinnir hún nú þessum tveimur listþátt- um jöfnum höndum. — Höfumveitt 3/4 Framhald af bls. 32 fyrstu mánuðum ársins að veiða 75,8% af þorskafla sinum og eiga þá 24,2% eftir. Samkvæmt uppiýsingum Fiski- félags Islands var afli þorsks, sem Íslendingar veiddu hér árið 1974 238.897 tonn. Á fyrstu 5 mánuðum ársins 1974 veiddum við 149.694 tonn eða 62,7% af öllum ársafla okkar. Höfum við því þegar á þessu ári, ef hlutfall- ið, sem frá er gengið í upphafi, er rétt, veitt 13,1 prósentustigum meira í ár en 1974 á fyrstu 5 mánuðum ársins. Morgunblaðið bar þessar tölur og útreikninga undir Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra. Hann benti á, sem rétt er, að talsverð óvissa er úm ýmsar tölur í þessu dæmi, svo sem með afla- magn Breta á fyrri hluta þessa árs, en þær eru ágizkunartölur. Ráðherra benti einnig á að ekki ætti endilega að miða slíkan samanburð við almanaksárið, þar sem íslendingar sæju nú fram á það á næsta ári, að ennþá stór- felldari minnkun yrði á veiðum útlendinga, en orðið hefði á þessu ári. Einnig kvað hann að taka yrði tillit til þess, að fyrstu 5 mánuðir ársins væru aðalþorskveiði- mánuðirnir. Bátaflotinn veiddi um 50% afla síns á vertíð, í marz og apríl, og þannig yrði bátakvót- inn miklum mun minni þá 8 mánuði, sem eftir væru ársins. Matthías Bjarnason sagði: „Við verðum einnig að taka tillit til þess að stór hluti minni bátanna er nú á humarveiðum. Ráðstafan- ir, sem við höfum gert núna, t.d. hækkun karfaverðs um 47% á tví- mælalaust eftir að minnka sókn- ina i þorskinn. Við reiknum með skipum á öðrum veiðum, bæði nótaveiðum í Norðursjó og slld- veiðum í haust við Island og minni skipum á reknetum, við reiknum með skipum á loðnuveið- um, á úthafsrækju og inni í þess- um afla er t.d. fiskur, sem sóttur hefur verið á Grænland. Er sókn- in því mun minní í þorskinn. Reynt er að dreifa sókninni á fleiri tegundir. Matthías sagði ennfremur, að þótt talað væri um 280 þúsund tonn á þessu ári sem hámark, væri Ijóst að þetta ár yrði miklu erfiðara í stjórnun veiðanna heldur en hið næsta. Hann taldi það ekki skipta sköpum um af- komumöguleika þjóðarinnar, þótt við veiddum ef til vill eitthvað meira af þorski á árinu 1976, en aftur mirina á árinu 1977. Þá kvað hann þessar tölur fiskifræðinga einnig vera á' ■ ■ ''ilur og á engan hátt ðro kki unnt að fullyrða neitt um þessi mál fyrr en eftir 2 til 3 ár. „Við höfum hins vegar tekið mjög alvarlegt mið af þessu öllu I þeim ráð- stöfunum, sem gerðar hafa verið," sagði ráðherrann, „en vitaskuld tökum við einnig áhættu eins og við höfum alltaf gert. Ef við hefðum átt að vera mjög svartsýnir, hefði átt að binda stóran hluta flotans strax, en við verðum auðvitað að nýta hann með einhverri bjartsýni. Ekki má líta á þessar tölur eins og þær væru ófrávíkjanlegar. Við máttum heldur ekki hunza þær eins og gert var í nokkur ár,“ sagði Matthías Bjarnason. Þá kom það fram í máli ráð- herrans, að ef ekki hefði verið gripið í taumana fyrir rúmu ári, hefði verið haldið áfram að kaupa ný fiskiskip til landsins. Sagðist hann gizka á að um 10 skuttogarar hefðu verið keyptir ef stjórnvöld hefðu ekki stöðvað togarainn- flutning. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélagsins, sem hér voru gerðar að umtalsefni i upphafi. skiptist heildarbolfiskaflinn milli báta og togara þessa 5 fyrstu mánuði ársins 1976 þannig, að bátar veiddu 141.591 tonn og tog- arar 80.162 tonn. Bátaaflinn var mjög svipaður og hann var i fyrra, en togaraaflinn var heldur betri eða um 4.500 tonnum meiri. Síldaraflinn var nú aðeins 290 tonn, en var í fyrra 2.710 tonn. Loðnuaflinn dróst sömuleiðis saman — aðallega vegna sjómannaverkfalls, sem féll á það tímabil, sem loðnuvertíð stóð yfir. Varð hann aðeins 338 þúsund tonn í stað 457 þúsund tonna í fyrra. Rækjuafli var nú 3.976 tonn, en var í fyrra 3.077 tonn. Hörpudiskur var nú 485 tonn, en í fyrra 537 tonn, humarafli var nú 637 tonn, en í fyrra 383 tonn. Spa;rlingur var nú 73 tonn, en eriginn spærlingur barst á land í fyrra þessa 5 mánuði. Heildaraflinn var þessa mánuði í ár 565.284 tonn, en í fyrra var hann 680.941 tonn. Munar þar mestu um minni loðnuafla í ár. — Listahátíð Framhald af bls. 32 franska látbragðsleikarans Yves Lebreton í gær sem og í fyrradag. Samkvæmt tölum sem fyrir- liggjandi eru frá listahátíðinni I Reykjavík fyrir tveimur árum, sóttu samtals um 14.480 manns þá hátíð en samkvæmt útreikningum sem Listahátíð lét gera í gæt var áætlað að gestir á. dagskrár- atriðum hátíðarinnar nú væru orðnir um 18.500. Má öruggt telja að fjöldinn fari yfir 20 þúsund nú, því að eftir eru tónleikar Cleo Laine og Johnny Dankworth í Laugardalshöll og mun að mestu uppselt á þá. — Franjieh Framhald af bls. 1 hefur ákveðið að ganga í írska flugherinn. Mál flugmannsins hefur aukið spennuna í sambúð Sýrlands og íraks og spennan torveldar til- raunir Líbýu til að miðla málum í borgarastríðinu. Abdel Salam Jalloud forsætisráðherra hefur sent Iraksstjórn skeyti þar sem talið er að hann hafi reynt að draga úr spennunni. 1 Washington var sagt að sjö bandarísk herskip hefðu aftur verið send til austanverðs Mið- jarðarhafs án þess að það væri skýrt nánar. Herskipin höfðu verið kölluð burtu fyrr i mánuðinum. Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra Israels, sagði í dag að ísraelsmenn gerðu sér grein fyrir því hættuástandi sem gæti skapazt ef Líbanon glataði sjálf- stæði sínu eða kæmist undir yfir- ráð Palestínumanna eða Sýrlend- inga. Hann sagði að ástandið væri óljóst en deiluaðilar vissu að ísraelsmenn áskildu sér rétt til að gera nauðsynlegar ráðstafanir ef þjóðarhagsmunum ísraels yrði ógnað. Rabin kenndi Aröbum og Rússum um að ekki hefði tekizt að koma á friði í Miðausturlönd- um. Israelsmenn vildu sitja Gen- farráðstefnu en það strandaði á kröfu Rússa um þátttöku Frelsis- samtaka Palestínu (PLO). Hann neitaði því að sambúðin við Bandaríkin hefði versnað. Heimildir í ísraelska hernum sögðu í dag að ekkert benti til þess að sýrlenzkir skriðdrekar hefðu fært sig nær ísraelsku landamærunum eins og Palestinumenn hafa haldið fram. Riad sagði í Damaskus að friðargæzlulið sex Arabalanda kæmi ekki til Líbanons fyrr en hægrimenn samþykktu dvöl þess og nú virðist hann telja sig hafa fengið samþykki Franjiehs, þótt á það sé bent að margir miiligöngu- menn hafi orðið fyrir þeirri reynslu að telja sig hafa komizt að samkomulagi við líbanska leið- toga en komizt að raun um það síðar, að það hafi ekki verið eins tryggt og þeir töldu. Tveir aðrir helztu leiðtogar hægrimanna, falangistaforinginn Pierre Gemayel og Camille Chamoun fyrrum forseti voru við- staddir síðari hluta fundar Riads og Franjiehs. Fréttirnar um bardagana í Austur-Libanon benda til þess, ef réttar reynast, að Sýrlendingar reyni að nota það tiltölulega rólega ástand sem ríki til að treysta stöðu sina i Bekaa- dalnum. Á strandveginum milli Beirút og Sidon reistu vinstri- menn og Palestínumenn vega- tálma. Borgirnar eru enn í sam- göngubanni og brauð og bensín af skornum skammti. — Samningar Framhald af bls. 32 ara samninga og viðræðna, sem ríkisnefndin hefði staðið í, þá hafi hún staðið í samningum út af starfskjörum starfsfólks ríkis- verksmiðjanna og í dag hæfust aftur fundir um kjör starfsmanna á jarðborunum, en þeir hafa verið í yfirvinnubanni nú um skeið. Höskuldur sagðist vilja taka fram, vegna þeirra frétta og yfir- lýsinga sem komið hefðu fram um að samninganefnd rikisins væri tsein til viðræðna við suma aðila, að samninganefnd ríkisins hefði gert öllum félögunum tiltekið til- boð og það hefðu átt sér stað skoðanaskipti miili nefndarinnar og samninganefnda þessara fé- laga. „Það markast auðvitað af því hvort einhver von sé til samn- inga hversu mikla áherzlu við leggjum á viðræður við félögin,“ sagði hann. „Ef kröfur eru upp í skýjunum og ekkert horft á það sem kringum er, þá þjónar það takmörkuðum tilgangi að leggja mikla vinnu í það, sérstaklega þegar mjög stór félög starfs- manna ríkisins hafa tekið á þess- um málum af þeim skilningi eða alvöru sem við teljum að verði að vera i þeim samningaviðræðum, sem nú standa yfir.“ Höskuldur sagði, að mjög mis- munandi væri hvað um hefði sam- izt, t.d. væru kennarasamningarn- ir svo flóknir, að langt og erfitt mál væri að rekja hvað þeir fælu i sér, þar sem launaflokkar þeirra byggðust á samspili menntunar og starfsreynslu. Hann sagði, að almennt væri miðað við það, að launahækkunaráhrif þessara sér- samninga væru ekki langt frá 1,8% þegar á heildina væri litið. Höskuldur var spurður að því hvort launaflokkatilfærslur væru almenn tilhneiging í þeim samn- ingum og viðræðum sem nú stæðu yfir. Höskuldur svaraði því til, að kröfugerðin almennt gerði ráð fyrir miklum launaflokkatilfærsl- um. Hann kvaðst t.d. geta nefnt Prestafélag íslands, sem í eru á annað hundrað manna, að þar hækkuðu allir um einn launa- flokk 1. júlí á næsta ári. Höskuld- ur sagði engu að síður, að ekki væri um neina almenna flokkatil- færslu að ræða þegar á heíldina væri litið, nema það gerðist mjög seint á samningstímanum, líkt og hjá Prestafélaginu. í öðrum samningum væri lögð áherzla á það að einstaka menn sem þættu illa settir gagnvart almennum vinnumarkaði, fengju launa- flokkahækkun út úr samningun- um, en aðrir yrðu að bíða eða fengjtt ekkert slíkt. — Náttúruundur Framhald af bls. 32 hingað í kringum 24. þessa mánaðar með einhverja útlendinga og er ekki ósenni- legt að hann kynni sér þetta fyrirbæri nánar. Að lokum er sjálfsagt að koma því að, að sagan frá því í fyrrasumar virðist nú ætla að endurtaka sig — hingað streyma netabátar alls staðar að af landinu og girða af feng- sælustu staði handfærabátanna frá Grímsey með netum, svo að þeir koma ekki niður færunum. Viljum við Grímseyingar, að þessum miðum okkar verði eftirleiðis lokað fyrir netaveiði frá 15. maí til 15. september á sumri hverju, svo að handfæra- bátar geti fengið að vera í friði. I fyrrasumar var ásókn neta- bátanna hingað slík, að sjá mátti báta með einkennisstafi allra staða á landinu. — Alfreð. — Óhultir í NATO Framhald af bls. 1 að ítalskir kommúnistaleiðtogar hafa ákveðið að styðja áframhald- andi aðild Italíu að NATO ef þeir mynda ríkisstjórn í stað kristi- legra demókrata. Þó gagnrýndi Berlinguer óbeint þrýsting frá Bandarikjamönnum á ítalska kjósendur að greiða at- kvæði gegn kommúnistum og sagði: „Mér finnst ég öruggari hérna megin. En ég geri mér einnig grein fyrir, að okkar megin eru gerðar alvarlegar tilraunir til að takmarka sjálfræði okkar." Opinberlega hafa kommúnistar sagt að nauðsyn valdajafnvægis væri helzta ástæðan til þess að þeir styddu aðild að NATO. Ugg- ur um sovézkar hefndaraðgerðir hefur verið ástæða sem þeir hafa ekki viljað nefna og yfirleitt hafa þeir forðazt að ræða þá hlið máls- ins. Aðspurður hvort hann óttaðist að fá sömu meðferð hjá ráða- mönnum í Moskvu sagði Berlinguer: „Nei. Við lifum í öðr- um heimshluta. Og jafnvel þótt við viðurkenndum að slíks væri óskað væri ekki minnsti mögu- leiki á því að Sovétríkin gætu haft áhrif á leið okkar til sósíalisma.“ „Ég tel að þar sem ítalía er ekki í Varsjárbandalaginu sé algerlega víst að við getum þrætt hina ítölsku leið til sósíalisma án nokk- urra utanaðkomandi áhrifa.“ Hann bætti því við að hann vildi að Italía yrði áfram í NATO og sagði: „Vissulega eru minni hömlur í hinu vestræna banda- lagi. En menn verða að vera var- kárir. I Austur-Evrópu vilja þeir kannski að við byggjum upp sósíalisma eftir óskum þeirra. En hér á Vesturlöndum vilja sumir ekki einu sinni leyfa okkar að byrja.“ I viðtalinu ítrekaði Berlinguer að kommúnistar mundu fara hægt í þjóðnýtingu og áætlunar- búskap, hét því að virða einstakl- ingsfrelsi, þingræði og lýðræði, sagði að flokkurinn mundi hlíta vilja kjósenda ef hann tapaði í kosningum en sagði að tími væri til kominn að kommúnistar færu í stjórn. Þó viðurkenndi hann að kristilegir demókratar gætu hagn- azt á ótta við kommúnista og hald- izt við völd. Hann sagði að ítalskir kommún- istar réðu málum sínum sjálfir, svaraði því til þegar hann var að því spurður hvort þeir væru villu- trúarmenn í augum Rússa, að þeir virtust skoða marxisma sem lokað kenningakerfi sem veitti svör við öllu, en neitaði að kalla flokk sinn lýðræðislegan jafnaðarmanna- flokk í llkingu við flokka sósíal- demókrata á Norðurlöndum. Hann sagði að þjóðfélög sósíal- demókrata stefndu ekki i þá átt að sigrast á kapitalisma, að þar hefðu einokunarhringar ekki ver- ið leystir upp og að þau þjáðust af öllum neikvæðum einkennum kapitalisma eins og firringu. Hún kynni að fyrirfinnast í sósíalista- ríkjum því þótt verkamenn þar teldu sig ekki arðrænda teldu þeir sig ekki fulla þátttakendur. —19% af heildar- verðmæti... ramhald af bls. 19 frystiiðnaði og saltfiskverkun á Norðurlandi, framkvæmdaáform- um á þeim vattvangi og fjármögn- un í sjávarútvegi, sem ekki er rúm til að rekja frekar hér. HLUTDEILD SJÁVARUTVEGS I ATVINNUSKIPT- INGU NORÐANLANDS. 13% landsmanna starfa v; fiskveiðar og vinnslu, að sögn Kristjóns, þar af tæp 20% á Norðurlandi. Lætur nærri að um 16% íbúa þar hafi framfæri af sjávarútvegi. Nokkrir staðir byggja yfir 40% atvinnu sinnar á þessum eina starfsvettvangi: Skagaströnd, Siglufjörður, Hofsós, Ölafsfjörður, Grenivik, Hrisey, Grímsey, Rafuarhöfn og Þórshöfn. Árið 1974 vóru meðaltekjur á framteljanda á Norðurlandi 760.000 krónur, þar af í fiskveið- um 1.100 þúsund. — Leone Framhald af bls. 1 hefði átt að fá nokkrar fjárveit- ingar frá Lockheed-fyrirtækinu." Percy lýsti því yfir að fyrir lægju „alls engar sannanir“ um að Leone væri „viðriðinn beint eða óbeint'* greiðslur Lockheed. Þingmennirnir sögðu að þeir hefðu lýst þessu yfir eftir að hafa ráðfært sig við starfsmenn nefnd- arinnar sem rannsökuðu málið og kannað gögn nefndarinnar. Pastore lét I ljós von um að ítalska þjóðin „gerði rétt“ I kosn- ingunum 20. júní og kvaðst hafa' kvatt til þess að sannleikurinn yrði leiddur fram í dagsljósið þar sem sögusagnir væðu uppi á Ítalíu þess efnis að Leone forseti kynni að hafa verið í hópi þeirra sem fengu greiðslur frá Lock- heed. _________ _________ — Eru þeir að fá ’ann? Framhald af bls. 3 vatnið hvenær sem hann lystir, með konuna og öll börn undir 14 ára aldri og veiða að vild sinni, svo lengi sem hann brýtur ekki I bága við landslög um veiðitíma og veiðiaðferðir. Þá má geta þess að S.V. H. hefur itök I Flóku og Gljúfurá og einnig hefur félagið á leigu Hvltá I Árnessýslu fyrir landi Langholts. en þar veiddust á fimmta hundr- að laxar í fyrra sumar. Að lokum fræddi Ólafur þáttinn um hin svonefndu veiðikort sem Landssamband stangaveiðifélaga gefur út. Þau kosta aðeins 500 krónur og geta allir félagar aðild- arfélaga L.S , sem skuldlausir eru við félag sitt. fengið þau keypt hjá félagi sínu. Handhafar veiði- korta öðlast rétt til þess að kaupa veiðileyfi hjá aðildarfélögum L.S. á sömu kjörum og félagar við- komandi félags. Hins vegar hljóta þeir ekki forgang fram yfir félags- menn. Þetta eru hiklaust hag- kvæm viðskipti, vegna þess að þetta stuðlar að betri nýtingu veiðivatna, eykur samskipti stangaveiðifélaga, gerir mönnum kleift að komast á veiði á stað sem þeim væri annars fyrirmunað að komast á. stuðlar hugsanlega að minnkandi samkeppni félaga á milli, svo að nokkuð sé nefnt. Auk þess er þetta tekjustofn fyrir L.S. GuG. — Fiskileitin Framhald af bls. 5 kostur hefði verið ólíkt girni- legri en áhættan af áframhald- andi styrjöld á miðunum. Þá ræddi ráðherrann í ítar- legu máli um breytingar eða niðurskurð svokallaðs sjóða- kerfis í samræmi við óskir aðila í sjávarútvegi og þakkaði FSN forgöngu um þessa ráðstefnu, sem væri tímabær og nauðsyn- leg. Dagskráratriði ráðstefn- unnar og sjónarmið, sem þar komu fram, verða rakin í helztu efnisatriðum í sérstökum frá- sagnarþáttum hér í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.