Morgunblaðið - 16.06.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1976, Blaðsíða 1
32 SIÐUR Fran jieh fellst á friðargæzluliðið Beirút, 15. júní AR Reuter.NTB MAHMOUD Riad, framkvæmda- stjóri Arababandalagsins sagði f kvöld að forseti Lfbanons, Suleiman Franjieh, hefði sam- þykkt tillögu bandalagsins um sameiginlegt friðargæzlulið Ara- balanda í Líbanon. Riad kom í dag til Beirút frá Damaskus og kvaðst hafa átt árangursríkar við- ræður við Franjieh áður en hann fór aftur til Damaskus. Hann ræddi ekki við nýkjörinn forseta, Elias Sarkis, en Sarkis ræddi f þess stað við Abdel Salam Jalloud, forsætisráðherra Lfbýu, sem hefur einnig reynt að miðla málum f borgarastrfðinu. Jalloud sagði að Sýrlendingar hefðu fallizt á að hörfa með 12.500 manna herlið sitt til austurhluta Líbanons, en sagt að þeir yrðu um kvrrt í landinu unz friður kæmist á. Jafnframt sögðu Palestfnu- menn frá bardögum við Sýrlend- inga f Austur-Lfbanon en þeir voru minniháttar. Þó herti herlið Sýrlendinga kverkatak sitt á höfnum og borgum Líbanons f þvf skyni að neyða vinstrimenn og Paiestínumenn til að gefast upp. Herlið er við öllu búið beggja vegna landamæra Sýrlands og Iraks og hættuástand hefur skapazt í sambúð landanna. Vinstriforinginn Kamal Jumblatt hefur beðið Irak um stuðning fallhlífaliðs og sýrlenzka stjórnin óttast íhlutun íraka í líbanska borgarastríðinu. Sýrlenzki flugherinn ákvað í dag að dæma Palestínumann úr sýrlenzka flughernum að honum fjarstöddum fyrir að flýja í flug- vél sinni til íraks. Talsmaður sýr- lenzka flughersins segir að flug- maðurinn, Mahmoud Yassin höfuðsmaður, hafi flúið að undir- lagi palestínskra leiðtoga. Hann Framhald á bls. 18 Götulífið. Ljósm. RAX „Ohultir í NATO segir Berlinguer Róm, 15. júni, AP. Reuter. ÍTALSKI kommúnistaleiðtoginn Enriquo Berlinguer sagði f dag að Italir ættu ekki að fara úr NATO þvf að þeir væru óhultir í banda- Iaginu og öryggi þeirra væri bet- Olíuleit á Barentshafi undirbúin Ósló, 15. júni, AP. Reuter. NORÐMENN hófu f dag rann- sóknir til undirbúnings olfuleit á Barentshafi þrátt fyrir óleystan ágreining þeirra og Rússa um lfn- una, sem á að skipta landgrunn- inu milli þeirra. Þriðju lotu viðræðna þeirra I Moskvu lauk f dag án þess að árangur næðist eins og við hafði verið búizt. Viðræðunum verður haldið áfram og síðar ákveðið hvenær næsti fundur verður haldinn. hans er spáð sigri. Hann vildi engu spá um úrslitin í viðtalinu. Þetta er skýlausasta skýringin sem fram hefur komið í kosninga- baráttunni á ástæðunum fyrir því Framhald á bls. 18 Heilsu Maos hrakar PekinK. 15. júnl. NTB. HEILSU Mao Tse-tungs hefur greinilega hrakað að undan- förnu. Til marks um það er að hann tók ekki á móti forseta Madagaskar, Didier Ratsiraka, sem fór frá Peking f dag eftir fimm daga opinbera heim- sókn. Ratsiraka forseti er fyrsti er- lendi þjóðhöfðinginn sem kom- ið hefur til Peking á undan- förnum árum án þess að ganga á fund Maos. ,,Mao formaður er enn mjög önnum kafinn þrátt fyrir há- an aldur,“ sagði opinber tals- maður í Peking f dag. „En mið- stjórn kommúnistaflokksins hefur ákveðið að ekki skuli efnt til fleiri funda Maos og erlendra gesta.“ Þar með er víst að fréttir um heilsufar Maos verði strjálli en þær hafa verið að undanförnu. Upplýsingar um Mao hafa að- allega borizt frá útlendingum sem hafa hitt formanninn þeg- ar þeir hafa verið í Kína. Síðasti útlendingurinn sem ræddi við Mao var forsætisráð- herra Pakistans, Zulfikar Ali Bhutto. Þeir hittust 27. maí og Bhutto sagði á blaðamanna- fundi skömmu siðar að Mao hefði verið veikur og kvefaður þegar þeir ræddust við. Meðal annarra erlendra leið- toga sem hafa rætt við Mao að undanförnu eru forsætisráð- herrar Singapore og Nýja- Sjálands. Ekkert sannað áLeone Washington. 15. júní. AP. TVEIR frammámenn banda- rfskrar þingnefndar sem hefur rannsakað starfsemi fjölþjóða- fyrirtækja sögðu í dag að þeir hefðu engar sannanir undir höndum um að Giovanne Leone ltalfuforseti væri viðriðinn mútu- greiðslur frá Lockheed- flugvélafyrirtækinu. Frank Church öldungadeildar- maður, formaður nefndarinnar, og Charles Percy öldungadeildar maður, helzti fulltrúi repúblikana í nefndinni, lýstu þessu yfirtil að kveða niður orðróm sem hefur gosið upp í sambandi við kosning- arnar á italíu 20. júní. John O. Pastore öldunga- deildarmaður skýrði frá þessum sögusögnum fyrir helgi þegar öld- ungadeildin samþykkti ályktun þar sem lýst var yfir stuðningi við áframhaldandi lýðræði á italiu. Church og Percy stjórnuðu rannsókn nefndarinnar á greiðsl- um Lockheed til erlendra emb- ættismanna í sambandi við sölu á flugvélum fyrirtækisins og sögðu að nefndin hefði engar sannanir fengið i hendur um ,,að Leone forseti hefði tekið við eða Framhald á bls. 18 Norðmenn hræða burt 250 togara Osló, 12. júní, AP. NTB. NORÐMENN hræddu burt 250 er- lenda togara úr 12 mflna land- helgi sinni f dag með þvf að dæma útgerð vestur-þýzka verksmiðju- skipsins Begulus til að greiða sekt að upphæð 1.5 milljónir norskra króna fyrir ólöglegar veiðar skipsins innan markanna. Skipstjórinn Hans Brehmer, neitaði sakargiftum, en hann var dæmdur i 5.000 króna sekt og fyrsti stýrimaður i 15.000 króna sekt. Þeir verða að mæta fyrir rétti i Noregi í haust. Jafnframt lauk í dag viðræðum Jens Evensens hafréttarráðherra og fulltrúa pólsku stjórnarinnar með bráðabirgðasamkomulagi um drög að samningi um útfærslu norsku landhelginnar í 200 milur. Annar fundur verður haldinn í október og nóvember i Osló og reynt að ná skjótu samkomulagi. Berlinguer ur borgið f bandalaginu en utan þess eða f Varsjárbandalaginu. Hann sagði að NATO væri sér trygging fyrir því að bíða ekki sömu örlög og Alexander Dubcek þegar hann reyndi að koma á „kommúnisma með mannlegu yf- irbragði" í Tékkóslóvakíu með þeim afleiðingum að Varsjár- bandalagsrikin gerðu innrás í landið. Berlinguer sagði þetta í viðtali við Corriere della £era, stærsta blað italíu, fjórum dögum fyrir þingkosningarnar þar sem flokki Öslóar samningurinn Rússum áhyggjuefni Tokyo, 15. júní. AP KÍNVERJAR sökuðu Rússa í dag um að færa sér í nyt deilu íslendinga og Breta í því skyni að þenja út áhrifavald Sovétríkjanna í Norður- Evrópu. „Sovézku endur- skoðunarsinnarnir hafa lengi ágirnzt hið hern- aðarlega mikilvæga — segir frétta- stofa Kínverja ísland,“ sagði fréttastof- an Hsinhua. Fréttastofan segir að við upp- haf fiskveiðideilu íslendinga og Breta hafi „sovézka Tass- fréttastofan Iævislega kallað samskipti þessara tveggja full- valda ríkja árekstra stórs og lítils samherja og reynt að magna og færa sér f nyt deiluna með því að hella óspart olíu á eldinn og sá fræjum sundur- lyndis." Hsinhua segir að Rússar séu órólegir vegna samkomulags íslendinga og Breta i Ösló^ 2,júní. Fréttastofan bætir því við að „bætt samskipti Breta og Islendinga séu ekki aðeins í þágu landanna beggja heldur einnig til þess fallin að tryggja öryggi viðkomandi heimshluta og njóti því stuðnings Evrópu- landa sem fagni þeim.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.