Morgunblaðið - 24.06.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JUNl 1976
3
Fulltrúar Stórstúkunnar á blaðamannafundinum. Frá vinstri: Kristinn Vil
hjálmsson, Hilmar Jónsson, Ari Gislason, Bergþóra Jóhannsdóttir, Ólafur Þ.
Kristjánsson og Ólafur Haukur Árnason.
Ljósmynd Mbl. Friðþjófur.
90. þing Stórstúku
íslands sett í dag
Hátíðarfundur í Alþingishúsinu
þar sem reglan var stofnuð
„GÓÐTEMPLARAREGLUNNI var
mjög vel tekið á sínum tíma," sagði
Ólafur Þ. Kristjánsson stórtemplar á
fundi með fréttamönnum i tilefni 90.
þings stórstúkunnar, sem hefst i dag
með setningu i Alþingishúsinu, en
þar var stórstúkan stofnuð fyrir 90
árum.
„Margir framámenn i landinu á
þeim tima," hélt Ólafur áfram,
„gengu til liðs við regluna og þetta
var fyrsti félagsskapurinn á Íslandi
þar sem konur voru fullgildir félagar.
Reyndar töldu nú sumir á þeim tfma
að það hlyti þess vegna að vera
eitthvað bogið við starfsemina og að
siðgæðið á fundum væri ekki upp á
það bezta, en þannig var reglan
brautryðjandi í mörgu er litur að
félagsstarfsemi á íslandi og t.d. voru
barnastúkurnar fyrstu félögin á land-
inu sem voru stofnuð fyrir börn."
Stórstúka íslands var stofnuð 24
júní 1886 í Alþingishúsinu. Stofnend-
ur voru 17 fulltrúar frá 14 stúkum, er
töldu alls 542 félagsmenn, konur og
karla, en stúkurnar voru fyrsti félags-
skapur é íslandi þar sem konur höfðu
jöfn réttindi og karlar
Fyrsta stúkan hér á landi var stofnuð
10. janúar 1884, stúkan ísafold á
Akureyri, og starfar hún enn Stofn-
endurnir voru 12. Fyrsta stúkan sunn
anlands var Verðandi í Reykjavik,
stofnuð 3 júlí 1885 Hún hélt upp á
90 ára afmæli sitt í fyrra og einnig
tvær aðrar stúkur, Morgunstjarnan í
Hafnarfirði og Einingin í Reykjavík. En
unglmgareglan — barnastúkurnar —
sem starfar á vegum Góðtemplararegl
urlnar, átti 90 ára afmæli nú í vor; þá
varð barnastúkan Æskan i Reykjavik
90 ára (stofnuð 9. maí 1 886).
Félagsmenn Reglunnar eru nú um
hálft þriðja þúsund og að auki félagar í
barnastúkunum, en þeir eru um þrjú
þúsund, samtals hálft sjötta þúsund
Stórstúkan hefur i meira en 75 ár
gefið út barnablaðið Æskuna Á vegum
blaðsins er rekin verzlun með bækur
og ritföng á Laugavegi 56 í Reykjavik
Tilgangur Góðtemplarareglunnar
hefur alla tíð verið og er enn að vinna
gegn áfengisneyzlu og jafnframt að
efla heilbrigt menningar- og félagslíf
Reglan hóf starfsemi sína hér á landi
þegar drykkjuskapur var hér bæði mik
ill og almennur. Ástandið nú er einnig
á þann veg, að ærin þörf er fyrir
starfsemi hennar og annarra bindindis
samtaka
Stórstúkan telur að bezta og áhrifa-
mesta bindindisboðunin sé að vera
sjálfur bindindismaður og í orði og
verki Sérhver bindindismaður gerir al-
Framhald á bls. 20
Ráðherrar ræddu fjár-
málin á fundi í Álaborg
Morgunblaðinu barst í gær eft-
irfarandi fréttatilkynning frá
fjármálaráðuneytinu:
DAGANA 16. og 17. júní
var fundur fjármálaráð-
herra Norðurlanda hald-
inn í Álaborg í Danmörku.
Fundinn sátu ráðherrarnir
Per Kleppe frá Noregi,
Gunnar Stráng frá Svíþjóð,
Esko Rekola frá Finnlandi,
Knud Heinesen og Svend
Jakobsen frá Danmörku.
Af íslands hálfu sat
Matthías Á. Mathiesen
fjármálaráðherra fundinn
ásamt Gísla Blöndal hag-
sýslustjóra, en auk ráð-
herranna tóku ýmsir emb-
ættismenn fjármálaráðu-
neytanna þátt í fundinum.
Á ráðherrafundum þessum,
sem venjulega eru haldnir tvisvar
á ári, eru rædd sameiginleg mál-
efni á sviði ríkisfjármála. Sem
fyrr gerðu ráðherrarnir á þessum
fundi grein fyrir efnahagsþróun-
inni hver i sínu landi og horfum
í þeim málum. Auk þess voru að
þessu sinni tekin fyrir ýmis sér-
stök málefni, svo sem fyrirhugað
rannsóknarverkefni á vegum
OECD um þróunartilhneigingar í
efnahags- og félagsmálum, norr-
æni fjárfestingarbankinn og
væntanleg starfsemi hans, norr-
ænt samstarf við gerð þjóðhags-
líkana og tvísköttun á útgreiddum
arði félaga.
Akveðið var, að næsti fundur
fjármálaráðherranna yrði hald-
inn í Stokkhólmi 16. og 17. nóv-
ember n.k.
HANS G. Andersen hélt til
Washington s.l. þriðjudag, þar
sem hann tekur við störfum
sendiherra og afhendir trúnaðar-
skilrfki sfn þar innan skamms.
Hans G. Andersen á að baki
þriggja áratuga starf í íslenzku
utanríkisþjónustunni. Hann hef-
ur verið sérlegur ráðunautur rík-
isstjórnarinnar í þjóðréttar- og
Hans G. Andersen
landhelgismálum. Hans hefur
verið formaður íslenzku sendi-
nefndarinnar á fundum hafrétt-
arráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
frá upphafi. Mun hann gegna því
starfi áfram og sitja þriðja fund
ráðstefnunnar, sem hefst í New
York í ágústmánuði n.k.
Kona Hans G. Andersens er
Ástríður Andersen.
Hans G. Andersen
farinn til Washington
Nýr sendiherra
Bandaríkjanna á
íslandi útnefndur
JAMES J. Blake hefur
verið útnefndur nýr sendi-
herra Bandarfkjanna á Is-
landi af Ford Bandaríkja-
forseta, að því er skýrt var
frá í Hvíta húsinu í gær.
Blake á langan feril að
baki í bandarísku utan-
ríkisþjónustunni en hann
gegnir nú stöðu aðstoðar-
ráðherra með málefni
Afríku í utanrfkisráðu-
neytinu í Washington.
James J. Blake er 54 ára að
aldri og fæddur í New York.
Hann hefur B. A. próf frá Queens
College og M. A próf frá George
Washington University. Hann
gegndi herþjónustj i siðari heim-
styrjöldinni, en gekk í utanríkis-
þjónustuna árið 1947. Hann hefur
starfað i Belgíu, Indlandi, Libýu
og gegnt ýmsum trúnaðarstörf-
um í utanríkisráðuneytinu i
Washington, þ.ám. yfirmanns
Norður-Afríkumáladeildar þess
áður en hann tók við núverandi
embætti. Hann fékk æðstu
heiðursverðlaun ráðuneytisins
árið 1969. Hann er kvæntur. Ut-
nefning Blakes á eftir að hljóta
James J. Blake
staðfestingu öldungadeildar-
innar. Hann mun taka við af
Frederick Irving, sem sendiherra
á Islandi, en komutimi hans hefur
ekki verið ákveðinn.
ekki ólæknandi
Rætt við prófessor John Calabro
ÞINGI norrænna gigtar-
lækna lauk i Reykjavík í
gær. Það var haldið á Hótel
Loftleiðum og voru þar
samankomnir yfir 200
læknar sem ræddu niður-
stöður rannsókna, sem
gerðar hafa verið á síðustu
árum. Einnig sýndu nokkur
lyfjafy rirtæki framleiðslu
sína meðan á ráðstefnunni
stóð.
I gærmorgun hélt fyrir-
lestur prófessor John J.
Calabro frá Bandaríkj-
unum, en hann er yfirlækn-
ir lyf- og gigtarlækninga-
deildar Worcester City
Hospital og prófessor i Uni-
versity of Massachusetts.
Er hann einn af færustu
sérfræðingum i þessari
grein.
Aðspurður sagði hann m a að i
Bandaríkjunum væru um 5 milljónir
gigtarsjúklinga og væru um 5%
þeirra, eða 250 þúsund, börn Ekki
vissi hann um fjölda barna á Norður
löndum með gigtarsjúkdóma en
taldi hlutfall vera svipað og i Banda-
ríkjunum Lengi hefur verið vitað að
börn fengju þennan sjúkdóm, en nú
er það sifellt að koma betur i Ijós
vegna nýrra rannsókna, tíðni sjúk
dómsins hefur ekki aukizt, en rann-
sóknir eru betri. Oft hefur liðagigt í
börnum álitin vera einhver annar
sjúkdómur svo sem vaxtarverkir.
Prófessor Calabro rakti siðan
helztu atriði fyrirlesturs sins, en
hann fjallaði um liðagigt í börnum
Liðagigt byrjar yfirleitt á þrjá mis-
munandi vegu, um 20%, fá hana
með háum hita og útbrotum en
engum einkennum við liðamót og
oft alvarlegum; fylgikvillum út frá
hjartanu Annar hópurinn, um 50%,
fá bólgu i mörgum liðamótum, út
limum og kjálkaliðum Þriðji hópur-
inn, um 30% fá bógu í fáum liðum,
t d hnjáliðum. Aðalvandamálið er
hættulegir fylgikvillar i augum og
krefjast þeir enn nákvæmari rann-
sóknar og er nauðsynlegt að læknir
hafi það i huga og liti sifellt eftir
honum
Calabro sagði að Jiðagigt væri
sjúkdómur, sem legðfst á marga vefi
líkamans og byggðist meðferðin oft
á samvinnu fjölda lækna, gigtar
lækna, barnalækna, augnlækna.
orku- og endurhæfingarlækna. Þá
aðstoða og fleiri hópar við meðferð
því gigtarsjúklingar þurfa oft félags-
legan stuðning
— Aspirin er bezta lyfið og önnur
geta hjálpað mikið En það er ekki
nóg að gefa lyf, athuga þarf aðra
þætti sjúkdómsins og meðhöndla á
réttan hátt Legg ég áherzlu á þátt
orku og endurhæfingarlækna, sem
miðar að þvi að halda fullum hreyf-
ingarferli W Carson Dick læknir frá
Skotlandi nefndi það á fyrirlestri hér
á ráðstefnunni að fylgjast þyrfti vel
meðandlegri liðan sjúklinga því þeir
væru oft þunglyndir vegna þess hve
þeir væru háðir öðrum
Þá lagði Calabro á það áherzlu að
foreldrar vissu skil á sjúkdómnum
og fylgdust vel með markmiði með-
ferðarinnar á honum Hann hefur
s.l. 1 5 ár unnið að umfangsmiklum
rannsóknum Athugaði hann 100
manna hóp, 62 karlmenn og 38
konur og eru þau elztu nú 33 ára og
yngstu um 1 5 ára Eftir þessa 15
ára rannsókn og meðferð lifa um
87% þeirra eðlilegu lífi og aðeins
3% hafa látizt.
— í flestum börnum getur liða-
gigt byrjað á aldrinum 1 — 3 ára en
einnig á aldrinum 8— 1 2 ára Jafn-
vel er vitað um að liðagigt hafi
byrjað i 6 vikna gömlu barni Sjúkl
ingar með liðagigt þurfa ekki að
horfa of dökkum augum á framtíð-
ina, framfarir eru orðnar stórstigar
og batahorfur eru miklar þegar farið
er eftir þeim leiðum sem eru þekkt-
ar Orsök liðagigtar er að visu ekki
þekkt ennþá en ég álit að hún verði
kunn innan 1 0 ára.
Prófessor Calabro lauk miklu lofs
orði á ráðstefnuna Fyrir fáum árum
voru engir gigtarlæknar til á íslandi
en nú eru þeir orðnir fjórir og þeir
hafa undirbúið þessa ráðstefnu
mjög vel. fengið fyrirlesara frá
mörgum löndum Ráðstefnur sem
þessar eru mjög gagnlegar, menn
skiptast á skoðunum og athuga nið
urstöður nýjustu rannsókna
John Calabro prófessor
Kári Sigurbergsson læknir, einn
af stjórnendum ráðstefnunnar, sagði
að Prófessor Calabro væri heims
þekktur visindamaður og einn sá
þekktasti i sinni grein Um þingið
sagði Kári að það væri hér i fyrsta
sinn og þau væru nú haldin reglu
lega Nú er unnið að því að koma á
fót hér styrktarfélagi gigtarsjúklinga
en slik félög eru til annarsstaðar á
Norðurlöndum Þau styðja gigtar-
sjúka á ýmsan hátt m a með fjár
framlögum og eru eins konar bak
hjarl lækna og annarra, sem hafa þá
til meðferðar