Morgunblaðið - 07.07.1976, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1976
Eru
þeir að
fá 'ann
■
Nýr Siglufjarðarbát-
ur í sinn fyrsta túr
t GÆR fór í sinn fyrsta túr frá
Siglufirði vélbáturinn Pétur
Jóhannsson, sem frystihúsið fsa-
fold og útgerðarfélagið Höfn hafa
keypt. Skipið var keypt frá Ólafs-
vík og kom til Siglufjarðar á
sunnudagskvöld. Skipstjóri er
Hlöðver Haraldsson.
Að sögn Skúla Jónassonar hjá
ísafold er að glæðast vinna í
frystihúsinu hjá tsafold og hefur
rætz úr með hráefnisöflun til
hússins. Núna eru að vinna í hús-
inu 30—40 manns, en að sögn
Skúla á sú tala eftir að tvöfaldast
þegar sumarleyfum lýkur og allt
verður komið I fulJan gang.
Dagný SI
með góðan
rækjuafla
DAGNV er nú I fjórðu veiðiferð
sinni eftir rækju á djúpmiðum. t
síðustu veiðiferð kom skipið inn
með um 8 tonn af rækju, sem það
fékk á Sporðagrunni, en í gær var
skipið við Kolbeinsey og var þá
komið með um 6 tonn eftir um
sólarhring.
Að sögn Guðna Þorsteinssonar
fiskifræðings var þá verið að að-
stoða vb. Sólborgu við að gera
veiðarfæri sín klár, en báturinn á
að leita rækju fyrir Austurlandi
með sama hætti og Dagný nyrðra.
Nýr bátur til Grindavíkur
Grindavfk —
SlÐASTLIÐINN föstudag bættist
f flota Grindavíkur 150 lesta stál-
bátur og nefnist hann Fjölnir GK
17. Var hann keyptur frá Stykkis-
hólmi.
Kaupendurnir eru Páll H. Páls-
son og Ásgeir Lúðvíksson en skip-
stjóri verður Hjálmar Júliusson
frá Þórkötlustöðum I Grindavik.
— Guðfinnur.
Auk þeirra voru nokkrir
togarar á siglingu á leið til
eða frá miðunum. Brezku
togararnir hafa haldið sig á
veiðisvæðum út af Vest-
fjörðum og Hvalbak, þeir
þýzku eru út af Suðaustur-
og Suðvesturlandi og
sömuleiðis hinir belgísku.
var landað úr Sigurði RE í
Siglufirði í gær. Skipið
iandaði 800—850 tonnum
af Joðnu og þar af fóru um
20 tonn i beitufrystingu í
frystihúsinu ísafold en
annað í bræðslu hjá Síldar-
verksmiðjunum. Von er á
fleiri lo&nuskipum til
Siglufjarðar pæstu daga.
Laxá í Leirársveit.
Sigurður í Stóra-Lambhaga
tjáðí okkur, að um helgina
hefðu tæplega 70 laxar verið
komnir á land og væri það um
helmingi minni veiði en á sama
tíma í fyrra. Þó hefur áin komið
verulega til síðustu daga og
talsverður lax gengið upp.
Veiði hófst í Laxá þann 15. júní
og er veitt á fimm stengur.
Fljótlega mun þeim þó fjölgað í
7. Það eru útlendir veiðimenn
sem hafa verið við veiðar í ánni
síðustu tvær vikurnar og nota
þeir eingöngu flugu. Sá lax sem
veiðst hefur í Laxá í sumar,
hefur að sögn Sigurðar verið
mjög vænn, lítið undir 8—9
pundum og þeir stærstu, þó
nokkrir 17—18 punda laxar. I
fyrra veiddust i ánni 1654 lax-
ar, og var meðalþyngd þeirra
6,7 pund.
Flóka.
A sunnudaginn var kominn
21 lax á land úr Flókadalsá og
var sá stærsti, og jafnframt eini
flugulaxinn fram að því, 9
pund. Mikiil lax er að sögn
kominn í ána, en hann er mjög
tregur enn sem komið er.
Arnarvatn.
Þó að umferð inn að Arnar-
vatni Mikla sé hafin, þá verður
þó að segja eins og er, að leiðin
þangað ínn eftir er enn þá afar
ógreiðfær. Einkum er leiðin
upp Hæðarsporð mjög blaut og
viðsjárverð. Að svo komnu ættu
menn ekki að leggja í Heiðina
einir síns liðs þvi að þátturinn
hefur frétt af fleirum en einum
sem hafa ýmist brotið drif-eða
fest sig illa, eða lent í hvoru
tveggja. Veiðin í vatninu hefur
að sögn verið heldur treg enn
sem komið er, en horfur þó
batnandi. Veiðileyfi fást bæði í
Kalmannstungu og hjá veiði-
verði við vatnið en okkur er
ókunnugt um verð þeirra.
gug.
46 erlendir togarar
að veiðum við landið
ALLT var með eðlilegum
hætti á miðunum kringum
landið í gær. Skv. upplýs-
ingum landhelgisgæzlunn-
ar var 21 brezkur togari að
veiðum, 18 þýzkir, 4
belgískir og 3 færeyskir.
Færeysku skipin eru að
veiðum út af Vestfjörðum
á svipuðum slóðum og þau
brezku.
Hæstaréttardómur um forræði foreldra yfir börnum:
Dómstólar geta ekki
hnekkt úrskurði
dómsmálaráðuneytis
ELDING
KVEIKTI
í SUMAR-
BÚSTAÐ
(irindav fk —
SLÖKKVILIÐ Grindavíkur var
kvatt út um fjögurleytið í nótt
vegna eldsvoða í Staðarhverfi í
Grindavík. Á milli kl. 2.30 og 3.30
sl. nótt gekk yfir Grindavík mikið
þrumuveður og eldingar. Tii-
kynnt var að eldingu hefði lostið
niður í sumarbústað I Staðar-
hverfi og að sumarbústaðurinn
væri alelda.
Sumarbústaður þessi var all
sérkennilegur eða gerður úr brú
af fiskiskipi, smíðuðu úr stáli.
Slökkvilið Grindavíkur fór á stað-
inn. Gekk þeim greiðlega að
slökkva eldinn sem var nokkuð
mikill. Tilfinnanlegt tjón varð þó
fyrir eigendur, sem höfðu um
helgina þar áður lokið við að inn-
rétta bústaðinn. Hann var
óvátryggður.
Geta má þess, að þetta er i
þriðja sinn sem slökkviliðið í
Grindavík þarf að berjast við eld í
þessum bústað, en tvisvar hefur
kviknað í yfirbyggingunni áður,
þegar hún var á vb. Ólafíu frá
Grindavík, þar sem skipið lá þá
við bryggju í Grindavík fyrir
nokkrum árum.
NÝLEGA var kveðinn upp í
Hæstarétti dómur vegna ágrein-
ings foreldra um yfirráð barna í
kjölfar skilnaðar. Þegar skilnað-
armál þetta var upphaflega tekið
•fyrir hjá borgardómaranum I
Reykjavík gerði eiginmaðurinn
þá kröfu að fá forræði eldra barns
þeirra hjóna en konan héldi
yngra barninu en þegar málið var
næst tekið fyrir I dóminum var
bókað samkomulag sem maður-
inn hafði gert við lögfræðing kon-
unnar um að konan fengi forræði
beggja barnanna gegn þvf að
stefnandi hefði umgengnisrétt
við börnin. Maðurinn taldi sfðan
fljótlega hafa komið f Ijós að
hvorki konan né lögfræðingur
hennar hefði talið samninginn
bindandi heldur hefði saqining-
urinn ekki verið annað en blekk-
ing til að fá manninn til að afsala
sér forræði barnanna og krefjast
síðan greiðslu fyrir að leyfa föður
þeirra að umgangast þau.
Dómsmálaráðuneytið hafði þá
gefið út leyfisbréf til skilnaðar að
borði og sæng þeim til handa og
staðfesti það samkomulag þetta.
Nokkru seinna ritaði maðurinn
ráðuneytinu bréf og krafðist for-
ræðis beggja barnanna en konan
mótmælti kröfu mannsins. Báðir
aðilar héldu síðan fram þessum
kröfum sínum er þeir komu fyrir
borgardómara en samþykktu þar
lögskilnað. Var málið síðan af-
greitt til dómsmálaráðuneytisins
til útgáfu lögskilnaarleyfis og
ákvörðunar um ágreining aðila
vegna forræðisins. Var þar ákveð-
ið að konan skyldi hafa forræði
beggja barnanna.
Maðurinn höfðaði þá mál fyrir
bæjarþingi Reykjavíkur og krafð-
ist að ógiltir væru skilnaðarsátt-
málar þeir, sem fram komu í bók-
un hjá borgardómaraembættinu
og áður er getið, hvað varðaði
forræði barnanna. í héraði féll
síðan dómur á þá leið, að maður-
inn skyldi hafa forræði eldra
barnsins en konan hafa áfram for-
ræði yngra barnsins.
Þessum dómi áfrýjaði konan til
Hæstaréttar en maðurinn gagn-
áfrýjaði og krafðist að ógiltir
væru skilnaðarsáttmálar málsað-
ilja að þvi er varðar forræði barn-
anna og að honum ýrði falið for-
ræði þeirra beggja. Til vara krafð-
Framhald á bls. 20
Léleg hum-
arveiði að
undanförnu
HUMARVEIÐIN við Suður-
land hefur gengið hálfilla að
undanförnu vegna lélegs tiðar-
fars. Alls mun vera búið að
landa um 120 tonnum I Þor-
lákshöfn og á Höfn i Horna-
firði hefur verið landað svip-
uðu magni. AIIs landa um 30
bátar að staðaldri í Þorláks-
höfn, en færri á Höfn.
Fyrstu sumar-
loðnunni land? ^
í Siglufirði
FYRSTU sumarloðnunni
— Guðfinnur.
Trygve Bratteii, fyrrveranui rorsætisraonerra ivoregs, renncli fyrír lax í Elliðaánum
í gærmorgun, en hafði ekki heppnina með sér og fékk engan lax. Var áin mjög
gruggug og erfið viðureignar.