Morgunblaðið - 07.07.1976, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 07.07.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULÍ 1976 3 Fisksalar Garðabæjar: Svava, t.v. og Jórunn, t.h. Sjálfsbjargarvið- leitni í Garðabæ ____Hæstiréttur:_ Borgarsjóður greiði bæt- ur vegna meiðsla lögreglu- manns - ríkissjóður sýknaður SYSTURNAR Jórunn og Svava Viggósdætur dóu ekki aldeilis ráðalausar þótt þeim gengi illa að fá atvinnu yfir sumarið. Jór- unn, sem er 18 ára, og Svava, 14 ára, gerðust fisksalar I Garða- bæ. Þær aka um hverfið og hafa á boðstólum fisk, sem þær ann- að hvort kaupa f fiskbúð f Reykjavfk eða sem þær hafa sjálfar sótt til Grindavíkur, beint úr bátunum. „Næsta fiskbúð er i Hafnar- firði,“ sögðu systurnar, „og fólkið hér í hverfinu virðist feg- ið að geta keypt fiskinn i soðið fyrir utan dyrnar hjá sér. Suma Skákmótið í Amsterdam: Friðrik og Guð- mundur unnu sínar skákir I FYRSTU umferð IBM skák- mótsins f Amsterdam, þar sem Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson eru meðal þátttak- enda, fóru leikar svo f fyrstu um- ferð að Friðrik vann Hollending- inn Donner og Guðmundur vann Hollendinginn Böhm. Slasaðist í knattspyrnu MAGNÚS Steinþórsson knattspyrnumaður úr Kópavogi slasaðist talsvert er Breiðablik lék gegn Val í 1. deildinni í knattspyrnu um síðustu helgi Varð Magnús undir einum leik- manna Vals eftir að þeir höfðu lent í árekstri og var Magnús fluttur á slysavarðstofuna. Er Morgunblaðið grennslaðist fyrir um meiðsli Magnúsar i gær var blaðinu tjáð að jafnvel væri talið að hryggjarliðir hefðu skekkst. Magnús liggur heima fyrir og hef- ur þyngsli fyrir brjósti auk þess sem hægri handleggur hans er máttlftill. daga gengur salan illa, en oftast vel, metið er 260 kg á einum degi. Við kaupum fiskinn heil- an og hausum hér í bílskúrnum og reynum að hafa sem flestar tegundir á boðstólum." Jórunn og Svava vildu ekkert gefa upp hvað þær legðu á vöruna, „bara svona mátulega mikið“, og sögðust hafa alveg sæmilega upp úr fyrirtækinu. „Svo er þetta óskaplega gaman og við erum að hugsa um að halda áfram næsta sumar," sögðu þær að lokum og óku af stað með fullan bíl af glænýrri ýsu handa íbúum Garðabæjar. FYRSTU fbúðirnar sem byggðar eru f samræmi við varnarsamn- inginn sem gerður var 1974, voru opnaðar f dag 6. júlf á Keflavfkur- flugvelli. Þetta er fyrsti áfanginn af 132 fbúðum sem verða tilbúnar innan þriggja mánaða. Húsnæðis- fulltrúi vallarins, Erlingur Reyk- dal, afhenti lyklana að fyrstu fbúðunum. Teikningar af þessum ibúðum eru svipaðar þeim sém eru fyrir á svæðinu. Þessar íbúðir hafa verið í byggingu siðan í febfúar 1975 og í HÆSTARÉTTI var í lok sfðasta mánaðar kveðinn upp dómur f máli, sem fjármálaráðherra, fyrir hönd rfkissjóðs, áfrýjaði á sfnum tíma eftir að honum hafði fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur verið gert að greiða lögreglumanni, sem hlaut áverka I starfi, á aðra milljón króna f bætur. Fyrir Hæstarétti varð niðurstaða dómsins á aðra lund, þar sem nú var borgarstjóranum f Reykjavfk, fyrir hönd borgarsjóðs gert að greiða bæturnar, en rfkissjóður sýknaður af öllum kröfum. Forsaga þessa máls er sú að 21. desember 1968 boðuðu Æskulýðs- fylkingin og Félag róttækra stúd- enta til fundar í Tjarnarbúð. Að fundinum loknum var fyrirhuguð mótmælaganga að bandaríska sendiráðinu, en lögreglan féllst ekki á þá leið sem göngumenn ætluðu sér að fara. Að fundinum í Tjarnarbúð loknum héldu fund- armenn i átt til Austurvallar, en sú leið var þeim bönnuð, og kom nú til átaka á milli fundarmanna og lögreglunnar. I vitnisburði Hallgrims Jóns- sonar varðstjóra segir m.a. um það sem nú gerðist: „Fyrsti mað- ur sem reyndi að hafa aðgerðir mínar að engu var Leifur Jóels- son... að svo komnu máli tók ég Leif og leiddi hann að lögreglu- bifreið nærstaddri, þar sem hann var settur inn... Lögreglumaður nr. 37 var við dyrnar aftan á bif- reið þessari og gætti þess að þeir handteknu færu ekki út úr henni. Hann varð fyrir höggum og sparki frá Leifi Jóelssyni, sem vildi kom- ast út úr bifreiðinni. Siðastnefnd- ur lögreglumaður hlaut það þungt spark í bakið frá nefndum Leifi, að hann ber eftir eymsli mikil.“ Lögreglumaður nr. 37 var Sigurjón Á. Ingason og höfðaði hann mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur 23. apríl 1971 gegn borgarstjóranum i Reykjavik f.h. borgarsjóðs og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til greiðslu á rúm lega 1.2 milljónum króna auk 7% eru byggðar af íslenzkum Aðal- verktökum sf. Heildarkostnaður við þennan fyrsta áfanga er áætlaður um 8 milljónir dollara. Samtals verða byggðar 468 ibúðir. Við þessa athöfn héldu bæði íslensku fulltrúarnir og yfirmenn varnarliðsins ræðu. Um svipað leyti voru vigðar nýj- ar íbúðir fyrir ókvænta yfirmenn varnarliðsins. Byrjað var á bygg- ingu þeirra i nóvember 1974. Áætlaður kostnaður við þessar einstaklingsíbúðir er 3,5 miiljónir dollara. ársvaxta frá 21. desember 1968 vegna örorkutjóns og til bóta fyr- ir þjáningar, óþægindi og röskun á stöðu og högum. Dómur var kveðinn upp i mál- inu fyrir bæjarþingi Reykjavikur þann 7. júní 1974 og í dómsorði segir m.a. að borgarstjórinn í Reykjavik, fyrir hönd borgar- sjóðs, skuli vera sýkn af kröfum stefnanda. Fjármálaráðherra, fyr- ir hönd ríkissjóðs, er hins vegar gert að greiða 975 þúsund krónur með 7% ársvöxtum frá 21. desem- ber 1968 til 16. maí 1973 og með 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess 190 þús- und krónur í málskostnað. Málinu áfrýjaði fjármálaráð- herra til Hæstaréttar og þar tók málið nýja stefnu, þar sem nú var BÆJARSTJÖRN Kópavogskaup- staðar samþykkti I desember s.l. að notfæra sér lagaheimild um auka-gatnagerðargjald til að afla fjár til endurbóta á götum bæjar- ins. Morgunblaðið hafði samband við Jón Guðlaug Magnússon til að inna hann nánar eftir ákvæðum lagaheimildarinnar, svo og eftir þvl hvernig innheimtu yrði hagað. Jón Guðlaugur sagði þessa heimild vera frá árinu 1974, hún væri til þess ætluð að' styrkja bæjarfélög við endurbætur á göt- um, lýsingu og gangstéttum. „Kópavogur er bær, sem hefur orðið til á tiltölulega stuttum tima“, sagði hann, „Hér er varla hægt að segja að til sé fullgerð gata. Okkur er ekki kleift að full- gera eða endurbæta göturnar án þess að notfæra okkur þessa laga- heimild og þegar leitað var sam- þykkis félagsmálaráðuneytisins var það veitt. 1 raun er um að ræða nýjan skatt með gömlu nafni." Skatturinn mun nema 1% af byggingarkostnaði vísitöluhúss. Þannig myndi eigandi að 5—600 rúmmetra húsi greiða í dag u.þ.b. kr. 120.000 og eigandi að íbúð i blokk kr. 20—40.000 eftir stærð r Obreytt staða í deilu verk- fræðinga og borgarinnar VERKFRÆÐINGAR hjá Reykja- víkurborg héldu I gær áfram uppi verkfallsvörzlu á skrifstofu bygg- ingarfulltrúa borgarinnar og í mælingadeild borgarverkfræð- ings. Tveir verkfræðingar á skrif- stofu byggingarfulltrúans auk þriggja fastráðinna verkfræðinga og tveggja lausamanna í mæl- ingadeild eru nú i verkfalli. Að sögn Magnúsar Óskarssonar vinnumálastjóra hjá borginni hafa þeir sem þurft hafa að fá stimplaðar teikningar hjá bygg- ingarfulltrúa sent þær i pósthólt 30 og réttir embættismenn siðan um þær fjallað. Sagðist Magnús ekki til þess vita að neinar tafir hefðu oróið á framkvæmdum af völdum verkfallsins. fjármálaráðherra sýknaður, en borgarstjóra fyrir hönd borgar- sjóðs gert að greiða Sigurjóni Ingasyni 1.0750 þúsund krónur með 7% ársvöxtum frá 21. desem- ber 1968 til 16. mai 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo 300 þúsund krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Tveir hæsta- réttardómarar greiddu sérat- kvæði í máli þessu. 1 niðurstöðu Hæstaréttar er stuðst við lög frá 1963, en nú eru í gildi lög frá 1972 um rétt lög- reglumanna á bótum vegna meiðsla sem þeir verða fyrir vegna starfs sins. I lögunum sem sett voru 1963 segir að sveitar- stjórnir eða sýslunefndir skuli Framhald á bls. 20 íbúðar. Gildir einu aldur húss eða íbúðar. Inntur eftir þvi hvernig innheimtu yrði háttað, sagði Jón, að þegar gata er fullgerð, greiðist 34% af skattinum. Það sem eftir verður, 66%, má greiða annað hvort að fullu að ári liðnu frá fyrstu greiðslu, eða skipta í 3 hluta, sem greiddir yrðu með árs millibili. Jón Guðlaugur kvaðst að lokum spá því, að þessi auka- gatnagerðargjöld yróu alls staðar komin á áður en langt um liði. koinust á tínd Matterhom á mánudaginn PILTUNUM úr Hjálparsveit skáta I Reykjavík sem fóru til Sviss á föstudaginn tókst á mánu- daginn að klffa tind Matterhorn eins og þeir höfðu ætlað sér. Tók ferðin allt i ailt 16 tíma, og sóttist þeim ferðin nokkuð verr en þeir höfðu reiknað með, þar sem snjó- koma gerði þeim erfitt fyrir. Allir komust þeir félagarnir þó upp og i vikunni ætla þeir sér einnig að klífa Eiger-tind og Jugfrau-tind einnig í Sviss. Fjallgöngu- kapparnir eru þeir Sighvatur og Arngrímur Blöndal, Pétur Ás- björnsson, Agúst Jóhannsson, Helgi Benediktsson og Ágúst Guð- mundsson. Myndin sýnir tind Matterhorn og klifu félagarnir upp hr.vgginn á miðri mvndinni. Kllppt á borða þegar fvrstu Ibúðirnar sem byggöar eru I samræmi við varnarsamninginn frð 1974 voru teknar I notkun. Á mvndinni eru J.R. Farreil yfirmaður á Keflavíkurflugvelli og Gunnar Gunnarsson, framkvæmdast jðri hjá lslenzkum Aðalverktökum. Nýjar íbúðir í notkun á Keflavíkurflugvelli Auka-gatnagerðar- gjald í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.