Morgunblaðið - 07.07.1976, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.07.1976, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULÍ 1976 19 18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULÍ 1976 Frjáls eða þvinguð framlög til stjórnmálaflokka Fésýsla stjórnmálaflokka er umræðuefni, sem al- menningi er tamt að fjalla um og af og til skýtur upp kolli í fjölmiðlum, Hvert mannsbarn i landinu viðurkennir fjárþörf flokkanna til að halda uppi eðli- legri og óhjákvæmilegri starf- semi. Fjáröflunarleiðir islenzkra stjórnmálaflokka eru og að mestu leyti hinar sömu og fara fram með svipuðum hætti. Það sem á skortir, að mati almenn- ings, er að þessi fésýsla fari fram fyrir opnum tjöldum og augum alþjóðar. Gagnrýni af þessu tagi var orðin það hávær á sl. hausti, að almennt var við því búizt að þingflokkarnir beittu sér fyrir löggjöf um þetta efni á sl. þingi. Sú almannavon brást. Virðingarverð tilraun var þó gerð til að hreyfa þessu máli á Alþingi. Eyjólfur Konráð Jóns- son, 4. þingmaður Norður- lands vestra, flutti frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, sem að meginefni fjallaði um fjár- reiður stjórnmálaflokka. Frum- varpið gerði ráð fyrir því að stjórnmátaflokkar yrðu með ótvlræðum hætti gerðir bók- halds- og framtalsskyldir, þó ekki yrðu þeir skattskyldir. Þá gerði frumvarpið ráð fyrir því, að stjórnmálaflokkum yrði auð- veldað að afla sér nokkurs fjár með frjálsum framlögum al- mennings. Gert var ráð fyrir því að fram- lög einstaklinga yrðu skatt- frjáls, þó með þröngum mörk- um, þ.e. að þau yrðu bundin við 5% af skattskyldum tekjum viðkomanda. Flutningsmaður tók og skýrt fram i framsögu, að hann væri til viðræðu um enn þrengri mörk eða aðra fyr- irvara, sem betur kynnu að’ henta. Þetta takmarkaða skatt- frelsi framlaga átti þó einvörð- ungu að ná til einstaklinga en hinsvegar ekki til fyrirtækja eða stofnana. Frumvarp þetta, sem um flest er hyggilegt, kann þó að orka tvímælis í framkvæmd um vissa þætti flokksstarfseminn- ar Þannig myndi slík löggjöf í framkvæmd naumast ná til hlutafélaga, sem sumir flokkar, máski sér í lagi Alþýðubanda lagið, virðast hafa reist fésýslu sína á. Frumvarp Eyjólfs Konráðs Jónssonar var, þrátt fyrir greindan annmarka, virðingar- vert spor í rétta átt. Það var þess eðlis og efnis, að um það hefði átt að geta náðst einhver sú málamiðlun, sem þingmenn og almenningur hefðu getað sætzt á, sem reynslulöggjöf, er síðar yrði endurskoðuð í Ijósi þá fenginnar reynslu eins og titt er um löggjöf á nýjum vettvangi, Frumvarp þetta leiddi til þess, þó ekki fengi fullnaðaraf- greiðslu, að allsherjarnefnd sameinaðs þings flutti og fékk samþykkta tillögu til þings- ályktunar þess efnis, að kjörin var 7 manna nefnd til að undir- búa frumvarp til laga um rétt- indi og skyldur stjórnmála- flokka. Skal nefndin hraða störfum, eins og segir i tillög- unni, og í greinargerð eru því gerðir skórnir, að nefndin leggi fram frumvarp um þetta efni á næsta þingi. Við undirbúning þessa máls þarf að standa gegn háværum kröfum vissra aðila um ríkis- framlög til stjórnmálaflokka. Þessi krafa kom m.a. fram í tillögu til þingsályktunar, er formaður Alþýðubandalagsins flutti, þarsem þeim sjórnarmið- um er haldið á loft, að lögfesta þurfi opinberan, fjárhagslegan stuðning við stjórnmálaflokka, sem „ætla þurfi ákveðnar tekj- ur i hlutfalli við fylgi sitt meðal kjósenda". Samkvæmt þessum tillöguflutningi er ekki stefnt að frjálsum framlögum, þar sem hver og einn ræður sínum fjár- hagsstuðningi, heldur þvinguð- um framlögum, sem sækja á i vasa almennings, hvort sem honum líkar betur eða verr, og ráðstafa fyrir hans hönd til starfsemi stjórnmála- flokkanna. Þessi þvingunarleið fellur ekki vel að íslenzkum hugsunarhætti. Ljóst er, að í nútíma þjóðfé- lagi þurfa stjórnmálaflokkar á talsverðu fé að halda til starf- semi sinnar. Heilbrigðast og eðlilegast er, að þeir afli fjár með frjálsum framlögum al- mennings, í eínu eða öðru formi, eins og þeir raunar gera þegar í ríkum mæli. Sú fjáröfl- un á hinsvegar að fara fram fyrir opnum tjöldum. Hóflegt, takmarkað skattfrelsi, sem setja má þröngar skorður, opn- ar möguleika til þess. Bók- halds- og framtalsskylda stjórn- málaflokka fylgir einnig fram sjónarmiðum almennings í þessu efni. Ekki er að efa að allur þorri íslendinga væntir þess að kjör- in þingnefnd til að semja frum- varp til laga um þetta efni hraði störfum eftir því sem aðstæður leyfa, vandi vel verk sitt og lagi það að íslenzkum aðstæðum og hugsunarhætti. „SJAKALINN, alræmd- asti hryðjuverkamaður heimsins, stóð á bak við rán frönsku flugvélar- innar með fsraelsku gfslunum sem vfkinga- sveitir björguðu á Ent- ebbe-flugvelli f Uganda en fðl stjórn þess nán- um samstarfsmanni sfn- um að sögn starfs- manna vestur-þýzkui öryggisþjónustunnar. Fyrir aðeins rúmu hálfu ári stjórnaði „Sjakalinn" eða Carlos (27 ára gamall venezú- elskur félagsfræðistúd- ent, sem heitir réttu nafni Ilich Ramirez Sanchez) árásinni á aðalstöðvar Samtaka olíuútflutningslanda (OPEC) í Vín þegar 11 olíuráðherrum var rænt, en að þessu sinní lét hann sér nægja að skipuleggja rá'n flug- vélarinnar með isra- elsku gislunum. Stjórnina fól hann í hendur bezta vini sín- um, vestur-þýzka hryðjuverkamanninum Wilfried Boese sem er kallaður hægri hönd hans. Vestur-þýzkir öryggisþjónustustarfs- menn hafa staðfest að talið sé að Boese hafa stjórnað flugvélarrán- inu og að sögn Idi Am- ins Ugandaforseta var hinn Vestur-Þjóðverj- inn sem tók þátt í rán- inu Astrid Proll, sem er félagi í Gaader- Meinhof-samtökunum eins og Boese. Gislarnir hafa sagt frá því að foringjar palestinsku hryðju- verkamannanna hafi verið karl og kona sem töluðu ensku með greinilegum þýzkum hreim. „Maðurinn reyndi að vera kurteis við okkur en framkoma konunnar minnti okk- ur á nazista-timann," sagði einn gíslanna. Hryðjuverkamennirn- ir kröfðust þess að sjö félagar úr vestur-þýzku hryðjuverkasamtökun- um Baader-Meinhof og 7. júní yrðu látnir lausir og það bendir einnig til þess að Sjakalinn hafi verið heilinn á bak við ránið. Franska leyniþjónust- an DST sagði eftir árás- ina í Vin að næsta tak- mark Sjakalans yrði að bjarga fjórum félögum I úr Baader-Meinhof í , Stuttgart. Þegar Ulrika Meinhof framdi sjálfs- morð nýlega var þess krafizt að sleppt yrði úr haldi 31 árs gömlum 1 venezúelskum fjölda- morðingja, Juan Carlos Raspes. Þegar hann og félagar hans heyrðu í útvarpi að frönsku flug- vélinni hefði verið rænt vissu þeir strax að þess yrði krafizt að þeir yrðu iátnir lausir. „Við vitum allt bjánarnir ykkar,“ hróp- uðu þeir að fangavörð- um sínum þegar þeir komu og fjarlægðu út- varpsviðtækin úr klef- um þeirra. Seinna fundu fangaverðirnir ýmislegt í klefunum sem benti til þess að þeir vissu hvað til stóð. Stóð „Sjakalinn” á bak við ránið? Opinberum hátlðarhöldum I New York tauk með stórbrotinni flugeldasýn- ingu. Hér er Frelsisstyttan innan I Ijósakórónu og eldglæsingarnar standa upp úr kyndlinum. Carlos Nýr forsætisráð- herra Spánar Lítt þekktur heima og erlendis Flugvélarræn- ingi gafst upp Paima, Mallorka — 6. júli — Reuter — NTB. ÞRITUGUR Líbýumaður búinn tveimur leikfangabyssum og tveimur hnífum náði i gær á sitt vald líbýskri farþegaflugvél, sem var á leið frá Trípóli til Banghazi. Hann skipaði flugmönnunum að lenda í Alsír þar sem flugvélin stóð við í 10 mínútur en siðan var ferðinni haldið áfram og lent á flugvellinum i Palma. Þar gaf flugvélarræninginn sig sjálfvilj- ugur fram við lögregluna. „Faðir Rauða hersins iátinn” Peking, 6. júlí — Reuter CHU TEH marskálkur, þekktasti herforingi Kína, lézt i Peking i dag, að þvf er segir f frétt kfn- verska útvarpsins. Sagði f út- varpsfréttinni að „faðir Rauða hersins", og sá sem stjórnaði göngunni miklu fvrir 40 árum hafi látizt klukkan 3 sfðdegis að staðartíma. Hann var nfræður. Chu Teh gekk í lið með komm- únistum á þriðja tug aldarinnar, og skipulagði síðar marga af stærstu sigrum Rauða hersins. Eftir að Mao Tse-tung hætti að taka á móti erlendum þjóðhöfð- ingjum vegna heilsubrests nú ný- lega, varð Chu staðgengill for- mannsins. Síðast kom Chu opin- berlega fram er hann tók á móti Malcolm Fraser forsætisráðherra Astraliu fyrir tæpum hálfum mánuði. Chu Teh var forseti þingsins, og átti sæti i Æðsta ráðinu, en hafði undanfarin ár lítil afskipti af stjórnmálum. Hann var nokkurs konar föður-ímynd i augum þjóð- arinnar, og I áliti gekk hann næst- ur Mao sjálfum. Fagnaðarfundur við heimkomu gfslanna til Tel Aviv Leiðtogafundur OAU leystist upp í ringulreið Port-Louis, Mauritius — 6. júlí — Reuter. RINGULREIÐ og áberandi klofn- ingur ríkti í lok leiðtogafundar Einingarsamtaka Afrfkurfkja (OAU) f gær, ekki einungis milli fulltrúa frá Afrfkurfkjunum, heldur einnig fulltrúa Araba- landanna. Á fundinum kom fram krafa tveggja aðildarríkja um að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefði afskipti af deilumálum þeirra. Ugandamenn hafa krafizt fundar ráðsins vegna árásar ísra- elsmanna á Entebbe-flugvöll nú um helgina, og Súdanir krefjast fundar vegna meintrar aðildar Libýu að tilrauninni til að steypa stjórn Súdans af stóli i síðustu viku. Af 20 ríkjum Arababandalags- ins eiga 8 jafnframt aðild að Ein- ingarsamtökum Afríkurikja. 5 þessara rikja eiga i innbyrðis deil- um. Deilur Eþiópíu og Sómalíu settu sinn svip á fundinn. Þar gengu brigzlyrðin á milli allt til loka fundarins um framtíð Djibouti, sem nú er franskt yfir- ráðasvæði. Samstaða náðist ekki um einföld mál, sem ætlunin var að taka afstöðu til. Þannig kom fram tillaga um, að aðildarríkin sameinuðust um að taka ekki þátt í Olympíuleikunum í Montreal, ef alþjóðlega Olympíunefndin sam- þykkti þáttöku Ný-Sjálendinga, sem sendu keppnislið til S-Afríku nýlega. Fundurinn samþykkti að- Framhald á bls. 20 JUAN Carlos Spánarkonungur ákvaS á laugardagskvöld aS út- nefna Adolfo Suarez Gonzalez for- sætisráSherra Spánar I staS Carlos Arias Navarros, sem sagSi af sér I fyrri viku. Kom þessi ákvörSun konungs vægast sagt mjög á óvart. þvl Suarez er lltt þekktur I heimalandi sinu og svo til ekkert utan Spánar. Ýmsar getgátur höfSu veriS uppi um þaS hver hlyti embættiS, en hvergi var þar minnzt á Suarez. ÁSur en konung- ur tók ákvörSun slna hafSi 17 manna ráSgjafanefnd hans gert tillögur um þrjá menn I embættiS. og var Suarez einn þeirra, og af flestum talinn óllklegastur. Adolfo Suarez er 43 ára, og yngstur þeirra, sem gegnst hafa embætti forsætisráðherra Spánar á þessari öld Hann er af sömu kyn- slóð og Juan Carlos konungur, sem er 38 árar og átti þvi enga aðild að borgarastyrjöldinni á Spáni árin 1936—39. Hann er kvæntur og fimm barna faðir, og alinn upp i Movimiento, eða Hreyfingunni, eins og Falangistaflokkur Francos heitins einræðisherra nefnist. Adolfo Suarez er lögfræðingur að mennt, en skömmu eftir að hann útskrifaðist frá Salamanca háskólan- um sneri hann sér að Hreyfingunni og var kjörinn formaður flokksdeild- arinnar í heimasveit sinni, Avila hér- aði. Hann náði skjótum frama, gegndi um tíma störfum hjá rlkisút- varpi og sjónvarpi, siðar var hann um skeið héraðsstjóri I Segovia unz hann tók við embætti aðalfram- kvæmdastjóra hljóðvarps og sjón- varps árið 1969. Því embætti gegndi hann I fjögur ár, en árið 1973 var hann skipaður aðstoðar- framkvæmdastjóri Hreyfingarinnar. Eftir lát Francos gerði Carlos Arias Navarro talsverðar breytingará rikis- Suarez. stjórn sinni, og hlaut Suarez þá ráðherraembætti sem aðalritari Hreyfingarinnar Því embætti hefur hann gegnt siðan Þegar Suarez tók sæti i rikisstjórn- inni, sagði blaðið Nuevo Dtario i Madrid að hann væri „blár", og átti þá við blástakkasveitir Falangista. Þetta hefur Suarez að nokkru leyti afsannað, meðal annars með eftir- tektarverðri ræðu, sem hann flutti á þingi i fyrra mánuði, þar sem hann mælti fyrir þvi að afnumið yrði 37 ára langt bann við starfsemi stjórn- málaflokka i landinu. Við það tæki- færi sagði hann meðal annars að sú ábyrgð hvíldi nú á herðum ríkis- stjórnarinnar að sjá svo ,um að tryggja nútima lýðræði á Spáni. „Það getur ekkert stjórnmálafrelsi rlkt ef Spánverjum er bannað funda hald, málfrelsi og félagsfrelsi." sagði Suarez. Hann segist sjálfur vera lýð- ræðissinni, og trúa þvi að þróunin i þá átt geti orðið sársaukalaus Svipmyndir Skip af öllum stærSum og gerðum söfnuSust saman I höfninni I New York. Seglskipin til vinstri á myndinni eru Esmeralda frá Chile (t.v.) og Glúcksburg frá V-Þýzkalandi (t.h.). frá hátíðahöldum 4. júlí Charlie Smith er elzti borgari Bandarikjanna. Hann er 1 34 ára og ekur hér I opnum vagni til að sýna sig og sjá aðra á þjóðhátiðinni. Viða var dansað á götum úti 4. júli. Hér dunar dansinn við ráð- húsið í elzta hluta New York- borgar. Stórskotalið skýtur heiðursskotum af fallbyssum i skemmtigarði i New York. Þetta er hvorki eldflaugapallur né hringekja, heldur súkkulaðiterta, sem bökuð var í Filadelfiu I tilefni 200 ára afmælisins. Tertan er 15 metra há. þakin sykurhúð, sem nægja mundi til að þekja heilan iþróttavöll. 200 þúsund manns áttu að fá sneið af tertunni. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6. simi 22480. hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50.00 kr. eintakið. — segir The Times 200 mílna löggjöf und- irbúin í Bretlandi BREZKA stjórnin vinnur nú að sameiningu frumvarps um út- færslu Breta f 200 mflur, en frum- varpið verður þvi aðeins lagt fyrir þingið, að stjðrninni takist ekki að fá Efnahagsbandalagið til að koma sér saman um sameiginlega fiskveiðistefnu aðildarríkja bandalagsins, að því er Lundúna- blaðið The Times hefur eftir áreiðanlegum heimildum f Whitehall. Enda þótt skoðanir séu skiptar um framtíðarstefnu í fiskveiði- málum er ljóst, að brezka ríkis- stjórnin stefnir að einkalögsögu við strendur Bretlands, sem yrði mörkuð einhvers staðar milli 12 og 50 mílna frá ströndinni. í frétt þessari kemur fram sú skoðun, að líklega yrði afstaða tekin til þess síðar, að hve miklu leyti fiskveiðiskip frá öðrum lönd- um bandalagsins, svo og skip frá löndum utan EBE, fengju aðgang að miðum Breta, en líkur eru tald- ar á því, að hefðbundnar veiðar yrðu útilokaðar. Eins og fram hefur komið yrðu Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.