Morgunblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULÍ 1976 25 Kl. 21.15 hinn 28. marz sýndi mannfjöldaklukkan í Chicaco 4 milljarða íbúa á jörðinni. Þetta er sjálfsmorðsstefna, en hvernig á að stöðva hana? Grein úr franska blaðinu Express Við erum fjonr milljarðar KLUKKAN var 21.15 í Chicago laugardaginn 28. marz. Þad var búið að loka í Vísinda- og iðnaðarsafninu. Nætur- vörðurinn dottaði í varð- klefanum sínum. Enginn varð því vitni að atburð- inum. Enginn sá skráða töluna 4 milljarðar — 4.000.000.000.— — á ljðsaborðið á rafmagns- klukkunni, sem telur af mikilli nákvæmni mann- fjöldann f heiminum og skráir hann á mínútu fresti. Þegar safnið opn- aði næst síðdegis á sunnudag, hafði þessi einstæða klukka haldið óslitið áfram að bæta við mannslífum. Hún sýndi 4.000.106.397 manns. Á einni nóttú og einum morgni höfðu bætzt við yfir 100 þúsund manns, fleiri en allir íbúar Reykjavíkur. Fyrir tvö þúsund árum voru ekki á.jörðinni fleiri en 200 milljónir manna. Mannfjöldinn náði fyrsta milljarðinum um 1850, öðrum 1930 og þeim þriðja á árinu 1961. Ef ekki verður róttæk breyting á mann- fjölgunarkúrfunni, þá náum við 6 milljarða-markinu í lok aldarinnar. Eftir aðeins 24 ár. Um það leyti sem nýfæddu börnin eru komin á giftingar- aldur. Sláandi dæmi setti franski hagfræðingurinn Robert Lattés, félagi í „Rómarklúbbn- um“ svonefnda, upp: Hann lík- ir jörðinni við tjörn með vatna- liljum, sem tvöfalda stærð sína á einum degi. Þessi lilja þyrfti ekki nema 30 daga til að breiða sig yfir alla tjörnina. Við erum nú á 29. degi. Vatnaliljan þekur helming jarðarinnar. Á morgun Þetta er fyrst og fremst vandamál mannkynsins, sem rafmagnsklukkan 1 Chicago minnti í myrkri og þögn á nótt- ina góðu. Auðvitað má deila um nákvæmni hennar. Bruce Michell, varaforseti safnsins, svaraði blaðamanni með þess- um orðum: „Viss skekkja getur komið fyrir. En grunntölurnar og margfelditalan eru endur- skoðaðar einu sinni til tvisvar sinnum á ári. Mismunurinn á tölu klukkunnar og raunveru- legri tölu getur ekki orðið meiri en fáir dagar.“ í sumum löndum, eins og t.d. i Eþiópiu, fer ekki fram neitt manntal. Annars staðar er það ekki nákvæmt. En jafnvel þar sem fólkið er samvizkusam- lega talið, er alltaf nokkur ónákvæmni. Venjulega er raun- verulegur mannfjöldi meiri en tölur sýna. Kannanir benda til að í Bandaríkjunum t.d. muni að minnsta kosti 3 af hundraði og í Marokkó 15 af hundraði, en þar á að skrá börn við fæðingu. 1 sumum tilfellum er mann- fjöldi viljandi mistalinn eða hafður óljós, af stjórnmála- ástæðum. Þannig er það yfir- lýst, að í Nígeriu búi um 70 milljónir manna, en eru kannski ekki nema 55 milljónir. Nigeríustjórn vill hafa þetta stærstu þjóð í Afriku. 1 þétt- býlasta landi heims, Kina, er óvissutalan gífuriega há. Siðasta manntal fór fram 1953 og sýndi 583 milljónir Kinverja. Sérfræðingarnir draga þá tölu mjög í efa. Sumir staðhæfa að hún sé 19 milljónum of lág, aðrir að borgarar Kina séu a.m.k. 30 milljónum fleiri. Þarna getur munað upp í 150 milljónir manna. Á mann- fjölgunarráðstefnunni í Búkarest árið 1974 tilkynnti fulltrúi Kinverja, að í hans landi væru 830 milljónir íbúar. En önnur sendinefnd hefur til- kynnt um 930 milljónir. Fjölg- un mannfólksins hefur sem sagt tekið þvílikt stökk, að varla tekur því að vera að þrátta um nokkyr hundruð milljónir. í þeim tilgangi að gefa betri mynd af sambandinu milli jarðsögunnar og mann- fjölgunarinnar hefur stjörnu- fræðingurinn Heinrich Siedentopf dregið í huganum 5 milljarða ára sögu jarðarinnar saman í eitt ímyndað ár. Ut- koman verður þá þessi: I janúarmánuði skipti gasbolti sér í milljarða af smærri ögn- um, en ein þeirra varð að sól- inni okkar. í febrúarmánuði mynduðust hnettirnir, þar á meðal Jörðin. i apríl aðgreindust höf og lönd. Síðan höfum við verið að þróast hægt og sígandi. Það var komið fram í nóvember, þegar gróðurinn tók að leggja undir sig jörðina. í síðustu viku fyrir jól var blómatími risaeðlanna, sem liðu undir lok á aðfangadag. Og um 11 leytið um kvöldið sá fyrsti Pekingmaðurinn dagsins ljós, og í kjölfar hans Neanderdalsmaðurinn um 10 mínútur fyrir miðnætti. Það sem vió köllum mannkynssögu hefur þá staðið síðustu hálfa mínútuna á þessu upphugsaða ári. Á siðustu sekúndunni þrefaldaðist mannkynið og þá erum við komin að nútimanum. Ef fjölgunin fer með sama hraða, þá munu á fyrstu 10 sekúndum næsta árs (sam- svarandi 15 öldum á okkar mælikvarða) lifandi manns- líkamarnir verða orðnir jafn þungir sjálfri jörðinni. Þetta skelfilega mannfjölg- unarvandamál heimsins opin- beraðist á ráðstefnunni i Búka- rest 1974. En fulltrúarnir þar sáu fljótt, að vandinn er af ann- arri ástæðu tvöfalt meiri en þetta. Það kalla sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna „stétta- baráttuna um stigaþrepin í ver- öldinni." Þetta má draga saman með nokkrum tölum. 228 milljón íbúar Norður-Ameríku neyta daglega 71 gramms eggjahvitu- efna úr dýraríkinu. Hinir 319 milljón íbúar Vestur-Evrópu og Miðjarðarhafslandanna láta í sig 50 grömm á dag og íbúar Austur-Evrópu og Japans nærri eins mikið. Magn eggjahvítu- efna á mann hraðminnkar, þeg- ar röðin kemur að 282 milljón Suður-Amerlkumönnum sem fá 24 grömm, 290 milljón Afríku- mönnum með 12 grömm, 806 milljón Kínverja með 920 grömm og" 670 milljón Indverj- um og Pakistönum með 6,78 grömm af eggjahvítuefnum á mann. Þéttbýliskort sýnir vel hversu flókin þessi vandi er. Enn eru stór óbyggð landsvæði í Ameriku, Afríku og jafnvel milli Evrópu og Asíu. En ótölu- legar hersveitir nýrra íbúa heimsins flykkjast allar til stór- borganna. „Allir eru þeir að leita að vinnu, sem ekki er þar að finna," segir sr. Bruno Ribes, jesúitapresturinn, sem er að skrifa bók um þetta efni. „Á áratugnum frá 1960 til 1970 hafa stórborgir Afriku vaxið þrefalt sinnum hraðar en Evrópuborgirnar." Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja, að einasta skynsemin sé að stöðva mann- fjölda heimsins við 12 milljarða manna. En fjölmargar þjóðir, sem þetta varðar mestu, setja sig upp á móti þeirri lausn, sem þær segja að sé sprottin af eig- ingimi iðnaðarþjóðanna. Sum- ar þeirra, svo sem Argentína og Saudi-Arabia, eru opinskátt á móti hvers kyns takmörkun barneigna. — Slikt er uppfund- ið af óvinum Múhameðstrúar- manna, segja Saudi-Arabar, en þar búa 4 milljónir manna í landi, sem er fimm sinnum stærra en Kalifornia. Og þetta bergmála stjórnendur Buenos Aires, sem bönnuðu hvers kon- ar takmörkun á stærð fjölskyld- unnar á árinu 1974: „Þeir sem eru andsnúnir hagsmunum Argentínu, eru að reyna að koma á lífsskoðun, sem kemur i veg fyrir að við verðum stór- veldi“, segja þeir. Loks sjá vissar rikisstjórnir í þessu dulda neó- nýlendustefnu. Brasilíumenn, sem ekki hafa bolmagn til að nýta hina geysivíðáttumiklu frumskóga við Amazon, and- mæla Bandaríkjamönnum, sem ráðleggja þeim takmörkun barneigna ef þeir vilji hafa von um að ráða við eymdina i fátækrahverfunum. Sumar þjóðir hafa þó enga möguleika til að spyrna á móti vilja auðugri landa í þessu efni. Alþjóðastofnanir hafa sett það að skilyrði fyrir efnahagsaðstoð og fjárframlögum frá vestræn- um ríkjum, að skipulögð verði áætlun um takmörkun barn- eigna. Indverjar hafa sjálfviljugir reynt að takmarka fólks- fjölgunina. 1 ráðstöfunum sín- um hafa þeir rekið sig á sam- félagslegar og trúartegar hindranir, sem hafa komið í veg fyrir að þetta tækist. Eftir 10 árá átak heldur meðalfjölskyld- an áfram að vera 6,4 einstakl- ingar. I örvæntingu sinni vegna sívaxandi vanda, hafa stjórn- völd í Pendjab-héraði i vetur samþykkt að þau hjón, sem eignist fleiri en tvö börn, geti átt á hættu að fá fangelsisdóm, eða háa sekt. Afleiðingin er sú, að fæðing barna er falin fyrir yfirvöldum. Trúarleiðtogar og stjórnarandstaða hafa sett sig upp á móti þessu. Flestir hafa nokkuð til síns máls í þessari alheims-baráttu. Einkenni hennar er á síðustu árum eigingirni, ótti og van- máttur til að tengja efnahags- legar og félagslegar breytingar lækkun fæðingartölunnar. Þróun raála í heiminum bendir til afturfarar. Allt bendir til þess, að þetta leggist sífellt þyngra á fátæku og þéttbýlu löndin. í þeim tilgangi að reyna að stöðva þessa sjálfsmorðsstefnu hefur Robert McNamara, for- seti Alþjóðabankans, lagt til algera stefnubreytingu á aðstoðinni við þá, sem minnst hafa. — Fyrir þá er hér um lif eða dauða að tefla, segir hann. Og örlög rika heimsins eru bundin örlögum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.