Morgunblaðið - 07.07.1976, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1976
29
fclk í
fréttum
+ Þessir stæltu stafnbúar eru þátttakendur f einhverri fegurðarsamkeppninni, sem nú er haldin hjá
andfætlingum okkar f Hong Kong, og það er ungfrú Þýzkaland, sem er yzt til vinstri á myndinni. Næst
henni er ungfrú Holland, sfðan ungfrú Noregur, þá ungfrú tsland, Guðmuhda Jóhannsdóttir, og loks
ungfrú Svfþjóð.
+ Uri Geller, sem getið hefur
sér frægðarorð fyrir að beygja
lykla og hnffapör með hugar-
orku einni saman, gerir það
ekk'i endasleppt. Nú rótast
hann um f gömlum rústum f
Mexfkó og grefur upp gull og
silfur sem hans yfirnáttúru-
legu hæfileikar benda honum
á.
+ Barbra Steisand og
Liza Minnelli eru sem
stendur þær leikkonur
sem eru hvað tekjuhæst-
ar f Bandarfkjunum. t
þriðja sæti er svo Char-
lotte Rampling og Sophia
Loren verður að gera sér
f jórða sætið að góðu.
Hafið,
bláa
hafið...
+ Það þykir ekki lengur tfðind-
um sæta þó að menn fari sem
fuglinn fljúgandi um fjöll og
firnindi á vélsleðum en nú er
nýtt tæki komið til sögunnar —
eins konar marköttur — sem
flengist um fiskaslóðir á 80 km
hraða á klukkustund.
Það er áhugasamur upp-
finningamaður að nafni Nelson
Tyler sem á allan heiður af
tilurð þessa tækis sem er tekið
til við að framleiða. Marköttur-
inn vegur 140 kiló, gengur f
3—4 tfma á sjö gallonum af
bensfni og getur flutt einn far-
þega auk ökumanns. Þetta tæki
kynni ef til vill að geta komið
að góðum notum hér við land
— eínkum innanfjarða og
annars staðar þar sem sjólag er
gott.
Hundar og aðrir hundar
TIL borgaryfirvalda í tilefni aug-.
lýsingar frá heilbrigðisnefnd í
gær, 4. júlí.
Það er áskorun mín og ugglaust
fleiri skikkanlegra þjóðfélags-
þegna, sem fullan hug hafa á að
þrífa til kringum sig, að heilbrigð-
isnefnd Reykjavíkur verði skipuð
til starfa á öðrum vettvangi en
þeim að eyða tíma sinum og orku í
að eltast við nokkra veluppalda
hunda, umgengisgóða ketti, söng-
glaða búrfugla og skrautfiska-
hrogn.
Maður er orðinn gersamlega
gáttaður á þeirri heimskulegu
reglugerð, sem þessari nefnd er
gert að fara eftir. Eða hvernig má
það ske, að veluppalin dýr, flest
hver í eigu sómakærustu borgara
bæjarins, hundar, eru réttdræpir
meðan vaðandi mannhundar
ganga beizlislausir, skemmandi
allt i kringum sig?
Hvað veldur þeim ósköpum, að
hér í borginni er aðeins ein dýra-
búð, sem fær þó ekki að selja
annað en TÓM FUGLABUR? Er
kanarífugl eitthvað óhollari Is-
lendingum en öðrum þjóðum?
Hvað kemur til, að æ ofan í æ
dynja á landsmönnum auglýsing-
ar frá heilbrigðisyfirvöldunum
um bann við hinu og þessu, eins
og til dæmis hundi í dag, fugli á
morgun eða skrautfisk hinn dag-
inn, þegar sæmilegir borgarar
geta vart þverfótað fyrir ælandi,
svikjandi, stelandi, skemmandi,
öskrandi drukknum skril; því
fólki ungu, sem ekkert aðhald
virðist hafa drukkið í sig með
móðurmjólkinni, það áframhald-
andi aðhald samhliða uppvextin-
um að bera sjálft ábyrgð á því,
hvað það lætur ofan i sig, og þá
öllu fremur að bera ábyrgð á því
sem út af því fer?
17. júní fór smáhópur ung-
menna eftir strætinu, sem ég bý
við, með ópum og óhljóðum,
reyndi að opna hvern kyrrstæðan
bfl sem á vegi hans varð, eða
komast inn í húsin. Hópurinn fór
svo fljótt yfir að ekki vannst timi
til að kalla í löggæzluna, enda
vitatilgangslaust eins og málum
er komið gagnvart manninum í
dýrinu og dýrinu í manninum.
Við friðsamir borgarar sem vilj-
um eyða ellinni í bænum okkar i
sátt við umhverfið, biðjum hvorki
né óskum eftir nýju lögmáli —
VIÐ KREFJUMST ÞESS!
Ég krefst þess að hollum heil-
brigðisreglum verði komið á blað
vegna okkar sem alltaf erum að
basla við að byggja upp i kringum
okkur!
Og eitthvað er það skemmti-
legri sjón að ganga fram á hæ-
verskan nágrannakött, eða þá
bara einhvern annan stundvisan
kött, sem upp úr hálf-tólf á mið-
nætti sezt i fordyri fyrirmyndar-
hótels, bíðandi þar þögull og þol-
inmóður eftir næturverðinum, og
á sinum tíma þakkar fyrir kræs-
ingaleifar, og hljóðlega heldur til
síns heima, — en illa gefið partý-
fólk, sparkandi og bölvandi utan
við annarra manna hús. Og betur
kann ég við hamingjusaman,
brosandi hund, þótt í bandi sé, en
orðljótan piltung og klámyrta
stúlku.
Hér verður einhver breyting að
koma til eigi sæmilega hugsandi
fólk að geta tileinkað sér lagaboð
og heilbrigðisreglur, — því þær
eiga jú að vera fyrir fólkið en
ekki fólkið fyrir reglurnar. Og svo
á lika að vera með meinlausu
gleðigjafa —DYRIN!
5/7 1976
Guðrún Jacobsen
Bergstaðarstræti 34
Reykjavik.
— Lokatónleikar
Framhald af bls. 10
heim og Nu fyrir kór og hljóm-
sveit eftir Milveden.
í framhaldi af framanskráðu
um fsl. tónlistarlíf, er þátttaka
íslendinga á þessum tónleikum
athyglisverð. Þarna eru flutt
tvö islenzk verk, sem bæði eru
vel gerð og standa erlendum
samtímaverkum fyllilega á
sporði. Fyrir undirritaðan var
flutningurinn að þessu sinni á
Langnætti Jóns Nordals einum
of asafenginn og ekki af þeirri
ætt sem kenna má við hægferð-
ugt íslenzkt langnætti þjóð-
sagna og baðstofulffs. Fiðlukon-
sertinn eftir Leif Þórarinsson
er margslungin tónsmíð en á
köflum óhamin eða réttara sagt
ofhlaðin, einkum i samspili
hljómsveitar og einleiksfiðlu.
Beztu kaflarnir, fyrir smekk
undirritaðs, voru einleikskafl-
arnir, sumir þeirra frábærir.
Einleikishlutverkið í konsertin-
um var f höndum Einars Svein-
björnssonar. Hann er frábær
fiðluleikari, af þeirri kynslóð,
sem naut tilsagnar Björns
Ólafssonar, sem er einn af
frumkvöðlum ísl. fiðlumenn-
ingar. Einar er einn þeirra tón-
listarmanna, sem leitaði til „út-
landa" og starfar hann nú sem
konsertmeistari i Svíþjóð.
Hann hefur reynzt íslenzku tón-
listarlífi þarfur maður og tekið
þátt í mörgum tónleikum hér
heima. Passfukórinn frá Akur-
eyri tók þátt í þessum tónleik-
um í verkinu Nu eftir Milved-
en. Fyrir nokkrum árum taldist
flutningur nútímatónlistar til
undantekninga og tónflytjend-
ur voru yfirleitt ekki fúsir til
þátttöku í slíku. Nú hefur svo
skipazt að samtímaverk eru eft-
irsótt til flutnings og eru
áhugatónfiytjendur úti á landi
farnir að fást við flutning á
nýrri tónlist. Passiukórinn,
undir stjórn Roar Kvam stóð
sig með mestu prýði. Verkið er
víða erfitt i söng og færi reynd-
ar betur I meðferð stærri kórs,
en það er önnur saga. Undirrit-
aður ósk«- Akureyringum til
hamingju og hvetur þá til að
láta hér ekki staðar numið.
Karlakór og Guðmundur
Jónsson óperusöngvari tóku og
þátt I uppfærslu verksins og
gerðu þeir sitt, eins og reynd-
um söngmönnum sæmir.
Þeir aðilar, sem oft gleymast,
en mest mæðir á, eru hljóð-
færaleikararnir i Sinfóníu-
hljómsveit islands. Mennirnir
sem hafa klifið þrítugan hamar-
inn og þrátt fyrir vanþakklæti
og ósanngjarnan samanburð,
staðið sína vakt og leikið mögl-
unarlaust það sem fyrir þá hef-
ur verið lagt. Þeirra framlag
minnir á þátt nafnlausrar al-
þýðunnar i sköpun menningar,
sem framgjarnir einstaklingar
eigna sér og hljóta lof og nafn-
giftir fyrir. Hljómsveitarverk
II eftir John Persen og Spur
eftir Nordheim teljast til þeirra
verka, sem eru fróðleg til að
fylgjast með við flutning en
enginn vill hafa með sér heim.
Jón Ásgeirsson.
— Um landsins
gagn
Framhald á bls. 29
og jafnrétti einstaklinganna er
bezta leiðin til þessa. En frelsi
getur maðurinn aðeins haldið i
félagsskap annarra frjálsra
manna. Þess vegna erum við í
Nato. Kotungurinn er fjötraður
niður á koti sinu og má hvorki
bjargast né menntast. Hinn efna-
lega frjálsi getur skapað sína eig-
in framtið.
24.6.1976
Halldór Jónsson verkfr.
— Lögin um...
Framhald af bls. 13
og sett sérstaka trúnaðarmenn
um borð f veiðískip eftír hví sem
þurfa þykir og er skipstjórum
veiðiskipa skylt að veita eftirlits-
mönnum þessum aðstoð og að-
stöðu um borð í skipum sínum.
Skipstjórar eftirlitsskipa, leiðang-
ursstjórar og trúnaðarmenn, sem
verða varir við verulegt magn
smáfisks í afla geta bannað veiðar
á ákveðnu svæði í allt að þrjá
sólarhringa.