Morgunblaðið - 08.07.1976, Síða 3
3
Mjólkurvörur hækka:
Mjólkurlítrinn
kostar
UM síðustu helgi tók gildi nýtt
verð á mjókurvörum. Niður-
greiddar mjólkurvörur hækka
um 5—6%. en óniðurgreiddar
mjólkurvörur um 2,2%. Að sögn
Sveins Tryggvasonar fram-
kvæmdastjóra Framleiðsluráðs
landbúnaðarins stafar þessi
hækkun af auknum tilkostnaði
við dreifingu og vinnslu mjólkur-
innar og er ástæðan einkum
hækkun á launum afgreiðslufólks
og aukinn umbúðakostnaður.
Hver mjólkurlítri f pökkum
hækkar um 3 krónur og kostar nú
61 krónu.
61 kr.
Eins og áður sagði hækka niður-
greiddar mjókurvörur mest eða
um 5—6%, og er þar um að ræða
nýmjólk og smjör. Tveggja lítra
ferna af mjólk kostaði áður 115
krónur en kostar nú 120 krónur.
Kilóið af smjörinu hækkar um 30
krónur og kostar eftir hækkunina
890 krónur. Af óniðurgreiddum
mjólkurvörum má nefna, að rjómi
í kvarthyrnum hækkar úr 146
krónum í 150 krónur hver hyrna.
Ostur 45% kostaði áður 808 krón-
ur hvert kíló en kostar nú 826
krónur.
Verksmiðjureyk-
ur berst hingað til
lands frá Evrópu
VIÐ OG við verða menn
þess varir að nokkurt mist-
ur liggur yfir vissum stöð-
um á landinu og mun hér
vera um að ræða brenni-
steinsryk og önnur efni
sem berast með vindum frá
Bretlandi og öðrum lönd-
um Evrópu. Að sögn Flosa
Hrafns Sigurðssonar veð-
urfræðings á Veðurstof-
Fálka-
ungarnir
dafna vel
FALKAUNGARNIR sem
fundust f tösku á Keflavíkur-
flugvelli fyrir nokkru dafna
vel og að sögn dr. Finns Guð-
mundssonar fuglafræðings er
hugsanlegt að hægt verði að
sleppa fuglunum í lok þessa
mánaðar.
Ungarnir eru aldir á veiði-
bjöllu og svartbak sem skotinn
er við öskuhaugana í Gufunesi
og hafa ekki verið nein vand-
kvæði á að útvega fyrir þá æti.
Fuglarnir eru geymdir í stóru
búri og þegar þeim verður
sleppt verður skilið eftir í þvi
æti, því búast má við að fálk-
arnir snúi aftur til þess staðar
þar sem þeir hafa verið aldir.
Sagði dr. Finnur að fuglar sem
verið hefðu undir mannahönd-
um þyrftu gjarnan nokkurn
aðlögunartíma og mætti búast
við að fálkaungarnir mundu
snúa aftur til búrsins nokkrum
sinnum áður en þeir flygju
endanlega burt.
Um fálkastofninn almennt
sagði dr. Finnur að hann væri
sterkur og að líkindum væri i
stofninum hundruð fálka.
Stofninn vex og minnkar í
samræmi við sveiflur i rjúpna-
stofninum, en rjúpan er mikil-
væg fæða fyrir fálkann. Sagði
Finnur að ástand stofnsins
væri allgott og væri það þyí að
þakka að stofninn er alfriðað-
ur, en ef svo væri ekki væri
ástandið allt annað. Mikil
ásókn er i að fá uppsetta fálka,
en skv. lögum er bannað að
setja upp fálka hérlendis nema
fyrir opinber söfn. Finnur
sagði að vafalaust væru tals-
verð brögð að þvi að friðun
fálkans væri ekki virt og væri
orðið tímabært að endurskoða
fuglafriðunarlögin m.a. vegna
þess að viðurlög eru orðin úr-
elt.
unni hafa frá árinu 1972
verið gerðar mælingar á
þessu fyrirbæri á Rjúpna-
hæð og hafa þær verið lið-
ur i samstarfi við hinar
Norðurlandaþjóðirnar og
önnur ríki OECD. Liggur
fyrir að hér er .á ferðinni
verksmiðjureykur, kola-
ryk og fleira þess háttar,
sem berst með vindum frá
iðnaðarhéruðum Evrópu.
Mælingarnar hérlendis og á
Norðurlöndum hafa einkum
beinzt að því að kanna brenni-
steinsinnihald loftsins sem hing-
að berst 'og sýrustig úrkomu sem
þvi fylgir. Sýna niðurstöður á
Norðurlöndum m.a. að úrkoma
hefur farið talsvert súrnandi og
kann það að hafa neikvæð áhrif á
náttúruna. Er t.d. talið að í Noregi
hafi lax og silungur horfið af
ákveðnum vatnasvæðum af þess-
um sökum. Hérlendis er þó engin
hætta á ferðum af völdum þessa
ryks, að sögn Flosa Hrafns, en
fyrirhugað er að þessum mæling-
um verði haldið áfram á þessu
sviði enn um sinn.
Gæzluvall-
argjald
í Kópavogi
í KÓPAVOGI hefur verið
tekinn upp sá háttur á ein-
um af gæzluvöllum bæjar-
ins að taka gjald fyrir
gæzlu barnanna. Völlur-
inn, sem hér um ræðir,
heitir Snælandsvöllur. Þar
eð hér er um nýmæli að
ræða, hafði Morgunblaðið
samband við Ásthildi
Pétursdóttur, trúnaðar-
ritara Kópavogsbæjar, og
spurði hana, hvort Snæ-
landsvöllurinn byði upp á
nýja þjónustu, sem rétt-
lætti gjaldið.
Ásthildur sagði, að hér væri um
að ræða tilraun, völlurinn v»ri
„hálfgildings leikskóli", bæði
væri þar aðstaða til inniveru og
föndurs innandyra svo að börnin
þyrftu ekki lengur að standa úti,
hvernig sem viðraði. Gjaldið nem-
ur u.þ.b. kr. 40 á dag. Þá sagði
Asthildur, að þær mæður, sem
hefðu tjáð sig unV'þetta, væru
mjög ánægðar með fyrirkomu-
lagið.
Stefán Pétursson, sem er 15 mánaða, er aðeins stærri en brúðan,
sem fannst fyrir tilviljun f gær, en er nú komin f Árbæjarsafnið.
(Ljósmynd Mbl. Brynjólfur.)
50 ára brúða var á leið
á öskuhaugana, en er nú
vel geymd í Arbæjarsafni
GÖMUL hús eiga sér yfirleitt
merka sögu og f þeim er að
finna marga merka hfuti, sem
hafa sögulegt gildi. Alltof
sjaldan er þó nægifeg aðgát
höfð þegar þessi hús eru rifin
eða þeim breytt. t vor tókst
skjalavörðum með naumindum
að bjarga af öskuhaugunum
hluta af skjalasafni, sem fannst
f einu húsanna í Bernhöftstorf-
unni. t gær komu tveir arki-
tektar á ritstjórnarskrifstofur
Morgunblaðsins og höfðu með-
ferðis brúðu, sem þeir höfðu
fundið efst i ruslabing við eitt
af gömlu Duus-húsunum á
horni Aðalstrætis og Vestur-
götu.
Þar er nú verið að breyta
innréttingu húsanna og hefur
Alafoss þegar opnað verzlun í
einum hlutanum. Ýmislegt
merkilegt hefur komið í ljós við
breytingarnar, til að mynda
fundu smiðirnir skjal á stoð í
einu húsinu og voru þar rituð
nöfn þeirra smiða, sem byggðu
húsið á sínum tíma. Bækur
fundust í kjallara hússins, en
þeim var fleygt á haugana
vegna þess að smiðirnir töldu
þær ólæsilegar og ekki nokkr-
um manni nytsamlegar, þar
sem þær höfðu gegnblotnað.
I gær ^annst svo dúkkan og lá
hún i ruslahaugnum á leið á
öskuhaugana er arkitektana
Gest Ölafsson og Finn Birgis-
son bar að. Báðu þeir Morgun-
blaðið að láta sérfræðinga at-
huga brúðuna eða að koma
henni t.d. á Arbæjarsafn. Ekki
væri að vita nema brúðan væri
merkisgripur og ástæðulaust að
henda henni að óathuguðu
máli.
Nanna IJermannsson safn-
vörður i Árbæjarsafni sagði i
samtali við Morgunblaðið i gær
að svona við fyrstu athugun
virtist sér sem brúðan væri á að
gizka 50 ára gömul og gat þess
að gaman væri að fá þennan
grip i Árbæjarsafn, sem ætti
alltof lítið af svona hlutum. —
Ég held varla að þessi dúkka
hafi verið barnaleikfang, sagði
Nanna, en mjög likiega stofu-
stáss. Þetta hefur greinilega
verið vandaður gripur og má
sjá það á klæðnaði dúkkunnar.
Flauel er i buxunum en silki i
blússunni.- Hárið sýnist mér
vera mannshár og öll vinna við
gerð brúðunnar mjög vönduð,
sagði Nanna.
Um samsetningu búningsins
sagði hún að erfitt væri að átta
sig á honum, hann minnti helzt
á rússneskan búning. Bað hún
Morgunblaðið að geta þess að ef
einhver kannaðist við svona
dúkkur að hafa samband við
Árbæjarsafn.
Næsti fundur
með Mikla
norræna 1.
september
EINS OG skýrt var frá i Mbl. I
gær lauk viðræðum tslcndinga
við Mikla norræna ritsimafélagið
i Kaupmannahöfn í fyrradag.
Ákveðið hefur verið að næsti
fundur þessara aðila um brevt-
ingar á samningi félagsins við
islenzka ríkið hefjist i Reykjavik
1. september.
FJARLÆGÐU
DRASL AF
YFIR 300
LÓÐUM
1 HREINSUNARVIKUNNI, sem
efnt var til í Reykjavfk, notuðu á
fjórða hundrað húseigendur sér
boð hreinsunardeildar borgarinn-
ar um að hriða drasl er sett yrði
við lóðamörk. Svo margar beiðnir
komu að 20 verkamenn voru með
4 bfla mikið til f þessu verki f 3
vikur, að sögn Péturs Hannesson-
ar, forstöðumanns hreinsunar-
deildar.
Að venju hafa að undanförnu
verið um 40 unglingar við hreins-
un í fjörunum og eru fjörur ailar
teknar. Og annar hópur unglinga
vinnur við hreinsun á almenn-
ingsgörðum og svæðum í borginni
á vegum garðyrkjustjóra.
Allir hús- og
íbúðareig-
endur í Kópa-
vogi verða
að borga
„ALLIR hús- eða fbúðareigndur
í Kópavogi, sem fá endurbætta
eða fullfrágengna götu, þurfa
að greiða þetta auka-
gatnagerðargjald. Það gildir
einu, hversu lengi þeir hafa búið
f bænum,“ sagði Jón Guðlaugur
Magnússon, bæjarritari Kópa-
vogs, þegar Morgunblaðið spurð-
ist frekar fyrir um nýtt gatna-
gerðargjald, sem Kópavogur hef-
ur ákveðið að leggja á bæjarbúa.
Jón Guðlaugur sagði enn frem-
ur, að innheimta fyrstu greiðslu
gjaldsins yrði hafin mánuði eftir
að framkvæmdum við viðkom-
andi götu lyki. Vinna við malbik-
un, gangstéttalagningu og lýsingu
er þegar hafin við nokkrar götur i
Kópavogi.
Nýi Herjólfur byrjaður
ferðir milli lands og Eyja
HERJÓLFUR fór sina fyrstu ferS milli
Vestmannaeyja 09 Þorlákshafnar I
gnr og var mannfjöldi með skipinu.
Næstkomandi mínudag hefjast
reglubundnar ferðir Herjólfs milli
lands og Eyja, en farið verður frá
Eyjum alla daga, nema sunnudaga,
kl. 8 og til baka frá Þorlákshöfn kl.
14., en á sunnudögum verður farið
frá Eyjum kl. 3 og til baka frá Þor-
lákshöfn kl. 7 um kvöldið.
Fargjald fyrir fullorðna aðra leið er
kr. 1 300 i sal. en ef menn vilja fá koju
kostar hún 300 kr. aukalega Fyrir
börn frá 3—12 ára er hálft gjald. 650
kr., og fyrir fólk sem er 67 ára og eldra
er fargjaldið aðra leið kr 600
Fyrir 5 manna bila er fargjaldið
3000 kr báðar leiðir og fyrir stærri
bila 4000 kr., en ekki hefur enn verið
ákveðið gjald fyrir rútur og vörubila.
Þá býður Herjólfur upp á hópafslátt,
10% afslátt fyrir 25—50 manna
hópa. 15% afslátt fyrir 50—100
manna hópa og 25% afslátt fyrir meira
en 10 manns, en skipið tekur um 400
farþega og 40—50 bíla.
Um borð er kaffistofa þar sem boðið
er upp á ýmsar veitingar, svo sem
samlokur, brauð og kökur, kaffi, öl og
annað slikt
Herjólfur siglir milli Eyja og Þorláks-
hafnar á 3 klukkustundum og verður
miðasala um borð i skipinu. en á
meðan ferjubryggjurnar eru ekki til-
búnar er vissara að panta fyrir bila i
sima 98-1792 i Vestmannaeyjum, en
hins vegar er gert ráð fyrir þvi þegár
ferjubryggjurnar verða tilbúnar á
næstu vikum, að fólk keyri beint um
borð á endastöðvum, þvi rými skipsins
fyrir bila er mikið Vöruafgreiðsla Her-
jólfs i Reykjavik er i Matkaup við
Sundahöfn