Morgunblaðið - 08.07.1976, Side 13

Morgunblaðið - 08.07.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JULI 1976 13 KVENFELAG AKRA NESS 50 ÁRA Stjórn Kvenfélags Akraness 1976. ÞANN 19. júní s.l. hélt Kvenfélag Akraness hátíð- legt 50 ára afmæli sitt með hófi í Hótel Akranes og Anna Halla Björgvinsdóttir og teppið, sem hún óf og félagið gaf Sjúkrahúsinu á Akranesi. sátu um 100 manns veizl- una. Kvenfélagið var stofn- að 11. apríl 1926 og telur nú 154 félagskonur. í til- efni af afmælinu gaf félag- ið út afmælisrit, 50 síður, prýtt fjölda mynda. Félag- ið hefur frá upphafi haft á stefnuskrá sinni mannúð- ar- og menningarmál. Það hefur fært Sjúkrahúsi Akraness margar góðar gjafir allt frá því sjúkra- húsið var byggt. í tilefni af afmælinu gaf félagið sjúkrahúsinu handofið teppi, gert af Önnu Höllu Björgvinsdóttur vefara. Kvenfélagið rekur dag- heimili með styrk frá bæj- arsjóði Akraness, það held- ur árlega skemmtun fyrir eldri borgara bæjarins og veitir hvert ár handa- vinnu- og matreiðsluverð- laun til nemenda Gagn- fræðaskóla Akraness. í stjórn Kvenfélagsins eru nú Anna Erlendsdóttir for maður, Erna Hákonardótt ir ritari, Heba Stefánsdótt ir gjaldkeri og meðstjórn endur eru Halla Þorsteins- dóttir, Hrefna Sigurðar- dóttir, Lilja Steinsdóttir og Una Guðmundsdóttir. Verður hætt við ónæmisaðgerðir vegna svínainnflúenzu? BANDARÍSKA blaðið The Daily American skýrir frá þvf nýlega, að ðætlun um ónæmisaðgerðir gegn svfnainflúenzu kunni að fara út um þúfur, þar er framleiðendur lyfsins séu ekki reiðubúnir til að takast á hendur ábyrgð gagnvart almenningi vegna hugsanlegra aukaverkana lyfsins. Þingnefnd hafnaði nýlega drögum að frumvarpi, sem losaði framleiðend- ur undan lagalegri ábyrgð vegna lyfs- ins, en gerði hins vegar ráð fyrir því#að ríkisstjórnin yrði bótaskyld. Einn helzti lyfjaframleiðandi í Banda- ríkjunum hefur skýrt heilbrigðismála- ráðuneytinu frá því, að þessi afstaða nefndarinnar leiði óhjákvæmilega til þess, að hætt verði við framleiðslu lyfsins. Aðstoðarheilbrigðismálaráð- herra í stjórninni er svartsýnn á lausn málsins, sem hann telur komið í ein- daga. Ráðherrann hefur skýrt svo frá, að niðurstaða verði að liggja fyrir í þessum mánuði, — ella muni áform stjórnarinnar um víðtækar ónæmisað- gerðir gegn svínainflúenzu verða að engu. Óþrjótandi Ath. Opió í hádeginu og iaugardaga! utisvæði 4 sölumenn tryggja yður fljóta og örugga þjónustu. Reynið viðskiptin í glæsilegustu bílasölu landsins. BILASALAN BRAUT SKEIFUNNI 11 19.oo alla daga nema sunnudaga Opid frá kl. 8.00 GRENSASVEGUR s.v.R.r—• Malarinn SKEIFAN ■l Hagkaup Ikeifunnill Símar: 81502 - 81510 Bílasalan Braut Bíiar í sa/ eru þjóf-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.