Morgunblaðið - 08.07.1976, Síða 17

Morgunblaðið - 08.07.1976, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLl 1976 17 Þegar ísraelsmenn heimtu landa sína úr helju ( OG AMIN VARÐ\ VALMENNI! ) EFTIR GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON. Eitt af óhrjálegustu fyrir- bærum þessa áratugar var tekið íbakaríiðundir lok síð- ustu viku og gefin klukku- stundar eftirminnileg lexía í djörfung og fórnarlund ásamt með einkar tímabærri rassskellingu i augsýn allrar veraldar. Eg á við heimsókn ísraelsmanna til Amins Ug- andajarls sem lá undir rök- studdum grun um að vera tvöfaldur í roðinu eins og fyrri daginn og að vera jatn- vel í vitorði með skæruliðun- um sem héldu undir lokin nær hundrað Gyðingum í gíslingu á Entebbe-flugvelli, albúnir að murka úr þeim lífið með köldu blóði ef ein fimm eða sex ríki slepptu ekki á heimsbyggðina á sjötta tug nafngreindra hryðjuverkamanna sem gista nú fangelsi þeirra. Skærulið- arnir á flugvellinum sýnast raunar hafa verið á kjaftatörn með hermönnum Amins garmsins þegar strandhöggs- sveitir ísraelsmanna sóttu hann heim, og eflir það enn þann grun manna (sem ýmsir fréttaskýrendur telja raunar fullsannaðan) að hinn kjafta- gleiði sjálfskipaði marskálkur hafi haft velþóknun á mann- ræningjunum þótt hann kysi að spranga þarna um annað veifið í gerfi hins miskunn- sama samverja; raunar þó ævinlega (að sögn sjónar- votta) með skammbyssu við beltið þá hann leit inn til fanganna og með svo sem tvo tugi lífvarða vappandi á eftir sér gráa fyrir járnum. Heimurinn fagnaði sem vonlegt var frelsun þessa saklausa fólks, það er að segja vesturkjálkinn sem við köllum svo af þessari veröld okkar. Aröbum er það vork- unn hver viðbrögð þeirra urðu og alls ekki raunar ann- ars að vænta úr þeirri átt. Aftur á móti á maður bágar með að skilja hin opinberu viðbrögð austantjaldslanda og hvernig stjórnvöld þeirra hafa geð í sér til þess að hafa í frammi kveinstafi og barlóm útaf örlögum ofbeldisfólks sem rænir sárasaklausum konum, körlum og börnum nánast af handahófi og hótar siðan að drepa eða limlesta þessa bandingja sína ef tukt- húsaðir sálufélagar þess fái ekki að fara frjálsir ferða sinna til þess að sjálfsögðu að upphefja sína fyrri iðju, nefnilega fleiri manndráp og frekari limlestingar í nafni „hugsjóna" sem eru eins margbreytilegar og þær eru langsóttar flestar. Einn fang- inn sem mannræningjarnir vildu lausan var Japani sá sem ferðaðist frá Japan til Tel Aviv fyrir þremur fjórum árum og vann þar það afrek að vaða inn i flugstöðvar- byggingu vopnaður vélbyssu og stráfella ferðalanga (sem fæstir voru raunar Gyðingar) þar sem þeir biðu eftir flug- vélum sínum. Þeir í Moskvu gáfu tóninn fyrir austanmenn að vanda og gerðu það eins og við var að búast á sinn sérstæða og ógleymanlega hátt. Málgögn Sovétmanna sögðu í fyrstu einungis frá „innrás" ísraels- manna en létu hitt liggja á milli hluta hvert tilefnið var! Veslings borgararnir þama fyrir austan sem eru fóðraðir á svona fréttakássu árið um kring stóðu þar af leiðandi eflaust til að byrja með i þeirri trú að hinir grimmu Israelsmenn væru gengnir af göflunum; nú væru þeir byrj- aðir að herja inni í svörtustu Afríku, og ef ekki bara upp á sport þá eflaust til landvinn- inga. Svona er hægt að for- heimska heilar þjóðir með því að kokka „fréttirnar" þannig að einungis er sagt frá leiks- lokum en ekki frá upphafinu. Seinna mun að visu hafa lekið útúr „fréttastofum" þeirra Kremlara eitthvert tuldur um flugrán og gísla, en Amin heldur allt um það áfram að vera píslarvotturinn austur þar: þessi óhugnan- lega tilviljun mannkynssög- unnar, þessi mini-stalin sem vegsamar vinnubrögð Hitlers og gengur fyrir slægðinni, hríðskotabyssunni og algjöru miskunnarleysi að ógleymdu glópaláninu I bráð er hann hafinn upp á stall í „ríki al- þýðunnar" sem hreinlyndur og réttsýnn öðlingur sem illir menn hafi vegið aftan að þar sem hann var að hamast við að sýna veglyndi sitt! Afríku- stefna Kremlara kallar á svona hundakúnstir. Frásögn Þjóðviljans síðast- liðinn þriðjudag af atburðin- um á Entebbe-flugvelli var því miður líka hálf hjárænu- leg. Hér á vesturlöndum hef- ur það borið hæst í frásögru um fjölmiðla síðusty>.,dægi5ifi að israelsku hermennirnir sem flugu fjögur þúsund kíló- metra leið út í óvissuna hafi ekki gert það í verri tilgangi en í þeirri von að þeim mætti auðnast að forða tæpu hundraði landa sinna frá nærri vísum dauða. Viðbrögð þeirra voru jafn mannleg og þau voru djarfleg, og ein- hverntima kunnu menn hérá íslandi líka að meta það þeg- ar hjartastórir menn voru þess jafnvel albúnir að leggja lifið i sölurnar að þeim mætti takast að koma þeim til liðs sem voru þeim kærir. Þegar kollegarnir á Þjóð- viljanum (eða þeir sem þar segja fyrir verkum) eru svona eins og á báðum áttum um viðbrögð sín, þá bregða þeir stundum fyrir sig „hlutlaus- um" fréttastíl, stuttaralegum og fagmannlegum og heldur svona þurrkuntulegum. Þeir taka enga afstöðu þannig séð og þykjast einungis gera skyldu sína sem fréttamenn. Þetta væri gott og blessað ef þetta væri bara gangurinn á því þarna á blaðinu, en því fer fjarri. Þar er skoðunum og fréttamiðlun hiklaust hrært saman í einni skál þegar sá gállinn er á mönnum. Þeir eru svosem ekki einir um þetta i íslenskri blaða- mennsku. En „hlutleysisand- inn" sem sveif yfir Gyðinga- fréttinni þeirra síðastliðinn þriðjudag gerði frásögn blaðsins allt um það ærið hráslagalega. Það var nánast eins og blaðið vildi alls ekki styggja Amin garminn og þá líklega ekki Arabana heldur og þá jafnvel (þótt ótrúlegt sé) ekki heldur mannræn- ingja þessa heims sem skjóta fólk og sprengja það í tætlur við slagorðasöngl sem eins og fyrr er getið jaðrar langt- um of oft við hreina vitfirr- ingu. í Þjóðviljafréttinni gleymd- ist með öllu það manneskju- lega sem þarna hafði gerst: líðan Gyðinganna til dæmis undir byssukjöftum hálfsturl- aðra hryðjuverkamanna, og ekki frýnilegri „sáttasemjari" tiltækur en hinn ófrýnilegi Amin. Fyrirsögnin á Þjóð- viljaf réttinni gaf enda ákveðna vísbendingu um hvorumegin við garðinn sam- úðin lá: „Skýlaust brot gegn fullveldi þjóðar" hét fyrir- sögnin og var þar vitnað í meint ummæli Waldheims, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, sem hann var þá að vísu þegar byrjaður að bera af sér. Það skal ekki vefengt að israelsmenn fóru ekki að al- þjóðalögum svokölluðum þá kíukkustund sem þeir stöldr- uðu við í ríki Amins. Sam- kvæmt fyrnefndum „lögum" er það ennþá í samræmi við réttlætið að ef mannraéningj- um takist að komast með gísla sína í skjól einhvers harðstjórans, þá megi ekki stugga við þessu heiðursfólki nema með náðarsamlegu leyfi gestgjafans. í skjóli þessarar hefðar (eða hvað maður á nú að kalla það) er blásaklaust fólk pint og veg- ið. En það þarf skrambi harð- soðna virðingu fyrir alþjóða- lögum að kalla hreiðrið þar sem Amin stendur blóðugur upp að öxlum fullvalda ríki. Ríkið er Amin og Amin er einhver blóðþyrstasti ein- valdurinn sem nú er uppi, hamslaus villimaður sem jafnvel svæsnustu henti- stefnumenn i pólitik hljóta að hafa andstyggð á, svona undir fjögur augu. Það þarf býsna stranga „hlutleysislínu" í fréttaflutn- ingi að harma hástöfum „tull- veldisbrotið" sem ísraels- menn frömdu á þessum ná- unga þá þeir renndu flugvél- um sínum niður á Entebbe- flugvöll. Aumingja Amin? Heyr á endemi! SUMIR SAMGLÖDDUST HINUM FRELSUÐU (EFRI MYNDIN), AÐRIR VORKENNDU VESLINGS AMIN (NEÐRI MYNDIN)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.