Morgunblaðið - 08.07.1976, Page 22

Morgunblaðið - 08.07.1976, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JULl 1976 t SIGURSTEINN JÓNASSON, Skulagötu 60 andaðist í Landspítalanum 6 þ m Jóna Jónsdóttir, Sæmundur Sigursteinsson. Maðurinn minn + MAGNÚS Ó STEPHENSEN Ljósheimum 6 lést þriðjudaginn 6 júlí í Borgarspítalanum F.h dætra og fóstursonar Sigurbjörg B. Stephensen Systir okkar. + MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR, lést að heimili sínu í Kaupmannahöfn, að morgni 5 júlí Guðrún Sigurjónsdóttir, Kristinn Sigurjónsson, Valdimar Sigurjónsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Kvisthaga 23, Reykjavík, andaðist 1 júli Útförm hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu Guðlaug Jónsdóttir, Georg Lúðvíksson Ólafur Jónsson, Birna Benjamínsdóttir Jón Pétur Jónsson, Gróa Jóelsdóttir, Jónas Gíslason Arnfríður Arnmundsdóttir og barnaböm + GUNNAR GÍSLASON, kaupmaðurfrá Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 9 júli kl 1 30 Sólveig Gísladóttir, Pálfna Gunnmarsdóttir, Ásgeir Kjartansson, Ásgeir Þór Ásgeirsson, Sólveig Ásgeirsdóttir. + GÍSLI JÓHANN GUOMUNDSSON. frá Kleifárvöllum, Hringbraut 92, Keflavfk lést í Sjúkrahús Keflavikur, 3 júli Kveðjuathöfn fer fram föstudaginn 9 júlí kl 6 e.h í Keflavikurjirkju Jarðað verður frá Fáskrúðarbakkakirkju, laugardaginn 10 júlíkl 2 Bilferð verður úr Keflavik kl 8 á laugardagsmorgni, frá Hringbraut 92 og úr Reykjavík frá Umferðarmiðstöðinni kl 9 Hansfna Gfsladóttir, Þorkell Guðmundsson. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, MARGRÉTAR GUÐRÚNAR LÚTHERSDÓTTUR, Lundargotu 17, Akureyri, Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs deild 5 C, Landspitalanum. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Lára Pálsdóttir. + Hjartans þakklæti færi ég öllum þeim, fjær og nær, sem auðsýndu mér samúð og vináttu við andlát og jarðarför sonar mins FINNS TH. JÓNSSONAR. bóksala, Eskihlfð 18. Reykjavfk. Jón Grimsson , + vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu. KRISTRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR Bergstaðastræti 50 Kjartan Jónsson, Erlingur Dagsson Ragnheiður Jónsdóttir Jón R Kjartansson Valdfs Kristjónsdóttir Hjálmar Kjartansson, Auður Marinósdóttir Ingunn Kjartandsdóttír, Teitur Kjartansson Ragnheiður Kjartansdóttir Busk Nils Busk Kjartan Kjartansson, Gerður Jóhannsdóttir og barnaböm Minning: Margrét Jónsdóttir Tengdamóðir mtn, Margret J. Jónsdóttir, andaðist 1. júli s.l. og var jarðsett i Fossvogskirkjugarði í gær að viðstöddum nánum ætt- ingjum og tengdafólki. Var svo gert samkvæmt ósk hennar. Margrét fæddist 4. september 1898 í Reykjavík. Foreldrar henn- ar voru Guðlaug Þórólfsdóttir og Jón Pétur Jónatansson trésmiður í Reykjavík. Margrét átti tvö systkin. Þau voru Andrea, dáin fyrir nokkrum árum, eiginkona Ragnars Lárussonar fram- kvæmdastjóra Ráðningarskrif- stofu Reykjavíkurborgar, og Ólaf- ur, sem lengi rak og stjórnaði Rúllu- og hleragerðinni hér i Reykjavík, en starfar nú fyrir Iþróttabandalag Reykjavíkur. Hann er kvæntur Svövu Berents- dóttur. Föður sinn missti Margrét 12 ára gömul og vegna þess varð móðir hennar að láta frá sér eitt barnið, Ólaf. Margrét stundaði nám einn vetur í Verzlunar- skólanum, en á þeim tíma stunduðu fáar stúlkur slíkt nám. Margrét var tvígift. P'yrri mað- ur hennar var Jón Magnússon skipstjóri frá Hvaleyri i Hafnar- firði. Hann fórst með togaranum Robinson undan Vestfjörðum i Halaveðrinu svonefnda 1925. Síð- ari maður Margrétar var Gísli Jónasson skólastjóri, sem lézt 1967. Börn Margrétar urðu alls fimm. Fjögur með fyrri mannin- um, þau Guðlaug Lára, Ólafur, Jón Pétur og Áslaug, og eitt með þeim síðari, séra Jónas. Af börn- unum er Áslaug látin. Lífið tekur mennina misjöfnum tökum. Það leikur við sum okkar, meðan aðrir mæta þeim atburð- um, sem virðast í einu vetfangi ætla að svipta í burtu allri lífs- hamingju. Það hafa verið erfið spor, sem Margrét þurfti að ganga í febrúar 1925, þegar helfregnin af Halamiðum barst. Vafalaust þau erfiðustu í lífi hennar. Ung kona í blóma lífsins með 3 ung börn og barnshafandi að því fjórða missir ástvin sinn í sjóinn. Þetta er öðrum ofraun að skilja en þeim er sjálfir hafa reynt. Slikir atburðir hafa margan bugað. Dugnaður og sterkur persónu- leiki koma oft betur i ljós, þegar mikið reynir á. Eftir atburðina á Halamiðum reyndi á allan styrk og persónuleika Margrétar, en hann var mikill það vita allir, sem henni kynntust. Er mér það auð- velt um að dæma eftir mjög nána samleið i um 35 ár, fyrst á Leifs- götu og sfðar á Kvisthaga. En eins og árið 1925 var Mar- gréti erfitt, skipti aftur sköpum í lífi hennar árið 1926, er hún gift- ist Gísla. Þau eignuðust einn son, sem að framan greinir, og áttu saman hamingjuríkt hjónaband i Framhald á bls. 18 Minning: A rnór Stefánsson 29. JUNÍ sl. barst sú harma- fregn, að Arnór Stefánsson hefði látizt af slysförum. Hann var fæddur 20. marz 1961, sonur hjón- anna Arnþrúðar Arnórsdóttur kennara og Stefáns Pálssonar, framkvæmdastjóra Stofnlána- deildar landbúnaðarins. Foreldr- ar Arnþrúðar eru hin kunnu merkishjón Helga Kristjánsdóttir og Arnór Sigurjónsson. Móðir Stefáns er Guðrún Elfsabet Arnórsdóttir, faðir hans var séra Páll Þorleifsson, lengi prestur að Skinnastað í Öxarfirði. Saga unga drengsins hófst fyrir aðeins fimmtán árum, hugljúf og fögur. Við áttum þær óskir, að hún yrði bæði löng og farsæl, en vinurinn okkar er horfinn til æðri heimkynna. Lífssólin unga er gengin til viðar. Arnór Stefánsson var lánsamur drengur. Hann ólst upp við mikið ástriki foreldra sinna í hópi fimm systkina á heimili, þar sem vin- átta og gagnkvæm virðing fyrir mannlegum tilfinningum rikir milli foreldra og barna. Arnþrúð- ur og Stefán báru gæfu til að skilja drenginn sinn og taka tillit til hans blíðu og viðkvæmu lundar. Þau kunnu og að meta ljúft geð hans, enda duldist eng- um, er til þekktu, hversu sérstaka umhyggju þau báru fyrir Arnóri. Arnór var óvenjulega vel gerður piltur. Sannleiksást hans var algjör. Hann var hæggerður, en ötull að hverjú, sem hann gekk. Öll störf rækti hann af alúð og samvizkusemi. Hann náði snemma góðum andlegum þroska. Námsgáfur hafði hann i ríkum mæli, enda sóttist honum nám frábærlega vel. Þrátt fyrir ungan aldur var honum hugleikið allt, er laut að bóklestri og fróðleik. Enn fremur hafði Arnór ánægju af tafli, en lét lítið yfir hæfileikum sinum á því sviði. Þrátt fyrir það náði hann þeim árangri að verða unglingameistari Kópavogs i skák nú í ár. Arnór tók þátt i starfi og leik foreldra sinna og systkina. Hann hafði yndi af hestum og naut þar samvista og tilsagnar foreldra sinna. Á sumrum dvaldist Arnór hjá móðurbróður sinum, Erlingi, og fjölskyldu hans að Þverá í Fnjóskadal. Þegar voraði í lofti leitaði hugur Arnórs norður. I vor lá leið hans að Þverá til sumar- dvalar i tíunda sinn. Arnór undi sér einstaklega vel að Þverá, ekki aðeins vegna þeirrar ánægju, sem dvöl I sveit getur veitt, heldur einnig og ekki síður vegna þess kærleika og vináttu, sem var með Framhald á bls. 18 F. 8. mars 1909. D. 16. júnl 1976. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, LÁRUSAR ELÍESERSSONAR Skálagerði 9 Unnur Pétursdóttir Guðrún Hólmfrfður Lárusdóttir. Bjami Jakobsson, Vilborg Edda Lárusdóttir, KonráS I. Torfason. Lífið er leiðsla og draumur logn og hoðaföll sker og stríður straumur stormur þoka og regn en svo koma dagar og sólskin með en hak við fjöllin himinháu hefur engin séð. Þannig hljóðar afmælisdagaljóð æskuvinkonu minnar Helgu og á það vel við lífshlaup hennar. Mig langar til að senda henni fáein kveðjuorð, og þakka henni æfi- langa vináttu. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt frá æskudögum okk- ar sem lýsir jafnvel best mannkostum Helgu. Við vorum tiu eða ellefu ára gamlar, mér höfðu áskotnast tíu aurar. Við lögðum leið okkar niður i verslun + Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför REVNIS ÞÓRÐARSONAR Hjarðarhaga 1 7 Ragnhildur Einarsdóttir, Þórður Sigurbjörnsson, Sigurbjörg Gfsladóttir, Margrét ÞórSardóttir, Ása Þórða rdóttir, Guðrún B. Þórðardóttir, Anna Jóna Þórðardóttir Sigurður Þorkelsson Árni Guðmundsson, Ragnhildur J. Þórðardóttir, Þórhallur Helgason, Finnbogi Kjeld. + Guðjóns- Minning Ingvars sem var á Hverfisgötu 49, Eg ætlaði að kaupa tvær karmellur handa okkur, ég tók utan af minni og stakk henni upp í mig. Með Helgu voru tvö yngri systkin hennar; hún beit sina i tvennt og rétti þeim hvoru sinn helminginn. Aldrei hef ég átt jafnerfitt með að kyngja einni karmellu eins og í það skiptið. Þetta litla en minnisstæða atvik, segir kannski allt sem þarf að segja, en mér er minnisstæður hláturinn hennar; þegar Helga hló þá hlógu allir. Það var birta og gleði yfir þessari ljóshærðu telpu. Við áttum samleið þar til við giftum okkur, en í hita lifsbaráttu skildust leiðir okkar að mestu, en nú hin síðari ár hittumst við oft og rifjuðum upp æsku- og unglingsárin. Ég dáist að hugrekki hennar i þeim veikindum sem hún átti við að striða til hins siðasta, en nú er því lokið og þjáningunum líka. Hún gengur nú bak við fjöllin himinháu sem engin hefur séð, en ég sé Helgu mína f anda heil- brigða og glaða. Ég kveð hana með þessum fátæklegu orðum og þakka henni tryggð og vináttu. Aðstandendum votta ég mina innilegustu samúð. P’arðu í friði, friður guðs þig leiði Þökk fyrir allt og allt. Sigríður Árnadóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR frá Hrafnseyri, Miklubraut 76, Reykjavfk Baldur Böðvarsson og aðrir aðstandendur Utfaraskreytingar blómouol Groðurhusið v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.