Morgunblaðið - 08.07.1976, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JULI 1976
Skipbrotið
Þá sé ég, hvar hann kemur hlaupandi
aftur, eins og fætur toga. „Herra,“ kall-
aði hann, „þeir koma; einn, tveir^ þrír,
barkbátar."
Þessi mikli asi var á honum, af því að
hann hélt, að á barkbátum þessum væru
villimennirnir, sem hertóku hann fyrr-
um. Ég spurði hann, hvort hann vildi
liðsinna mér í bardaganum. „Já, herra,“
svaraði hann, „og ég vil deyja fyrir þig,
ef þú vilt.“
Nú fór Frjádagur að sækja púður, kúl-
ur og byssur, en ég gaf á meðan gætur að
villimönnunum, þegar þeir voru að stíga
á land.
Þeir voru eitthvað tuttugu og tveir að
tölu. Ég sá, að á einum bátnum voru tveir
bandingjar.
Nú kom Frjádagur með byssurnar, og
hlóð ég hverja þeirra um sig með fimm
kúlum.
Það hagaði svo til, að við vorum rétt
undir skógarjaðri, og náði hann alla leið
þangað ofan eftir, sem villimennirnir
höfðu lagst niður.
Vió læddumst með fram skóginum og
komumst, án þess að vart yrði við okkur,
svo nálægt mannætunum, að það mun
hafa svarað svo sem áttatíu skrefa bili,
sem á milli var.
Ég gægðist fram undan tré nokkru og
sá, aö þeir voru þegar búnir að drepa
einn bandingja og í tilbúningi með að éta
hann. Annar bandingi lá á jörðunni, —
en hver getur því nærri, hvað mér brá í
brún? Þetta var sem sé Evrópumaður
eftir klæðnaði og hörundslit að dæma.
Tveir villimenn fóru í þessum svifum að
'eysa af honum böndin.
Nú tjáði ekki svo mikið sem augnabliks
töf. Ég gerði Frjádag bendingu, og skut-
um við báðir í einu. Ég hafði hitt báða
villimennina, sem voru að eiga við
Evrópumanninn, og sært annan, en drep-
ið hinn. Frjádagur hafði með sínu skoti
drepið tvo villimenn og sært einn.
Við skotin kom ógurlegt fát og truflun
á villimennina eins og nærri má geta,
þegar þeir sáu, að þau gerðu það að
verkum, að sumir af þeirra mönnum
steyptust emjandi til jarðar.
Nú lögðum við frá okkur byssurnar,
sem við vorum búnir að hleypa af, tókum
upp tvær aðrar og skutum aftur. Þé féllu
af vilíimönnunum aðeins tveir, en
fjölda margir særðust. Þessir síðar-
greindu ædldu um kring með voðalátum
og óhljóðum; sumir féllu til jarðar og
bröltu þar á hæl og hnakka.
Nú tókum við upp báðar síðustu byss-
urnar, sem við áttum eftir hlaðnar, og
hlupum æpandi fram úr skóginum.
Sá, sem særður lá hjá Evrópumannin-
um, spratt nú upp og hljóp út í næsta
bátinn, og þrír félagar hans á eftir hon-
um.
„Skjóttu á þá,“ kallaði ég til Frjádags.
Hann skaut, og við skotið féllu þeir allir,
en þrír stóöu samt undir eins upp aftur.
Nú hljóp ég til Evrópumannsins, skai
sundur bönd hans og reisti hann á fætur
Var hann þá svo máttfarinn, að hann gat
/ varla staðið á fótunum. Ég spurði hann,
hverra manna hann væri, og svaraði
hann mér, að hann væri Spánverji. Ég
rétti honum rommpelann minn, og tók
hann sér góðan teyg úr honum; það
hressti hann auðsjáanlega. Síðan fékk ég
honum eina skammbyssu og korða minn.
Óðara en Spánverjinn var handhafi
orðinn að vopnunum, þá fékk hann allt í
einu aftur krafta sína og hugrekki. Hann
æddi mót f jendum sínum eins og ljón og
hjó tvo af þeim niður á einni svipstundu.
Ég kallaði á Frjádag og sagði honum að
sækja byssurnar; hann gerði svo, og hlóð-
VtEP
MORö-JK/
RAfp/nu
Má ég nota kústinn I kvöld, Hollar hreyfingar — en ég á þá
mamma? ekki við eltingarleik við lamba-
kjötið.
Okkur varð sundurorða, og ég En þú verður að borga?
er hrædd um að hann skelli
sökinni á mig.
Múlasni: — Hvað I veröld-
inni ert þú?
Skrjóðurinn: — BIII, auð-
vitað.
Múlasninn: — Nú já, I því
tilfelli er ég hestur.
X
ítali einn var spurður að því
hver væri mismunurinn á
kristni og fasisma.
Hann svaraði: 1 kristninni
fórnar einn maður sér fyrir
alla, en ! fasisma fórna allir sér
fyrir einn.
X
Hermenn hæddust eitt sinn
að Aþenumanni, sem hafði
misst annan fótinn.
„Ég er hér,“ mælti Aþenubú-
inn, „til að berjast en ekki til
þess að flýja."
X
Þjónn: — Hér er kominn
maður, sem vill tala við greif-
ann.
Greifinn: — Hver er það?
Þjónninn: — Hann er mállaus.
Greifinn: — Hvernig veiztu
það.
Þjónninn: — Hann sagði það
sjálfur.
Segðu ekki ætíð það, sem þú
veizt — en þú verður að vita
það sem þú segir.
X
Brasidas, hinn frægi
lacedemonianiski hers-
höfðingi, veiddi eitt sinn mús,
en hún beit hann og tókst þann-
ig að sleppa.
„Ó,“ sagði hann, „hvaða kvik-
indi er svo fyrirlitlegt, að það
verðskuldi ekki frelsi sitt, ef
það nennir að berjast fyrir
því.“
X
Ung kona kallaði eitt sinn á
Rubenstein, hinn fræga pfanó-
leikara, sem hafði lofað að
hlusta á pfanóleik hennar.
„Hvað haldið þér að ég ætti
að gera?“ spurði hún, þegar
hún hafði lokið leik sínum.
„Gifta yður,“ svaraði
Rubenstein.
X
Þegar grfsku heim-
spekingarnir komust að þvf að
kvaðratrótin af tveimur var
ekki „rational“ tala, héldu þeir
uppgötvunina hátíðlega með
því að fórna 100 uxum.
— Er það Hallmannsbfllinn?
—Já.
21
rigna, eða ef mér skyldi seinka,
geturðu leitað skjóls á kaffistof-
unni f bakarfinu. Þeir eru með
ágætis kaffi og bakkelsi þar.
Og þannig gekk það nú til að
örlögín leiddu þau saman Malin
Skog og Petrus.
Þegar hún hafði lokið erindum
sfnum sem Björg hafði beðið
hana sinna var klukkan ekki
nema þrjú og það hellirigndi. Svo
að hún hraðaði sér að bakarfis-
dyrunum, settist inn f notalega
kaffistofuna fyrir innan og pant-
aði kaffi og kanelsnúða. Inni var
ekki annað manna en ungur og
kraftalegur ungur maður sem
breiddi úr sér með blaði sfnu við
eina borðið sem hafði útsýni út á
götuna.
Malin hikaði við beit á vör sér
en tautaði svo fcimnislega
— Afsakið... ég er að bfða eftir
bfl, svo að ég veit ekki hvort...
Petrus var hinn viðmótsþýðasti,
hann braut saman blaðið og dró
stól að borðinu.
— Það er mér sönn ánægja að
fá félagsskap. Ég á frf i dag og
skrapp heim til að heilsa upp á
foreldra mfna, en þá var enginn
heima og auðvítað hafði ég ekki
tekið lyklana með mér.
Hann var dökkur á hörund og
bláeygður og með sérkennilega
Ijóst hár. Það var eitthvað vina-
legt og traustverkjandi við
hann...
— Ég heiti Lars Tureson, sagði
hann — en ég er alltaf kallaður
Petrus.
Malin sagði til nafns og svo
skröfuðu þau stund um veðrið og
kanelsnúðana og leið ósköp og
undur notalega. Bfll ók hjá og
Petrus spurði hvort þetta væri sá
sem hún væri að bíða eftir.
— Nei. Ifann er blár Chr.vstler.
Dökkblár.
Hún bættí við eftir stutta þögn.
— Ég er ritari hjá honum.
— Mér skilst á öllum hér í Kila
að það sé nú ekki tekið út með
sitjandi sældinni. Mér hefur Ifka
verið tjáð það hafi orðið dauðsfall
á heimilinu. Er það rétt?
— Já, sagði hún lágum rómi. —
Jón Hallmann... hann dó sfðast-
liðna nótt.
Petrus var kannski ekki sál-
fræðingur, en honum féll sér —
sérstaklega vel við þessa
freknóttu stúlku, sem var bæði
blátt áfram og alþýðleg og hann
fékk óljóst hugboð um að eftthvað
væri að.
— Af hverju er yður órótt?
Haldið þér að það sé eitthvað bog-
að við það...?
— Eitthvað. .. bogið við það?
Malin horfði stórevg á hann.
I’etrus hrosti hughreystandi á
móti.
— Þér virðist svo hugsi. Hugsi
og hálf kvfðin. Mér fannst þér
væruð að hugsa um að það væri
eitthvað sem yður fyndist ekki
koma alls kostar heim og saman
og væruð að brjóta heilann um
það. Og það er afskaplega gott að
trúa mér fyrir öllu svoleiðis.
Petrus og ég — við erum vanir
þvf að hlýóa á trúnaðarmál og
fara ekki lengra með þau.
Hún brosti til hans, en var á
báðum áttum.
— Ég veit ekki gjörla...
kannski er fmyndunaraflið að
gera mér gráan leik. En það er
rétt að mig hefur langað afar mik-
ið til að geta talað um þetta við
einhvern hlutlausan og skynsam-
an aðila, sem stendur utan við
þetta allt og gæti sagt mér hvort
ég er að verða eitthvað rugluð f
kollinum. . .
— Sú rnanneskja situr á þessari
stundu hér við hliðina á yður,
sagði Petrus fullur af sannfær-
ingarkrafti. — Segið mér nú allt
af létta. Ég skal með mestu
ánægju hlusta endurgjaldslaust
og'svo skal ég kveða upp úr með
það hvað á þessu er að byggja.
— Og þér lofið að vera þögull
sem gröfin.
— Eins og veggurinn umhverf-
is Hall.
— Og þér megið ekki hlægja að
mér?
— Það fer eftir þvf hvað þér
hafið að segja.
Malin velti málinu fyrir sér.
Það væri f senn óheiðarlegt og
andstyggilegt að fara að segja al-
gerlega ókunnugum manni frá
öllum högum Andreasar Hall-
mann og hans fjölskyldu.
Andreas Hallmann sem revndi af
offorsi að vernda einkalff sitt og
vinnufrið. En það var samt sem
áður eitthvað sem þrýsti á hana
að tala um það. Og ekki aðeins
vegna þess hún hafði þörf fyrir að
létta á hjarta sfnu. Heldur einnig
vegna þessarar einkennulegu eðl-
isávfsunar... eitthvað hugboð um
að það myndi skipta máli ef hún
ætti sér sálufélaga og vin f
grenndínni. Hún horfði rannsak-
andi á hlýlegt og einlægt andlit
hans undir hrokknu Ijósu hárinu
og svo ákvað hún að treysta hon-
um...
Hún sagði honum aðdraganda
þess að hún hafði farið til Hall.
Hún sagði hvað hefði fyrir hana
borið þann tfma sem hún hefði
verið þar og hún sagði honum frá