Morgunblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1976
11
Dr. Bjarni Jónsson:
Umferð bifreiða við
Landakotsspítala
Herra ritstjóri,
Mér væri kært ef þér gætuð
léð eftirfarandi línum rúm í
heiðruðu blaði yðar.
Undanfarið hefir ég nokkr-
um sinnum séð í dagblöðum
minnst á ónæði það, sem sjúkl-
ingar í Landakotsspítala verða
fyrir af umferð bifreiða fram
hjá spítalanum og þá sérstak-
lega að næturlagi. Þetta er ekki
nýtt vandamál og hefir raunar
verið að ráðamönnum spltalans
þyrnir í augum frá því að bílar
tóku að aka um götur bæjarins.
Er langt sfðan byrjað var að
reyna að hlífa sjúklingum spít-
alans við þessiiónæði en árang-
urinn hefir ekki verið margra
fiska virði, eins og raun ber
vitni.
Fyrir fimm áratugum var um
tíma vörður framan við spftal-
ann um nætur og bægði farar-
tækjum frá spftalanum. Af or-
sökum mér ókunnum hætti sú
gæsla. Liðu svo mörg ár.
Arið 1959 átti ég tal við lög-
reglustjóra og skrifaði honum
eftirfarandi bréf:
28.7.1959.
ST. JÓSEFSSPlTALINN
Landakoti
Með skfrskotun til samtals
okkar, herra lögreglustjóri, vel
ég geta þessa:
Sct. Jósefsspítali stendur við
tiltölulega fjölfarna umferðar-
götu. Um daga kemur það ekki
að sök, en um nætur er það
sjúkfingum oft til ónæðis og
stundum mikils. Mörg farar-
tæki eru hljóðlát í akstri, og
meiri hluti ökumanna gætir
þess að gera ekki óþarfa há-
vaða, en eigi að síður er dynur
af umferðinni. önnur farartæki
eru hávær f eðli sínu, svo sem
flutningabifreiðir og þó sér-
staklega lftil bifhjól, sem engan
umbúnað sýnast hafa til hljóð-
deyfingar gagnstætt þvf, sem
öðrum vélknúnum farartækj-
um er gert að skyldu. Ekki þarf
nema einn slíkan hljóðabelg til
þess að vekja þá 150 sjúklinga,
sem ætfð liggja í spftalanum og
margir hverjir eiga bágt með
svefn, en allir þarfnast hvfldar.
Nærri allar sjúkrastofur spftal-
ans snúa að Túngötu og má
ætla að ef umferð yrði létt af
þeirri götu um nætur, hefðu
sjúklingar svefnfrið.
Það eru því vinsamleg til-
mæli mfn, vegna sjúklinga spft-
alans, að Túngötu verði lokað
vélknúnum farartækjum frá
Ægisgötu að Hrannarstlg
hverja nótt frá kf. 21 til 7. Krók-
ur sá, sem farartæki þyrftu að
taka vegna þessa er svo lítill og
töf af þeim sökum svo óveruleg,
að vart er hugsanlegt að hún
komi nokkrum að baga. En hve
hitt, sem vinnst, er mikilvægt,
veit sá einn, sem sjúkur hefir
hrokkið upp nýsofnaður og
ekki fest blund aftur fyrr en
síðla nætur eða alls ekki.
Virðingarfyllst,
Bjarni Jónsson, dr. med.,
yfirlæknir,“.
Sagðist lögreglustjóri ekki
geta bannað umferð um Tún-
götu eða hluta hennar, hvorki á
nóttu eða degi, en sagðist
mundu láta óátalið þótt merki
væru sett upp, sem beindu um-
ferð frá þeim stúfi götunnar,
sem lægi fyrir framan spítal-
ann. Voru þessi merki sett út að
kvöldi ög tekin inn að morgni
af starfsfólki spítalans. I fyrstu
sýndist þetta bera árangur en
þeim fór smá fjölgandi, sem
sinntu þessum merkjum engu
og eftir 2 ár var hætt að setja
þau út, því svo margir virtu þau
að vettugi, að þau hefðu enga
þýðingu.
Framhald á bls. 28
r
Ahugamenn
um klassíska
gítartónlist
Morgunblaðinu hefur borist
fréttatifkynning frá Félagi áhuga-
manna um klassfska gítartónlist
þess efnis að öllu áhugafólki um
klassíska gítartónlist sé velkomið
að lfta inn f Tónabæ, kl. 2 næst-
komandi sunnudag. Ennfremur
segir á tilkynningunni að
starfsemi félagsins hafi legið nið-
ur um nokkurt skeið. Upplýsinga
er hægt að afla sér hjá forsvars-
mönnum félagsins, þeim Kjartani
Eggertssyni í síma 74689 og Jóni
ívarssyni í sfma 71246.
Leiklestur á
„Don Juan
í helvíti”
Á þriðjudagskvöldið (19/10)
verður fitjað upp á nýjung f starf-
semi Þjóðleikhússins, en þá verð-
ur fluttur á Litla sviðinu í upp-
lestrarformi leikþátturinn Don
Juan í Helviti eftir George
Bernard Shaw. Þáttur þessi er
hluti af leikritinu Man and Super-
man, sem í íslenzkri þýðingu
Árna Guðnasonar hefur hlotið
nafnið Menn og ofurmenni. Þátt-
urinn um Don Juan er draumkafli
í leikritinu en sjálfstæð heild
enda oft fluttur einn sér. Leik-
stjóri er Baldvin Halldórsson en
fjórir leikarar lesa hlutverkin:
Gunnar Eyjólfsson er í hlutverki
Don Juans, Erlingur Gfslason les
djöfulinn, Margrét Guðmunds-
dóttir önnu og Ævar R. Kvaran er
I hlutverki styttunnar. Leikritið
Menn og ofurmenni er meðal
þekktari verka Shaws og hefur
það verið flutt hér f útvarp en
aldrei leikið á sviði.
Mótmæla
nýrri vinnu-
málalöggjöf
STARFSHÖPUR Rauðsokka-
hreyfingarinnar um verkalýðsmál
skorar á miðstjórn ASÍ og verka-
lýðsfélögin að mæta af fullri
hörku og með róttækum aðgerð-
um tillögu rikisstjórnarinnar að
nýrri vinnumálalöggjöf. I henni
felst stórfelld skerðing á réttind-
um verkalýðsins og verkalýðsfé-
laganna.
Starfshópurinn lýsir yfir full-
um stuðningi við þær aðgerðir, er
beinast gegn þessari nýju árás
ríkisvaldsins á réttindi verkafólks
og Rauðsokkar eru reiðubúnar tl
samstarfs um gagnaðgerðir.
(Fréttatilkynning).
úlfaraskreylingar
blónaoual
Gróóurhúsið v/Sigtun simi 36770
lengí getur
gott batnaó
„Öryggi framar öllu“ eru einkunnarorð
SAAB verksmiðjanna og þær hafa alltaf kappkostað
að SAAB stæði undir þeirri fullyrðingu.
Og lengi getur gott batnað.
Árgerð 1977 af SÁAB kemur nú með alveg nýjan
Ijósaútbúnað, sem eykur akstursöryggið ennþá meir.
Bæði fram- og afturljós eru nú miklu kraftmeiri
(100—200%), og lýsa lengra og víðar (ca. 255°),
og eru sérstaklega örugg í þoku og slæmu skyggni,
auk þess sem lamparnir endast nú meir en
helmingi lengur.
SAAB 99 er auk þess prýddur ýmsum
notalegum nýjungum s.s. nýrri tegund áklæðis, sem
er sérlega hentugt að hreinsa,
stýri með stærri öryggispúða, sem jafnframt er flauta
— stærri hliðarspeglar, o.fl.
Höggvarinn, sem auðvitað er fjaðrandi, er
gúmmívarinn til frekari varnar í ákeyrslu.
IJHD8Q53I
5 nýir litir eru á árgerð 1977 og
6 nýir litir eru á áklæði og klæöningu
SKEIFAN 11 REYKJAVÍK SÍMI 81530
ORYGGI FRAMAR OLLU
l_/ ' f M B
m * ;V»(/|
V ■4’