Morgunblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1976
""Tm
þingflokksins I stað Shorts, og
koma þar margir til greina. Talið
er að Callaghan forsætisráðherra
vilji að helzti keppinautur um
flokksforustuna, Michael Foot,
verði kjörinn í embættið, en vafa-
samt að hann geti fengið meiri-
hluta atkvæða.
Þingmaður Workington var
Fred Peart matvæia-, landbúnað-
ar- og fiskimálaráðherra, en hann
hefur nú hlotið lávarðartign og
Þrennar aukákosningar
í Bretlandi í næsta mánuði
í DAG, fimmtudag, er búizt
vað að tilkynnt verði í Lon-
don að aukakosningar skuli
fara fram í þremur brezk-
um kjördæmum eftir þrjár
vikur, eða 4. nóvember.
Eru þetta kjördæmin New-
castle Central, Workington
og Walsall North, og eiga
þau það öll sameiginlegt að
þar hlutu frambjóðendur
Verkamannaflokksins
verulegan meirihluta at-
kvæða við síðustu þing-
kosningar. Engu að síður
hefur Margaret Thatcher,
formaður íhaldsflokksins,
sérstaklega hvatt flokks-
menn sína í þessum kjör-
dæmum til að standa vel
saman og reyna að fella
frambjóðendur Verka-
mannaflokksins, og virðist
ekki útilokað að það takist í
einhverju kjördæmanna.
Newcastle Central þingsætið
losnaði á föstudag þegar þingmað-
urinn, Edward Short, var skipað-
ur forstjóri símafélagsins brezka,
sem er ríkísrekið. Short, sem er
63 ára, var einnig varaformaður
þingflokks Verkamannaflokksins,
og hlaut 8.114 atkvæða meirihluta
við síðustu þingkosningar, en þá
var kosningaþátttaka að vfsu að-
eins 58%. Að sjálfsögðu verður
svo kjörinn nýr varaformaður
heitir Peart lávarður, og tekur þvi
sæti f Lávarðadeildinni. Fred
Peart var kjörinn f síðustu þing-
kosningum með 9.551 atkvæðis
meirihluta.
Þriðja kjördæmið, Walsall
North, hefur löngum verið talið
öruggt fyrir Verkamannaflokk-
inn, en síðasti þingmaður þess var
John Stonehouse, sá sem hvarf á
dularfullan hátt f nóvember 1974,
fannst síðar í Ástralíu, og hefur
nú verið dæmdur til fangelsisvist-
ar fyrir margskonar brall. Við síð-
ustu kosningar var Stonehouse
kjörinn með 15.885 atkvæða
meirihluta, og þarf frambjóðandi
Ihaldsflokksins nú að vinna
16.7% atkvæða Verkamanna-
flokksins til að bera sigur úr být-
um. Margaret Thatcher bendir á I
þessu sambandi að f aukakosning-
um, sem haldnar voru í fyrra, hafi
Ihaldsflokkurinn yfirleitt unnið
10—13 'á atkvæða frá Verka-
mannaflokknum. Þar við bætist
svo að í Walsall North verða fram-
bjóðendur nú alls átta, þar af eru
fjórir, sem draga atkvæði frá Da-
vid Winnick, frambjóðanda
Verkamannaflokksins.
Mynd þessi var tekin á flokksþingi Ihaldsflokksins brezka þegar þau hittust þar Edward Heath, fyrrum
forsætisráðherra, og Margaret Thatcher flokksformaður.
Robert Netto og kona hans, Judy,
þegar þau fréttu um vinninginn.
Notalegur
lífeyrir
UM nokkurt skeið hefur New
York borg, og þar með einnig
New York ríki, átt við fjárhags-
örðugleika að strfða. Ein leiðin út
úr þeim erfaðleikum var að efna
til happdrættis, sem nefnist
„New York State Instant Lott-
ery“.
Um sfðustu helgi var dregið á
þessu happdrætti f fyrsta sinn, og
voru vinningar alls 100, þeir
lægstu fimm þúsund dollarar.
Hæsta vinninginn hlaut 19 ára,
nýkvæntur bensfnafgreiðslumað-
ur, Robert J. Netto, en vinningur-
inn er lífeyrir til æviloka, sem
nemur 1.000 dollurum, eða um
188 þúsund krónum á viku. Til
samanburðar má geta þess að
kaup Roberts við bensfnafgreiðsl-
una er 60 dollarar á viku. Að-
spurður hvað hann ætlaði nú að
gera við vinninginn, svaraði Ro-
bert: „Kaupa hús“.
BIRGIR Sigurðsson gekk i fyrri viku af
göflunum hér i blaðinu út af skilningi
minum á ummælum hans í nasasjón-
inni af honum. Það er fullsnémmt.
Október er rétt að byr|a Eskimóar og
uppnæmir islendingar ganga ekki
amok fyrr en um vetrarsólhvörf Téður
Birgir var heldur seinheppinn að skýla
sér bak við biskupinn. sem nýverið
hefur staðfest að ég hafi farið með rétt
mál, nema hann gleymdi að þakka mér
fyrir að hafa yddað málsgreinina sina
Það sem ég hefi skrifað, það blífur uns
sönnur hafa veríð færðar á hið gagn-
stæða, og Birgir hefur ekki lagt fram
staðfest eftirrit af ummælum sinum,
sem ekki er von Hver nennir að standa
í sliku Birgir spyr ,,Og hvaða ..fleiri"
leikritahöf undar hafa lýst yfir þvi að
þeir gætu (leturbr. mín, JH) ekki skrif-
að frambærileg Ijóð né sögur? Varla
þeir félagar Ibsen, Strindberg og
Shakespeare — eða Jóhann Sigur-
jónsson, Guðmundur Kamban og Jök-
ull Jakobsson?
Ég notaði ekki sögnina „að geta"
heldur sögnina „að lánast" Birgir get-
ur þarinig ekki farið rétt með orð sem
hann hefur prentuð fyrir framan nefið á
sér Sjáandi sér hann ekki i þetta sinn
Ég man ekki betur en Jökull Jakobs-
son hafi oftar en einu sinni lýst þeirri
skoðun sinni að hann hafi ekki haft
erindi sem erfiði i sagnagerð sinni
Útlendingarnir Ibsen, Strindberg og
Shakespeare hafa veríð dauðir svo
lengi að ég þekki þá minna Birgir
segir mig hafa afhent leikhúsunum
beinagrind að leikriti og ég viti að það
sé ekki nóg Það sé sjálfgefin skýring á
heyrnarlausrí hlustun minni Þetta er
léleg sagnfræði Þessu var þveröfugt
farið Það var of mikið hold á minni
skepnu, hún var svo mikil babúska að
tvö lítil leíkhús sem ég sýndi hana
rúmuðu hana ekki En Þorsteinn Gunn-
arsson framdi á henni snjalla megrun-
araðgerð og útvarpaði henni þannig,
hét Eyja i hafinu, og ekki alveg loku
fyrir það skotið að Birgir auðnist ein-
hverntíma að berja hana augum á
leiksviði En þetta verk hafði frá önd-
verðu bæði upphaf, miðju, endi — og
nafn, sem i dag þykir víst gamaldags
Birgir kann sýnilega ekki við það
sem hann kallar matreiðslu mína
Hann er ekki einn um þann smekk
Hann gefur mér að lokum það heillaráð
að reyna að verða lukkunar pamfíll Ég
vil ekki gera litið úr umhyggju jafn
ágæts manns og gamals kunningja En
það væsir ekki um mig um þessar
mundir Ég á land, tvö hús, börn og
buru — og skrifa i viðlesnasta blað
landsins
Réttu mér fána, Ijóðabók Birgis, sem
hann vitnar dálilið skringilega til, hef
ég ekki séð; hún er raunar samin á
undan leikritum hans þannig að hún
hlýtur að teljast til fyrstu ritsmiða hans
Þær eru ekki ýkja margar. sem ekki er
von, maðurinn er enn ungur. En ég get
sagteins og Rockefeller þegar hann
þreif fánann af stuðningsmanni
Reagans á flokksþinginu Maður hefur
liklega leyfi til að skemmta sér
Mætti ég svo að lokum lýsa þeirri
skoðun minni að ég hef mætur á Birgi
sem manni og hann er i hópi slyngustu
upplesara hér á skeri og hefur verið
lengi En skattyrði fara honum ekki.
Sniðið á þættinum Nasasjón hlýtur
að vera þeim sem nasaðer af, svo
fremi þeir séu nokkuð við aldur, vis-
bending um ræðurnar sem þuldar
verða yfir hausamótum þeirra þegar
þeir eru allir og ósannað er að þeim
auðnist að verða heyrnarvottar að, svo
gaman sem það þó væri Ég varð ekki
vitní af upphafi nasasjónarinnar af
Magnúsi Torfa, hafði ekki dagskrána
við höndina, og hélt í fyrstu að um
væri að ræða útför á kostnð ríkisins og
setti hljóðan, en kona min leiddi mig
strax i sannleika um hvers kyns væri
Magnúser meðafbrigðum skilmerki-
legur maður, gáfnagarpur, en hann
virðist sneyddur hæfileikanum til að
hrifast og þar með hæfileikanum til að
hrifa aðra, sem hlýtur að vera þeim
manni nauðsyn sem stýra á stjórnmála-
flokki Litið var að græða á úttekt
dómsmálaráðherra á þessum fyrrver-
andi samráðherra sinum, hún var það
almenns eðlis, en lýsing Matthíasar
Jóhannessens á þvi hvernig forðum
daga varð tæpast þverfótað fyrir stöfl-
um af marxiskum ritum i herbergi
Magnúsar og það stóru herbergi, var á
við mörg orð Ólafur Ragnar Grlmsson
lauk lofsorði á ýmsa undirbúnings-
vinnu sem innt hefði verið af hendi i
ráðuneytinu i tið Magnúsar og núver-
andi menntamálaráðherra nyti góðs af
Ekki skal það vefengt, en einhvern arf
hlýtur Gylfi að hafa skilið eftir sig á
færibandinu handa Magnúsi, ef að
likum lætur, og tæpast mun arftaki
Vilhjálms koma að tómum kofunum
Nefndarskipun er auðvitað nauðsynleg
og oft góðra gjalda verð, frumvörp til
laga eru ágæt, en afl, fortöluhæfileika
og þrautseigju þarf til að vinna þeim
fylgi á þingi þannig að þau verði að
lögum Ella verða frumvörpin skrif-
finnskan einber, ófrjó, oft gagnslaus Á
hanabjálka alþingis eru nokkrar smá-
lestiraf sliku góssi. Rykti ráðherra
hlýtur að ákvarðast af fjölda og mikil-
vægi þeirra mála sem hann leiðir til
lykta i stjórnartíð sinni. Öll önnur við-
miðun er út i bláinn Magnúsi hefur
verið borinn á brýn skorturá kímní-
gáfu Þaðfærekki staðist Hann lýsti
þvi skörulega yfir i þættinum að hann
hefði alltaf haft meiri áhuga á athöfn-
um en vangaveltum
Akureyrska dagskráin um Ólaf
Daviðsson — í umsjá Steindórs frá
Hlöðum, séra Bolla Gústavssonar og
Sigriðar Schiöth, var meðósviknum
menningarbrag Klerkurinn flutti vel og
allsendis hispurslaust mergjaða lýs-
ingu Ólafs á þvi hvernig kirkjan drap i
dróma allt mannlif á landi hér á liðnum
öldum Þjóðin mátti ekki einu sinni
dansa vikivakana sína og ekki grúska i
öðrum fræðum en innfluttum þjóðsög
um bibliunnar Það hefur stundum
hvarflað að manni að mjóu hafi munað
að kirkjan gengi af íslensku þjóðinni
dauðri, ekki af ásetningi samt, heldur
óvart. Sennilega varð það henni til lifs
að drjúgur hluti hennar játaði trúna
aðeins með vörunum. Trú á æðri for-
sjón, hjálp að ofan, er kannski ekki
ýkja viðsjál i veðursældinni fyrir Mið-
jarðarhafsbotnum Menn geta beðið
rólegir i sólinni eftir bænheyrslu. Allt
öðru máli gegnir í harðbýlu landi norð-
ur undir þaki heimsins Svona trú
hæfði ekki veðráttunni hér; hún gerir
það miklu fremur i dag eftir tilkomu
hitaveitu og þessháttar Heiðnir menn
urðu að treysta og trúa á sjálfan sig og
hefðu þeir fengið að vera I friði með
sína trú fram eftir öldum hefðu þeir
byggt haffær skip að flytja nauðsynjar
frá og að landinu og keypt snæri til
fiskdráttar þar sem það var að hafa —
tekið það traustataki ella Nú er kirkjan
vart annað og meira en huggulegt vé
þeim sem þar kunna vel við sig og
mörgum skapbætir. ekki þar fyrir, en
viðast hvar aðeins ytri búnaður, holur
að innan — nema helst i þéttbýli þar
sem margir prestar axla óneitanlega
ýmsar byrðar með þjáðu fólki Ég hef
ekkert á móti klúbbum, sem fremi að
þeir sem þá sækja borgi reksturinn
sjálfir En fyndið var það hér um árið
— og segir sina sögu — þegar syno-
dusfjallaði um hvernig leggingar
skyldu vera á buxum biskupsins, eða
eins og segir í einu erindi úr meinlegu
kvæði Kristins Reyrs: Fram hallelúja,
ort til Sams frænda
Ankoti er hann kræfur
erkibiskupinn þinn
sá á vist bagal og betri
brækur en minn.
Ekki veit ég hvernig á þvi stendur,
en mér virðist hljómmikil rödd Bolla
Gústafssonar ætið njóta sin miklu bet-
ur þegar hann flytur þjóðlegan fróðleik
sem honum er kær en þegar hann
leggur út af rikistrúarbrögðunum úr
predikunarstóli. Heyrnarlausa hlustun,
væri Birgir Sigurðsson vis með að kalla
þetta mat mitt Ekki verður i allt séð,
séra minn, ég loka samt, sagði karlinn
forðum og lét sér ekki segjast .
Ég hlustaði til enda og án þess að
leiðast á leikrit Þorvarðar Helgasonar,
Vil eldinn. Mér virtist raunar sem höf-
undurinn hefði getað unnið betur úr
efninu, útstrikanir einar sér hér og hvar
hefðu þétt efnið, gert það heillegra, og
i lokin lá ekki alveg Ijóst fyrir hver drap
hvern né hver flúði til fjalla, en það
skýrðist samt þegar maður hafði velt
vöngum nokkrum sinnum Hvernig
valdið gerir menn brjálaða, er við-
fangsefni sem leitar mjög á Þorvarð
Hann var við sama heygarðshornið i
sjónvarpsleikritinu Sigri Mérfannst
Viðeldinn viðameira verk Þorvarður
býr yfir eiginleika sem lofar góðu,
honum liggur sitthvað sem máli skiptir
þungt á hjarta Flosa Ólafssyni er mjög
sýnt um að koma fólki til að hlæja,
hann vekur manni aldrei leiða, en hann
var á köflum full grallaralegur í hlut-
verki blóðhundsins Róbert Arnfinns-
son lifði en lék ekki hlutverk sitt, lifði
það út I æsar svo sem hans er vandi
Önnur hlutverk voru svo veigalitil að
þau voru nánast rútina, enda fóru
leikararnir létt með þau
Niels Ebbesen er gamall kunningi,
en vel þess virði að leggja við hlustir
öðru sinni, þótt ekki væri nema til að
njóta þess hvern mat Gisli Halldórsson
gerði sér úr hlutverki prestsins ölkæra.
Bernsk leikslokin hljómuðu dálltið
óþægilega i eyrum, en þau er vel hægt
að fyrirgefa Svo dæmalaust hetjulund-
aður var Munk sem höfundur og klerk-
ur En þegar i hlut eiga höfundar sem
stunduðu ritstörf sin til hliðar viðanna-
samt og knýjandi aðalstarf, virðast
manni þaðengin helgispjöll þótt hrófl-
að sé við verkum þeirra hér og hvar,