Morgunblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 16
Chiang Ching sem Mao hafði ánafnað þeim og fjöldafundinn í Peking yrði ekki lengur hægt að nota til að koma af stað valdatöku rót- tækra. Þeir höfðu eitt sinn áður notað sýningu á mætti sínum í miðborg Peking til þess að koma því til leiðar að ákveðið var (í apríl) að vikja þeim manni sem Chou En-lai hafði tilnefnt erfingja rikisins, Teng Hsiao-ping, sem var fulltrúi hófsamra. Ákvörðunin um að fresta minningarathöfninni um Mao var áfall fyrir róttæka — og þar með Máo. Þar með jafngiltu fyrstu ákvarðanirnar sem forystu- mennirnir i Peking tóku eftir dauða Maos fyrstu skrefum Teng Hisao-peng nú. En að lokum verða þeir að taka þá ákvörðun, hvort sem þeim líkar betur eða verr, að eina leiðin til að svipta hina róttæku þeim mætti, sem þeir fengu í arf frá Mao, sé sú að endurskoða álit sögunnar á Mao sjálfum, reyna að gera arf hans tortryggilegan þannig að hann sýnist vafasamur og jafn- vel einskis virði og fordæma að minnsta kosti nokkra þætti þeirrar stefnu sem hann beitti sér fyrir. Sorgin hverfur Róttækir munu vafalaust gera gagnárás og baráttan gæti tekið á sig nokkur einkenni til arfsins eftir Mao, en á því er enginn vafi að hinir róttæku eru hinir sönnu erfingjar hans. I þeirri baráttu, sem engum gat dulizt að háð var í Peking allt þar til Mao lézt. vildu hinir hófsömu endurreisa þá skipu- legu stjórn rikisins og efna- hagslífsins, sem Mao færði hvað eftir annað úr skorðum með leit sinni að byltingarhug- sjónum. Stjórn flokksins og rík- isins eru í höndum hófsamra, en f jölmiðlarnir eru á valdi rót- tækra og þeira hafa múginn á sínu bandi og geta kallað hann út á göturnar og sýnt mátt sinn. Sviptir tækifæri Það hefðí verið í þágu rót- tækra ef útförinni hefðu fylgt tafarlaus og kröftugur áróður um maoisma frá Peking. Það hefði gert þeim kleift að nota yfírráð sín yfir fjölmiðlunum til þess að leggja áherzlu á kröfu sina til arfsins eftir Mao með því að gera kenningar hans að sínum og vísað á bug öllum sams konar kröfum hófsamra eíns og þeir raunar gerðu í þeirri innanflokksbaráttu, sem fram fór fyrir dauða hans. En þeir voru sviptir þessu tæki- færi þar sem ákveðið var að birta yfirlýsingu frá flokksfor- ystunni um lát Maos, yfirlýs- ingu sem samkomulag var gert um og þar sem ákveðið stef úr áróðri róttækra og hófsamra vógu salt. Það hefði einnig vegíð í þágu róttækra ef fram hefði farið geysiviðtæk-sorgarsýning þegar I stað um allt Kína og lýst hefði verið yfir hollustu við Mao á fjöldafundum og í skrúðgöng- um, þvi slíkt hefði verið hægt að skipuleggja á þeirra vegum og þannig hefðu þeir sýnt mátt sinn. En þeim var meinað það iíka. þróunar, sem að lokum mun leiða til afneitunar á dýrkun- inni á Mao á sama hátt og dauði Stalins leiddi til baráttu gegn stalinsisma, afstaliniseringar. Verið getur erfitt svo stuttu eft- ir dauða Maos að viðurkenna að slik þróun sé óhjákvæmileg og ef til vill er það ástæðan til þess að svo að segja allir fréttaskýr- endur og sérfræðingar forðast eins og heitan eldinn að draga slíka ályktun og halda því fram að þróunin i Sovétríkjunum verði ekki endurtekin í Kina. Svipuð einkenni Vissulega verður hún ekki endurtekin i öllum smáatriðum því Kínverjar hafa sína eigin sögu, menningu og lífsvenjur. En þeir búa einnig við nútíma- einræði kommúnista, sem á viss einkenni sameiginleg með So- vétríkjunum, hversu mjög sem Mao reyndi að útrýma þeim. Ekki alls fyrir löngu notuðu róttækir yfirráð sín yfir blöðun- um til að birta nokkrar „sagn- fræðilegar" greinar um forna keisara í því skyni að minna Mao á að hann yrði að losa sig við hina hófsömu úr forystunni meðan hann hefði enn krafta til þess. 1 fyrra, þegar landið laut enn forystu „hins sterka manns" hinna hófsömu, Teng Hsiao-ping aðstoðarforsætisráð- herra, urðu þessar greinar mik- ilvægur hlekkur í keðju vís- bendinga um að fall hans væri yfirvofandi. Annað „sagnfræði- legt“ efni var notað öðru hverju til að halda því fram að eftír dauða keisara fortíðarinn- ar hefðu stórveldi þeirra leystst upp, hugsjónir þeirra verið fót- um troðnar og minningin um þá ötuðauri. Meðfylgjandi grein lýsir valda- baráttunní í Peking fyrir og eftir dauða Mao Tse-tungs en var skrifuð áður en Hua Kuo- feng var valinn eftirmaður hans og fréttir bárust um handtökur Chiang Ching, ekkju Maos, og stuðningsmanna hennar. Greinarhöfundur færir rök að því að í uppsiglingu sé barátta gegn dýrkuninni á Mao á sama hátt og dauði Stalíns leiddi til baráttu gegn stalínisma í Sovétríkjunum á sínum tíma. Krafa til arfsins Þegar Mao lézt var innsti hringur stjórnmálaráðsins þannig skipaður að þar var jafnræði milli hófsamra og rót- tækra. Meðan róttækir eiga sæti í stjórnmálaráðinu hlýtur baráttan að halda áfram, jafn- vel þótt hófsömum takist að draga úr styrk þeirra. Baráttan hlýtur meðal annars að koma fram i þeirri mynd — og það er hluti óhjákvæmilegrar atburða- keðju — að um það verði deilt hvort það eru hinir hófsömu eða hinir róttæku sem séu hinir sönnu erfingjar Maos. Hinir hófsömu munu vitaskuld gera Sextán klukkustundum áður en heiminum var tilkynnt lát Maos og hvernig útför hans færi fram unnu hinir hófsömu fyrstu lotuna. Enga fjöldafundi átti að halda utan við vinnu- staði fyrr en eftir minningarat- höfnina við Hlið hins himneska friðar tiu dögum síðar, laugar- daginn 19. september. Tímann þangað til vonuðust hófsamir til að geta notað til þess að hrifsa frá róttækum að minnsta kosti nokkrum þeim völdum kröfu til arfsins eins og jafnvel Teng Hsiao-ping reyndi að gera, en róttækir geta hæglega visað tilkalli þeirra á bug því að stefna hófsamra mun leiða í ljós að krafa þeirra er yfir- borðsleg. Hófsamir verða að draga ályktun, sem þeir mundu af- neita með allri þeirri sannfærð- ingu og einlægni sem i þeim býr, ef hún væri lögð fyrir þá annarra trúarbragðastyrjalda, þótt hún verði kannski færð i nútímabúning og háð með nú- tíma áróðursvopnum. En hvað sem öllu liður verður nafn Maos atað auri. Fyrstu dagana eftir lát Stal- ins grét jafnvel Krúsjeff, aðal- maður baráttunnar gegn stalin- isma, á sama hátt og hófsamir og róttækir Kínverjar gráta nú og enginn dregur sorg þeirra í efa. En hún varir ekki lengi. Hua Kuo-feng Fyrstu skrefin í þá átt að steypa Mao Tse-tung af stalli hafa verið stigin þrátt fyrir all- ar lofræðurnar um hann og öll tárin sem hafa verið felld eftir lát hans. Báðar höfuðfylkingarnar sem bitast um völdin í Peking, hóf- samir og róttækir, gera kröfu Fyrsti sigurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.