Morgunblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1976
Sykurnáma
Siggu gömlu
Eftir Ann Richards
6.
„Ég skal ná mér niðri á ykkur, Alli
árrisuli og Sigga gamla,“ tautaði hann.
„Ég skal svei mér kenna ykkur að vera
ekki aö hæðast að mér“.
Og svo þrammaði hann af stað til heim-
ilis síns, en það var í gömlu eikartré.
Þegar þangað var komið, setti hann upp
hugvekjuhúfu, sem hann átti, þetta var
galdrahúfa og ekki gat hann hugsaó án
hennar, en stundum var hann jafnvel svo
latur, aö hann nennti ekki aö sækja hana,
svo hann gæti hugsað hálfa hugsun. En í
þetta skipti hét hann því með sjálfum
sér, að aldrei aftur mundi hann reyna að
hugsa, án þess að hafa galdrahúfuna á
höfðinu. Að hugsa án húfunnar, hafði oft
komið honum í koll, en aldrei þó jafn
áþreifanlega og þennan morgun!
ANNAR KAFLI.
1 skógi þeim, sem Gráálfur bjó í, var
heilmikið af grasi grónum trjárjóðrum,
þar sem tré höfðu verið felld i eldinn.
Hann leitaði upp eitt af þessum rjóðrum,
til að hugsa. Hann settist meó krosslagða
fætur á trjábol og setti upp hugvekjuhúf-
una sína.
Hann var í svo vondu skapi, að hann
fór strax að hugsa um það, hvernig hann
gæti hefnt sín á Alla árrisula. Fyrst velti
hann því fyrir sér, hvort hann gæti ekki
sett eitur í eitthvað af kökum Siggu
gömlu, og stútað Alla þannig fyrir fullt
og allt. Svo datt honum í hug, hvort hann
gæti ekki strengt band yfir eldhúsglugga
Siggu gömlu, þannig að Alli mundi detta
um hann og meiða sig. En ekki leist
honum allskostar vel á þá hugmynd, því
að ekkert var að vita, nema, Alla myndi
fljótlega batna. En svo datt honum allt í
einu í hug það versta af öllum þeim
vondum brögðum, og þetta hafði slík
áhrif á hann, að hann sat grafkyrr, eins
og hann svæfi.
Um líkt leyti og þetta skeði, var ungfrú
Ingunn íkorni á göngutúr og veðrið var
svo gott, að hún var full af gáska og
glettni. Svo einkennilega vildi til, að hún
Hann var
eimreiðarstjóri í
hálfa öld, en er
nýhættur störf-
um.
vt«
MORö-dK/
kAFF/NO
GRANI göslari
Það kemur mfr ekki við hve
iengi þú erl að mála þetta
skilti, en ég heiti Karl með
K-i!
rDB.'plvKj
Við hvaða vanda eigið þér að
strlða?
Kennarinn gekk niður skðla-
götuna og sá tvo nemendurna
vera að siást upp á ltf og
dauða. Hann flýtti sér til
þeirra, þreif I kragann á öðr-
um þeirra og sagði:
„Um hvað eruð þið að slást?“
„Við vorum að slást um yð-
ur, herra kennari," sagði sá,
sem fyrir takinu varð, „hann
Pétur sagði að það væri ekki
jafnmikið vit I kollinum á yð-
ur og í hænuhaus, en ég sagði
að það væri.“
Vinstúlkur tala saman.
— Eg sagði honum að ég
vildi ekki sjá hann framar.
— Hvað gerði hann þá?
— Hann slökkti Ijósið.
— Og nú, herrar mlnir og
frúr, þurfið þið ekki annað en
að nefna nafnið á einhverju
dýri, sama hvert það er, þá
skal ég undir eins herma eftir
rödd þess.
Einn af tilheyrendum: —
Reykt síld.
Tveir litlir drengir hittast.
Nonni: Það liggur eitthvað
illa á þér I dag, Bjössi. Hvað er
að?
Bjössi: I gær hýddi pabbi
mig fyrir það að ég vildi ekki
þvo mér og I dag hýddi hann
mig aftur vegna þess að ég datt
I lækinn.
Framhaldssaga eftir
Rosemary Gatenby
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
50
allan tlmann verið I námunda við
hann og sfðan hafði hann lagt ð
sig ómælt erfiði til að koma
honum til hjálpar.
Fyrst óku þeir að bifreið Verns
og tlndu muni hans og föggur
saman. Það tók ekki ýkja langan
tfma núna, svona Ijómandi vel
akandi.
— Vitíð þér ekki hvað hefur
komið fyrir vin yðar? spurði
Miguel þegar þeir voru lagðir
aftur af stað.
— Nei, en ég get sem hægast
gert mér það f hugarlund
Ilann sagði Miguel frá atburðum
næturinnar og morgunsins og
Miguel þýddi frásögnina jafnóð-
um yfir á spænsku og tók hann
bersýnilega mikinn þátt f þessu
öllu saman.
Svo komust þeir aftur upp á
steypta veginn.
— Hvernig vissirðu hvaða leið
þeir færu með mig? Það var í
afturelding sem við ókum út af
þjóðveginum og ég sá ekki tíl
neins svo langt sem augað eygði.
— Eins og ég sagði gætti ég
þess vandlega að halda mig eins
langt f burtu og ég mögulega gat.
En ég sá f hvaða átt þið beygðuð
en ég elti ekki þangað. Eg vissi að
þegar á þær slóðir var komið
þurfti maður að vera á vörubfl til
að komast áfram.
Ekkert fréttist af Erin Bruce
þennan dag.
Hann kom heldur ekki.
Jack skrifaði sig aftur inn á
hótelið án þess að minnast frekar
á Mr. Johnston, sem hann hafði
farið á brott með kvöldið áður.
Hann kærði sig ekki um að
blanda lögreglunni á staðnum f
þetta viðkvæma mál. Hann fór f
sturtu og þegar hann hafði lokið
þvf lét hann sig fallast f rúmið og
sá þá sárabindi á teppinu. Annað
hvort hafði Miguel útvegað það
fyrir hann eða dyravörðurinn
hafði talið að honum veitti ekki
af þvf.
Hann sofnaði samstundis og
þegar hann vaknaði var orðið
aldimmt.
— Hamingjan góða, sagði hann
smeykur. — Hvar er Erin?
Hann neri sér um augun með
skárri hendinni og haltraði út á
svalirnar. llann var aumur og sár
f öllum skrokknum.
Hvað hafði eiginlega orðið um
Erin? Hafði Helene ekki verið á
búgarðinum? Eða hafði hann
ekki fundið hana og hafði ákveðið
að gista og athuga málið betur
daginn eftir? Eða HAFÐI hann
fundið hana og ekki komizt
undan. Hann sá fyrir sér flug-
vélina f ljósum logum og flug-
mann hennar helsærðan f flakinu
eftir kúlnahrfð.
Fjandinn hirði þetta allt. Og á
þessum eyðistað myndi hann ekki
frétta um það þótt smáflugvél
hefði farizt f Texas.
11. kafli
Earl Cady sté út úr jeppanum.
— Við sjáumst seinna, sagði hann
og Bill ók af stað f norður.
Hann gekk þvert yfir hátt
grasið f áttina að varðmannakof-
anum. Langt var. um liðið sfðan
hann hafi fengið vott eða þurrt
þar sem hann hafði tekið daginn
snemma. Gott yrði að fá kaffisopa
f varðkofanum.
Vél flaug yfir hann. Hún var
svipuð vélinni sem hafði farið hér
yfir daginn áður. Kannski var
einhver rfkisbubbinn að leika sér
og æfa sig á nýju vélinni sinni. Á
þessum sióðum var heldur sjald-
gæft að flugvélar væru mikið á
sveimi.
Þegar hann var kominn inn f
kofann svipaðist hann um og varð
sem snöggvast hugsað til
stúlkunnar. Ilann hafði séð hana
leggja af stað i útreiðar fyrir
nokkru. Tim Donan var f fylgd
með henni. 11 ún hafði verið læst
inni f húsinu allan þann tfma sem
hann hafði unnið hér. Herra
Whelock hafði sagt honum að
hún væri smáskrftin. En nú voru
þeir farnir að leyfa henni að fara
út — að vfsu f fylgd og undir
eftirliti Tim Donans.
Tim Donan ...
Það var ekki beinlfnis vegna
þess að hann hefði neitt á móti
þvf að Tim annaðist ungfrú
Everest, en honum Ifkaði ekki
hvernig hann kom fram. Eins og
hann réði hér öllu. Donan hafði
sýnt eintim of mikið ráðrfki
fannst honum.
— Hvar hefur þú verið hafði
Earl spurt hann.
— Það kemur þér ekki við. Þú
skalt hlfta ráðum mfnum, Cady,
og láta það ógert að snuðra f þvf
sem þér kemur ekki við. Þú
lendir bara f kröggum ef þú ætlar
að fara að derra þig.
Þetta varð alit æ furðulegra og
óskiljanlegra.
Einkennilegt fólk að tarna. Það
vissi hann af eigin reynslu. 1
fyrsta lagi vék hr. Everest aldrei
af staðnum og f öðru lagi virtust
Ðan og Reg og Whelock Ifklega
einnig alltaf dauðhræddir um að
einhver reyndi að ryðjast inn á
búgarðinnn. Hvers vegna? Hans
var svo f jarska vel gætt.
Og eftir hverju var að slæjgast?
Og það gat ekki verið af ótta við
að Everest yrðí rænt þvf að hann
var hér ekki núna. Það var f
fyrsta skipti sfðan Earl kom
hingað að Everest hafði farið.
Samt sem áður hafði varðgæzlan
verið hert að mun.