Morgunblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14, OKTÓBER 1976
Ovænt úrslit í forkeppni HM
NORÐUR-ÍRAR HÉLDU
JÖFNU í HOLLANDI
NORÐUR-trland náði jöfnu f leik gegn hollensku knatt-
spyrnurisunum í Rotterdam f gærkvöldi. Úrslitin urðu
2:2, en f leikhléi var staðan 1:0 fyrir tra. Leikurinn var
æsispennandi og mótaðist mjög af mjög góðum leik
þeirra Johanns Gryuffs og George Bests, sem nú lék að
nýju með n-frska landsliðinu eftir langa f jarveru.
t»rátt fyrir að Johann Cryuff
stjórnaði sínum mönnum af snilld
í þessum leik og umhverfis hann
væru sex af leikmönnunum, sem
léku til úrslita í síðustu Heims-
meistarakeppni, tókst Hollend-
ingum aldrei að komast yfir
áfallið, sem þeir urðu fyrir er
N-írar skoruðu eftir aðeins fjög-
urra mínútna leik. McGrath skor-
aði markið með glæsilegri koll-
spyrnu eftir góða fyrirgjöf frá
Sammy Mcllroy. Var þetta fyrsta
sóknarlota N-lra í leiknum.
Eins og áður sagði var leikurinn
nokkurs konar uppgjör á milli
George Best og Johanns Gryuffs.
Báðir sýndu þeir sýna miklu hæfi-
leika i leiknum Annar klókur og
útsjónarsamur, hinn skapheitur
en með afbrigðum laginn með
knöttinn, Johann Cryuff —
George Best.
I fyrri hálfleiknum áttu Hol-
lendingar nokkrar góðar sóknar-
lotur, sem hefðu getað endað með
marki ef ekki hefði verið frábær
markvarzla Pat Jennings í marki
íranna. Að því hlaut þó að koma
að Hollendingar næðu að jafna og
það gerði Ruud Krol á 64. mínútu
leiksins með sannkölluðum
þrumufleyg af 25 metra færi. I
þetta skiptið náði Jennings ekki
að handsama knöttinn enda kom-
inn úr jafnvægi.
Áhorfendur fögnuðu innilega
og voru ekki þagnaðir þegar
Johann Cryuff skoraði annað
mark Hollands aðeins mínútu síð-
ar. Næstu mínúturnar byggðu Ho-
lendingar upp hverja sóknarlot-
una af annarri og ætluðu sér
greinilega stóran sigur í leiknum,
en ákafi þeirra kom í veg fyrir að
dæmið gengi upp.
Aðeíns tveimur mínútum fyrir
leikslok kom síðan reiðarslagið
fyrir Hollendingana. Derek
Spence fékk þá sendingu frá
McCreery og skaut föstu skoti á
milli handanna á markverði Hol-
lendinga Eddy Treytel. Spence
hafði komið inn á sem varamaður
fyrir hinn markaskorara tranna,
McGrath, á 70. mínútu leiksins.
Staðan í ríðlunum
UNGVERJAR unnu Austur-
rtkismenn f vináttulands-
leik I knattspyrnu I Vín f
gærkvöldi. Krankl gerði
bæði mörk Austurrfkis-
manna, en fyrir Ungverja
skoruðu Nyilasi og Kereki
sfn 2 mörkin hvor.
Eftir leikina f gærkvöldi
er staðan I riðlum við-
komandi liða sem hér segir,
leikur Tékkóslóvakfu og
Skotlands var sá fyrsti I 7.
riðlinum, en auk þessara
þjóða leikur Wales f riðlin-
um.
4. RIÐILL:
HoIIand
Belgfa
N-trland
Island
2. RIÐII.L:
England
Finnland
Luxemburg
Italía
2 1 1 0 3:2 3
1 I 0 0 1:0 2
1 0 1 0 2:2 1
2 0 0 2 0:2 0
2 2 0 0 6:2 4
3 1 0 2 9:7 2
1 0 0 1 1:7 0
0 0 0 0 0:0 0
Danny Blanchflower, einvaldur norður-frska landsliðs-
ins, kallaði George Best til liðs við sig í leiknum í
gærkvöldi og Best sýndi að hann var traustsins verður.
„Við biðjumst afsökunar"
Finnar komu mjög á óvart í leik sínum gegn Englend-
ingum í forkeppni HM í knattspyrnu á Wembley-
leikvanginum f Lundúnum f gærkvöldi. úrslitin urðu
aðeins 2:1 sigur Englendinga og þau úrslit verða tæpast
túlkuð á annan vcg en sem sigur fyrir Finna, sem f
sumar unnu fslendinga 1:0 í Helsinki.
Englendingar byrjuðu leikinn
gegn Finnunum mjög vel og eftir
aðeins 5 minútna leik skoraði
Dennis Tuert eftir að Joe Royle
hafði tekið þrjú horn i röð frá
vinstri. Tuert hafði ekki leikið
með enska landsliðinu í 18 mán-
uði þar til í gærkvöldi og ekki er
hægt að segja annað en að hann
hafi byrjað vel eftir þessa lögnu
fjarveru. Fyrstu 13 minútuur
leiksins var aðeins eitt lið á vellin-
TÉKKAR ENN ÓSIGR-
AÐIR í 24 LEIKJUM
TEKKAR sigruðu Skota með tveimur mörkum gegn engu í leik
liðanna í undankeppni heimsmeistarakeppninnar f knattspyrnu f Prag
f gærkvöldi. Ilafa Tékkar nú ekki tapað 24 landsleikjum f röð. Mikii
harka var I leiknum og voru 5 leikmenn bókaðir auk þess sem tveimur
var vikið af leikvelli. Voru það gamlir kunningjar Islenzkra knatt-
spyrnumanna, þeir Andi Gray, sem lék með skozka liðinu Dundee Utd.
gegn IBK f fyrra, og Anton Ondrus, sem lék með Slovan Bratislava
gegn Fram á dögunum. Framhald á bfs. 22
um — það enska — og fékk liðið 7
hornspyrnur fyrstu múnútur
leiksins. Markvörður Finnanna,
Goeran Enckelmann, lét knöttinn
þó ekki aftur framhjá sér fara og
smátt og smátt fóru Finnar einnig
að setja lit sinn á leikinn.
Miikka Toivola átti skot sem
naumlega var bjargað í horn og
síðar í hálfleiknum komst Jyrki
Nieminen í færi en gróflega var
brotið á honum og fékk Ray
Clemence reyndar gult spjald fyr-
ir brotið. Ekkert varð þó úr fri-
sparkinu og Englendingar sóttu
nær látlaust allan fyrri hálfleik-
inn. Lið þeirra vantaði þó meiri
hraða Qg meiri nákvæmni til að
fleiri sóknarlotur- endurðu með
marki.
f sinni hálfleiknum var sama
uppi á teningnum, Englendingar
sóttu og sóttu, en þess á milli
náðu Finnarnir einni og einni
góðri sóknarlotu. Það voru Finnar
sem urðu næstir til að skora og
kom markið á 5. mínútu seinni
hálfleiksins. Við markið sló þögn
á hina 92 þúsund áhorfendur á
Wembley-leikvanginum, en það
var ekki lengi, nú var býrjað að
baula á ensku landsliðsmennina.
Mark Finna kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Jyrki
Nieminen fékk óvænta sendingu
- sagði Don Revie
eftir að Englending-
ar höfðu sigrað
Finna aðeins 2:1
fyrir framan 92
þúsund áhorfend-
ur á Wembley-
leikvanginum
en ensku varnarmennirnir sváfu
á verðinum.
Fjórum minútum síðar náðu
Englendingar aftur forystunni,
enda höfðu þeir sótt af endur-
nýjuðum krafti eftir mark Finna.
Mike Channon braust framhjá
tveimur varnarmönnum á vinstri
vængnum og Joe Royle skoraði
örugglega eftir sendingu hans.
Ffeiri mörk voru ekkí skoruð í
þessum leik, sem dæmd voru gild.
Reyndar skoraði Kevin Beattie,
en markið var dæmt af vegna
rangstöðu. I önnur skipti varði
Encklemann af snilli eða skot
Englendinga fóru framhjá.
Framhald á bls. 22
\
Axel og sex
mörk í forgjöf
var of mikið
fyrir FH-inga
FH-ingar reyndust býsna
gestrisnir við v-þýzka liðið
Dankersen sem heimsótti þá
I tþróttahúsið I Hafnarfirði I
gærkvöldi. Segja má að FH-
ingar hreinlega gæfu
Dankersen sex mörk I for-
gjöf, til þess að þvf er virtist
að gera leikinn sfðan jafnan
og spennandi. Forgjöfin
reyndist of mikil og svo fór
að lokum að Dankersen
sigraði með fimm marka
mun, 22 mörkum gegn 17.
Það var ekki fyrr en eftir
12 mfnútna leik að FH-ingar
skoruðu sitt fyrsta mark f
leiknum og hafði Dankersen
þá skorað sex afar ódýr
mörk. Eftir að FH komst
loks á blað hélzt leikurinn f
jafnvægi allt til lokamfnútn-
anna og munaði minnstu
tveimur mörkum oftsinnis. 1
leikhféi var staðan 10 mörk
gegn 7 fyrir Dankersen.
Það sem öðru fremur
breytti leiknum FH f hag
var ágæt markvarzla Hjalta
Einarssonar, en hann var I
markinu ef undan eru
skildar fyrstu mfnúturnar,
en Byrgir byrjaði og varði
ekki eitt einasta skot.
Dankersen lagði greinilega
mikla áherzlu á að gæta
Geirs Hallsteinssonar f
leiknum og varð það til að
nokkuð losnaði um Viðar
Sfmonarson, sem var f mikl-
um ham f leiknum og skor-
aði 8 mörk. Langbeztu leik-
menn Dankersen-liðsins
voru Ólafur H. Jónsson og
þó sérstaklega Axel Axels-
son, en þeir félagar sýndu
nú snöggtum betri leik en
gegn Fram á dögunum.
Reyndist Axel FH-vörninni
óstöðvandi og skoraði 9
mörk. Olafur gerði 3 mörk
og átti margar mjög fallegar
lfnusendingar.
— stjl.