Morgunblaðið - 17.10.1976, Page 1

Morgunblaðið - 17.10.1976, Page 1
60 SÍÐUR (TVÖ BLÖÐ) 241. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mótmælaadgerdir í Shanghai: Ekkja Maos í snöru böðuls CARTER OG DALEY. For setaframbjóðandi demókrata, Jimmy Carter, veifar til fólks á götu í Chicago I skrúðgöngu, sem var farin í tilefni af Kólumbusar-deginum. Kona Carters, Rosalynn, er til vinstri og dóttir hans, Amy, framarlega til hægri, en Richard Daley borgar- stjóri er hægra megin. Peking, 16. október. Reuter. GEY8IMIKILL mannfjöldi gekk dansandi um götur Shanghai í dag og bar brúður, sem áttu að tákna ekkju Maos, Chiang Ching, hangandi f snöru böðuls. Hcimildir í borginni, sem er sú stærsta í Kfna, herma. að mörg hundruð þúsundir manna hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðunum gegn ekkjunni, sem er fyrrverandi leikkona, og þremur öðrum úr hópi róttækra, sem eru ásökuð um að hafa undirbúið banatilræði við Hua Kuo-feng forsætisráðherra. Fjórmenningarnir, frú Mao; varaformaður kommúnistaflokks- ins, Wang Hung-wen; varafor- sætisráðherra, Chang Chun-chiao, og Yao Wen-yan, áttu allir mestu fylgi að fagna í Shanghai. En nú virðist sem öll borgin sé orðin þeim andsnúin, samkvæmt heimildunum. Mannfjöldinn bar borða þar sem ókvæðisorðum var beint gegn félögunum fjórum. Söng fóikið, dansaði og hrópaði fyrir framan aðalstöðvar kommúnistaflokksins við höfnina. F’jöldafundir voru haldnir í Peking, í verksmiðjum og annars staðar þar sem Shang- Soyuz-23 snýr aftur til jardar Moskvu 16. október. Reuter. TASS-fréttastofan skýrði frá því í morgun, að Soyuzi-23, sem skotið var á loft í fyrra- dag, hafi verið snúið aftur til jarðar vegna bilunar í aðflugs- stjórntækjum geimfarsins. Ætlunin var að Soyuz tengdist í dag geimrannsóknafarinu Salyut-5, sem verið hefur á braut umhverfis jörðu undan- farnar vikur. Um borð í Soyuzi eru tveir menn. í Tass- fregninni segir, að Salyut muni eftir sem áður halda áfram störfum. Þetta er í fyrsta skipti sem Sovétmenn viðurkenna að eitt- hvað fari úrskeiðis í meir- háttar geimferðum. hai-fjórmenningarnir voru for- dæmdir, en talið er að þeir hafi verið handteknir fyrir 9 dögum síðan. Áreiðaniegar heimildir herma að mörgum Kínverjum hafi verið skýrt frá því að frú Mao og félag- ar hennar hafi gert samsæri um að myrða Hua. Hua, sem er hóf- samur og sagður vel gefinn og harður í horn að taka sem stjórn- andi, hefur verið tilnefndur eftir- maður Maos sem formaður komm- ^Tinistaflokksins. Á veggspjöldum, þar sem fjór- menningarnir eru fordæmdir, er jafnframt krafist verndar fyrir Hua. Sérfræðingar í málefnum Kína eru sannfærðir um að her- ferðin gegn róttækum njóti stuðn- ings þorra þjóðarinnar. Ástandið í Shanghai líkist mjög því sem var í menningarbylting- Framhald á bls. 35 Líbanon: Chiang Ching og Wang. ekkja Maos — Byssurnar þagna Aley, 16. október. Reuter KYRRÐ færðist yfir vígvöllinn í fjöllum Llbanon I morgun, en leiðtogar Araba eru á leið til fundar f Saudi Arabiu, þar sem þeir ætla að freista þess að binda endi á borgarastríðið, sem staðið hefur í 18 mánuði. Eftir geysiharða bardaga I 3 daga hafa sýrlendingar náð full- komnu valdi yfir ferðamanna- bænum Bhamdoun, sem er 6 kfló- metra vestur af Aley. Hersveitir sýrlendinga hafa tekið sér stöðu í útjörðum Aley, sem er f höndum palestínskra skæruliða og vinstrisinna, en bær- inn stendur 12 kílómetra suðaust- ur af Beirút. Ekki eitt einasta skot heyrðist þegar þokunni létti i fjöllunum í morgun. Háttsettur maður í aðal- stöðvum Palestínumanna sagði í morgun að allar sveitir þeirra væru farnar frá Bhamdoun, en þeir hafa undanfarna daga barist þar á götum og í byggingum við árásarlið Sýrlendinga, sem beitti skriðdrekum. Sýrlendingar stöðv- uðu framrás sina í útjöðrum Aley. Elias Starkis, forseti Líbanon er farinn frá austur Beirút, sem er í höndum hægrimanna á fundinn í Riyadh og álitið er að formaður Frelsishreyfingar Palestínu- „Ekkert óljúfara en að þurfa að minnast á bókun sex” - segir embættismaður EBE í samtali við Mbl. Briissel 16. október. Frá Magnúsi Finnssyni blaðamanni Mbl. FUNDUR utanrfkisráðherra Efnahagsbandalags Evrópu hefst f Luxemburg á morgun, mánudag. Eitt helzta verkefni fundarins verður að ákveða fiskveiðistefnu bandalagsins og útfærslu sameiginlegrar fisk- veiðilögsögu bandalagsrfkj- anna f 200 mflur 1. janúar 1977, eins og tillögur framkvæmda- ráðs EBE gera ráð fyrir. Bandalagsrfkin hafa enn ekki komið sér saman um inn- byrðis deilumál, en fram- kvæmdanefndin vill fá umboð til þess að semja við rfki utan bandalagsins um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. Háttsettur embættismaður EBE sagði í samtali við Morg- unblaðið f gær, að ef samnings- umboðið lægi fyrir eftir að fundi utanríkisráðherranna lýkur á þriðjudag, teldi hann persónulega að bandalagið ætti fyrst að snúa sér í samningum að Bandarfkjunum, en næst í röðinni kæmi Island, sem væri aðkallandi vegna tímatakmark- ana í samningi Breta og tslend- inga, sem rennur út 1. desem- ber. Þá sagði embættismaður- inn að næstu þjóðir á listanum væru Noregur, Kanada og Fær- eyingar. Þá verður einnig rætt við Rússa, Pólverja, A- Þjóðverja og Spánverja. Tvö lönd, Bandaríkin og Noregur, hafa þegar sent bandalaginu drög að samkomulagi. Bandalagið hefur einnig átt viðræður við önnur ríki, t.d. ísland, en þar var aðeins um könnunarviðræður að ræða og skipzt á skoðunum. Af íslands hálfu tóku þátt í þeim Einar Ingvarsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, Már Elís- son fiskimálastjóri og Tómas Tómasson sendiherra í Brussel. Veiti ráðherrafundurinn nú umboð til samninga má búast við þvf að bandalagið óski mjög bráðlega eftir viðræðum við ís- lendinga. Mbl. spurði talsmenn EBE hvernig unnt væri að ná jöfn- uði á gagnkvæmum grundvelli, Þar sem veiðar íslendinga væru mjög óverulegar innan væntanlegrar EBE-Iögsögu. Hann sagði að vissulega væri það síldarmagn, sem íslending- ar veiddu f Norðursjó aðeins brot af afla EBE-ríkjanna á ís- landsmiðum, þar sem þær veiddu aðallega þorsk og karfa. Hins vegar hefðu vísindamenn bent á að verulegur hluti þorsksins, sem veiddist við ís- Framhald á bls. 35 manna (PLO) sé einnig á leið þangað. Meðal leiðtoga á grundinum verða Anwar Sadat, forseti Egyptalands og Hafez A1 — assad, forseti Sýrlands, en stjórnir þeirra greinir heiftarlega á um stríðið í Líbanon. Þeir hafa ekki hitzt síðan Faisal konungur Saudi Arabiu var jarðsettur i fyrra, en síðan hefur sambúð landanna versnað mjög. Tilkynningin um fundinn, sem birt var f gær, kom mjög á óvart og varð til þess að utanríkisráð- herrar Arabalandanna frestuðu toppfundi sfnum, sem átti að byrja á mánudag um óákveðinn tíma. Sfðustu fréttir hermdu að Yass- er Arafat, sé innilokaður í Liba- non og kæmist því ekki á ráð- stefnuna í Riyad. Harka í kappræðu varaforseta- efnanna Washington — 16. október — Reuter VARAFORSETAEFNIN í for- setakosningunum f Bandarfkjun- um áttust við í sjónvarpskapp- ræðu í gær, og er það mál manna að ekki hafi kastazt eins í kekki f kosningabaráttunni fram að þessu og þegar brigzlyrði varafor- setaefnanna gengu á vfxl. Mönn- um ber saman um að Robert Dole, frambjóðandi repúblfkana, hafi Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.