Morgunblaðið - 17.10.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1976
Boðun slökkviliðs með
ýmsu móti á landinu
— Allt við það sama 1 slökkviliðsmálum ísfirðinga
t GÆRDAG var allt óbreytt f
slökkvaliósmálum tsfirðinga.
Bæjarráð sendi póst- og sfma-
málastjóra skeyti á föstudags-
kvöldið þar sem þess var krafist
að stúlkur á sfmstöðinni gegndu
neyðarþjónustunni áfram, meðan
beðið væri úrskurðar ráðuneytis
um þessi mál. Að sögn Bolla
Kjartanssonar, bæjarstjóra á tsa-
firði, hafði ekkert svar borist frá
sfmamálastjóra um miðjan dag f
gær og þvf engin neyðarþjónusta
veitt á sfmstöðinni, en ekki hafði
Leiðrétting
I FRÁSÖGN Morgunblaðsins í
gær af viðtali við Eyjólf Konráð
Jónsson var prentvilla í einni
setningu. Rétt er setningin svo-
hljóðandi: „Loks voru sömu
brigzl höfð i frammi í útvarps-
þætti Páls Heiðars Jónssonar."
Þetta leiðréttist hér með.
komið til bruna eða annarra
óhappa á tsafirði frá miðnætti á
föstudag þangað til seinni part-
inn f gær.
Morgunblaðið hafði f gær sam-
band við nokkra staði og fékk
upplýsingar um hvernig boðun
slökkviliðsmanna er hagað þar.
Er boðunin með mjög ólfkum
hætti á hinum ýmsu stöðum og
varla eins á neinum tveimur stöð-
um.
Á Akranesi hefur slökkvilið
númer á lögreglustöðinni þannig
að ef bruna ber að höndum hafa
menn samband við lögregluna. Sá
galli er þó á gjöf Njarðar að 3
tíma á næturnar í miðri viku er
engin vakt á lögreglustöðinni
þannig að eftir að hafa fengið
nafn þess manns sem er á bakvakt
í gegnum símsvara lögreglunnar
verður að velja annað númer.
Sagði Magnús Oddsson, bæjar-
stjóri á Akranesi, að vitanlega
gæti þetta verið bagalegt þegar
mikið lægi við. — Við höfum farið
fram á að lögreglumönnum verði
fjölgað hér þannig að hægt verði
að hafa lögregluvakt allan sólar-
hringinn og vonandi verður þeirri
ósk okkar sinnt, sagði Magnús.
i Siglufirði er boðun slökkvi-
liðsmanna með sama hætti og var
á ísafirði, þ.e. stúlkur á símstöð-
inni kalla brunaverði út. Þor-
steinn Jóhannesson verkfræðing-
ur í Siglufirði sagði Morgunblað-
inu í gær að ekki hefði verið rætt
um neinar breytingar á þessu
kerfi og stúlkurnar veittu þessa
þjónustu endurgjaldslaust að því
er hann bezt vissi.
Á Húsavík er bruni tilkynntur
með því að brjóta gler í brunaboð-
um, sem eru viðs vegar um bæinn.
Einnig er slökkviliðið með sam-
tengt símkerfi og um það hefur
verið rætt að slokkviliðið verði
boðað á Húsavík gegnum sfma
Framhald á bls. 35
Bragi Jósepsson:
„Verð allavega í lögregl-
unni fram til mánudags”
„ÞEGAR ég kom heim til mfn á
föstudaginn lá þar skipunarbréf
um að ég væri orðinn rannsóknar-
lögreglumaður frá og með 15.
>któber og til æviloka ef ég kysi
>að. Eg mun fhuga það yfir helg-
na hvort ég tek starfinu eða ekki,
■n allavega verð ég f rannsóknar-
ögreglunni fram á mánudag,"
agði Bragi Jósepsson uppeldis-
ræðingur f samtali við Mbl. f
:ær.
Bragi kvaðst hafa rætt við Ólaf
.óhannesson dómsmálaráðherra
og Halldór Þorbjörnsson yfirsaka-
dómara á föstudaginn og fengið
öll mál á hreint. Væri hann nú að
íhuga hvað hann ætti að gera, og
ákvörðun sína myndi hann til-
kynna ráðherra og yfirsaka-
dómara á mánudaginn. Bragi
kvað það rangt vera f blöðum, að
hann hefði sótt um starfið í gríni,
hann hefði lengi haft áhuga á því
að vinna við rannsóknarlögreglu
og þá sérstaklega að unglingmál-
um.
„Ég er nú í þeirri furðulegu
aðstöðu að vera bæði rannsóknar-
lögreglumaður og blaðamaður við
Alþýðublaðið,“ sagði Bragi. „Og á
báðum stöðunum verð ég að mæta
á mánudaginn. Þar sem ég hef
verið skipaður rannsóknar-
lögreglumaður, verð ég að segja
starfinu upp með löglegum fyrir-
vara ef ég tek því ekki, jafnvel
þótt ég hafi aldrei byrjað störf.
En ég verð lfka að hafa góðar
ástæður til að hafna starfinu,“
sagði Bragi.
Þá sneri Morgunblaðið sér til
Ólafs Jóhannessonar dómsmála-
ráðherra og spurði hann hver
væri helzta ástæðan fyrir því að
hann veitti Braga Jósepssyni stöð-
una, en ekki þeim sem yfirsaka-
Framhald á bls. 35
Ólafur Jóhannesson:
„Veitti Braga stöðuna
vegna menntunar hans”
Ivar Eskeland sá um að velja Ijóð-
in
Forsfða bókarinnar
Árekstur á blind-
hæð í Mývatnssveit
Mývatnssveit, 15. október.
MJÖG harður árekstur varð í gær-
kvöldi hér f sveitinni á þjóðvegin-
um á milli Geiteyjarstrandar og
Höfða. Þar óku saman tveir fólks-
bílar annar með A-númeri, í hon-
um voru tveir menn, en hinn með
Þ-númeri, í honum voru hjón með
tvö ung börn. Kallað var strax á
lögreglu og sjúkrabifreið frá
Húsavfk og voru þau sem slasast
höfðu flutt þangað á sjúkrahús.
Ekki var hægt að sjá annað en
báðir bílarnir væru gjörónýtur og
beita varð tveimur jeppum fyrir
hræin til að draga þau í sundur.
Sfðan var kranabíll fenginn á
staðinn til að draga bflana. Ekki
er fyllilega ljóst með hvaða hætti
þetta óhapp átti sér stað, þó er
helzt talið að ljósin hafi skyndi-
lega blindað ökumenn beggja bif-
reiðanna á blindhæð. Hér f Mý-
vatnssveit og nágrenni eru víða
blindbeygjur og hæðir á þjóðveg-
inum og af þeim sökum hafa á
undanförnum árum orðið umferð-
aróhöpp og slys á þessum stöðum.
Nú er það brýn krafa til Vega-
gerðar rfkisins að þegar verði ráð-
in bót á, áður en meira tjón hlýzt
af. Ljóst er að skipta verður veg-
inum á verstu blindhæðunum í
tvær akreinar. Sfðastliðinn
sunnudag varð undirritaður vitni
að því að árekstri varð naumlega
afstýrt á stórhættulegri blindhæð
á Hólasandi á leiðinni frá Mý-
vatnssveit til Húsavfkur, en á
þeirri leið eru sem kunnugt er
nokkrir slfkir staðir. Að vfsu er
áður búið að fara fram á endur-
bætur á þeim, en til þessa hefur
verið daufheyrzt við því, en sem
sagt; nú þolir það enga bið
lengur. —Kristján.
Tveir háhyrninga-
bátar á miðunum
SIGURVON SH hélt til
háhyrningsveiða á ný frá Orna-
firði f fyrrakvöld og með f förinni
var forstjóri Marinlands sædýra-
safnsins f Frakklandí, en hann
kom til Hafnar á fimmtudag. 1
þessari ferð er hugmyndin að
reyna ná öðrum háhyrningi og þá
helzt aðeins yngri en „Jóhönnu“,
en hún þykir f elzta lagi.
Að lokinni þessari veiðiferð
mun Frakkinn taka ákvörðun um
hvernig háhyrningurinn eða
háhyrningarnir verða fluttir frá
Höfn til Frakklands.
Guðrún frá Hafnarfirði er sem
kunnugt er á háhyrningaveiðum
fyrir Sædýrasafnið og
Dolfinaquarium í Hollandi.
Morgunblaðið náði tali af Jóni Kr.
Gunnarssyni forstöðumanni
Sædýrasafnsins, þar sem hann
vsr um borð í Guðrúnu í gær.
Sagði hann, að þeir væru staddir
á síldarmiðunum kringum
Ingólfshöfða. Alls væru þeir
búnir að kasta síldarnótinni fjór-
um sinnum á háhyrningavöður,
en alltaf hefði þeim tekist að
smjúga burtu, áður en búið væri
að loka nótinni. Hraðinn á þeim
væri oft mikill og því erfitt við þá
að eiga.
Jón sagði, að rnikið væri af
háhyrningi á þessum slóðum og
gengju þeir í misjafnlega stórum
vöðum. Mest héldu þeir sig í nánd
við síldarskipin og ætu sildina
sem slyppi úr nótunum eða
reknetunum.
„Mörg lýs-
ingarorð á
rússnesku”
VLADIMIR Ashkenasy hélt í
gærmorgun til Lundúna þar
sem hann fer í upptöku í dag.
Á morgun heldur hann síðan
til Glasgow þar sem hann mun
stjórna hljómsveit og leika á
fernum hljómleikum I lok vik-
unnar. Fjölskylda hans, for-
eldrar, eiginkona og börn fóru
hins vegar í skoðunarferð til
Vestmannaeyja í gærmorgun
og sagði Þórunn Jóhannsdóttar
í viðtali við Morgunblaðið i
gær að foreldrum Valdimars
hefði fundist ferðin stórkost-
leg. — Þau trúðu naumast því
sém þau sáu þegar kom til
Framhald á bls. 35
íslenzk ljóð:
Gefin út 1 8000
eintökum í Noregi
Bókin kemur út hjá
Den norske Bokklubben
NVLEGA er komin út I Noregi
ljóðabók með Ijóðum eftir ís-
lenzka höfunda og eru öll ljóðin
samin eftir strfð. Það er Norski
bókaklúbburinn, sem gefur bók-
ina út og ber hún nafnið „Váren
kjem ridand". Bókin er gefin út (
átta þúsund eintökum og hefur
Ivar Eskeland valið Ijóðin ( bók-
inni.
Þau (slenzku ljóðskáld sem eiga
verk í bókinni eru Jóhannes úr
Kötlum, Þorgeir Sveinbjarnar-
son, Snorri Hjartarson, Steinn
Steinar, Kristján frá Djúpalæk,
Jón úr Vör, Þorsteinn Valdimars-
son, Stefán Hörður Grlmsson,
Einar Bragi, Jón Öskar, Hannes
Sigfússon, Jónas E. Svafár, Sigfús
Daðason, Sigurður A. Magnússon,
Matthias Johannessen Vilborg
Dagbjartsdóttir, Jón frá Pálm-
holti, Hannes Pétursson, Dagur
Sigurðarson, Þorsteinn frá
Hamri, Jóhann Hjálmarsson, Ól-
afur Haukur Símonarson og Pét-
ur Gunnarsson.
Bókin er myndskreytt með
teikningum eftir Islenzka lista-
menn, þá Helga Þorgils, Hilmar
Þ. Helgason, Snorra Svein Frið-
riksson og Ólaf M. Jóhannesson.
Skáldin fá misjafnlega mikið
rúm í bókinni og ýmsum mun
vafalaust finnast vanta nokkur
skáld, t.d. þjóðskáld tslendinga,
Tómas Guðmundsson. Ivar Eske-
land sem ritar formála segir m.a.,
að mikil skáld eins og Tómas,
Davíð Stefánsson, Jón Helgason
og Guðmundur Böðvarsson hefðu
átt kröfu á að vera með I bókinni,
en þeir heyri þó fremur til milli-
strlðsárunum, hvað ljóðlist þeirra
viðkemur.
Þá segir Eskeland að skáldin,
sem kynnt eru I bókinni, hafi öll
skrifað sitthvað, sem geri þau hæf
til að eiga ljóð I sllku úrvali, jafn-
vel hefði verið ástæða til að gefa
út sérstaka bók með ljóðum
sumra þeirra. En það hefði ekki
gefið eins góða mynd af ljóðlist á
Islandi.