Morgunblaðið - 17.10.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1976
3
Kristilegt
stúdenta-
félag 40 ára
Á ÞESSU ári eru liðin 40 ár frá
stofnun Kristilegs stúdenta-
félags. Segja má að kynni
fslenzkra stúdenta af norska
kristiiega stúdentaféiaginu
hafi orðið til þess að áhugi
vaknaði hér á landi fyrir stofn-
un slíks félags. Brautryðjendur
þess voru þeir Valgeir Skag-
fjörð sem lézt 1935 og prðf.
Jóhann Hannesson sem nú er
nýlátinn, en þeir höfðu báðir
kynnst erlendu félögunum.
Fleiri koma við sögu og þegar
félagið er formlega stofnað árið
1936, hinn 17, júní, voru stofn-
endur fjórir, próf. Jóhann
Hannesson, sem var kjörinn
formaður, sr. Magnús Runólfs-
son, Ástráður Sigursteindórs-
son og Gunnar Sigurjónsson.
Félagið var að mestu sniðið
eftir lögum norska félagsins og
naut það aðstoðar fr Noregi við
aðdraganda stofnunarinnar.
Strax fyrsta starfsárið, um
haustið 1936, kom hingað hópur
manna frá Noregi, prédikarinn
prófessor Ole Hallesby og með
honum sex stúdentar.
Þeir komu til Reykjavíkur
hinn 6. október og héldu sami
komur og fyrirlestra og vakti
heimsókn þeirra mikla athygli.
Greinar voru skrifaðar í blöð
þar sem komu þeirra var and-
mælt og fundið var að því að
próf. Hallesby fengi að halda
fyrirlestra við guðfræðideild
Háskólans. Þetta umtal og
blaðaskrif vakti enn meiri
athygli á heimsókninni og
flytja varð fyrirlestra próf.
Hallesbys í eitt af kvikmynda-
húsum borgarinnar, svo
fjölsóttir voru þeir.
Eftir hálfsmánaðar dvöl hér
sneri Hallesby aftur til Noregs,
en samferðamenn hans ferðuð-
ust um landið og héldu sam-
komur. Enn héldu áfram skrif
um heimsóknina og voru sumir
á þeirri skoðun að hennar hefði
ekki þurft við.
Fyrsta árið var farið hægt af
stað og gefið út í fyrsta sinn
Kristilegt stúdentablað 1. des.
1936. Árið eftir fóru nokkrir
félagsmenn til Noregs á
Ánfinn Skaaheim er gestur
K.S.F. hér á landi um þessar
mundir. Hann er ræðumaður á
samkomu félagsins f Frfkirkj-
unni f kvöld.
norrænt kristilegt stúdentamót.
Það varð upphaf þess að síðan
hafa verið haldin mót hér
innanlands og félagsmenn hafa
allar götur síðan reynt að sækj'a
mót erlendis, sem haldin hafa
verið á vegum systurfélaganna
þar.
Á stríðsárunum féll starfið í
nokkra lægð og ekki var unnt
að hafa náið samstarf við félög-
in á Norðurlöndunum. Eftir
stríð komst sambandið á að
nýju og þá var einnig leitað
sambands við stúdenta-
hreyfinguna i Englandi og frá
þessum löndum fékk K.S.F.
nokkrar heimsóknir. Þá hillti
undir að gamall draumur
rættist, að halda norrænt kristi-
legt stúdentamót á Islandi og
var það gert árið 1950. Sóttu
það um 250 erlendir stúdentar
auk íslendinga og var próf.
Hallesby meðal ræðumanna.
Móttökurnar I það sinn urðu
ekki eins harðar og hann hlaut í
fyrri heimsókn.
Eftir þetta varð það föst hefð
að haldið var hér kristilegt
stúdentamót og hefur fjöldi
þátttakenda á þeim mótum vax-
ið ár frá ári og í ár var fjöldinn
um 100 manns á móti í Vatna-
skógi.
Á árunum 1950 til 1970 gekk
starfsemi K.S.F. í bylgjum en
segja má að frá árinu 1970 hafi
það verið á stöðugri uppleið, og
félagatalan vaxið stöðugt. Nú
eru félagsmenn um 160.
Starfseminni er í aðalatriðum
þannig háttað að starfandi eru
biblíuleshópar i Háskólanum
og fleiri æðri skólum og I hverri
viku eru á dagskrá félagsins
samverur, opin hús á heimilum
félagsmanna, kvöldvökur,
fyrirlestrar og fundir með stú-
dentum í einhverju húsnæði
Háskólans.
Að lokum má nefna að nú
stendur yfir heimsókn frá Nor-
egi eins og getið hefur verið í
fréttum. Er það norski
stúdentaleiðtoginn Anfin Skaa-
heim og talar hann á samkom-
um nú um helgina og verður
hin siðasta í Fríkirkjunni i
kvöld kl. 20:30.
Frá kristilegu stúdentamóti f Vatnaskógi um sfðustu helgi.
Kosningafyr-
irkomulagi
breytt að
kröfu Vöku
KOSNINGAR til hátiðarnefnd-
ar 1. desember 1976 fara fram í
Háskóla íslands miðvikudaginn
20. október nk. Vaka, félag lýð-
ræðissinnaðra stúdenta, skilaði
frambaðslista til þessara kosn-
inga þrlðjudaginn 12. október.
Félagið lagði til, að fullveldis- t
hátiðin yrði helguð umræðum
um réttarrfkið. I framboði
félagsins voru settir tveir fyrir-
varar eða skilyrði: I fyrsta lagi
var þess krafizt. að fundur sá,
er kjósa ætti nefndina, yrði
opinn öllum stúdentum allan
þann tíma, sem fundurinn
stæði yfir, og í öðru lagi var
þess krafizt, að fundarmenn
gætu neytt kosningarréttar síns
allan fundartímann.
Kjörstjórnin, en í henni sitja
tveir Verðandimenn og einn
Vökumaður, neitaði að verða
við þessum kröfum og hélt fast
við þrengsta mögulega skilning
á kosningareglugerðinni. Sú
túlkun kjörstjórnar hefði leitt
til þess, að aðeins lítið brot
stúdenta hefði átt þess kost að
taka þátt í kosningunum, þ.e.
aðeins þeir, er aðstöðu hafa til
þess að mæta á kjörstað á ná-
kvæmlega tilteknum tveimur
klukkustundum milli kl. 19.30
og 21.30. Allir, sem ætla að taka
þátt I kosningunum, þurfa að
vera staddir samtimis á kjör-
stað, sem rúmar 953 menn, en
stúdentar við H. I. eru I vetur
2700 til 3000 talsins. Lýðræðis-
sinnaðir stúdentar töldu þetta
kosningafyrirkomulag for-
kastanlegt og vildu ekki taka
þátt í slíkri afskræmingu lýð-
ræðislegra kosninga.
I framhaldi af synjun kjör-
stjórnar á skilyrðum Vöku,
lögðu þeir til á stúdentaráðs-
fundi 14. okt., að Stúdentaráð
skoraði á kjörstjórn að hafa
kosningafyrirkomulagið sem
rúmast, svo að sem flestir stúd-
entar gætu neytt atkvæðisrétt-
ar sins. Þessi tillaga var sam-
þykkt í Stúdentaráði og i fram-
haldi af því breytti kjörstjórn
úrskurði sínum um kosninga-
fyrirkomulagið, þannig að kos-
ið er á opnum fundi og fallizt
var á skilyrði Vöku. Vaka mun
því ganga til 1. des. — kosninga
i ár með Réttarrfkið sem tillögu
að umræðu efni.
Með ÚTSYN til annarra landa
Vikuferðir til
L0ND0N
Brottför J
alla laugardaga _
frá
l.nóv. ’76
tn -X-
31. marz '11 -
VERÐ FRÁ __ k
KR. 44.200,— ^JL
------------S> <2
AUSTURSTRÆTI 17
Helgarferðir til —
GLASG0W
hálfsmánaðarlega frá^:
24. sept. til 18. des
VERÐ FRÁ KR. 35.900.-^'^
^olarlri í skammdeginu
Kanan. Brottför tíl áramóta:
27. okt. Uppselt. 1 2. des Uppselt.
18. nóv. 16. des. Uppselt.
2. des. 29. des. Uppselt.
9. des. 30. des. Uppselt.
Verð frá 64.300 í 1 5 daga.
Ferðaskrifstofan
_+L.__ JT
SIMI26611